Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR1993 Neytendur DV kannar verð á matvöru: Mikill verðmunur á agúrkum og sveppum Það getur munað allt að 180 krón- um á sveppakílóinu og nærri 150 krónum á hverju kílói af agúrkum ef mið er tekið af verðkönnun DV í gær. Farið var í Fjarðarkaup í Hafn- arfirði, Kaupstað í Garðabæ, Bónus í Skútuvogi, Miklagarð við Sund og Hagkaup í Kringluxmi. Kannað var verð á níu tegundum af matvöru og í þrem tilfellum er það borið saman við eldra verð eins og súluritin gefa til kynna. Agúrkur og appelsínur Fyrir nokkrum dögum barst neyt- endasíðunni ábending um hátt verð á agúrkum og þótti vert að kanna það. í ljós kom mikill verðmunur milb verslana og mikil hækkun síðan í septemberlok. Munur á hæsta og lægsta verði er nú 53% sem er tölu- vert. Appelsínumar em ódýrastar í Bónusi á 69 krónur en dýrastar í Kaupstað og Hagkaup á 98 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 42%. Þetta verð er á appelsínum í lausri vigt en Hagkaup selur pakkað- ar appelsínur á 89 krónur hvert kíló. Kornmatur á misjöfnu verði Uncle Ben’s hrísgrjón í 907 g pakka voru ekki til í Bónusi og Miklagarði. Ódýrust vom þau í Fjarðarkaupum, kr. 117, en dýmst í Kaupstað, kr. 155. Munur á hæsta og lægsta verði er 32%. Cheerios í 425 gramma pökkum fékkst ekki í Miklagarði. Ódýrast var þaö í Bónusi, kr. 193, en dýrast í Kaupstað á 219 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 13%. Egg hafa ekki hækkað í Bón- usi Áður er síðasta verðhækkun á bú- vöm kom til framkvæmda um miðj- an janúar var kannað verð á eggjum meðal annars. Þá var Bónus með lægsta verðið, 340 krónur, og er svo enn því þar hafa eggin ekki hækkað. Veröið var hæst í janúar, 353 krónur, en nú er það hæst 369 krónur. Verð- hækkunin nemur tæpum 5 prósent- um. í Bónusi hefur sykurinn hækkað um krónu hvert kíló síðan í desemb- erbyrjun en í Kaupstað hefur hvert kíló lækkað um fjórar krónur og inn tíu krónur í Fjarðarkaupum. Sykur- verð hefur staðið í stað í Miklagarði og Hagkaupi. Sveppir, tómatar og popp Kílóverð á tómötum er ódýrast í Bónusi, kr. 219, en dýrast í Kaupstað, kr. 289. Munur á hæsta og lægsta verði er 32%. Sláandi verðmunur er á sveppum milh verslana. Bónus er með ódýrstu Cheerios - 425 g sveppina en þar kostar hvert kíló 389 krónur. Dýrustu sveppimir fást í Fjarðarkaupum en þar er kílóverðið 584 krónur. Munurinn er 50%. Newman’s örbylgjupopp fékkst ekki í Miklagarði og Kaupstað. Bestu kaupin í poppinu em í Bónusi, kr. 123 kassinn, en Hagkaup er með hæsta verðið, 154 krónur. Munurinn er 25%. -JJ Agúrkur 426 kr. 135fkr. 30. sjpt. nú Lægsta verð 30.! s|pt. nu Hæsta verð 193 kr. iækr. s. n j '9 kr. 5. i óv. r j 19 kr. Lægsta verð Verðmunur á hverju kilói af ferskum sveppum er ríflega 50 prósent. Gabriel Hæsta verð =^EŒtíl Agúrkur 340 kr. 340 kr. 7. js i. nú 3í 3 kr. 7. ja í. 3§9 kr. Lægsta verð Hæsta verð HÖGGDEYFAR STERKIR, ORUGGIR ÓDÝRIR! Sértilboð og afsláttur Sokkar, pitsur og tannburstar SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-81 47 88 Að venju bjóöa verslanir sérstök tilboð í vikunni. í verslunum Kaup- staðar em ekki sameiginleg tilboð þessa vikuna en í Kaupstað í Garðabæ, þar sem verðkönnun var framkvæmd í gær, er á tilboði Hornbeck sulta, 900 g, á kr. 169. Ma- arudskrúfutilboðið heldur áfram en þá kostar pokinn 99 krónur, heildós af jarðarberjum er á 79 krónur, HyTop örbylgjupopp er á 99 krónur og í tilefni af þorra er tilboð á lamba- sviðum, kr. 179 hvert kíló, og rófu- kílóið er á 119 krónur. í verslunum Hagkaups eru á tilboði fiskbollur frá Humli, 390 g, á 129 krónur, rautt og hvítt greip á kr. 69 hvert kíló, Grönbrauð, 3 tegundir, em á 115 krónur stykkiö, pakki með tveim tannburstum kostar aðeins 199 krónur, pakki með 2 túpum af tannkremi er á 169 krónur og Gott Granóla morgunkom er á 279 krónur kilópakkinn. JonJan tannbursti TAKN UM BETRI TANNHIRÐU i Evrópu Talsvert er um sértilboð í Mikla- garði og ekki síst á útsölunni sem lýkur um helgina. Verðið hefur lækkað enn og eru dæmi af dömu- peysu sem lækkað hefur úr 3495 krónum í 1000 krónur, barnabuxum sem kostuðu 1385 krónur en nú 500 krónur og herraúlpu sem kostaði áður 7.995 en er nú á 2.000 krónur. í matvöru er tilboð á KitKat súkkulaði sem kostar 29 kr/stk. Better Valu cola kostar 39 krónur dósin, heildós af niðursoðnum tómötum er á 59 krónur og Coop bakaðar baunir á 38 krónur. í Fjarðarkaupum era pitsur frá Pizzalandi á tilboði á krónur 299 hver 600 g, 2 litrar af Diet-kóki kosta 144 krónur, 3 pör af frotté-íþróttasokkum kosta 317 krónur, maltabitar 139 krónur og Samsöluheilhveitibrauð 89 krónur. í Bónusi em -samlokubrauð frá Samsölunni á tilboðsverði, kr. 67. Ný pakkning af Emmess rjómaís á krón- ur 198, tveir lítrar, 4 SS hamborgarar með brauði og kryddstauk á kr. 287 og SS-matur fyrir fjóra á kr. 494 en í pakkanum er hakk, hrísgijón og chilisósa frá Uncle Ben’s. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.