Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Page 30
42
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR1993
Sviðsljós
Hjartaknúsarinn Robert Redford:
Skildi við
Siungur töffari.
eiginkon-
heimsækir
hana samt
um hver jól
- og heldur góðu samband i við dætur þeirra þrjár
Leikarinn Robert Redford, sem nú
er oröinn 55 ára, er kominn á fullt
skriö í kvikmyndaheiminum á nýjan
leik. Hann tók sér frí í áratug frá
kvikmyndabransanmn og sinnti
ýmsum öðrum verkefnum. 1990 sneri
hann aftur og í dag rignir yfir hann
tilboðum.
Redford má nú sjá í einu kvik-
myndahúsa borgarinnar í myndinni
Sneakers og margir bíða með óþreyju
eftir A River Runs through It sem
hann leikstýrir. Endurkoma hans er
ekki síst gleðiefni fyrir kvenþjóðina
sem hefur löngum haft dálæti á þess-
um leikara. Redford hefur einu sinni
gengið í hjónaband. Sú lukkulega var
Lola Van Wagenen en þau létu pússa
sig saman 1958. Samband þeirra var
talið mjög traust á mælikvarðann í
Hollywood, sem er að vísu ekkert til
að hrópa húrra fyrir, en svo fór um
síðir að upp úr slitnaði. Þau eiga
þijár dætur og samband þeirra allra
er svo gott að leikarinn eyöir með
þeim jólunum.
Nokkuð er um liðið síðan Redford
og Van Wagenen slitu samvistum og
frá þeim tíma hefur hann verið orð-
aður við leikkonur eins og Debru
Winger, Soniu Braga og Lenu Olin.
Engin þeirra náði þó að krækja í leik-
arann en það gerði hins vegar bún-
ingahönnuðurinn Kathy O’Rear.
Hún vann viö A River Runs through
It og með þeim tókust svo góð kynni
að vinir þeirra beggja telja að gifting
sé á næsta leiti.
A frumsýningunni á A River Runs through It. Redford og O’Rear ásamt dóttur hennar, Amy.
unaen
Díönu
prinsessu langar til að eignast
fleiri böra. Hún á tvo syni meö
Karli prinsi en þau eru skilin að
skiptum og Díana verður þvi að
finna einhvem annan til að taka
að sér hlutverkið. Vafalaust yrði
enginn hörgull á umsækjendum
ef „staðan” væriauglýst en prins-
essan hefur bara augastað á Jam-
es nokkrum Gilbey. Díana hefur
impraö á þessu í eldheitum ástar-
bréfum til James en ekki er vitað
um viðbrögö hans.
BurtReynolds
er ansi hnugginn þessa dagana.
Ástæðan er sú að uppáhalds-
gæludýrinu hans, græneðlunni
Iggy, var stolið. Leikarinn hefur
heitið 10 þúsund dollurum hveij-
um þeim sem getur komið á end-
urfundum hans og Iggy. Eðlan
haföi aðsetur á búgarði Burts í
Flórída og þeim varð mjög vel
vina. T.a.m. fóru Burt og Iggy
iðulega saman í kvöldgöngur og
síðan fékk eðlan að sofna á maga
leikarans.
á erfitt með skapið á sér og fær
ófá reiðisköst á hveijum degi.
Hún hefur reyndar góða ástæðu
því aðrar konur eru sífellt að
reyna að kra;kja í kærastann
hennar, John Kennedy yngri. Það
sem fer líka i taugamar á leik-
konunni er að makinn fær meiri
athygli hvar sem þau koma en
það er nokkuð sem Hannah hefur
ekki átt að venjast hingað til. Með
sama áframhaldi er búist við að
sambandið taki enda mjög fijót-
lega.
Sérfræðingar felja að Sara Ferguson eigi eftir að fara yfir strikið.
Stormasamthjá
stórstjömunum
Að mati helstu sérfræðinga vest-
anhafs, sem sjá betur en aðrir hvað
framtíöin ber í skauti sér, verður
þetta ár ansi stormasamt hjá stór-
sljömunum. Niðurstöður þeirra
vom kynntar fyrir skömmu en lítum
á það helsta.
Hæst ber aö forsetahjónin, Bill og
Hillary, munu skilja. Hún fær for-
ræðið yfir dótturinni, Chelsea, en
hann fær köttinn Sokka. Hjónaband
Emilio Estevez og Paulu Abdul fer
einnig út um þúfur en söngkonan
verður ekki lengi ein og yfirgefin því
að hún mun skömmu síðar ganga að
eiga sjónvarpsmanninn Arsenio
Hall. Sjónvarpskonan Oprah Win-
frey er líka í giftingarhugleiðingum
og giftist kærastanum sínum í beinni
útsendingu.
Stjömumar hafa ekki mikinn tíma
til bameigna og aðeins John
McEnroe þykir líklegur til að fiölga
mannkyninu. Þó ekki með eiginkonu
sinni heldur Martinu Navratilovu.
Uppátæki Madonnu eiga eftir að
koma henni í koll og hún verður
handtekin fyrir að renna sér á skíð-
um kviknakin. Whitney Houston
leggur sönginn á hilluna og snýr sér
alfarið að dansi og eins verða breyt-
ingar hjá Söm Ferguson. Sérfræð-
ingamir spá því að Sara sitji fyrir á
nektarmyndum í Playboy og fari í
kjölfarið að leika í klámmyndum.
leið á heimilisstörfunum og vill
fara að komast út á vinnumark-
aðinn. Eins og kunnugt er eignaö-
ist hún bam á síðasta ári en nú
hefur Stefanía fengiö nóg af bleiu-
þvotti. Prinsessan hyggst setja á
fót raðgjöf fyrir ungmenni þar
sem svarað verður spurningum
þeirra um vímuefhi og kynlíf svo
eitthvað sé nefiit. Stefanía ætlar
sjálf að miðla af reynslu sinni en
í þeim efhum hefur hún af nógu
aö taka.