Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1993. 15 ---—■ Það hefur kólnað verulega i íslensku samfélagi að undanförnu Því hefur oft verið haldið fram að fámenni íslensku þjóðarinnar hafi haft veruleg áhrif til góðs á samfélagssýn landsmanna. Stirnd- um er haft á orði að íslendingar séu ailir sem ein fjölskylda. Þegnamir líti gjaman hver á annan sem jafn- ingja. Þvi sé hér engin stéttaskipt- ing af því tagi sem tíðkast hefur um aldir í nálægum löndum. Marg- víslegt óréttlætí, sem sé daglegt brauö víða erlendis, leyfist hrein- lega ekki hér á landi vegna þeirrar nálægðar sem fámennið skapi. Því er ekki að neita að þessi al- mannarómur er vemleg einföldun, ef ekki beinlínis hagræðing sögu- legra staðreynda. Auðvitað hafa um aldir veriö til fátækir og ríkir íslendingar. Valdsmenn og alþýða. Húsbændur og hjú. Að þvi leyti var íslenska þjóðin ekki svo óhk ná- grönnum sínum. Leiðin til jafnaðar Það er hins vegar rétt aö á þess- ari öld hefur markvisst verið unnið að því að jafna biliö milh þegnanna og sjá til þess um leið aö hugsað sé um þá sem em minni máttar. Örfá dæmi: Áhersla hefur verið lögð á það undanfama áratugi að gefa öllum þegnum af yngri kynslóðinni sam- bærileg tækifæri tU að mennta sig, eftir því sem geta og áhugi einstakl- ingsins leyfir. í þessu skyni hafa stjómvöld opnað leiö unga fólksins gegnum skólakerfið aht upp í há- skóla og jafiiframt komið í veg fyr- ir aö bágur fjárhagur hindri lang- skólanám með því að tryggja nem- endum aðgang að nauðsynlegum námslánum. Síðustu áratugi hafa allir átt jafh- an rétt á að njóta fullkomnustu heilsugæslu sem völ er á í landinu án tillits til efnahags eða þjóðfé- lagsstöðu. Hér hefur enginn þurft að gá í budduna áður en ákveðið er aö leita til læknis eða leysa út lyf eins og hroðaleg dæmi em til um í sumum öðnun löndum. Tahð hefúr verið sjálfsagt að ahir landsmenn hafi atvinnu og rætt og ritað með fordæmingu mn gífurlegt atvinnuleysi í öðrum löndum. Reyndar er ekki langt síðan stjóm- málamenn í öllum flokkum vom sammála um að það væri gjörsam- lega ósamrýmanlegt þeim viðhorf- um sem ríkja ættu í íslensku þjóð- félagi að hér væri viðvarandi at- vinnuleysi og því mættí miklu fóma fyrir fuha atvinnu í landinu. Aht era þetta merki um vilja til jafnréttis þegnanna. Að ahir ein- stakhngar hafi sem líkasta aöstöðu til að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta, án tílhts til eigin efnahags eða lífskjara og annarra aðstæðna foreldra eða ættingja, ef þeir bara vilja. Þau viðhorf, sem hér hggja að baki, má kenna við óskina um hið hlýja samfélag. Samfélag þar sem þegnamir hafa styrk hver af öðrum - þar sem homsílin hafa sama rétt til að njóta sín og hákarlamir. Sam- félag einnar þjóðar. Köld pólitík Nú em hins vegar breyttír tímar. íslendingar em ekki aöeins að tileinka sér lög og reglugerðir evr- ópskra nágrannaríkja í von um tækifæri til aukinna viðskipta. Hin kalda póhtík þeirra stjórnmála- manna mihjónaþjóðanna sem stendur gjörsamlega á sama um eymd, misréttí og óréttlæti sam- borgara sinna, nema að því leyti sem ástandið kann að hafa áhrif á atkvæði í kosningum, hefur líka fest rætur á íslandi. Það hefur kólnað vemlega í ís- lensku samfélagi að undanfómu. Og þeir sem fyrst finna fyrir þess- um samfélagskuldá em að sjálf- sögðu „hornsílin" - þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Mikið og viðvarandi atvinnuleysi er þannig ekki lengur óhugsandi meinsemd í þessu htla íslenska samfélagi, heldur óhagganleg stað- reynd. Og engir þeirra sem stýra málum lands og þjóðar telja sig bera siðferðilega skyldu tíl að ráð- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri ast af krafti th atlögu gegn vágest- inum. Á stofnanamáh kerfiskah- anna er atvinnuleysiö einfaldlega „ásættanlegt" þótt það hljóti fljót- lega að skipta landsmönnum í tvær þjóðir sem í gmndvallaratriðum búa við gjörólíkar aðstæður vegna þess að önnur hefur atvinnu en hin fær ekkert að gera. Að undanfömu hefur hin kalda stefna stjómvalda ekki hvað síst birst í margs konar sjúklingaskött- um. Það er ljóslega stefna stjómvalda að sjúkhngar eigi að bera sífeht þyngri fjárhagslegar byrðar vegna læknisþjónustu og lyfjakaupa. Af- leiðingin verður auðvitað sú að fiárráð fara að hafa áhrif á hvort fólk leitar yfirleitt th læknis eða leysir út lyf í apóteki. Og þá styttist í að hinir fátæku búi í reynd við annað og lakara hehbrigðiskerfi en hinir sem ekki þurfa að velta hverri einustu króna. Sú tilraimastarfsemi á þeim sem þurfa á læknisaðstoð og lyfjum að halda, sem birst hefur síðustu misserin í sífehdum breytingum stjómvalda á ghdandi reglum, er auðvitað lýsandi dæmi um hversu htlu máh einstaklingurinn skiptir kerfiskahana sem auk þess virðist fyrirmunað að geta gert sér fyrir- fram nokkra grein fyrir afleiðing- um nýrra reglna sem þeir eru að sefja. Þess vegna mun hringlanda- hátturinn og raghð vafalaust eng- an endi taka. En sú breyting frá jafnstöðu th misréttis, sem þó mun líklega hafa mest áhrif á íslenskt samfélag th frambúðar, virðist yfirvofandi í menntakerfinu. Mennta- leiðum lokaö Á síðustu áratugum hefiu- unga kynslóðin fengið tækifæri th að leita sér þeirrar menntunar sem hugurinn gimist og hæfileikar leyfa. Áöur fyrr lenti fjölmargt ungt fólk í blindgötum skólakerfisins. Þá gátu efnaminni unghngar oft ekki gengið menntaveginn vegna skorts á peningum. Þessu var breytt. Námslánakerfiö leysti fjárhags- vanda fátækari námsmanna. Og opnaðar vom leiðir ahs ungs fólks th framhaldsnáms. Nú er verið að snúa th baka th fortíðarinnar. Þegar hefur verið þrengt vem- lega að námslánakerfinu. Engin ástæða er th að ætla annað en áfram verði haldið á þeirri braut næstu misseri. Samtímis em hugmyndir á lofti um að takmarka verulega mögu- leika ungs fólks th framhaldsnáms, bæði með því að loka leiðum eins og í gamla daga og gera fjöldatak- markanir að reglu í háskólanum. Þetta gerist á sama tíma og ís- lendingar em að tengjast evrópsk- um vinnumarkaði þar sem góð menntun er að sjálfsögðu ein frum- forsenda þess að árangur náist í samkeppni við aðrar þjóðir. Enn er margt óljóst um fyrirætl- anir stjómvalda í þessu efni en stefna sem lokar með einum eða öðrum hætti leiðum ungs fólks th framhaldsnáms mun hafa varan- legri áhrif en flest annað í þá átt að skipta landsmönnum í tvær fylkingar sem húa við ólíka mennt- im og lífskjör. Þetta em einungis fáein dæmi um hvernig kuldinn er kahaður inn í íslenskt samfélag mn þessar mund- ir. Varanleg gjá Þær breytingar sem nú eiga sér stað hér á landi munu vafahtið hafa mikh áhrif á samfélagið. Sumt getur orðið th góðs. Th dæmis aðlögun efnahagskerfisins að alþjóðlegum veruleika. Það er að segja ef íslendingar geta nýtt tækifærin sem skapast. En þar er efinn, því möguleikamir, sem th dæmis felast í aðgangi að evrópsku efnahagssvæði, bíða ekki eins og þroskuð ber eftir því aö íslendingar tíni þau af trjánum. Síður en svo. Þau tækifæri getur þjóðin því að- eins nýtt sér að fuhtrúar hennar séu betri, hagkvæmari og dugmeiri en keppinautamir frá öhum hinum þjóðunum. Sumar aðrar breytingar em ekk- ert annað en skemmdarverk á sam- félaginu og undirstrika enn einu sinni þá staðreynd að þótt kaldar formúlur, póhtískar eða hagfræði- legar, geti verið nytsamir þjónar ráðamanna með manneskjulega dómgreind, em þær óhæfir hús- bændur í þjóðfélagi mannúðar- stefnu. Það er svo eftir öðm að þeir stjómmálamenn sem hvað mest göspmðu í örvæntingarfullri at- kvæðaleit fyrir nokkrum árum um hættuna á því að landsmenn væra aö skiptast í tvær þjóðir virðast nú á góðri leið með að festa í sessi slíka gjá milh þegnanna eftir efnahag og þjóðfélagsstöðu. Elías Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.