Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Page 4
4
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992.
Fréttir
Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráöherra:
Sagður haf a látið almenning
borga 200 milljónir króna
- til bjargar vinum sínum - eftir því sem fullyrt er í bókinni Laxaveislunni miklu
„I ljósi þessa óska ég eindregið eft-
ir að ekki verði um frekari tafir að
ræða á kaupum Framkvæmdasjóðs
íslands á kynbótastöðinni að Kal-
manstjöm." Þetta er niðurlag á bréfi
sem Steingrímur Hermannsson, þá-
verandi forsætisráöherra, skrifaði til
Framkvæmdasjóðs 18. janúar 1991. í
bók Halldórs Halldórssonar, Laxa-
veislunni miklu, sem kemur qt í dag,
er fullyrt aö Steingrímur hafa nánast
látið Framkvæmdasjóð kaupa stöð-
ina langt yfir raunvirði hennar, til
að bjarga góðum vinum Steingríms
frá verulegu íjárhagslegu tjóni.
Ajlt vinir Steingríms
í bókinni segir einnig að Steingrím-
ur Hermannsson hafi notið aðstoðar
þáverandi landbúnaðarráðherra,
Steingríms J. Sigfússonar, til að
koma kaupunum í gegn og að þeir
nafnar hafi gengið gegn samþykkt
ríkisstjómarinnar og gætt þess sér-
staklega að Ólafur Ragnar Grímsson,
þáverandi fjármálaráðherra, kæmist
ekki að kaupunum fyrr enn eftir á.
Aöaleigandi' fiskeldisstöðvarinnar
er Jón Magnússon, forstjóri Johan
Rönning. í bók Halldórs segir aö Jón
og Steingrímur séu vinir til margra
ára. Meðeigendur Jóns era tveir
Svíar, Peter Wallenberg, forstjóri
Volvo, og Curt Nicohn, fyrram
stjórnarformaður ASEA og fyrram
formaður sænskra atvinnurekenda,
en talsverður kunningsskapur er
milh Steingríms Hermannssonar og
Svíanna tveggja sem Halldór segir
vera stórríka.
Framkvæmdasjóður greiddi 167
milljónir fyrir stöðina, og um 40
mihjónir fyrir fiskinn sem var í stöð-
inni, eða samtals um 200 mihjónir
króna - sem er nánast sama upphæð
og eigendumir skulduðu sjóðnum.
Snorri Tómasson, starfsmaður
Framkvæmdasjóðs, komst að þeirri
niðurstöðu, samkvæmt því sem segir
í bókinni, að verðmæði stöðvarinnar
hafi verið um 67 mhljónir króna og
hugsanlega enn lægra hefði th komið
Bréfið sem Steingrimur Hermannsson sendi Framkvæmdasjóði. Hann ósk- th nauðungaruppboðs. Ahar tölur á
aði þess eindregiö að kaupin yrðu gerð sem fyrst. þávirði. í bókinni er fuhyrt að með
18. janúar 1991
Framkvæmdasjóður Islands
Rauftarárstlg 25
í05 Reykjavlk.
A6 gefnu tilefni vil ég taka fram afi ég er þvl
sammála, afi ekki er efilllegt að Framkvsmdasjófiur
Islands eigi til langframa eldisstöfiina afi Kalmanstjörn,
þótt hann yfirtakí hana nú með sérstökum samningum.
Réttara er aft eldisstöfiin verði yfirtekin og sameinuð
Tílraunastöð rlkisins I Kollafirði, svo fljótt sem
unnt er.
ÞvI mun étj beita mér fyrir þvl að hifi opinbera kaupi
eldisstöfiina mefi þvi að yfirtaka þau lán Framkvsmdasjöðs
sem á stöðinni hvíla, þannig að rekstur og eignarhald
hennar verði á eínni hendi.
I ljósi þessa 6ska ég eindregifi eftir að ekki verfii um
frekari tafir að refia á kaupum Framkvémdasjófts Islands /
á kynbótastöfiinni afi Kalmanstjörn. !
Afrit:
Landbúnafiarráfiuneyti
afskiptum sínum hafi Steingrímur
Hermannsson bjargaði fyrirtæki
þeirra félaga, Silfurlaxi, frá gjald-
þroti.
Utan verksviðs
Framkvæmdasjóðs
Ríkisendurskoðun fjallaði um
kaupin, samkvæmt því sem segir í
bókinni, og kemst að þeirri niður-
stöðu að þau hafi verið utan verk-
sviðs Framkvæmdasjóðs. Rikislög-
maður taldi sjóðinn einungs hafa
gætt hagsmuna sinna, en hann tekur
ekki afstöðu th málsins í heild sinni,
það er hvort forsætisráðherra hafi
með sínum afskiptum farið út fyrir
verksviö sitt.
í bréfi Steingríms Hermannssonar,
sem vitnað var í upphafi fréttarinn-
ar, segir einnig: „Að gefnu tilefm vh
ég taka fram að ég er því sammála
að ekki er eðlhegt að Framkvæmda-
sjóður íslands eigi th langframa eld-
isstöðina að Kalmanstjörn, þðtt hann
yflrtaki hana nú með sérstökum
samningum." -sme
I vonskuveðrinu, sem geisaði aöfaranótt þriðjudags, tókst þessi myndarlegi gámur á loft og fauk töluverða vega-
lengd. Hann stóö við bilaverkstæði Jóhanns Garðarssonar í Austurmörk í Hveragerði en endaði ferð sina á girð-
ingu fyrir framan Blikksmiðjuna. Gámurinn var í eigu Hjálparsveitarinnar í Hveragerði sem ætlaði að nota hann til
aö selja ýmiss konar varning, jólatré og flugelda. DV-mynd Sigrún Lovísa
t
Kona á sjötugsaldri liggur þungt haldin á Borgarspítala:
Höf uðkúpubrotin eftir að hafa
verið vísað út af veitingastað
- tilefiiislaus árás, segir dóttir konunnar sem hefur kært dyravörðinn
Dyravörður á veitingahúsinu
Borgarvirkinu hefur verið kæröur
th Rannsóknarlögreglu ríkisins fyrir
að hafa hent 63 ára gamahi konu út
af staðnum síöasthðiö föstudags-
kvöld með þeim afleiðingum aö hún
höfuðkúpubrotnaði. Konan hggur nú
þungt haldin á Borgarspítalanum.
„Móðir mín hafði fengið sér eitt
bjórglas á staðnum með frænku sinni
og var ekki búin aö staldra lengi viö.
Hún er kona sem fer nær aldrei út
aö skemmta sér og dottaði eitthvað
fram á borðið. Þá kom dyravörður-
inn og vhdi vísa henni út. Vinkona
hennar mótmælti en þá þreif hann í
mömmu og fleygði henni út. Hún
lenti á götunni og fékk þungt högg á
höfuðið. Það blæddi úr vitum hennar
og hún missti meðvitund," segir dótt-
ir konunnar.
Hún segir að hringt hafl verið á
lögreglubfl og hann hafi ekið móöur
sinni upp á slysadefld Borgarspítal-
ans. Hún komst th meðvitundar 2-3
klukkustundum síöar og fór heim.
Daginn eftir var hún hins vegar orð-
in mjög veik og þá köhuðu böm
hennar á sjúkrabíl sem fór með hana
aftur á Borgarspítalann.
„Þegar við komum á Borgarspítal-
ann þá neituðu þeir á slysadeildinni
að taka röngtenmyndir af henni og
sögðu aö hún hefði bara fengið hefla-
hristing. Við fórum með hana fár-
veika upp á Landspítala þar sem
teknar vora myndir af henni og þá
kom í ljós aö hún var höfuðkúpubrot-
in, með mar á heha og miklar blæð-
ingar inn á hehann. Að auki er hún
með mikla áverka á baki. Þá var
kahaður th sérfræðingur af Borgar-
spítalanum og á endanum var hún
aftur flutt þangað og nú inn á gjör-
gæsludehd," segir dóttirin.
„Þetta er aht saman alveg hræði-
lega sorglegt. Hún lá í einn og hálfan
sólarhring á gjörgæslu. Nú hggur
hún þungt haldin og þaö er viðbúið
að þaö þurfi aö skera hana upp th
að losa blóð sem hefur safnast fyrir
inni í höfuökúpunni,“ segir dóttirin.
Böm konunnar hafa nú kært dyra-
vöröinn th RLR fyrir thefnislausa
árás á móður sína.
„Ég harma það mjög að þetta hafi
komið fyrir komma. Hún lá sofandi
fram á boröið og ég taldi hana vera
víndauöa. Ég ákvað þvi að láta hana
út th að fá sér frískt loft. Vinkona
hennar reif hins vegar í mig svo að
ég missti konuna og hún féh í göt-
una. Þetta var slys en ekki líkamsá-
rás. Ég var einn dyravörður þegar
þetta kom fyrir svo að ég hafði engan
th að aðstoða mig,“ segir dyravörö-
urinn.
-ból
Steingrímur J. Sigfusson:
Þetta er ekki rétt
Steingrímur J. Sigfússon, alþingis-
maður og fyrrverandi landbúnaðar-
ráðherra, sagði ahs ekki rétt að óeðh-
lega hefði verið að kaupum á flsk-
eldisstöðinni að Kalmanstjörn stað-
iö. Hann neitar alfarið að hafa staðið
í pólitískri fyrirgreiðslu vegna þess
máls og segir það hafa verið marg-
rætt í síðustu ríkisstjóm. Þá segist
hann ekki kannast við að nafni sinn,
Steingrímur Hermannsson, hafi mis-
notað aöstöðu sína.
Steingrímur J. Sigfússon segir aö
hann sem landbúnaðarráðherra hafi
séð með þessum kaupum góða mögu-
leika á að koma upp kynbótastöð
enda hafi það verið löngu tímabært.
. -sme
Varnarliðsmeitn
læra íslensku
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
„Það var gerð lesendakönnun á
dögunum og það komu fram margar
ábendingar um efni. Þar kom meðal
annars fram áhugi vamarhðsmanna
á að læra orð og setningar á ís-
lensku. Vegna þess hafa verið sett
íslensk orð á haus blaðsins Hvíti
fálkinn sem gefið er út fyrir hermenn
á vamarhðssvæðinu og munum við
halda því áfram enn um sinn,“ sagöi
Friðþór Eydal, blaðafuhtrúi vamar-
hðsins, í samtali við DV.
Vikublaðið Hvíti fálkinn setti ís-
lensku orðin á forsíðuna efst í hægra
horniö. Orðin í síðasta tölublaði voru
þrjú talsins, Good Evening (gott
kvöld) sem stafsett var Got quelt,
Heho (hahó) sem stafað var Hal low
og Goodbye (bless) sem var skrifað
bless eins og gert er af íslendingum.
Hvíti falkinn hefur veriö gefinn út
í áraraðir og útgáfan hefur veriö
stöðug frá öndverðum sjötta ára-
tugnum. Það er upplýsingaskrifstofa
vamarhðsins sem gefur blaðið út.
Konunni var
ekki vísað út
- segiryfirlæknirslysadeildarBorgarspítalans
„Viðkomandi kona kom hingað í
tvígang og var skoðuð mjög vel og
vandlega í bæði skiptin. I seinna
skiptið var talin ástæða til að það
yrði fylgst áfram með henni á vakt-
hafandi sjúkrahúsi sem var Land-
spítalinn. Það er mesti misskilningur
að konunni hafi verið vísað héöan í
burtu,“ segir Brynjólfur Mogesen,
yfirlæknir slysadefldar Borgarspít-
ala.
„Hins vegar má segja að þaö hefði
veriö betra að tölvusneiðmyndin sem
leiddi áverkann í ljós hefði verið gerð
hjá okkur vegna þess að ef það þarf
að gera aðgerðir vegna sjúkhnga sem
fá höfuðblæðingar þá er það gert á
Borgarspítalanum. Það hefði minnk-
aö óþægindin sem hún varð fyrir viö
að ferðast fram og til baka en niður-
staðan er hins vegar sú sama,“ segir
Brynjólfur. -ból