Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992. Iþróttir AmarogBjarki: ■ ■ i neitt tilboð „Viö höfam ekki fengið tilboö frá Feyenoord, mér vitanlega, og erum ekki á leiðinni til aö skrifa undir samning við hollenska fé- lagið. Hins vegar vitum viö að Feyenoord hefur mikinn áhuga en þetta er ekki komið á neitt lokastig, viö höfum ekki tekið neinar ákvarðanir," sagði Skaga- maöurinn Amar Gunnlaugsson, markakóngur 1. deildarinnar í knattspymu, í samtali við DV í morgun. Morgunblaðiö skýrði frá því í morgun að Araar og Bjarki tvi- burabróöir hans hefðu í hyggju aö taka atvmnutilboði, sem Fey enoord hefði gert þeim, og allar líkur væru á aö þeir myndu ganga frá samningi við hollenska félagiö á næstu dögum. Fara ekki tii Stutt- gart á sunnudag Araar og Bjarki eru hættir við að fara til æflnga hjá Þýskalands- meisturum Stuttgart á sunnudag- inn eins og til stóö. „Það er ekki þar með sagt að við förum alls ekki tíi Stuttgart en það mál er i biðstöðu eins og er," sagði Arnar Gunnlaugsson. -VS Sport- stúfar Kristján Jóhannesson, GR, sigraði á styrktar- móti sem Golfklúbbur Reykjavíkur hélt á Grafarholtsvelli á dögunum. Leikinn var 18 hola höggleikur með forgjöf. Kristján lék á 67 höggum eins og Jón Thoraren- sen, GR, en Gunnar Austmann Kristinsson, GR, varð þriðji á 68 höggum. Óskar Friðþjófsson, NK, fékk verðlaun fyrír besta skor en hann lék á 85 höggum. Aöalfundur blakdeildar HK , Aðalfundur blakdeild- jTV ar HK verður haldinn /\ laugardaginn 24. okt- óber klukkan 13.30 í félagsaðstöðu HK í Ðigranesi. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rædd staða blakíþróttar- innar i Kópavogj. Fulltágrunn- stigsnámskeiði ÍSÍ Þrjátíu manns tóku þátt í nám- skeiði ÍSÍ fyrir þjálfara baraa og unglinga sem haldið var um síð- ustu helgi í iþróttamiöstöðinni í Laugardal. Annað slíkt fór fram í lok september og þá voru þátt- takendur 34. Þar sem ekki var unnt að taka alla umsækjendur á námskeiðið er stefnt að þvi þríðja dagana 6.-8. nóvember. Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa sem fyrst saraband við skrifstofu ÍSÍ, í síma 813377, fyrir hádegi. IS vann Grindavík ÍS fékk í vikunni sín fyrstu stig í l. deild kvenna í körfuknattleik í vetur með því að sigra Grindavik, 58-49. Þorsteinn i IR Þorsteinn Magnússon, knattspyrnumark- vöröur er genginn til liðs viðÍRá nýjan leik en hann lék með Haukum í 3. deildinni i sutnar. Þorsteinn lék með ÍR í mörg ár og síðan meö Fylki áður en hann fór í Hauka. Þing Iþróttasambands íslands verður haldið um helgina: Tíu ályktunartillögur liggja fyrir þinginu Katrín Gunnarsdóttir, Lovísa Einarsdóttir og Magnús Oddsson gefa kost á sér til embættis varafor- seta ÍSÍ, sem kosið verður um á íþróttaþingi ÍSÍ, en það verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Guðmundur Kr. Jónsson gaf einnig kost á sér en hefur dreg- ið framboð sitt tíl baka. Hann gaf þá skýringu að hann teldi fram- bjóðendur vera of marga og fram- boðin gætu veikt stööu væntanlegs varaforseta innan hreyfmgarinn- ar. Guðmundur gefur kost á sér í framkvæmdastjóm ÍSÍ. Ellert gefur kost á sér áfram í embætti forseta ÍSÍ Ellert B. Schram var varaforseti í SÍ en tók við embætti forseta á miöju timabili þegar Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, lést. Ellert gefur kost á sér í embætti forseta og er væntan- lega einn um hituna. Þingiö verður sett klukkan 10 í fyrramáhð en kosið er í embætti á sunnudaginn. Tíu ályktunartillög- ur liggja fyrir þinginu. Ellert B. Schram leggur fram tillögur um afreksiþróttastefnu og endurskoð- un laga ÍSÍ, Unnur Stefánsdóttír um þátttöku kvenna í stjórnun íþróttahreyfingarinnar, Friðjón B. Friöjónsson um greiðslur á fjár- stuöningi til sambandsaðila, Lovísa Einarsdóttir um íþróttaminjasafn, um jafna aðstöðu til þjálfunar og keppni og áskorun til Alþingis vegna íþróttaiðkunar kvenna, Magnús Oddsson um eflingu íþróttasjóðs, og Katrín Gunnars- dóttír um þjálfun barna og ungl- inga og um aðgengi og aðstöðu í íþróttamannvirkjum. Ennfremur liggja fyrir þinginu sex tillögur til lagabreytinga, frá Ellert B. Schram, Hermanni Sig- tryggssyni, Sigurði Magnússyni, Ara Bergmann Einarssyni, Mar- gréti Bjarnadóttur og Guðflnni Ól- afssyni, og ein til reglugerðarbreyt- ingar á móta- og keppendareglu- gerð ÍSÍ frá Hannesi Þ. Sigurðs- syni. -KE/VS Haukarnir með tak á Njarðvík - hafa unnið þrjá leiki í röð nú, 95-111 Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum; „Þaö er gaman að vinna Njarðvík þrjá leiki í röð og örugglega í fyrsta skipti í sögu Hauka sem það gerist. Við breyttum um varnarleik í síðari hálfleik og þá fór þetta að ganga hjá okkur,“ sagði Ingvar Jónsson, þjálf- ari Hauka, við DV eftir að lið hans hafði sigrað Njarðvíkinga á útivelli, 95-111. Það voru flestir á því að leikurinn myndi vera aðeins formsatriði fyrir Hauka að klára það sem í lið UMFN vantaði Rondy Robinson sem er í Bandaríkjunum. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og ætluðu hreinlega að keyra yfir Njarðvíkinga á fyrstu mínútunum. Haukar náðu 14 stiga forskoti en eftir að heimamenn breyttu um leikaðferð og fóru að leika maður á mann minnkuðu þeir munin jafnt og þétt og í leikhléi höfðu Haukar aðeins eins stígs forskot. Njarðvíkingar hófu síðari hálfleik- inn á svæðisvörn sem gafst engan veginn. Haukar náöu undirtökunum skoruðu 10 stig gegn 5 á upphafsmín- útunum og eftir þessa byrjun Hauka náðu Njarðvíkingar ekki að ná for- skotí Hauka þrátt fyrir góða bráttu. „Það var slæmt að tapa þessum leik. Það verður á brattann að sækja í vetur en við er passlega bjartsýnir í myrkrinu. Þetta er hörmuleg byrj- un og þaö er kannski eitthvað að en við getum þá lagað það,“ sagði Ástþór Ingason, fyrirliði UMFN, við DV eftír leikinn. Njarðvíkingar hafa því tapað öllum þremur leikjum sínum á mótinu en leikurinn lofar þó góðu fyrir fram- haldið hjá þeim. Teitur og Jóhannes voru bestu menn liðsins og Ástþór í fyrri hálfleik. Sturla og Atli spiluðu sinn fyrsta leik og stóðu sig vel. Haukar haiá unnið alla þrjá leiki sína og hafa skemmtilegu liði á að skipa. Pétur Ingvarsson áttí stórleik og hreint ótrúlegt hvað honum hefur farið fram. Rhodes og Jón Amar áttu einnig góðan leik og þeir þrír skor- uðu 91 stíg af 111 stigum Hauka. Jón Arnar Ingvarsson - 29 stig. Teitur Örlygsson - 21 stig. Skipta KR-ingar um Kana? Tomkins er orðinn hettur Bandaríkjamaðurinn í liði KR í körfuknattleik, Harold Thomkins, hefur ekki náð sér á strik í þeim þremur leikjum sem KR hefur leik- ið í Japisdeildinni. Háværar raddir hafa verið uppi um að KR-ingar séu að íhuga leikmannaskipti og fá til liðs við sig annan erlendan leik- mann. DV bar þetta undir Friðrik Rúnarsson, þjálfara KR, eftir leik liðsins gegn Skallagrími í gær. „Hann er búinn að spila illa í síð- ustu tveimur leikjum okkar og hef- ur ekki verið að taka nein fráköst aö ráði en það er það sem liðið vantar. Ég á eftir að kryfja þennan leik betur. Ég held að menn getí bara séð það sjálfir að þetta gengur ekki til lengdar," sagði Friörik. „Við erum ekki enn farnir að leita en það kemur og það eina sem ég get sagt á þessu stigi er aö hann er orðinn heitur.“ -GH KR (46) 92 (56) 99 0-3,4-7,10-9,19-16,26-29,34-33, 41-47, (46-56), 58-58, 67-61, 69-76, 47-81, 77-90, 86-95, 92-99. Stig KR: Harold Thomkíns 19, Hermann Hauksson 15, Lárus Árnason 14, Guðni Guðnason 11, Hrafn Kristjánsson 9, Þórhallur Flosason 7, Sigurður Jónsson 6, Óskar Kristjánsson 5, Matthias Einarsson 4, Benedikt Sigurðsson 2. Stig Skallagríms: Birgir Mika- elsson 23, Alexander Ermolinskij 20, Henning Henningsson 15, Skúlí Skúlson 15, Elvar Þórólfs- son 11, Eggórt Jónsson 9, Þórður Helgason 6. 3 stiga körfur: KR 7, Skallgr. 9. Vítanýting: KR 18/15, Skallagr. 27/18. Villur: KR 21, Skallagr. 18. Dómarar: Kristinn Albertson og Kristinn Óskarsson, dæmdu mjög vel. Áhorfendur: um 350. Birgir Mikaelsson, Skallagrími. UMFN Haukar (50) 95 111 3-9, 7-17, 15-23, 20-36, 25-39, 35-39, (50-51), 57-58, 63-80, 72-80, 72-87, 84-107, 95-111. Stíg UMFN: Jóhannes Krist- björnsson 23, Teitur Örlygsson 21, Sturla Örlygsson 21, Ástþór Ingason 15, Atli Arnasonð, Gunn- ar Örlygsson 3, Eysteinn Skarp- héðinsson 2, Brynjar Sigurðsson 2, Agnar Ölsen 2. Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 31, John Rhodes 31, Jón A. Ing- varsson 29, Sigfús Gizurarson 7, Jón Örn Guðmundsson 5, Tryggvi Jónsson 4, Einar Einars- son 2, Bragi Magnússon 2. 3 stiga körfur: UMFN 9, Haukar 8. Dómarar: Jón Ottí Ólafsson og Bergur Steingrímsson, gerðu sín mistök í mjög erfiðum og grófum leík. Áhorfendur: um 200. Maður leíksins: Pétur Ingvars- son, Haukum. Japísdeild A-riðill: Keflavík.... 3 3 0 353-271 6 Haukar...... 3 3 0 302-273 6 Tindastóll... 4 2 2 385-429 4 Njarðvík.... 3 0 3 295-325 0 UBK......... 3 0 3 261-298 0 B-riðUk Valur....... 3 3 0 260-223 6 Skallagr.... 3 3 0 261-239 6 Snæfell..... 3 1 2 279-284 2 Grindavík... 4 1 3 334-338 2 KR.......... 3 0 3 232-284 0 • Á laugardag leika Haukar - ÍBK kl, 16. Á sunnudag Skallagrímur - Valur, UBK-UMFN kl. 16 og kl. 20 Snæfell-KR. Alexander Ermolinskij i liði Skallagríms h Borgm í bam og hafa unnið alla þrjá ] „Ég er stoltur af mínum mönnum. Viö vorum ekki sáttir við spádómana fyrir mótið og ákváöum að sýna virkilega hvað í okkur býr. í kvöld var þaö liðsheildin sem skóp sigurinn, þetta var enginn topp- leikur hjá okkur en engu að síöur tókst okkur að innbyrða tvö dýrmæt stig,“ sagði Birgir Mikaelsson, þjálfari og leikmaður Skallagríms, við DV eftir að Skallagrímur hafði lagt KR-inga að velli, 92-99, í Japis- deildinni í körfuknattleik á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Það er óhætt að segja að lið Skallagríms sé spútniklið Japisdeildarinnar enda hafa Borgnesingar sigrað í öllum þremur leikj- um sínum. Dæmið snýst við þegar KR- ingar eiga í hlut. Þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum tíl þessa. Leikurinn í gær var hraður og skemmti- legur. Fyrri hálfleikurinn var lengstum í járnum en undir lok hans sigu Borgnes- ingar fram úr og höfðu 10 stiga forskot í hálfleik. KR-ingar hófu síðari hálfleikinn meö látum, pressuðu leikmenn Skallagríms út

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.