Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1992, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1992. Menning Lifandi myndir úr Kampinum Kampurinn 1 lok sjötta áratugarins er sögu- svið bókarinnar Ailt í besta lagi eftir Andrés Indriðason. í sögunni er brugðið upp lifandi myndum úr þessu hverfi sem svo margir fyrirlitu enda spyr Inga Dóra: „Ég hef heyrt að það séu bara fýllibyttur og subbur í brögg- unum. Er ekki agalega mikið ónæði af þessu pakki?“ (19) „Þeir voru ótrúlega margir sem htu niður á þá sem bjuggu í herskálunum fyrrverandi. ... Við fluttum í Kampinn fyrir sjö árum. Vorum víst heppin að fá þak yfir höfuðið af því að það var mikill skortur á leiguhúsnæði í Reykjavík, margir á götunni." (22) Sagan greinir frá viku í lífi drengs sem er að fara í þriðja bekk í gaggó. Hann er sendill í búð- inni hjá Alla kaupmanni og eitt kvöldið finn- ur hann úttroðið peningaveski sem hann veit ekki hver á. En það reynist hægara sagt en gert að koma veskinu í hendur réttra eig- enda. í bókinni eru sagðar fleiri sögur en þessi. Þetta er jafnframt sagan af fyrstu ást- inni í lífi stráksa, henni Ingu Dóru, saga stormasams hjónabands Línu systur og Bamba, ástarsaga Danna og Marsibilar Beck og saga fjölskyldu drengsins. Öllum þessum sögum fléttar Andrés saman á meistaralegan Bókmenntir Jóhanna Margrét Einarsdóttir hátt og skilur enga lausa enda eftir í sögu- lok. Andrési er það einkar lagið að bregða upp skýrum mannlýsingum og hann fer nærfæmum höndum um persónur sínar. í sögunni teflir Andrés saman ólíkum per- sónum. Inga Dóra og drengurinn em ólíkar manngerðir. Hún er hálfgerð skvetta sem framkvæmir áður en hún hugsar. Með allt sitt á hreinu, ætlar að verða frægur arkitekt þegar hún eldist. Hann er feiminn og kjark- laus og öfundar alla þá sem em ömggir í framkomu. Hann hefur ekkert velt framtíð- inni fyrir sér, veit bara að hann ætlar í þriðja bekk í gaggó um haustið og hann ætlar að halda áfram að sendast í búðinni hjá Alla. Leigjandinn Danni er síkátur og æfir sam- kvæmt Atlaskerfi því hann ætlar að verða fræg kvikmyndastjama í Hollywood. Hann er andstæða hins grófgerða Bamba sem lem- ur og ber eiginkonuna og er þar að auki óheiðarlegur. Lína systir, sem býr í óham- ingjusömu hjónabandi og veit ekkert hvað hún vill, er andstæða Marsibilar, kær- ustunnar hans Danna, það er stúlka sem veit hvað hún vill. Hinn duli þögli faðir, vinn- ur á Eyrinni og grúfir sig yfir blöðin þegar hann er heima og móðirin sem alltaf er hægt að leita til. Aukapersónur sögunnar em einnig málað- ar sterkum litum, Alli kaupmaður sem er nokkurs konar félagsfræðingur hverfisins. Gamli seigur sem safnar bílhræjum í haug Andrés Indriðason. Tekst vel að skila and- rúmslofti sjöunda áratugarins til lesenda. fyrir utan braggann nábúum sínum til ang- urs og mæðu og eiginkona hans hún Dúdú sem spáir í spil. Höfundi tekst einkar vel að skila andrúmslofti sjöunda áratugarins til lesenda. Stíll bókarinnar er fáorður en mál- far líkt og í öðmm bókum Andrésar til fyrir- myndar. Þetta er ein af þeim unglingabókum sem koma út fyrir þessi jól sem svo sannar- lega er hægt að mæla með. Andrés Indriðason Allt i besta lagi 167 bls. löunn 1992 ÍSLANDSBANKI Hluthafafundur Hluthafafundur í íslandsbanka h.f. verður haldinn mánudaginn 21. desember n.k. í Átthagasal Hótels Sögu og hefst kl. 16:00. Fundarefni 1. Tillaga um sameiningu Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf. og Eignarhaldsfélags Versl- unarbankans h.f. við íslands- banka h.f. 2. Tillögur um breytingar á sam- þykktum félagsins: a) Að enginn hluthafi getifarið með fleiri atkvœði á hluthafa- fundum en sem sem nemur 20% af atkvœðum í bankanum. b) Að ákvörðun um breytingu á samþykktum bankans þwfi að hljóta samþykki 212 hluta greiddra atk\>œða og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvœði fyrir á hluthafafundi. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í íslandsbanka h.f., Bankastræti 5 (4. hæð),Reykjavík,dagana 16., 17. og 18.desember n.k. sem og á fundardegi. Dagskrá fundarins og tillögur munu frá 14. des- ember n.k. liggja frammi á sama stað. Bankaráð íslandsbanka hf. SÍA-kynslóðin með foringjanum, f.v.: Hjörleifur Guttormsson, Eysteinn Þorvaldsson, Karl Homelin, verslunar- fulltrúi A-Þýskalands á íslandi, Tryggvi Sigurbjarnarson, Halldór Jakobsson, Borgarfelli, Haukur Björnsson, Kaupstefnunni, og Einar Olgeirsson í Leipzig. Myndin er birt í Liðsmenn Moskvu. „Sósíalisminn hef ur sigrað“ Fyrir löngu er vitað að kommúnistahreyfingin hér var nátengd Sovétríkjunum. íslenski kommúnista- flokkurinn var opinberlega deild í alþjóðasambandi kommúnista, Komintem. Tengshn héldust með form- legum hætti á meðan Kommúnistaflokkurinn og Sós- íalistaflokkurinn voru við lýði. Og þrátt fyrir sam- bandsslit sem samþykkt vom í Alþýðubandalaginu eftir innrás Varsjárbandalagsríkja í Tékkóslóvakíu 1968 héldu einstakir forystumenn þar á bæ í samband- ið austur. Þá era einnig kunn samskipti Sósíahstaflokksins við austur-þýska kommúnista og dvöl íslenskra náms- manna þar, m.a. af hinum frægu SÍA-skýrslum. Láösmenn Moskvu hefur það fram yfir fyrri rit um sama efni að vera samið eftir fah kommúnismans í Sovétríkjunum og Austiu'-Evrópu. Við þá atburði hafa fræðimenn fengið aögang að hluta skjalasafha komm- únistaflokka þessara ríkja. Jón Ólafsson fréttamaður kynnti sér gögn sem snerta tengsl íslenskra og sové- skra kommúnista í Moskvu og gerði um sjónvarps- þætti. Valur Ingimundarson hefur htið á gögn í skjala- safhi austur-þýska kommúnistaflokksins. Til þessara skjala er hér óspart vitnað. Bókin er tvískipt. Meginefni hennar er ritgerð Áma Snævarr, Flokkurinn og fyrirmyndarríkið, sem að hluta til byggist á háskólaritgerð höfundar. Síöari rit- gerðin, eftir Val Ingimundarson, fjahar um samskipti Sósíahstaflokksins við kommúnistaflokkinn í Austur- Þýskalandi árin 1956--1%2 - SÍA-kynslóðina. ítarleg ritgerð Áma er ekki síst gagnleg fyrir þá sök að hér er í fyrsta sinn á bók farið yfir aht sviðið í sam- skiptum íslenskra kommúnista við félagana fyrir aust- an og sýnt fram á samhengi Moskvutrúarinnar fram á okkar daga en Brynjólfur Bjamason sagði eftir Moskvufór svo seint sem 1967: „Sósiahsminn hefur sigrað"! í fótspor Kominternkynslóðar Fátt kemur beinhnis á óvart um austursamskipti „Kominternkynslóðar“ Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjamasonar og félaga. Ýmis ný tíðindi era hins vegar af SÍA-kynslóðinni enda fullyrt, og færð fyrir því nokk- ur rök, að þessir ungu menn hafi árum saman hagað sér með svipuðum hætti og Komintemkynslóðin, þ.e. fjallað opinberlega um ástandið í kommúnistaríkjun- um þvert gegn betri vitund og ekki reynt í alvöra að skera á tengshn við kommúnistaflokka þar eystra. Óheppilegt er aö þessari fróðlegu bók skuh skipt í tvennt með þeim hætti sem gert er. Eðlilegra hefði verið að feha ritgerðimar saman í eina samfellda frá- Bókmenntir Elías Snæland Jónsson sögn og komast um leið hjá endurtekningum. Því hefði einnig fylgt samræmdur stfil, en Ámi skrifar mun hpr- ari og læsilegri texta enda vanur blaðamaður. Liðsmenn Moskvu hefur aö geyma mikih fróðleik um tengsl íslenskra kommúnista og sósíahsta í austur- veg. Það vekur hins vegar athygh hversu aht er enn á huldu um fjárhagslegu samskiptin. Satt best að segja vekja þær upplýsingar úr bréfum og skýrslum sem hér er vitnað til oftar en ekki enn frekari spumingar um fjárstyrki og „Rússaguh". LIÐSMENN MOSKVU. Höfundar: Árni Snœvarr og Valur Ingimundarson. Almenna bókafélagið, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.