Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Side 11
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1993.
11
Vísnaþáttur
Sláttu-
vísur II
„Vísur, sem ganga árum saman
meðal manna, taka oft einhverjum
breytingum, og getur þá svo farið,
að ólíkar gerðir eða mismunandi
séu á kreiki samtímis. Á svipaðan
hátt fymist yfir tildrög slíkra vísna,
höfunda þeirra og annað fleira.
Fyrir nokkru voru birtar hér í
blaðinu svokallaðar Sláttuvísur
sem ýmsir menn í Mosfellssveit og
á Kjalamesi (menn í Reykjavík
lögðu líka orð í belg) ortu hér á
árunum. Sumir kunna þær á ann-
an veg en þær birtast þar, eins og
við mátti búast, og um sjálf tildrög-
in, sem raunar var ekkert um sagt,
vill Helgi Ásgeirsson frá Knarrar-
nesi, bróðir Bjama á Reykjum gera
svofelldan formála:
„í suimudagsblaði Tímans 7.
september er meðal annars efnis í
blaðinu svonefndar „Sláttuvísur".
í formála fyrir vísunum stendur
svo: „Það var upphaf þessara vísna,
að Bjami (þ.e. Bjami Ásgeirsson)
lýsti túninu í Brautarholti og bónd-
anum þar með svofelldum orð-
um .
Kemur þar á eftir vísan: Brautar-
holtstúnið grær og grær, síðan all-
ar hinar vísumar, í réttri röð, er
út af henni spunnust.
Þar eð þessi formálsorð em fjar-
stæða, alveg út í hött, er óhjá-
kvæmilegt að leiðrétta þessa firrn,
áður en hún festir frekari rætur,
því það er erfiðara að laga en af-
laga.
Tilefni vísunnar virðist hafa farið
fram hjá þeim, er formálann ritar,
eða fallið honum úr huga, og ekki
sízt, vegna hinna, sem ekki hafa
um það vitað, fyrr en þeir lásu
skýringu þá, er vísunum fylgdi,
verður það að koma fram, eins og
þegar hefur verið drepið á.
Tilefni: Blaðamaður við Morgun-
blaðið var að lýsa grassprettu í
fréttum blaðsins þetta sumar.
Komst hann svo að orði, að túnið
á Brautarholti á Kíalarnesi væri
svo vel sprottið, að grasið væri far-
ið að leggjast á svig.
Þetta fáheyrða orðatiltæki þótti
Bjama, og reyndar fleirum, all-
frumlegt, því að málvenja var í
slíkum tilvikum að segja, að grasið
legðist í legu.
Þessi „fjóla“, sem blaðamaður
Morgunblaðsins fann, þetta eftir-
minnilega sumar, í hlaðvarpanum
í Brautarholti, var upphaf vísunn-
ar og ekkert annað.
Samkvæmt formálsklausunni
hggm- beinast við að skilja vísuna
sem skæting í garð Ólafs.
í kveðlingum Bjama var aldrei
broddur, en þeir einkenndust af
góðlátlegri fyndni og léttu spaugi.
Auk þess vom þeir, Ólafur og
Bjarni, góðvinir, og hefði hvomgan
getað hent að htilsvirða hinn.
Hér er því aðeins um fjóluslátt
að ræða, enda þótt arfakló hafi
slæðst með í heyskapinn."
Um sjálfar vísumar segir Jónas
Magnússon í Stardal, maður ná-
kunnugur:
„Með sumar vísurnar er ekki
með öhu rétt farið, og vh ég leyfa
mér að leiðrétta þær í sömu röð og
þær vom kveðnar.
Bjami á Reykjum kveður:
Brautarholtstúnið grænkar og
grær,
grösin þar leggjast á svig.
Ólafur slær, Ólafur slær,
Ólafur slær um sig.
(Hér á sem sagt að faha úr „og“
í tveim seinni hendingunum).
Kolheinn svarar:
Ólafi þarf ekki að lá,
aðra menn ég þekki.
Þeir em að slá, og þeir em að slá,
þótt þeir slái ekki.
(Hér ætti „en“ að hafa verið ofauk-
ið í upphafi annarrar hendingar).
Þriðja vísan, eignuð Magnúsi í
Leirvogstungu, er svona:
Ólafi háir hefðarþrá,
hann í bláinn etur.
Litlu stráin leggst hann á,
svo lýðurinn sjái betur.
(Hér hefur Jónas etur í stað „set-
ur“ í enda annarrar hendingar).
Fimmta vísan „Þegar örbirgð
hæla hjó“, í upphafi eignuð Lárusi
Vísnaþáttur
Torfi Jónsson
á Brúarlandi, er eftir Jósep S. Hún-
fjörð.
Síðasta vísa Kolheins, svar við
vísum Sigurðar póstmeistara, er
ekki heldur alveg rétt:
Sumir dengja launaljá,
landsjóðsengi í múga flá.
Kreppan engin þjáir þá
- þar er lengi hægt að slá“
(Hér munar lokaorði annarrar
hendingar: flá í stað ,,slá“).
Þetta segir Jónas. En ekki em öh
kurl komin th grafar. Um vísu þá,
sem eignuð er Magnúsi í Leirvogs-
tungu, er þess að geta, að hann mun
aldrei hafa gengizt við henrn. Þar
að auki hafa sumir hana í annarri
og að sumu leyti betri gerð:
Ólafi háir hefðarþrá,
hann því ljáinn hvetur,
htlu stráin fellir frá,
svo fólkið sjái betur.
Þannig mun oft fara um lausavís-
ur, að einn hefur þetta og annar
hitt, og er hágt við að eltast. En í
öhum vísunum, þeim sem Jónas
nefnir, munar þó ákaflega litlu.
Miklu frábmgðnari er sú gerð ví-
sunnar, sem birt er hér síðast."
Vonandi þarf enginn að velkjast í
vafa um hvað rétt er um framan-
greindan kveðskap, eftir að hafa
lesið þessar skýringar.
Norðlenzkar gamanvísur ortar
um það leyti sem síðari heimsstyij-
öldinni lauk, um hrap hljóðanna
niður í „ko-gið“
Avi minn hann átti tíg,
eingri skeppnu var hún hg,
aldrei heyrðust ópin shg
í údvarbinu í Reygjavig.
Laungum var min lundin gljúh,
landið vavið þoguhjúb,
ógurlegt er undirdjúb
udan vert við Lómagnúh.
Einu sinni úd ég leid,
átti heima í ljódri sveid
sá ég bída gamla geid,
grasið upp með ródum sleid.
Heyrarst mér stundum hljóðin
völd
hraha niöur í kogið:
í údvarbinu var auglýst í kvöld
að Evróbustyijöld sé logið.
Þörf áminning th okkar hér sunn-
an fjalla um að tala skýrt og með
réttum áherzlum. Torfi Jónsson
RENAULT
19 RTi
Vlö kynnum frískan
og fallegan fólksbíl á
ffnu veröl
Hinn nýi Renault 19 endurspeglar þá fersku vinda sem hafa blásið hjá
Renault síðustu árin. Áhersla er lögð á gæði, langan endingartíma og
fallegt útlit. Um helgina kynnum við nýjan-Renault 19 RTi, frískan, fallegan
og vel búinn fólksbíl í millistærðarflokki. Hann er fimm gíra, beinskiptur með
113 hestafla vél og búinn lúxus innréttingu, vindskeiðasetti, tvívirkri
rafdrifinni sóllúgu, 14" felgum, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðum samlæsingum
og mörgu fleiru. Renault 19 er á fínu verði eða frá kr. 1.119.000,-
og í boði eru greiðslukjör til allt að 36 mánaða.
OPIÐ: LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 13.00 - 17.00
Formulal
WILLIAMS -RENAULT
HEIMSMEISTARI 1992
RENAULT
..fer á kostum
RENAULT
Gullna
stýriö
1991
1992
1993
Bflaumboöið hf.
Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633