Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1992, Síða 32
Utreikningar lögmanna
eru f rá síðustu öld
byggðir á gömlum töflum og vinnugetu námamanna við erflð skilyrði
„Við teljum alls ekki rétt að allir
lögmenn séu ósáttir við þessar nýju
verklagsreglur tryggingafélag-
anna. Við hjá VÍS höfum gert upp
i þremur af hverjum ijórum ör-
orkumálum. Það er stefnt i einu af-
hveijum íjórum,'1 sagði Ingvar
Sveinbjörnsson, lögmaöur Vá-
tryggingafélags íslands, um um-
mæli Marteins Mássonar, fram-
kvæmdastjóra Lögmannafélags ís-
lands, um að lögmenn séu almennt
ósáttir við nýjar verklagsreglur um
bótagreiðslur fyrir líkamsfjón sem
nemur minna en 15 prósent örorku.
Marteinn sagði í DV að með nýju
reglunum teldu margir lögmenn að
tryggingafélögin heíðu vikið frá
þeim „dómapraksís sem myndast
hefur í gegnum tíöina". Reglunum
var breytt í nóvember 1991 og hefur
tryggingafélögunum þegar veriö
stefnt fyrir dómstóla í hátt í eitt
hundraö bótamálum. Búist er viö
að málin skipti bráðlega hundruð-
um. Um þau mál, sem gerð hafa
verið upp samkvæmt r.ýju reglun-
um, segir lögmaður VIS að þau
hafi öll verið gerö upp með atbeina
lögmanna.
„Við vitum allir að fyrra fyrir-
komulag við uppgjör var ekki rétt
og skapaði hróplegt óréttlæti - þeir
sem slösuðust alvarlega fengu allt
of lágar bætur og þeir sem slösuð-
ust lítið fengu allt of háar bætur.
Um þetta voru allir sammála.
Þær töflur, sem lögmenn segja
að sé grundvöllur fyrir útreikning-
um á örorkumati, eru frá síðustu
öld. Þær eru löngu úreltar og voru
byggðar á vinnugetu kolanámu-
manna við erfið skilyrði í námum
neðanjarðar. TUgangur okkar með
þessum nýju reglum var að skapa
réttlátara fyrirkomulag og við sótt-
um fynrmyndina til Norðurland-
anna. Öll Norðurlöndin hafa sett
skaðabótalög sem breyta þessu í
þá veru sem við erum nú að reyna
aö framkvæma. Það eru fáir lög-
menn sera halda uppi málþófl.
Við erum- tilbúnir að greiða
mönnum fyrir allt það tjón sem
þeir geta sýnt fram á að þeir hafi
orðið fyrir og við greiðum strax
tímabundið atvinnutjón. Trygg-
ingaefrirlitiö hetúr sagt að við eig-
um aö greiða íjárhagslegt tjón -
þessi lágu örorkumöt eru enginn
mælikvarði á slíkt. Það er iíka rétt
að fram komi að Hæstiréttur hefur
vikið þessu örorkumati til hliöar
og dæmt manni bætur á allt öðrum
grunni en þeim sem lögmenn eru
að segja að eigi að miöa við.“
-ÓTT
Aðalverktakar:
15 sagt upp
Smygl hjá Rússum
íslenskir aðalverktakar sögðu upp
fimmtán starfsmönnum í tækjadeild
fyrirtækisins í gær samkvæmt upp-
lýsingum frá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Kefiavíkur. Hjá íslensk-
um aðalverktökum var ekki hægt að
fá neinar upplýsingar um uppsagn-
irnar eða hvort frekari uppsagna
væri að vænta.
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélagsins,
sagði að í gær hefðu 266 einstaklingar
fengiö greiddar atvinnuleysisbætur í
gegnum Verkalýðsfélagiö - sem er
talsverö fækkun frá síðustu útborg-
un - en þá fengu 308 greiddar at-
vinnuleysisbætur. Kristján sagði
skýringuna vera þá aö nokkur fisk-
vinnslufyrirtæki hefðu „hrokkiö" í
gang. Kristján sagðist óttast að það
væriekkitilframbúðar. -sme
Hólmaborg siglir inn með metaflann. Aðalsteinn Jónsson, útgeröarmaður skipsins, fylgist með.
DV-mynd Emil
Tollgæslan í Reykjavík lagði hald
á um 80 flöskur af vodka í rússneska
rannsóknarskipinu Boris Pasternak
í gær. Skipið var tollafgreitt í Hafnar-
firði á miðvikudag en tollverðir
héldu síöan áfram eftirliti við skipið.
Þá kom vamingurinn í ljós og var
hann falinn. Nokkrir skipverjar eru
eigendur vinsins. Þeim veröur gert
að greiða sektir fyrir smyglið áður
enskipiðheldurúrhöfn. -ÓTT
LOKI
Alli ríki á þá væntanlega
fyrir fyllingu
á Range Roverinn!
Flutningaskipið Valur.
Valur sökk í Viborg:
Áhöf nin bíður
Sex manna áhöfn flutningaskipsins
Vals, sem sökk í höfninni í Viborg í
Rússlandi um hádegisbilið í gær
vegna slagsíðu sem kom á skipið,
dvelur nú á hóteli og bíður eftir
ákvörðun um hver afdrif skipsins
verða. Það hggur á hliðinni og marar
í hálfu kafi í höfninni,
Maður frá Nesi hf. var kominn til
Viborgar í morgun en fulltrúi frá
ytryggingafélagi skipsins er væntan-
legur þángað í dag. Ljóst er að ná
þarf skipinu upp en tryggingafélagið
mun væntanlega ákvarða um hugs-
anlega viðgerð. Að sögn Pálma Páls-
sonar, framkvæmdastjóra Ness hf.,
er ljóst að bráðlega verður að leigja
skipístaðVals. -ÓTT
Veðrið á morgun:
Skúrir með
suður-
ströndinni
Norðaustlæg átt, stinningskaldi
eða allhvasst norðaustanlands en
kaldi annars staðar. Skúrir með
suðurströndinni austanlands og
skúrir eða slydduél á annesjum
norðanlands og á Vestfjörðum.
Skýjað með köflum annars stað-
ar.
Veðriö í dag er á bls. 36
Bókagerðarmenn:
Vilja ekki í Al-
þýðusambandið
Félag bókagerðarmanna hafnaði í
gær aðild að Alþýðusambandi ís-
lands. 661 greiddi atkvæði og sögðu
418 nei en 175 já. Auðir og ógildir
seðlar voru 68. Þetta er í þriðja sinn
sem bókagerðarmenn hafna því að
óskaeftiraðildaðASÍ. -ból
Metveiði
Emil Thoiarensen, DV, Eskifirði:
Aflaskipið Hólmaborg kom til Eski-
'^■'fiarðar um nónleytið í gær með 1.360
tonn af síld sem landað var í bræðslu.
Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri
sagði að síldin hefði fengist á rúm-
lega 2 nóttum í Lónsdýpi og væri
blönduð. Mest fengust 300 tonn í
kasti.
Hér er um að ræða stærsta síldar-
farm sem skip hefur komið með aö
landi. Úthlutaður kvóti til hvers síld-
arbáts er 1220 tonn þannig að um
rúmlega heilan kvóta var að ræða.
Brúttóverðmæti afurða er talið 14,3
millj. kr. Ef allur aflinn hefði fariö
til söltunar hefði hugsanlega mátt
salta um 10.880 tunnur af hausskor-
inni síld úr þessum afla sem hefðu
gefið brúttóverðmæti um 54,4 millj-
—ónir króna.
TVOFALDUR1. vinnmgur
QFenner
Reimar og reimskífur
Ponfxpn
SuAurlandsbraut 10. S. 680499.
F R E T T
S K OTI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglysingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 OO
Frjalst, ohað dagblað
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1992.