Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Side 15
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992.
15
í snilldarverki, sem Samuel
Beckett samdi fyrir um fjörutíu
árum, sitja tveir menn hlið við hlið
undir lauflausu tré og bíða bjarg-
ráða.
„Valdimar: Jæja? Hvað eigum við
að gera?
Estragon: Genun ekkert. Það er
öruggara.
Valdimar: Bíðum og sjáum hvað
hann segir.
Estragon: Hver?
Valdimar: Godot.
Estragon: Góð hugmynd.
Valdimar: Bíðum þar til við vitum
nákvæmlega hver staða okkar er.“
Þeir bíða og bíða milli þess sem
þeir spjalla við góöborgarann
Pozzo sem hefur þræl sinn og
vinnudýr, Lucky, í bandi og lætur
svipima dynja á honum.
Godot sést hins vegar hvergi.
Stefnt á boðann
Forráðamenn þjóðarinnar virð-
ast í sömu sporum og Valdimar og
Estragon. Þeir bíða á meðan Róm
íslensks efnahagslífs brennur.
Kannski er það af pólitískri trú.
Eða einfaldlega að þeim fallast
hendur frammi fyrir þeim risa-
vöxnu verkefnum sem bíða úr-
lausnar.
Þegar vel gengur í efnahagslífi
þjóðar - atvinnulífið sækir fram,
hagvöxtur eykst og viðskipti eflast
- mælir margt með því að stjórn-
völd haldi að sér höndum, dragi
saman opinberu seglin og gefi ein-
staklingunum sem mest svigrúm
til athafna. Við slíkar aðstæður er
eðlilegt meginverkefni ríkisvalds-
ins að veita nauðsynlega samfé-
lagslega þjónustu með sem minnst-
um tilkostnaði.
,
:: ' ' ■
■; ■■'■■■ : ■
■: ::::: .■■::■::■
■
":■■ \ ■:;.■•
ÍliNí
Estragon (Árni Tryggvason) og Valdimar (Brynjólfur Jóhannesson) i uppfærslu Leikfélags Reykjavikur á
Beðið eftir Godot árið 1960.
Sé þetta réttlæti, hvernig er þá
þeirra ranglæti?
Þrengtað
heimilunum
Svo halda menn því blákalt fram
að slík tilfærsla á fjármunum frá
einstaklingunum, sem margir eiga
í basli með aö láta enda ná saman
á tímum samdráttarins til hinna
ríku, muni auka atvinnu.
Það er tómt bull.
Þetta mun hins vegar þrengja enn
að heimilunum í landinu. Þrengja
að fjölskyldunum. Eins og gert hef-
ur verið undanfarin ár.
Það eru nefnilega ekki bara fyrir-
tæki sem eiga minna og skulda
meira. Fleiri og fleiri einstaklingar
skulda nú meira en þeir eiga.
Opinberar tölur sýna að í árslok
1988 voru skuldir ríflega ellefu þús-
und framteljenda meiri en eignir
þeirra. Þremur árum síðar, 1991,
hafði þeim fjölgað í ríflega átján
þúsund sem ekki áttu fyrir skuld-
um samkvæmt skattframtölum. Á
þessum fáu árum höfðu skuldir
heimilanna í heild meira en tvö-
faldast en eignirnar einungis auk-
ist um 50%.
Allir sjá að það gengur ekki til
lengdar að tekjumar hrökkvi ekki
fyrir útgjöldunum. Eða eignir fyrir
skuldum. En það á ekki bara við
um fyrirtækin í landinu. Það á líka
og fyrst og fremst við um hom-
steina þjóðfélagsins: heimilið og
fjölskylduna.
Oggetasig
hvergi hrært
Þjóðarskútan stefnir hratt á boð-
Bubbar í stað Godot
Öðru máli gegnir þegar efnahags-
legt strand blasir við augum. Þá
verður skipstjórinn að grípa um
stýrið traustum höndum og stjórna
þjóðarskútunni fram hjá boða
efnahagslegs hmns.
Þannig háttar nú hjá íslending-
um. Hagvöxtur er enginn. Þvert á
móti: þjóðartekjur minnka. Bull-
andi tap er í flestum framleiðslu-
greinum. Atvinnuleysið tekur
stökk fram á við í hveijum mán-
uði. Þjóðin er að kikna undan
skuldaldafanum. Lánin sem hvíla
á opinberum aðilum - það er að
segja skattborgurunum - og at-
vinnulífinu eru meiri en nokkra
sinni fyrr. Á sama tíma tekur ríkið
til sín meira og meira af takmörk-
uðum fjármunum landsmanna. Og
eyðir þar að auki langt umfram
tekjur ár eftir ár.
Rangar hugmyndir
Fyrir Alþingi liggur nú fjárlaga-
frumvarp sem ríkisstjómin sjálf
viðurkennir að er marklaust plagg.
Allt er því í óvissu um ríkisfjár-
mál næsta árs. Bæði útgjöld og
tekjur.
Eitt virðist þó víst.
Skattborgarinn, sá þrautpíndi
Lucky stjómmálamannanna, mun
fá enn eitt svipuhöggið.
Heimilin era nefnilega það síð-
asta sem ráðamenn og ýmsir þeir
hagsmunaaðilar, sem hæst hafa
um þessar mundir, virðast hafa
áhyggjur af.
Þeir demba yfir landsmenn tölum
um tekjur og gjöld fyrirtækja í alls
konar atvinnurekstri. Þær sýna
yfirleitt að tekjurnar hrökkva ekki
fyrir útgjöldunum.
Engum ráðamanni virðist hins
vegar detta í hug að reikna út íjár-
hagslega stöðu heimilanna í land-
inu. Skattborgaranna sem halda
ríkisvélinni gangandi. Þeir eiga
alltaf að geta á sig bætt eins og
þræflinn Lucky.
Nýjasta hugmyndin, sem virðist
komin frá atvinnurekendum,
hljóðar eitthvað á þessa leið: Létta
þarf af atvinnufyrirtækjunum
skatti sem heitir aðstöðugjald og
gefur sveitarfélögunum líklega
milli fimm og sex þúsund milljónir
í tekjur á þessu ári. Þetta á að gera
til að auka atvinnu í landinu. Bæta
þarf sveitarfélögunum þetta upp
með því að hækka útsvar einstakl-
inganna um sambærilega upphæð.
Þetta er afspymu vitlaus hug-
mynd.
Ekki það að létta opinberum álög-
um af til dæmis fyrirtækjum í sjáv-
arútvegi.
Það á vafalaust rétt á sér að vissu
marki.
Einrúg má halda því fram að að-
stöðugjaldiö sé óheppilegt form á
skattheimtu.
En það er rangt að fullyrða að
niðurfelling aðstöðugjalds muni
Laugardags-
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
sjálfkrafa auka atvinnu í landinu.
Og það er rangt að láta þrautpínd
heimilin taka á sig að borga brús-
ann.
Að gefa hinum ríku
Lítum á nokkur dæmi.
Samkvæmt upplýsingum skatt-
stjórans í Reykjavík voru aðstöðu-
gjöld lögð á 4.310 lögaðila - þ.e. fyr-
irtæki - í borginni á þessu ári.
Upphæðin nam tæplega 2.500 millj-
ónum króna. Aðstöðugjöld ein-
staklinga námu tæplega 340 millj-
ónum til viðbótar.
Þessi gjöld vilja sumir leggja nið-
ur og hækka útsvar einstakling-
anna sem því nemur.
í mörgum tilvikum væri hér ver-
ið að taka peninga frá þeim sem
lítið eiga til að gefa hinum ríku, án
þess að það muni leiða til aukinnar
atvinnu.
Ef einstaklingar væra neyddir til
að greiða með hærra útsvari að-
stöðugjöld fyrirtækja í borginni liti
dæmið þannig út á þessu ári:
Heimflin væra að gefa Hagkaupi
um 75 milljónir króna. Heklu 57
mifljónir. Sjóvá-Almennum tæp-
lega 50 mifljónir. Flugleiðum annaö
eins. Eimskipafélaginu, óskabarn-
inu sjálfu sem var að enda við að
hækka farmgjöldin, 45 milljónir.
Heimilin væru líka að greiða
milljónir til fyrirtækja eins og
Miklagarðs, Ingvars Helgasonar,
Globus, Samskipa, Jötuns, Trygg-
ingamiöstöðvarinnar, Vátrygg-
ingafélagsins, Brimborgar, Vífil-
fells, íslenska útvarpsfélagsins,
Árvakurs og Sölumiðstöðvarinnar,
svo tæmdur sé listi skattstjóra yfir
þá sem greiða eiga fjórtán milljónir
eða meira í aðstöðugjald í borginni
á þessu ári.
ann ógurlega sem tortímir efna-
hagslegu sjálfstæöi þjóða - eins og
Færeyingar hafa nú síðast fengið
að reyna.
Það sjá allir.
En yfirmennirnir á skútunni
halda ekki um stýrið. Grípa ekki
til bjargráða. Skipa ekki áhöfninni
til verka aö bjarga því sem bjarga
verður.
Þeir bíða.
Kannski taka þeir bara imdir
með Bubba kóngi, sem sumir ráð-
herrar eiga að kannast vel við, en
í leikriti eftir Alfreð Jarry mælir
hann svo:
„Bubbi: Já, það sem ég var að segja,
herrar mínir, var að efnahagsmál-
in ganga bærilega. Hvarvetna gefur
að líta brunarústir og fólk, sem
bugast undan oki viðreisnarinnar
í efnahagsmálum.“
Þótt Godot láti bíða eftir sér era
Bubbamir því miður nánast á
hverju götuhorni.
Ef til vill era ráðamenn bara svo
lamaðir af pólitískum kreddum og
kjarkleysi að þeir geta ekki annað
en beðið.
Eins og andhetjur Becketts í loka-
atriði leikritsins sem vitnað var til
hér í upphafl:
„Valdimar: Jæja? Eigum við að
fara?
Estragon: Já, forum.
(Þeir hreyfa sig ekki.)“
Elías Snæland Jónsson