Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. Kvikmyndir Ný kvikmynd Roberts Redford, A River Runs Through It, fær góðar viðtökur: Þar sem stangaveiði og guðstrú eru lagðar að jöfnu Bræðurnir í A River Runs Through It eru leiknir af Craig Sheffer og Brad Pitt. A River Runs Through It er þriðja kvikmyndin sem Robert Redford leikstýrir og hans besta að því er margir gagnrýnendur í Bandaríkj- unum telja en myndin var frumsýnd þar fyrr í mánuðinum. Áður hefur Redford leikstýrt Ordinary People (1980) og The Milagro Beanfield War (1988). Fyrir fyrmefndu myndina hlaut Redford óskarsverðlaun sem besti leikstjóri. Robert Redford hefur í þeim þrem- ur myndum sem hann hefur leik- stýrt ávallt tekið vissa áhættu, aldrei sótt í efnivið sem auðvelt er að mark- aðssetja og sjálfsagt hefðu fáir aðrir getað' flármagnað kvikmyndgagerð minningarskáldsögu Norman Mcle- an, sem A River Runs Through It er gerð eftir, en í henni rekur maður á gamalsaldri minningar frá fyrri tið og gerist myndin á heimili prests og flölskyldu hans þar sem guðstrú og stangaveiði er lögð að jöfnu. Þegar myndin er skoðuð er fátt sem sýnir þá áhættu sem tekin hefur verið enda þarf ekki að hafa áhuga á stanga- veiði til að kunna að meta einkar góða vinnslu Redfords á sögunni. RobertRedford sögumaður Eins og í fyrri myndum, sem Ro- bert Redford hefur leikstýrt, leikur hann ekki í myndinni en er samt í hlutverki óséðs sögumanns, gamla mannsins em lítur til baka til ársins 1910 þegar hann og bróðir hans voru ungir menn á heimili sem faðir þeirra sflómar með harðri hendi. Aðeins losnar um hömlumar þegar faðirinn og synimir em við stanga- veiðamar. Upphafslínur sögu- mannsins í myndinni em: „Á okkar heimili var aldrei neinn munur gerð- ur á guðstrú og stangaveiöi." Væntanlegir áhorfendur þurfa ekki að kvíða fyrir löngum veiðiatr- iðum, þau em öll stutt, en skapa stemningu dulúöar sem fyrir er í sögunni. Em þau atriði sérlega vel gerð. Það er samt ekki stangaveiðin ein sem gerir A River Runs Through It að góðri kvikmynd heldur einnig aöalpersónumar þrjár og þeir leikar- ar sem leika þær. Traustfjöl- skyldubönd Craig Sheffer leikur Norman sem snýr heim eftir að hafa verið nokkur ár í burtu. Þar hittir hann bróður sinn Paul (Brad Pitt) sem er blaða- maður. Hann hefur flarlægst flöl- skyldu sína en þykir samt á sinn hátt jafnt vænt um hana og áður en flárhættuspil og drykkja hefur gert hann friðlausan og það er aðeins við stangaveiðina sem hann friömæhst viö sjálfan sig og lífið. Það kemur fljótt í ljós að það er Paul sem er þungamiöja myndarinn- ar og skapar þessi persóna þá dulúð sem einkennir seinni hlutann. Hefur Brad Pitt fengið mjög góða dóma fyr- ir leik sinn og framtíð þessa imga leikara er mjög björt um þessar mundir. Faðir drengjanna er leikinn Kvikmyndir Hilmar Karlsson af Tom Skerrit. Allir hafa þeir þrír fengið góða dóma fyrir leik sinn en stjarna myndarinnar er eins og fyrr segir Brad Pitt. Kvikmyndir Roberts Redfords eiga það sameiginlegt að segja á sannfær- andi hátt frá lífsbaráttu venjulegs fólks í gleði og sorg. í Ordinary Pe- ople var það missir ástvinar sem sundrungu olli í flölskyldu og lýsti myndin vel þeirri angist sem býr um sig. Þaö var það ekki fyrr en í lokin sem þau lærðu að lifa hvert með öðru í skjóli sorgaratburðarins. í The Milagro Beanfield var þaö nálægðin við náttúruna sem er þema í söguþræðinum um fátæka bóndann sem berst fyrir eignarrétti sínum á landi sem ríkur landeigandi ágimist og í A River Runs Through It eru það einnig sterk fiölskyldubönd og vandamál innan flölskyldunnar sem er þemað og það er nálægðin við náttúruna sem verður til þess að sögupersónumar sættast við sjálfar sig og aðra og úrvinnsla Roberts Redford á Ijóðrænni sögu Normans Maclean er einkar trúverðug. -HK Kvikmyndahátíðin Harðfiskur: Veglegt framtak Hreyfimyndafélagsins Seymour Cassel leikur eltt aöalhlutverkið i bandarísku kvikmyndinni In the Soup. í gærkvöldi hófst kvikmyndahátíð- in Harðfiskur sem er á vegum hins nýstofnaöa Hreyfimyndafélags. Há- tíöin stendur í eina viku og em sýn- ingar í Háskólabíói. Hátíðin hófst á nýjustu kvikmynd Jim Jarmush, Night on Earth, sem undanfarið hef- ur verið sýnd víða í Evrópu og feng- iö lofsamlega umflöllun. Myndin ger- ist í fimm borgum, Los Angeles, New York, París, Róm og Helsinki og em sagðar fimm sögur sem allar gerast á sama tíma. Meðal leikara í mynd- inni em Winona Ryder, Gena Row- lands, Beatrice Dalle og Armin Mu- eller-Stahl. Af öðrum myndum sem sýndar verða má nefna þijár myndir eftir Gregg Araki, The Living End, The Long Weekend og Three Bewildered People in the Night og verður Araki einn gesta á kvikmyndhátíðinni. All- ar myndir Araki em gerðar fyrir lít- inn pening og má nefna aö nýjasta mynd hans, The Living End, kostaði aðeins 2,5 milljónir íslenskra króna í framleiöslu og er þaö samt dýrasta myndin hans. Nokkrar aðrar athyghsverðar myndir verða sýndar á næstu dög- um, má þar nefna In the Soup, nýja mynd eftir Alexander Rockweli sem flallar um kvikmyndaleiksflóra sem auglýsir eftir flármagni í sína fyrstu kvikmynd, þrjár myndir eftir franska leiksflórann Claire Denis en hún verður einnig gestur á hátíð- inni, em þaö myndimar No Fear To Die, Chocolat og stuttmyndin Keep It to Youself. The Elementary Scool er eftir Tékkann Jan Sverák en sú mynd var tilnefnd til óskarsverð- launa um leiö og Böm náttúrunnar og pólska kvikmyndin 300 mílur til himna sem byggð er á sannsöguleg- um atburðum og fiallar um tvo drengi sem flýja frá Póllandi til Dan- merkur. Leiksflóri er Maciej Dejczer en bæði hann og Sverák koma á há- tíðina. Kvikmyndahátíð þessi er kærkom- in fyrir alla unnendur kvikmynda þvi hér er á ferðinni tilvalið tækifæri til að sjá forvitnilegar og áhugaverð- ar kvikmyndir sem varla verða sett- ar á almennar sýningar. -HK Nú er lokið útitökum á nýjustu kvikmynd Stevens Spielberg, Ju- rassic Park, og fóra þær fram á Hawaii. Er almennt talið að þar hafi verið byggt dýrasta sviö allra tíma. Universal, sem framleiðir myndina, heldur enn fast við upprunalega tölu um að myndin muni kosta 70 milfiónir dollara en þeir sem til þekkja segja að þegar upp verði staðið muni Ju- rassic Park kosta að minnsta kosti 100 milljónír dollara. Mynd- in, sem gerö er eftir metsölu- skáldsögu Michael Chricton, ger- ist i skemmtigaröi þar sem tekist hefur að búa til vélknúnar risa- eðlur. Erfiölega gekk hjá Spiel- berg að fá stórsflörnu í aðalhlut- verkið og þegar Harrison Ford og William Hurt höíðu báðir hafhað hiutverkinu leitaði hann til ástralska leikarans Sam Neill sem þáði hlutverkið í hvelli. Aðr- ir leikarar i Jurassic Park em Laura Dem, Jeff Goldblum og Sir Richard Attenborough sem tekur sér stöðu fyrir ffarnan kvik- myndavélina í fyrsta skipti í fimmtán ár. Peter Medak, sem leikstýrði hinni vinsælu sakamálamynd The Krays og síðan annarri ekki síðri kvikmynd, Let Him Have It, sem fékk lofsamlega dóma en litla aösókn, er nú í New York þar sem hann leikstýrir Romeo Is Bleed- ing. Medak heldur sig enn við sakamálin og leikur Gary Old- man lögregluþjón sem verður það á að kafa of djúpt í málefhi xnaf- íunnar. Oldman þarf ekki að kvarta yfir leikkonunum sem leika á móti honum en Lena Olin, Juliette Lewis og Annabella Sci- orra leika allar stór hlutverk í myndinni og leikur Olin kaldrifl- aðan atvinnumorðingja sem er á höttunum eftir Oldman. Pemilla August hættirvið Sænska leikkonan Pemilla August, sem átti að leika á móti stórsflömunum Meryl Streep og Glenn Close í Húsi andanna, hef- ur orðið að hætta við þátttöku sína í myndinni þar sem hún er ófrísk. Hún er sem kunnugt er gift danska leiksflóranum Bille August sem kemur til með að leikstýra myndinni. í staðinn hef- ur August tryggt sér hina ungu og efnilegu leikkonu Winona Ryder til að taka viö hlutverkinu og þar með bætist enn eitt stimið í leikhóp August en auk kvenn- anna þriggja leikur Jeremy Irons í myndinni. „Við Pemilia erum hjón og þar með flölskylda og eft- ir að viö höfðura sætt okkur við þessa ákvöröum líður okkur bara Ijómandi, sagði Bille August þeg- ar hann tilkynnti breytinguna.“ Skinnog bein Leiksflórinn og handritshöf- undurinn Steve Kloves vakti verðskuldaða athygli þegar hann leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, The Fabulous Baker Boys. Hann hefur tekið það rólega síðan en er nú aö hefla tökur á sinni ann- arri mynd, Flesh and Bone, sem hann skrifar einnig handrit aö. í myndinni segir af manni sem verður ástfanginn af stúlku en faðir hans hafði myrt foreldra stúlkunnar. Það eru hjónin Dennis Quaid og Meg Ryan sem leika aðalhlutverkin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.