Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1993, Qupperneq 46
58
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1993.
Sjonvarpið a manudagskvöld:
Iif Katrínar miklu
í nýrri þáttaröö
- fokdýr fjögurra þátta minisería sem tekin var í Rússlandi
Ævi Katrínar miklu, keisaraynju
1 Rússlandi, hefur nokkrum sinn-
um verið kvikmynduð í Hollywood
og hafa stórstjömur á borð við
Marlene Dietrich, Bette Davis og
Jeanne Moreau leikið hana á hvíta
tjaidinu. Árið 1990 sameinuðust
þrjár sjónvarpsstöðvar um að gera
miniþáttasyrpu um þessa stór-
brotnu konu. Það voru kanadísk
sjónvarpsstöð, bresk og í fyrsta
skipti rússneskir aðilar. Þættimir
kostuðu 760 milljónir íslenskra
króna í vinnslu en upptökur fóra
að mestu fram í Leningrad í Rúss-
landi þar sem keisarafjölskyldan
hafði aðsetur en þá hét borgin St.
Pétursborg. Mikið var lagt í að hafa
þættina sem vandaðasta og vora
leikarar valdir með það í huga.
Það kom hins vegar mörgum á
óvart að ung og óþekkt 24 ára leik-
kona, Julia Ormond, var fengin til
að leika aðaihlutverkið en margir
höfðu búist við að Meryl Streep eða
Greta Scacchi yrðu fyrir valinu.
Með önnur stór hlutverk fara Van-
essa Redgrave, Christopher Plum-
mer, Marthe Keller, Maximihan
Schell og leikstjórinn er einnig
mjög þekktur, Michael Anderson
sem er Breti.
Katrín mikla var uppi á árunum
frá 1729-96. Hún var af þýskum
aðalsættum en giftist verðandi
keisara Rússlands, Pétri, árið 1745,
þá aðeins sextán ára. Eftir að mað-
ur hennar komst til valda gerði hún
allt til að ræna hann völdum. Talið
var aö hún hefði myrt mann sinn
árið 1762. Katrín átti þrjú böm en
ekkert með eiginmanninum enda
átti hún sér marga ástmenn, meðal
annarra konung Póllands, en hún
lagði einmitt hluta þess lands undir
sína stjórn. Katrín stjórnaði land-
inu með harðri hendi. Á meðan
maður hennar lifði var hann ævin-
lega í skugga eiginkonunnar og var
Ung leikkona, Julia Ormond, fékk
hlutverk Katrínar miklu í fjögurra
mynda þáttaröð en Sjónvarpið
mun hefja sýningar á þáttum þess-
um á mánudagskvöld.
undir lokin illa haldinn alkóhólisti.
Katrín mikla réð ríkjum í þijátíu
ár og ástarsambönd hennar
hneyksluðu fólk um alla Evrópu.
Sjónvarpið mun byija að sýna
þættina á mánudagskvöld en þeir
hafa fengið góða dóma þar sem
þeir iiafa veriö sýndir.
í viðtali við blaðið The Sunday
Express sagði Julia að hún ætti
aldrei eftir að gleyma þessum tíma
og því að leika hlutverk sem fræg-
ustu leikkonur kvikmyndanna
höfðu áöur verið í. „Margar þekkt-
ar leikkonun hefðu vafalaust viljað
vera í mínum sporum," sagði hún.
Juha hafði áður leikið í vinsælum
sjónvarpsmyndaflokki, Traffic, og
henni stóð gott hlutverk til boða
er henni bauðst að leika Katrínu
miklu. Leikarar, sem starfað hafa
með Juliu, gefa henni gott orð og
telja hana mjög góða leikkonu.
Ekki virðist það heldur saka að hún
Vanessa Redgrave er meðal
þeirra stórstjarna sem koma fram
í myndaröðinni um Katrínu miklu.
Þættirnir kostuðu í framleiðslu 760
milljónir íslenskra króna.
er há, grönn og falleg. Meðan hún
sat á skólabekk var hún frekar til
vandræða enda víst ófeimin við tjá
skoðanir sínar. „Ég er víst lík Katr-
ínu að því leyti,“ segir leikkonan.
Vanessu Redgrave er nær óþarft
að kynna. Hún hefur verið í hópi
frægustu leikkvenna um árabil
enda hefur hún leikið í fjölda kvik-
mynda. Fyrsta hlutverk hennar
var á sviði árið 1957 í Cambridge.
Fyrsta hlutverkið í London fékk
hún ári síöar þegar hún lék meö
fóður sínum, Michael Redgrave.
Hún var ung er hún hóf kvik-
myndaleik og situr enn á stjömu-
himninum. Systir hennar, Lynn,
er einnig þekkt leikkona.
Væntanlega munu margir hafa
gaman af þáttum þessum næstu
mánudagskvöld enda er saga Katr-
ínar miklu afar óvenjuleg.
-ELA
Merming
Nashyrningur í blokkinni
Leikfélag Kópavogs framsýndi fyrir skömmu bama-
leikrit gert upp úr sögu Ole Lund Kirkegaard um Ottó
nashyrning og vini hans.
Eins og í fyrri sýningum félagsins á verkum byggð-
um á bókum hans er þessi uppfærsla fjörug og litrík
og margt gert í leikrænni úrvinnslu til aö halda at-
hygh lítilla áhorfenda vakandi.
Söguþráðurinn er hæfilega ævintýralegur. Krakk-
amir í salnum finna strax til samkenndar með Toppi
og Viggó sem búa í blokk og taka upp á ýmsu skemmti-
legu eins og stráka er siður.
Dag einn teiknar Toppur stóran nashyming með
töfrablýanti og það er ekki að sökum að spyija: Nas-
hymingurinn lifnar við. Þetta veldur ýmsum skringi-
legum uppákomum, sérstaklega af því að venjulegar
blokkir era ekki byggðar sem híbýli fyrir nashyrninga.
Leiklist
Auður Eydal
Leikmyndin er hönnuð af Emi Alexanderssyni sem
líka sá um htskrúðuga búninga. Verk hans lumar á
skemmtílegum lausnum og er í góðu samræmi við
þann ævintýrablæ sem er á sögunni. Þetta gerist jú
aht í ofur venjulegu umhverfi þar sem alhr bardúsa
við sín hversdagslegu störf en aht í einu gerist eitt-
hvað:
Hókus pókus og það er kominn heih nashymingur
upp á fjórðu hæð.
Söguþráðurinn skhar sér vel en það hefði mátt vinna
textann aðeins meira, þjappa efninu betur saman og
jafnvel bæta við efnisþáttum th að fá meiri fyllingu 1
sýninguna.
Leikhópurinn stendur sig vel og Þórunn Magnea
leikstjóri nýtir sér möguleika leikhússins th að krydda
atburðarásina ýmsum skemmthegum uppákomum.
Strákana Topp og Viggó leika þeir Leifur Öm Gunn-
arsson og ívar Guðmundsson. Þeir era skýrmæltir,
Tveir leikaranna í einu atriðinu í Ottó nashyrningi.
ná greiðlega th áhorfenda. Af öðram leikendum má
nefna Jóhönnu Pálsdóttur, sem er létt og kímin og
skilar sínu vel að vanda, Sylvíu B. Gústafsdóttur í
hlutverki frú Flóra, Einar Þór Samúelsson og Skúla
Rúnar Hhmarsson en þau sýna öll góða takta í hlut-
verkum sínum.
Söngurinn var hjns vegar upp og ofan þannig að
söngatriðin skhuðu sér ekki nógu vel. Það vantaði hka
flör og snerpu í flutninginn.
En í heild er þetta htrík og skemmtheg sýning fyrir
krakka. Ole Lund Kirkegaard svíkur engan með vina-
legum frásögnum sínum af ævintýram sem allir geta
lent í sé hugmyndaflugið í lagi.
Leikfélag Kópavogs hefur með sóma sinnt þörfum
yngstu leikhúsgestanna í gegnum árin og bregst þeim
heldur ekki aö þessu sinni.
Leiklélag Kópavogs sýnir:
Ottó nashyrning
eftir sögu Ole Lund Kirkegaard
Leikgerð og söngtextar: Hörður Sigurðarson
Leikstjórn: Þórunn Magnea
Leikmynd og búningar: örn Alexanderson
Tónlist: Jósep Gfslason
Afmæli
Til hamingju með
afmælið 6. febrúar
------------------- RunólfurElentínusson,
»0 ára Tröö, Reykdælahreppi.
IngimarGuðmundsson, -------------- ----------
Dalbraut3,Reykjavík. 50 BTB
_______________________________ Anna Vilhjálmsdóttir,
-n , Árkvörn2a,Reykjavík.
/U ara GiselaRabe-Stephan,
Kambagerðí 7, Akureyri.
Ragnar Þorsteinsson, Ásólfur Geir Guðlaugsson,
Engjaseh 70, Reykjavík. Öldugötu 6, Árskógshreppi.
Guðný Guðjónsdóttir,
__________ Hrauntúni 7, Vestmannaeyjum.
Oddgeir S. Júlíusson,
Þórufelh 10,
Reykjavík.
Oddgeirtekurá
móti gestum á
heimih dóttur
sinnar, Álakvísl 16,
Reykjavik,frákl.
16idag.
Rósa Hermannsdóttir,
Hjallalandi 32, Reykjavík.
Ingileíf Guðmundsdóttir,
Miötúni 43, Isafirði.
Karl Júlíusson,
Vesturbraut 10, Grindavík.
Guðmundur Guðmundsson,
Bjarmastíg 2, Akureyri.
Þórir Andrés Laustsen,
Drafnarstíg 7, Reykjavík.
Sígurbjörg Þorsteinsdóttir,
Tryggvagötu20, Selfossi.
Rut Ingvarsdóttir,
Dalbraut 56, Bhdudal.
ÁrniÁskelsson,
Sólvallagötu 50, Reykjavík.
Hannes ÞrösturHjartarson,
Jöklafold 18, Reykjavík.
Hafdís Hafsteinsdóttir,
Furagrund 62, Kópavogi.
Þórarinn H. Sigvaldason,
Túngötu 4, Grindavík.
Þórarinn varð fertugur þann 2.
febrúar síðasthöinn.
Siguröur Karl
Júlíusson
Sigurður Karl Júhusson, fisk-
vinnslumaður hjá Þorbirni í
Grindavík, th heimihs að Vestur-
braut 10, Grindavík, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Siguröur Karl fæddist á Karlsstöð-
um í Amarfirði, ólst þar upp við
sjómennsku og almenn sveitastörf
og átti þar heima til þrítugs. Þá
flutti hann th Njarðvíkur,þar sem
hann stundaði fiskvinnslu í nokkur
ár og síðan í Sandgerði th 1980. Sig-
urður Karl flutti þá að Leirulæk í
Álftaneshreppi þar sem hann stund-
aði landbúnaðarstörf í fimm ár en
hefur síðan 1985 búið í Grindavík
og stundað fiskvinnslustörf hjá Þor-
bimihf.
Fjölskylda
Kona Sigurðar Karls er Sigrún
Guðmundsdóttir, f. 29.6.1943, hús-
móðir. Hún er dóttir Guðmundar
Helgasonar, b. í Hólmakoti í Hraun-
hreppi, og Grétu Sigurðardóttur
húsfreyju.
Börn Sigurðar Karls og Sigrúnar
eru Páll Tryggvi Karlsson, f. 16.1.
1968, verkamaður í Reykjavík; Guð-
mundur Grétar Karlsson, f. 30.10.
1980, nemi í foreldrahúsum; Sigurð-
ur Rúnar Karlsson, f. 10.11.1985; Jón
Sigurður Karl Júlíusson.
Júhus Karlsson, f. 31.8.1987.
Systkini Sigurðar Karls eru Vil-
hjálmur Einar, búsettur í Reykja-
vík; Jón Guðmundur, netamaður
hjá Miðnesi, búsettur í Hafnarfirði;
Ragnar, dvelur á Kumbaravogi;
Anna, húsmóðir og ekkja í Reykja-
vík; Ásthildur, húsmóðir í Reykja-
vík; Olga, húsmóöir og ekkja í
Hveragerði; Dagmar, húsmóðir í
Reykjavík; Borghhdur, húsmóöir í
Reykjavík.
Foreldrar Sigurðar Karls vom
Júhus Pálsson, b. á Karlsstöðum og
víðar í Arnarfirði, og Ragnhhdur
Jónsdóttir húsfreyja.
VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN
Allsherjar atkvæðagreiðsla
Ákveðiö hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða-
greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf
félagsins fyrir árið 1993 og er hér með auglýst eftir
tillögum um félagsmenn í þessi störf. Frestur til að
skila listum er til kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 16.
febrúar 1993. Hverjum lista þurfa að fylgja með-
mæli 100 fullgildra félagsmanna.
Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti
50A.
Stjórnin