Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 23. OKTÖBER 1992. Afmæli____________ Halldór Baldursson Halldór Baldursson læknir, Tún- götu 51, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Halldór fæddist í Útey í Laugardal en ólst upp í Kópavoginum lengst af. Hann varö stúdent frá ML1962, lauk embættisprófi í læknisfræöi frá HÍ1969 og stundaði framhaldsnám í bæklunarlækningum í Svíþjóð. Hann varð sérfræðingur í bæklun- arlækningum og hlaut doktors- gráðu í bæklunarlækningum frá háskólanum í Lundi 1979. Halldór hefur starfað á hinum ýmsu spítölum bæði hér á landi og í Svíþjóð. Ennfremur var hann hér- aðslæknir í Eskiflarðarhéraði 1970-71 og kennari í bæklunarfræði við háskólann í Lundi veturinn 1974-75 þar sem hann flutti fyrir- lestra fyrir nema í sjúkraþjálfun. Á árunum 1981-91 var Halldór yf- irlæknir bæklunar- og slysadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og hefur síðan verið sérfræðingur við bæklunardeild Landspítalans. Halldór var formaður læknaráðs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1988-90 og hefur verið formaður Félags íslenskra bæklunarlækna frá 1990. Að frátaldri doktorsritgerðinni, „Total hip replacement in rheu- matoid arthritis", hefur Halldór rit- að ýmsar greinar um bæklunar- lækningar, röntgenskoðanir á fom- leifum og greinar í Læknablaðið og erlend læknarit. Fjölskylda Halldór kvæntist27.1.1967 Mar- gréti Snorradóttur, f. 13.3.1944, lækni. Hún er dóttir Snorra Hall- grímssonar læknis og Þuríðar Finnsdóttur húsmóður. Böm Halldórs og Margrétar em Sigrún, f. 24.2.1967, nemi í vélaverk- fræði við HÍ; Snorri, f. 15.11.1970, nemi í efnafræði við HÍ; Stefán, f. Halldór Baldursson. 2.4.1976, menntaskólanemi; Auður, f. 8.2.1982, grunnskólanemi. Systkini Halldórs eru Nanna, f. 24.2.1941, húsmóðir í Reykjavík, gift Ólafi Gamahel Sveinssyni og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg, f. 2.2.1944, hjúkrunarfr. í Kópav. og á hún eina dóttur; Guðmundur, f. 30.8.1945, bifreiðastj. í Kópav., fyrri kona Lára Vilhelmína M. Jónsdóttir og eignuð- ust þau þijú börn, nú í sambúð með Antoníu Erlendsdóttur; Bragi, f. 25.5.1947, bifreiðastj. í Reykjav., kvæntur Guðrúnu L. Erlendsdóttur . og eiga þau þrjú böm; Sigríður, f. 19.2.1951, húsmóðir í Kópav., gift Sverri Jónssyni og eiga þau eina dóttur; Þorgrímur, f. 25.2.1953, sím- virki og loftskeytamaður í Kópav., kvæntur Jennýju Guðbjörgu Sigur- bjömsdóttur og eiga þau tvo syni; Kristín, f. 4.10.1958, húsmóöir í Nor- egi, gift Sigurði Þ. Guðmundssyni og eiga þau þrjú böm; Friðrik, f. 22.3.1960, garðyrkjufulltrúi í Kópav.; og Ólafur, f. 6.12.1962, vist- maöur á Tjaldanesheimihnu. Foreldrar Halldórs em Baldur Kristjónsson, f. 29.12.1909, fyrrúm bústjóri í Útey og síðar íþröttakenn- ari, búsettur í Kópavogi, og Vilborg Halldórsdóttir, f. 13.5.1920, húsmóð- ir. Þóra G. Þorsteinsdóttir Þóra G. Þorsteinsdóttir, Lokastíg 18, Reykjavík, verður áttræð á morgun. Starfsferill Þóra fæddist að Sléttaleiti í Suður- sveit og átti þar heima til tuttugu og tveggja ára aldurs. Þá fór hún í kaupavinnu á sumram en sinnti heimilisstörfum á vetuma. Hún hef- ur nú búið í Reykjavík í fimmtíu ár. Fjölskylda Fyrri maður Þóru var Magnús Þórðarson, f. 10.4.1915, núlátinn. Þóra og Magnús eignuðust tvö böm, Lilju, f. 20.4.1943, húsmóður í Reykjavík, sem gift er Páli Bergs- syni skrifstofumanni en þau eiga öögur böm, og Pál, f. 24.7.1944, vél- stjóra í stjórnstöð Landsvirkjunar sem kvæntur er Jóhönnu Rögn- valdsdóttur húsmóður og eiga þau tvo syni og eitt barnabam. Seinni maður Rósu er Gunnar Rósmundsson, starfsmaður hjá 01- ís. Systkini Þóm: Benedikt, f. 10.11. Þóra G. Þorsteinsdóttir. 1915, lengst af verkstjóri á Höfn í Hornafirði; Rósa, f. 29.12.1918, hús- móðir á Höfn; Jóhanna, f. 13.1.1920, húsmóðiráHöfn. Foreldrar Þóru voru Þorsteinn Jónsson, b. á Sléttaleiti, og Þómnn Þorgrímsdóttir húsfreyja. Þóra hefur opið hús í Sóknarsaln- um, Skipholti 50 A, á afmæhsdag- inn, milli klukkan 16.00 og 17.00. Silfurbrúðkaup ÓskElín Jóhannes- dóttir og Jóhann Ólaf- urSverrisson Ósk Ehn Jóhannesdóttir húsmóð- ir og Jóhann Ólafur Sverrisson, vaktmaður við Sundlaug Fjöl- brautaskólans Breiðholti, til heimil- is að Unufelh 46 í Reykjavík, áttu silfurbrúðkaup sl. miðvikudag, þann21. október. Evrópaá krossgötum Saga Evrópu tuttugustu aldar- innar hefur ekki verið saga friðar og umburðarlyndis nema síður sé. Tvær heimsstyrjaldir, 1914-1918 og 1939-1945, geisuðu í álfunni. Milli heimsstyrjaldanna ríkti nokkurs konar vopnahlé meðan safnað var kröftum til nýrra átaka. Veldið hrundi í lok beggja heimsstyrjaldanna röðuðu sigurvegararnir löndum og þjóðum upp á nýtt á landakortinu, reynt var að koma í veg fyrir að til styijaldar kæmi á ný. Allt til loka níunda áratugarins hafa stórveldin í austri og vestri staðið grá fyrir jámum meðan heimsbyggðin hefur fylgst með, skelfingu lostin. Ekki kom þó til beinna átaka milli aust- urs og vesturs, staðgenglar studdir af annarri hvorri blokkinni hafa séð um að berjast. í lok níunda áratugarins hrundi hið mikla skrif- ræðisveldi Sovétríkjauna. Enginn skyldi þó halda að heimsveldi hverfi hávaðalaust. Ríki þau sem voru undir ægishjálmi heimsveld- isins eru nú að reyna að fóta sig á hinum þrönga vegi lýðræðisins. Töluverð ólga er innan hinna gömlu Sovétríkja eða þess sem eftir stendur af þeim og þar getur soðið upp úr ef Vesturlönd bera ekki gæfu til að hafa þau jákvæðu áhrif sem þarf til að koma þeim á réttan kjöl eftir áratuga áþján skrifræðis- ins. Júgóslavía hefur sundrast í mörg ríki og þar ríkir nú blóðug borgarastyijöld í hluta landsins sem ekki sér fyrir endann á. Tékkó- slóvakía er að skiptast í tvennt og verða að tveimur aðskildum ríkj- um. Austur- og Vestur-Þýskaland eru horfin af sjónarsviðinu og eftir stendur sameinað Þýskaland sem stendur í ströngu viö að byggja upp þann hluta landsins sem lenti á áhrifasvæöi Sovétríkjanna þegar landinu var skipt í lok heimsstyrj- aldarinnar síðari. Samstarf Eftir lok seinni heimsstyrjaldar- innar fór að vakna skilningur hjá ráðamönnum í Evrópu á gildi þess að Evrópuþjóðir ættu með sér mik- iö og náið efnahagslegt samstarf sem verða mundi til þess að draga úr hættu á átökum milli Evrópu- þjóða og þá aðallega Frakka og Þjóðverja. Aðalhvatamennirnir að nánara efnahagslegu samstarfi vom Frakkarnir þeir Jean Monnet og Robert Schumann. Þeir félagar stóðu að stofnun hins svokallaða Kola- og stálsambands sem átti að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur Frakka og Þjóðveija um auð- ug námusvæði milh landanna. Sameiginleg yfirstjóm Kola- og stálsambandsins, óháð ríkisstjóm- um aðildarlandanna, sem vom sex til að byrja með, tók til starfa og gafst nokkuð vel. Sameining Evr- ópu á efnahagssviðinu var hafin. Á þeim 40 árum sem Uðin em frá stofnun Kola- og stálsambandsins hefur smám saman verið reynt að auka samvinnu meöal Evrópu- þjóða. Reynt var á ámnum 1950- 1954 að stofna Evrópuher sem tókst ekki vegna andstöðu Frakka. Hinn svokaUaði RómarsáttmáU var stað- festur 1957 og var þar lagður gmnd- vöUur að Efnahagsbandalagi Evr- ópu eins og viö þekkjum það í dag. Fríverslunarbandalag Evrópu var stofnað 1959 með aðUd 7 ríkja. Ríkj- um bæði Efnahagsbandalagsins og Fríverslunarbandalagsins hefur flölgað með ámnum og hefur það leitt tU ýmissa breytinga innan landanna sjálfra og milU þeirra. Margar ástæður Hið evrðpska efnahagssvæði KjaUaxiim Magnús Marísson verslunarmaður byggist að stofni tíl á Rómarsátt- málanum um frelsin ijögur og teng- ist þar með Efnahagsbandalagi Evrópu óijúfanlegum böndum. Ein grunnhugmyndin í Evrópusam- starfinu er að aðildarríkin afsah sér þjóðlegu valdi að hluta til í hendur yfirþjóðlegs valds sbr. Kola- og stálsambandið. Ein höf- uðástæðan fyrir tilvist Evrópusam- starfsins er ótti við svipuð átök og fyrr á öldinni. Danir höfnuðu Ma- astricht-samkomulaginu í júní og Frakkar samþykktu þaö með örhtl- um meirihluta fyrir stuttu, staða Evrópubandalagsins hefur veikst. Margar ástæður liggja að baki hve seint gengur að sameina Evrópu. Má t.d. nefna heUbrigða þjóðrækni, mismunandi efnahag þjóða og síð- ast en ekki síst andúð og ótta al- mennings við skrifræði og háttalag hinnar nýju stéttar Evrópuveldis- ins. Við komumst ekki hjá því að taka afstöðu til hins evrópska efnahags- svæðis, þar er ekki hægt að vera bæði með og á móti, já eða nei verð- ur það að vera. Vafasamt er að sam- þykkt Evrópska efnahagssvæðis- ins standist stjómarskrá lýðveldis- ins og þar með er rökrétt aö henni verði breytt á yfirstandandi þingi, síðan yrði efnt til kosninga að und- angenginni vandaðri umræðu um málefnið. Nýtt þing myndi síðan ljúka máUnu svo sém úrsUt kosn- inganna gefa tilefni til. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu er meira mál og flóknara en svo að til þess megi kasta höndunum. Magnús Marísson Austur- og Vestur-Þýskaland eru horfin af sjónarsviðinu og eftir stendur sameinað Þýskaland. „Við komumst ekki hjá því að taka af- stöðu til hins evrópska efnahagssvæð- is, þar er ekki hægt að vera bæði með og á móti, já eða nei verður það að vera.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.