Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1992, Blaðsíða 20
20 LAHGARDAGUK 2\. OKTÓBER.1992. Kvikmyndir Á því herrans ári 1992 eru liðin 500 ár síðan ítalski sæfarinn og korta- gerðarmaðurinn Kristófer Kólum- bus fór í sína frægu sjóferð frá Kanaríeyjum til Bahamaeyja. Ferðin tók rúma tvo mánuði og braut blað í mannkynssögunni. Þaö er ekki á hverjum degi sem menn finna nýja heimsálfu. Kólumbus var að mörgu leyti ævintýramaður. Hann setti fram þá kenningu að hægt væri aö sigla yfir Atlantshafiö til Indlands og stytta sér þannig leið miðað við hefðbundna ferðaleið en konungar Portúgals og Englands neituðu aö styrkja hann til fararinnar. Hann fluttist síðan 1485 til Portúgals þar sem hann fékk stuðning konungs- hjónanna ísabellu og Ferdínands 2. viö hugmyndir sínar. Það var svo 3. ágúst 1492 sem þijú skip, Nina, Pinta og Santa María, sem var und- ir stjóm Kólumbusar, létu úr höfh. Þegar hann sneri aftur til Spánar eftir velheppnaða ferð var hann gerður að flotaforingja vegna landafunda sinna. Dæmiö snýstvið Kristófer Kólumbus fór þrjár feröir til viöbótar á sömu slóðir. í október 1493 lagði hann af stað frá Spáni á 17 skipum og var ætlunin að koma á viðskiptasamböndum 1 þessari nýju heimsálfu auk þess að með var í ferðinni fjöldi landnema sem var að leita eftir nýjum dvalar- stað. Hann gerði Hispaniola að ný- lendu, ásamt því að nema land í Puerto Rico og Virgin Islands. En landnemamir undu illa hag sínum í þessum nýju heimakynnum og hótuðu að gera uppreisn. Þessar fréttir og fleiri neikvæðar gegn Kólumbusi náðu eyrum Spánar- konungs og endaði það með því að Francisco de Bobadilla var sendur út af örkinni til að taka við af Kól- umbusi sem landstjóri. Þetta var upphafið að endalokum ferils Kól- umbusar þótt hann færi nokkrum árum síðar eina ferðina enn til aö finna styttri leið til Indiands. Hann endaði þá í Mið-Ameríku og fylgdi síðan strandlengjunni til Panama. Kólumbus dó svo nokkrum árum síöar, sárafátækur og gleymdur þjóð sinni og líklega án þess að gera sér grein fyrir því að hann hafði fundið nýja heimsálfú. Mikil hátíðarhöld Kannski var Kólumbus ekki al- veg gleymdur því töluvert hefur verið um hátíöarhöld í tilefni af- mælisins. Fyrir utan sjónvarps- þætti og heimildarmyndir hafa ver- ið frumsýndar tvær stórmyndir um sama efhi. Fyrr á árinu var frum- sýnd myndin Christopher Colum- bus, the Discovery sem framleidd var af feðgunum Álexander og Dya Salkind, sem urðu líklega frægastir á sínum tíma fyrir Superman myndimar. Þeir ákváöu að setja óþekktan leikara aö nafni George Corraface í hlutverk Kólumbusar en fá síöan þekkta leikara í sum aðalhlutverkin eins og Marlon Brando. Upphaflega hafði verið ætlunin að láta Timothy Dalton leika aöalhlutverkið en þrem dög- um áður en kvikmyndatakan hófst var Corraface boðið hlutverkið sem hann þáði með þökkum. Gamall harðjaxl var settur í leikstjórastól- inn eða John Glen, en hann á að baki verk eins og James Bond myndina For Your Eyes only. Gagnrýnendur tóku myndinni mis- jafnlega vel þegar hún var frum- sýnd. Sumir töldu hana betri en Þeir vildu gera mynd um sjóferð- ina, landfundinn og svo heimkom- una sem sigurvegarar. Það er búið að gera svo margar myndir um sjó- ferðir að ég gat ekki séð fyrir mér hvemig hægt væri að halda at- hygli áhorfendanna við þetta mál- efni í nær tvo tíma.“ Sögulega heimildir Það hðu síðan 4 mánuðir eftir að Scott hafnaði samvinnu við þá Sal- kind fegðana þangaö til Alain Gold- man, sjálfstæður kvikmyndafram- leiðandi, bankaði uppá hjá honum með 20 blaðsíöna hiandrit og bauö honum vinnu. Handritið var skrif- að af franska rithöfundinum Rose- lyne Bosch og því fylgdi ljósrit af nokkrum bréfum Kólumbusar sem geymd em í Frakklandi. „Fyrstu viðbrögð mínu vom: ekki enn ein Kólumbusar mynd, en eftir að Scott hafði smitast af sögulegum áhuga Bosch varð ekki aftur snúið. Bosch hafði unnið sína heimavinnu mjög vel en hún var áður blaðamaður á Le Point, og dvaldist meðal annars um tíma í Sevilla til heimildaleitar. Ridley Scott segir að það hafi aldrei verið spurning hver ætti að fara með hlutverk Kólumbusar. „Það að fá Gérard í aðalhlutverkið var mér meira virði en nokkuð annað varðandi myndina. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að hann væri rétti aðilinn til að draga fram per- sónuleika Kólumbusar. Málaferli Þetta hefur verið erfiður tími fyr- ir leikstjórann Ridley Scott. 1492 Conquest of Paradise er fyrsta myndin sem hann gerir eftir hina velheppnuöu mynd Thelma & Lou- ise. Þótt hann væri ýmsu vanur sem leikstjóri reiknaði hann ekki með hinum mikla fjölda mála sem þeir Silkinds feðgamir höfðuðu, ekki bara gegn honum heldur einn- ig framleiðendum myndarinnar. Þeir báru fyrst upp á Scott að hann hafi stolið frá þeim hugmyndinni að gerð myndar um Kristófer Kól- umbus, sem Qjótlega tókst að af- sanna. „Ég var fimmti leikstjórinn sem þeir leituðu til,“ segir Scott. „Ég var síðastur á listanum. Þeir fóru til Francis Coppola, Roland Joffél, OUver Stone og báðu jafnvel David Puttnam um hjálp, en fengu alls staðar neikvætt svar. Það er athyglisvert að í annað sinn á skömmum tíma eru tvær stórmyndir gerðar um sama efni. Þetta gerðist þegar Hróa hattar út- gáfa Kevins Costner keppti við aöra Robin Hood mynd, þar sem Patrick nokkur Bergin fór með aðalhlut- verkið. Það er næsta öruggt að báð- ar myndimar um Kólumbus geta ekki orðið stórmyndir og er því oft á tíðum mikið lagt undir. Það er of snemmt að spá um hvor þeirra muni hafi vinninginn og ekki síst hvort fólk hefur einhvem áhuga á lífsferU og afrekum Kólumbusar. Það er búist við að Evrópubúar verði duglegri að sjá Ridley Scott útgáfuna, ekki síst vegna þess aö hún hefur yfir sér evrópskari blæ en hin útgáfan. Kólumbus var jú einu sinni Evrópubúi. Það er líklegt að 1492 Conquest of Paradise verði ein af dýmstu myndum sem hafa verið framleidd- ar því að ekkert var tíl sparað. Hins vegar er stór spuming hvort til- gangurinn helgar jneðaUð og hægt hefði verið að eyöa fiármununum á skynsamlegri máta til kynningar á lífshlaupi Kólumbusar. Helstu heimildir: Empire, Variety. Umsjón Baldur Hjaltason Atriði úr 1492 Conquest of Paradise. Kristófer Kólumbus þeir höfðu átt von en aðrir fúndu myndinni aUt til foráttu. En að- sóknartölur sýna að áhugi áhorf- enda var fijótur aö hverfa eftir fyrstu sýningarvikuna því nú er myndin nokkuð neðarlega á Ustan- um yfir vinsælustu myndimar vestanhafs. Franskurleikari Þegar John Glen var að kvik- mynda Christopher Columbus, the Discovery á Spáni var Ridley Scott aðeins í 100 km fjarlægö að gera sína útgáfu af lífi Kólumbusar. Myndin nefhist 1492 Conquest of Paradise og er með franska leikar- anum Gérard Depardieu í aðalhlut- verki. Myndin var frmnsýnd fyrr í þessum mánuði og er spáð meiri velgengni en þeirri fyrmefndu, ekki síst í Evrópu, vegna þess hve vinsæU Gérard Depardieu er þar. Hér má sjá leikstjórann ásamt aðalleikara. Það er þó dáUtið neyðarlegt að þeir feðgar Alexander og Dya Saikind buðu Scott upphaflega að leikstýra þeirra mynd en fengu neikvætt svar. „Að mínu áUti var þeirra út- gáfa ekki nógu samfeUd," var ný- lega haft eftir Scott í blaðaviðtaU. Handritiö var í miklum ævintýr- astíl sem var að mínum dómi of mikil einfóldum á staðreyndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.