Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Page 2
2 LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1992. Fréttir Jónas Haraldsson kjörinn formaður Fiskifélagsins: Var hreint út sagt að ýta mönnum burt - leiðindaaðferð sem skapar ekki frið, segir Ami Benediktsson „Ég vona að það verði ekki en það getur gerst. Þama er hreint út sagt verið aö ýta mönnum úr stjóm sem hafa talið sig hafa unnið vel fyrir félagið. Þeim er hafnað, það má taka það þannig. Þegar ég gaf kost á mér var það með því skilyrði að ég veldi mína samstarfsmenn," sagði Jónas Haraldsson, nýkjörinn formaður Fiskifélags íslands og lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegs- manna, þegar hann var spurður hvort hann teldi að kosning hans sem formanns gæti skapað tortryggni innan Fiskifélagsins. Auk Jónasar var Guðjón A. Kristj- ánsson í kjöri til formanns. Jónas setti það skilyrði fyrir formennsku að allir stjómarmenn og varamenn yrðu kosnir af lista sem hann lagði fram. Þetta sldlyrði Jónasar féll mörgum fundarmönnum illa í geð, en Jónasi varð að vilja sínum. „Ég hef aldrei vitað svona. Ég geri samt ekki ráð fyrir að þetta hafi mik- il áhrif. Þetta em eflaust allt ágætir menn. Þetta er leiðindaaðferð og ekki til þess gerð að halda frið. Við viijum að félagið haldi áfram að starfa. Þetta skapar tortryggni, það er ekki spurn- ing,“ sagði Ámi Benediktsson, einn þingfulltrúa. „Þetta er óvenjulegt, að stilla þessu upp með þessum hætti, annaðhvort fæ ég að ráða stjómarmönnum eða ég verð ekki formaður. Ég hef aldrei staðið frammi fyrir svona áður. Þeir sem kusu Jónas sem formann festu sig í stjórnarkosningunum. Aðferðin er einstök," sagði Kristján Ágústsson þingfulltrúi og formaður kjörbréfa- nefndar fiskiþings. „Ég vil ekkert segja, þetta var lýö- ræðiskosning," sagði Guðjón A. Kristjánsson, sem fékk 16 atkvæöi í formannskjörinu, en Jónas Haralds- son fékk 18 atkvæði af þeim 36 sem vom greidd, það er minnsta meiri- hluta því hann varð að fá helming greiddra atkvæða. Einn helsti stuðn- ingsmaður Guðjóns varð að fara af þinginu skömmu fyrir kosninguna þar sem hann fór á sjó. Hefði hann verið viðstaddur hefði Jónas ekki náð hreinum meirihluta. „Þetta verður vinna og aftur vinna. Hér þarf að taka til hendinni, skera niður kostnað, endurskipuleggja og annað. Ég hef gagnrýnt fiskimála- stjóra opinberlega. Það má líta þann- ig á að ég sé að gagnrýna fyrrverandi stjórn fyrir að hafa ekki staðið betur á vaktinni og gripiö fyrr í taumana svo ekki færi smátt og smátt neðar fyrir Fiskifélaginu," sagði Jónas Haraldsson, nýkjörinn formaður Fiskifélags íslands. -sme Nýja pípuorgelið f Hallgrímskirkju er nú komið á sinn endanlega stall í kirkj- unni og verið er að vinna við aö stilla þaö. Þegar er búið að stilla um þriðjung orgelsins en gert er ráö fyrir að orgeiið verði formlega tekið i notkun meö vígslu þann 13. desember næstkomandi. DV-mynd BG BHMR: Hafnar gengisfellingu og launalækkun Miðstjórn Bandalags háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna sam- þykkti á fundi sínum í gær ályktun um atvinnumál þar sem kröfu fyrir- tækja í útflutningsgreinum um launalækkun og gengisfellingu er alfarið hafnað. Því er harðlega mót- mælt að vandi efnahagslífsins verði leystur með því að seilast í vasa launamanna en hvatt er til sameigin- legra aðgerða ríkisvalds, fyrirtækja og almennings í landinu. í ályktuninni leggur BHMR til að aðsteðjandi vandi verði meðal ann- ars leystur með því að lækka eða afnema veltuskatta fyrirtækja en taka þess í staö upp útsvar á fyrir- tæki. Tekjuskattur verði lagður á flármagnstekjur, persónuafsláttur hækkaður og stóreignaskattm- og hátekjuskattur teknir upp. Auk þess hvetur bandalagið til hagræðingar 1 bönkum, sjóðum og ríkisstofnunum. Þá er lagt til að allir atvinnulausir fái greiddar bætur án tillits til félags- aðildar en jafnframt verði bóta- greiðslur takmarkaöar til þeirra sem hafamiklartekjur. -ból Samþykktir á fiskiþingi: Kvótinn verði áfram og trill- urákrókum - tvöföldunlinuaflaveröióbreytt Fiskiþing samþykkti tillögu þess efnis að aflamark, það er núverandi kvótakerfi, væri heppilegra en annað sem fram hefur komið við stjóm fisk- veiða. TUlagan var samþykkt með 24 atkvæðum gegn 11. Þrír seðlar voru auðir. Fyrir fiskiþingi var önnur tfilaga þar sem gert var ráð fyrir sóknar- stýringu. Sjávarútvegsnefnd fiski- þings klofnaði í fiskveiðistjómunar- málinu þar sem fimm nefndarmenn vUdu kvótakerfi, fimm vUdu sóknar- stýringu og tveir sátu hjá. Þingið sjálft valdi hins vegar kvótakerfið eins og áður sagði. Þá samþykkti fiskiþing að smábát- ar, það er svokaUaðir krókaleyfisbát- ar, vérði áfram utan kvóta, en sam- kvæmt gUdandi lögum falla þeir inn í kvótakerfið eftir tæp tvö ár. Miklar umræður urðu um stjórn fiskveiða á þinginu. Talsvert var um deUur miUi manna og greinUegt er að átökin em hvað mest miUi smábátaeigenda og annarra. Fiskiþing samþykkti ályktun þess efnis að línuafli í nóvember, desemb- er, janúar og febrúar yrði áfram að hálfúutankvóta. -sme Hækkun skipafélaganna: Óttumst að kaupmenn not- færi sér hækkun fragtgjalda - segirformaðurNeytendasamtakanna „Við höfum verulegar áhyggjur af því að kaupmenn og ýmsir aðrir aðU- ar nýti sér þessa hækkun skipafélag- anna og tíækki vömverð hjá sér jafn- vel meira en hækkun Eimskips og Samskipa gefur tilefni til og skýh sér þannig bak við hana. Við óttumst keðjuverkandi áhrif,“ segir Jóhann- es Gunnarsson, formaöur Neytenda- samtakanna, um 6% hækkun skipa- félaganna á flutningsgjöldum. „Eg hef heyrt talað um að þessi hækkun eigi eftir að hækka vöru- verðið um 3%. Það er auðvitað frá- leit tala. Hún fær mann hins vegar tU að hugsa hvort einhverjir æfli að notfæra sér þessa hækkun. Hækkun- in ein og sér kemur ekki tU með aö koUvarpa þjóðfélaginu. Það er ekki sjálfgefið að hún þurfi að koma út í verðlagið." „Eimskip segir að fragtverð hafi lækkaö um 9% á þessu ári. Ef það er rétt hefur það þá skUað sér í lækk- uðu vöruverði? Ef kaupmenn hafa haldið verðinu óbreyttu þrátt fyrir þessa lækkun, þá skulum við ætla aö þeir geti borið hækkun skipafélag- anna án þess að hækka vömverðið,“ segir Jóhannes. -Ari - 4** -->sk ? Það veiddust 41.400 laxar á stöng þetta sumarið og Friðrik Þ. Stetánsson veiddi einn af þeim fyrstu i Norðurá. Áin gaf 1966 laxa. DV-mynd G.Bender 195 þúsund laxarveiddust Eftir lægð í veiðí undanfarin þijú ár varð nú aftur aukning í laxveiði á síðasta sumri. HeUdar- veiðin var um 195 þúsund laxar eða tæp 600 tonn. Samkvæmt bráöabirgðatölum veiddust 41.400 laxar á stöng og um 7700 í net í ám og 5000 í net í sjó viö Vesturland. Stangaveiðin á nýliðnu sumri var um 10.000 löxum meiri en hún varð 1991 sem er um 32% aukning. Stanga- veiðin 1992 var um 14% meiri en meðalveiði áranna 1974-1991 sem er um 35.760 Iaxar og telst þvi 6. mesta veiði á umræddu tímabill -G.Bender Slösuðustþeg- argluggií svefnherbergi varbrotinn Par í kjallaraíbúð við Þingvalla- stræti á Akureyri varð fyrir meiðslum þegar glerbrotum í glugga þar sem þau sváfu rigndi yfir þau skömmu eftir miönætti í fyrrinótt. Maðurinn fékk gler- brot í auga en konan var með blæöandi sár á fæti og annarri hendinni. Pariö tiUíynnti lögreglu um að skotið heföi verið á gluggann - það heföi heyrt tvo hvelU, Þegar lögreglan kom á staðinn var fólk- ið flutt á sjúkrahús, Stuttu áður en atvitóð varð haföi fólk af miö- hæð i sama húsi kvartaö yfir háv- aða í kjallaraíbúðinni og kom lög- reglan á staðinn. Skömmu eftir að lögreglan fór á brott kom svo rúðubrotiö. -ÓTT Tilboö Bílddælinga: Ákvörðunfrestað Taka átti áfstöðu tíl tilboös heimamanna á BUdudal í eignir þrotabús Fiskvinnslunar í gær en vegna eindreginna tilmæla bankastjórnar Landsbankans var fundi frestað tU næstkomandi þriðjudags. AUar fasteignir oglausafé Fisk- vinnslunnar eru mitóö veösettar. Helstu veðkröfuhafar eru Fisk- veiðasjóður, Byggðastofnun og Landsbantó íslands. Landsbank- inn óskaði eftir frestun til að geta skoðað málið betur í heild og því er enn aUs óvíst hvað út úr því kemur. Ektó hefur fengist upp- gefið hvert tUboð heimamanna er. Utgerðarfélag BUddælinga er með þrotabú Fiskvinnslunnar á leigutUl.nóvembor. -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.