Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1992, Side 36
44 LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1992. Kíktí jólabók: Stal dætrum sínum og gifti þær aröbum - endurminningar ungrar, enskrar konu í bókinni Seld I sjö ár höfðum við verið fangar í Yemen. Marcus, sonur minn, rétt fyrir brottför mína frá Yemen. Síðan hef ég ekki séð hann og veit ekki hver afdrif hans hafa orðið. íslendingar þekkja vel til nauðung- arflutninga bama til framandi landa í gegnum mál Sophiu Hansen. Slík mál eru víst fjölmörg og í fyrra kom út bókin Aldrei, aldrei án dóttur minnar sem lýsti flótta ungrar konu með bam sitt. Táningssysturnar Zana og Nadia ólust upp í áhyggju- lausu umhverfi í Bretlandi. Faðir þeirra, sem er arabi, bauð þeim í heimsókn til heimalands síns. Þær voru aðeins 14 og 15 ára en faðir ( þeirra hafði þegar gift þær aröbum í heimalandi sínu, Yemen, og fengið þréttan hundruð sterlingspund fyrir. Eldri systurinni tókst að flýja úr hörmulegri vistinni eftir skelfileg átta ár. Hún neyddist þó til að skilja son sinn eftir. Systir hennar er ennþá fangi í nauðungarhjónabandi í Yem- en. Zania hefur skrifað sögu sína og hefur bókin vakið gífurlega athygh um allan heim. Þessi bók er ein af jólabókunum í ár. Helgarblaðið fékk leyfl til að gefa lesendum kost á að kikja í kafla bókarinnar Seld. Ætlar að flýja Fjórum dögum eftir brottfor Abdul Khada til útlanda kemur bréf frá honum sent frá Saudi Arabíu. Það er á ensku og stílað á mig. Jafnvel úr fjarlægð fullvissar hann sig um að honum sé hlýtt. Ward á að fá pen- inga í gegnum hinn venjulega milli- lið, Nasser Saleh sem hefur aðsetur í Taez. Ef hana vantar peninga á hún að taka út vörar í reikning hjá kaup- mönnunum í þorpinu og biðja Mo- hammed son sinn að skrifa bréf og fara fram á meira. Hvað mig varði segir hann að sér þyki leitt aö ég hafi svo fáa til að tala við á meðan hann er í burtu. Ég get ekki sagt að mér þyki það leitt. Eg er enn ákveðin í að flýja. Það hlýtur að finnast leið til þess. Abdul Khada er ekki lengur heima og Mo- hammed vinnur í smjörverksmiðju í Taez. Lífið breytist þegar karlmennirnir tveir em famir. Við borðum svo að segja aldrei kjöt, en næstum því ein- göngu grænmeti og chapati. Og vinn- an er enn erfiðari. En það er meiri ró á heimilinu. Ég er ekki lengur hrædd um að verða barin af minnsta tilefni. Ég get neitað Abdullah um að gera mér lífið leitt án þess að hann fari strax að klaga í pabba sinn. En við emm alltaf undir eftirhti. Áhrif Abdul Khada á fjölskyldu sína og í þorpinu, óttinn sem hann vekur, orðið sem fer af honum fyrir ofbeldis- hneigð, gerir það aht að verkum að menn hugsa sig um tvisvar áður en þeir bregðast honum. Systir í sorg Gowad hefur ekki fariö aftur til útlanda. Hann er enn heima og hefur slegið eign sinni á systrn- mína. Nad- ia talar arabísku miklu betur en ég. Hún hittir fleiri, talar við konumar í þorpinu sínu og hefur breyst mikið. . í Englandi var hún alltaf dáhtið stráksleg, ahtaf á flandri einhvers staöar, síhlæjandi. Örlög okkar gripu inn í líf hennar á miðjum barnsaldri og hún hlýðir eins og bam. Það er eins og ahtaf sé óendanleg sorg yfir henni. Þegar við tölum um mömmu, og við tölum ennþá um hana, grætur hún næstum því eins og hún hafi sætt sig við örlög sín. Bakela var ófrísk þegar ég kom heim frá Hays. Hún virtist vera ánægð með)>að og nú vhdi hún eign- ast dreng. Ég hélt að hún yrði flutt á spítalanna í Taez þegar að fæðing- unni kæmi. Fyrir utan það sem við höfðum lært í skólanum vissi ég ekk- ert um þessi mál. Dag nokkum leggur Bakela frá sér eldiviðarbaggann og byijar að veina. Hún fer upp í herbergið sitt í keng og leggst á gólfið. Hríðimar era byrj- aðar. Það era bara konur heima þennan dag, auk gamla blinda afans sem situr á bekknum sínum og er th einskis gagns. Hryllileg fæðing Saeeda gamla, móðir Abdul Khada sem er um sjötugt og ég hef því sem næst ekkert samband við, sest á gólf- ið og fylgist með hvernig fæðingin gengur. Ward og Haola frænka henn- ar bíða líka. Bakela heldur áfram að veina, hggjandi á gólfinu. Þær þurfa ekki á minni hjálp að halda og raun- ar mundi ég ekki heldur vita hvað ég ætti að gera. Það sem á eftir fer, fyhir mig skelfmu við thhugsunina um að það sama kunni að koma fyr- ir mig. Haola heldur um höfuð Bakelu svo hún eigi auðveldar meö að anda. Ward hefur borið vatn upp á þakið th þess að þvo barnið með. Ég hafði svarið að ég skyldi loka augunum en þegar höfuöið kemur í ljós verður hrifning yfirsterkari. Líkami bams- ins rennur út í blóðflaumi. Ward sker á naflastrenginn með rakvélar- blaði og þær fara út með hvítvoðung- inn th þess að baða hann uppi á þak- inu. Bakela hggur örmagna á gólfinu og bíður þess að þær komi aftur og byrji, þöglar og rólegar, að þvo gólfið og síðan að hjálpa henni loksins th að leggjast í rúmiö. Þær leggja barnið í eins konar hengirúm, tusku sem þær binda við rúmstólpana með snæri. Þannig hgg- ur bamið þar sem móðirin nær th þess. Aht gekk að óskum. Bakela hefur nú eignast hehbrigðan dreng. En mig hryllir við því sem fram fór. Hvorki læknir né lyf, né heldur nokkur möguleiki á að bjarga móður og bami ef eitthvað hefði farið úrskeiðis. Allt blóðið, konan liggjandi á gólfinu, hvorki strámotta né koddi, rakvélar- blaðið... Aht er þetta hryllilegt. Drengur er meira virði Abdul Khada hefur lofað að ef ég eignist barn, þá megi ég fara heim til Englands. Áður eða á eftir? Verð ég að fæöa barnið svona, eins og Bakela, liggjandi á jörðinni eins og dýr? Mohammed átti að koma frá Taez þetta kvöld. Þegar hann kom í þorpið bárast honum fréttirnar um að hann heiði eignast son. Hann var frá sér numinn af gleði. í augum feðra í Yemen er drengur meira virði en stúlkubam. í mínum augum líka. Hann veröur að minnsta kosti ekki seldur. Bakela liggur í rúminu í viku. Henni er færður maturinn og Ward sér um barnið. Húsverkin falla í minn hlut. Bera inn vatn, elda mat, baka chapati, með brunasár á hönd- um og kvahr í baki. Á yfirborðinu lýt ég enn lægra th þess að nálgast enn meira að verða hlýðin arabísk kona. En ég held áfram að reyna að finna ráð th að flýja. Það var erfitt að fylgj- ast með þessari fæðingu. Sömuleiðis því sem á eftir fylgdi. Þegar kona eignast barn í Yemen fær hún marga gesti í heimsókn, gjaf- ir og peninga. Ef um dreng er að ræða er enn meira um dýrðir og á sjöunda degi er hann umskorinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.