Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Side 15
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992. 15 Er atvinna mannréttindi? Nýlega voru stofnuð hér á landi landssamtök atvinnulausra. Til stofnunar þeirra var blásið með nokkrum lúðraþyt. Vafalaust er stofnun samtaka af þessu tagi þjóð- þrifamál. En hver er í raun kjarni þeirra baráttumála sem samtökin setja á oddinn; baráttu fyrir auk- inni atvinnu, fyrir bættum at- vinnuleysisbótum, fjölþættari menritunartækifærum atvinnu- lausum til handa, mannrækt og sjálfsstyrkingu? Eru þetta ekki markmið sem telja má næsta ákjósanleg og eftirsókn- arverð samfélaginu öllu, þ.m.t. vinnandi fólki, til handa? Eru ekki baráttiunál atvinnu- lausra einnig baráttumál vinnandi fólks, öryrkja, ellilífeyrisþega? Æt- l’ekki! Atvinnuleysi er ekki starfsgrein Við Islendingar erum iðjusamt fólk, enda þótt framleiðni okkar viröist vera áfátt. Við, þetta iðju- sama fólk, höfum gjarnan tabð at- vinnuleysi til marks um ónyfjungs-. hátt og haft hom í síöu atvinnu- lausra. En atvinnuleysi er ekki starfsgrein (career), áð jafnaði ekki. Atvinnuleysi er tímabundið ástand. Það er auðvitað afdalahátt- ur og fásinna að hta á atvinnulausa sem óhreinu börnin hennar Evu, ófullkomin eintök af tegundinni homo sapiens, sem best eru geymd í skúmaskotum. í atvinnuleysi getur falist vaxtar- hroddur, tækifæri til nýsköpunar, bæði fyrir hinn atvinnulausa sjálf- an og fyrir það samfélag sem hýsir hann. Til að svo megi verða þurfum við hins vegar að skilja þau skila- boð sem atvinnuleysið flytur okk- KjaUaiinn Lárus Már Björnsson þjóðfélagsfræðingur ur: hinar hefðbundnu lausnir duga ekki lengur til, orðið er tímabært að söðla um, nýsköpun er ekki ein- ungis æskileg, nú er hún óhjá- kvæmileg. Grátbroslegt Haft er eftir formanni hinna nýju samtaka að hta beri á atvinnu sem mannréttindi. Er það svo? Enda þótt stærstur hluti þess fé- lagslega kostnaðar, sem hlýst af atvinnuleysi, lendi um síðir á sam- félaginu er hins vegar nokkur lodd- arakeimur af því að telja sjálfum sér og öðrum tní um að atvinna sé mannréttindi. í markaðsþjóðfélagi er atvinna ekki mannréttindi frek- ar en það að vera þess umkominn að fjárfesta í bifreið af gerðinni Mercedes Benz. Mannréttindi launþegans felast í því að eiga þess kost að bjóða vinnuafl sitt falt gegn tiltekinni lágmarksþóknun. Það er einnig næsta grátbroslegt að heyra forsvarsmenn hinna ný- „Þaö er einnig næsta grátbroslegt að heyra forsvarsmenn hinna nýstofnuðu samtaka bera sig þunglega yfir því að atvinnuleysisbætur séu allt að því helmingi hærri í nágrannalöndum okkar en hér tíðkast.“ Ættu atvinnuleysisbætur að vera hærri en samningsbundin laun lág- launahópa? er spurt í greininni. stofnuðu samtaka hera sig þung- lega yfir því að atvinnuleysisbætur séu allt að því helmingi hærri í nágrannalöndum okkar en hér tíðkast. Grátbroslegt í ljósi þess að það eru launin einnig. Atvinnuleysisbætur hér á landi eru líklega um 80%-90% af lægstu töxtum ASÍ og BSRB og u.þ.h. 70% af byrjunarlaunum kennara með B.A. eða B.Ed. próf og B.S. hjúkr- unarfræðings. Vissulega lifir fólk ekki á pró- sentum og þær upphæðir, sem vís- að er til, eru að sönnu lágar. Ber að skilja forsvarsmenn hinna nýju hagsmunasamtaka svo að atvinnu- leysishætur skuli vera hærri en samningsbundin laun láglauna- hópa? Það er ánægjuefni að þeir sem glíma við tímabundið atvinnuleysi bindist samtökum um að draga úr þeim félagslega kostnaði sem at- vinnuleysi veldur. Rannsóknir sýna að þessi kostnaður hlýst öðru fremur af aukinni alkóhól- og vímuefnamisnotkun, afbrotum og misferli og sundrung og upplausn í fjölskyldum. I staö þess að leggjast í sjálfsvork- unn og andfélagslegt atferli beina hinir atvinnulausu nú kröftum sín- um að baráttumálum sem í raun eru baráttumál okkar aUra. Famist þeim vel! Lárus Már Björnsson Lög, siðf erði og bflar í lögum nr. 3/1987 um fjáröflun til vegagerðar stendur skýrt í 2. gr.: „Gjald skv. 1. gr. skal innheimt til ríkissjóðs. Tekjum skv. lögum þessum skal einungis varið til vegagerðar samkvæmt vegaáætl- un.“ Vegasjóður Með breytingu á lögum um fjár- öflun til vegagerðar var gerð til- raun til að tryggja Vegasjóði, sem fjármagnar rekstur Vegagerðar ríkisins, öruggar tekjur svo horfið yrði frá þeirri hentistefnu sem ríkt hafði. Markaðir voru tekjustofnar, bensíngjald og þungaskattur af bif- reiðum, og bifreiðaeigendum ein- um ætlað að standa undir þessum þætti samgöngumála. Ofsjónir vaidhafa Þrátt fyrir margyfirlýstan fjár- skort til vegamála leið ekki á löngu áður en ráðherrar sáu sig knúna til að skerða vegafé og með laga- klækjum var byijað að færa fjár- magn frá Vegasjóði til ríkissjóðs. Þannig hefur síðan á annan millj- arð króna verið fiuttur í ríkissjóð af þessum tekjustofni sem skal „einungis" varið tíl vegagerðar og er það sambærilegt við að lagður var á sérstakur skattur til að reisa Þjóðarbókhlöðu en hirtur að mestu í annað! Kjallariim Björn Pétursson ritari stjórnar Félagsíslenskra bifreiðaeigenda Bifreiðaeigendur borga Nýjustu ráðstafanir valdhafa vekja furðu. Reglugerð um hækk- un bensíngjalds var afturkölluð, svo að dreifmgaraðilar þyrftu ekki að borga hækkunina í einn dag. Ótækt er tahð að vel rekin olíufé- lög, með góða stöðu á hlutabréfa- markaði, borgi fyrir bifreiðaeig- endur. Umrædd hækkun á að renna í ríkissjóð þó enn skorti til þess lagaheimild. En skatturinn skal á strax svo bifreiðaeigendur nái að greiða hann af jólaumferð- inni - snemmbúin jólagjöf það! Þá er áformað að taka lán til „fram- kvæmdaátaks vegna atvinnumála" en þegar Vestfjarðagöngunum var flýtt þótti óhæfa að taka lán og bif- reiðaeigendum gert að staðgreiða. Nú eiga bifreiðaeigendur að standa undir atvinnuátaki, lausn á nútíðarvanda, án þess að tekið sé tillit til þess framtíðarvanda sem það skapar. Stefnulaust rugl Ef htið er á frumvarp til fjárlaga kemur í ljós: Vegasjóður á að taka 1,8 mihjarða króna framkvæmda- lán th atvinnuátaks, Vegasjóður á að yfirtaka 330 m. kr. kostnað vegna reksturs á feijum, markaðar tekjur Vegasjóðs á að skerða um 344 m. kr. sem renna eiga í ríkis- sjóð. Þessu til viðbótar er áformað að hækkun á mörkuðum tekjum renni í ríkissjóð og einnig er rætt um frekari lántökur Vegasjóðs th atvinnumála á komandi ár- um. Bifreiðaeigendum er svo ætlað að fjármagna þessa lausn ráðamanna á efnahagsvanda nútímans. Það mætti halda að mat ráðherra á þætti bifreiðanotkunar í íslensku þjóðfélagi hafi brenglast af notkun þeirra á gljáfægðum ríkisbhum sem glampa af „lúxus“. íslenskum almenningi er bhinn enginn „lúxus“, hann er flestum ómissandi í harðnandi lífsbaráttu og í skjóh þess er ósanngjarnt að ráðmenn noti aðstöðu sína th auk- innar skattheimtu bifreiðanotkun- ar. En kórónan á öllu er bifteiða- gjaldið - eignaskattur - sem inn- heimt er í ríkissjóð af bifreiðum eftir khóaþunga en ekki með tilliti th verðmætis eða efnahags. Lög, siðferði og bhar; fer það virkhega saman í dag? Björn Pétursson „Það mætti halda að mat ráðherra á þætti bifreiðanotkunar í íslensku þjóð- félagi hafi brenglast af notkun þeirra á gljáfægðum ríkisbílum sem glampa af „lúxus“.“ „Þegar gengisfelling- in var ákveð- inhémaþann 23. nóvember sl. þá voru færð tvíþætt rök fyrir henni. Ann- ars vegar að Dir9,r uunna,». gengisbreyt- ingar erlendis hefðu leítt til þess að raeöalgengi íslensku krónunnar, vegið á út- flutningsvog, hafi lækkað um aht að 3% frá því íslenska krónan var fest við núverandi gengisvog um síðastliðin áramót. Að auki höfðu gengisbreytingar erlendis skemmt afurðaverð sjávarút- ; vegsins og gert okkar samkeppn- isstöðu gagnvart sjávarútvegi annarra landa verri og þá hötðu menn í því sambandi auga á að mikiU óróleiki var í kringum norsku krónuna og hún gæti fah- ið hvenær sem væri. Þetta voru þau rök sem voru færð fyrir geng- isfellingunni í upphafi og síðan þetta gerðist hefur tvennt gerst i aðalatriðum, það er annars vegar hafa gjaldmiðlar, sem skipta okk- tu- nnklu máh. hækkað, th dæmis sterlingspundið og pesetinn og escudoinn Iiafa ekki falliö eins mikið í verði og reiknað hafði verið með. Hins vegar hefur nú norska krónan fallið og að mínu mati var þessi gengislækkun full- komlega réttlætanleg og raunar gerð með opnum huga til þess að geta styrkt áfram íslensku krón- una i sessi og forðast meiri geng- islækkun í bráð. Gengisfelling pólitískra f yr- irheita „Reynslan frá því gengiö var feht sýnir aðþærástæð- ur, sem rikis- stjórnin bar fyrir sigásín- um tíma, voru falsrök. Það sem hef- ur gerst í gengisþróun frá því að gengiö var fellt og reyndar áður líka, þaö er að segja fall sænsku krónunnar, hefur i raun verið jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf, fram að að falli norsku krónunnar í yær, Þannig að ahar ytri efnahagsaðstæður hafa verið hagstæðar. Þess vegna var gengislækluinin ekM vegna ytri aðstæðna heldur var hún fyrst og fremst vcgna þess að rík- isstjórnin gafst upp við að fram- kvæma þá stefnu sfna að halda genginu fóstu. Þegar utanrlkis- ráðherra sagði að gengislækkun væri eins og að pissa í skóinn sinn og að hann myndi berjast gegn henni til síðasta manns og þegar maður virðir þau ummæli fyrir sér og ber svo saman við það sem hefur gerst síöan, þá kemur auð- vitaö í Sjós að þetta er einhver herfllegasta gengisfehing á póli- tískum fyrirheitum stjóramála- manna sera nokkru sinni hefur átt sér stað. Gengisfehingin var ríkisstjómarinnar sjálfrar og úti- lokað að rekja hana til aðstæðna í umheiminum. Gengisfah norsku krónunnar i gær breytir engu í þessu sarobandi." Svsvsr Gesteson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.