Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR14. MAÍ1993 Fréttir Þorsteinn Pálsson hafnar stólaskiptaboði Jóns Baldvins: Ráðherraskipan Sjálf stæðisf lokks óbreytt ákveðið að Karl Steinar taki við af Jóni Sigurðssyni 1 byrjun júní Samkvæmt heimildum DV er ljóst aö hvorki mannabreytingar né hrók- eringar verða hjá ráðherrum Sjálf- stæðisflokksins í sumar eins og rætt hefur verið um aö kæmi til greina. Hins vegar tekur Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, við embætti seðlabankastjóra af Jó- hannesi Nordal. Nær öruggt er að Jón láti af ráöherradómi í byrjun júní. Þá hefur DV heimildir fyrir því að ákveöið sé að Karl Steinar Guðna- son taki við embætti iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra bauð Sjálfstæðisflokkn- um að skipta á utanríkisráðherra- embættinu og annað hvort fjármála- ráðuneyti eða sjávarútvegsráðuneyti í ræðu á fundi sem hann hélt síðast- liðið miðvikudagskvöld. Fréttaritari DV í Vestmannaeyjum hitti Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í Eyjum í gær þar sem hann fundaði með forráðamönnum í sjáv- arútvegi. Þorsteinn var spurður álits á þessu boði Jóns Baldvins. „Ég skil hann vel. Þetta er afar skemmtilegt starf. En þegar ég heyrði þetta boð Jóns Baldvins þá hló ég ekki, ég skellihló," sagði Þor- steinn Pálsson. Þorsteinn sagðist ekki kannast viö að uppstokkun í ríkisstjóminni, sem Jón Baldvin ýjar að, hafi verið rædd innan ríkisstjómarinnar. Hann sagði þetta bara til að hlæja að og það væri af og frá að hann væri tilbúinn að skipta um ráðherrastól vdð Jón Baldvdn. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði opinberlega fyrir nokkr- um dögum að það yrðu engin stóla- skipti í ríkisstjórninni nema hjá Fomleifauppgröflur: Garðhleðslur á Bessastöðum Fundist hafa steinhleöslur frá landnámsöld vdö fomleifauppgröf á Bessastöðum, norðaustan vdö Bessa- staðabaðstofu, þar sem ný þjónustu- hús fyrir forseta íslands eiga að rísa. Hleðslurnar em að öllum líkindum garðhleðslur, til dæmis úr fjárrétt. „Þær eru ipjög slitróttar," segir Guð- mundur Ólafsson fornleifafræðingur en hann stjórnar uppgreftinum. Fomleifanefnd ákvað á fundi sín- um í gær að gefa leyfl til uppgraftar í Viðey, á Ingólfstorgi og í Aðalstræti í Reykjavdk í sumar. Þá var ákveðið að ýmsar smáathuganir færu fram, til dæmis á Vestfjörðum þar sem bein fundust í fyrra. Fornleifauppgröfturinn á Ingólfs- torgi hófst í gær en búist er vdð að komið verði niður á mannvdstarlagið í dag og verður þá hægt að rannsaka þaðnánar. -GHS Forn Ijandi skammt undan landi Hafísinn, landsins forni fjandi, er ekki langt undan. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar kannaði hafísinn norðvestur og vestur af iandinu í vikunni. Næst íslandi var hann 78 sjómilur norðvestur af Bjargtöngum, 43 sjómílur norð- vestur af Straumnesi og 80 sjómílur norður af Horni. Þaðan lá ísjaðarinn áfram í norðausturátt. Inni á isnum var þéttleikinn 6-8/10 en gisnari út við jaðrana. Út frá meginísnum var talsvert um staka smájaka. Borgarísjaki sást inni í meginísnum. Tölugildin á kortinu sýna þéttleika issins. , „ -nln Það er fátt vinsælla en að fá sér ís og spóka sig í bænum þegar veðurguð- irnir fara í sparifötin og eru i sólskinsskapi. Enda voru margir með ís þeg- ar Ijósmyndari DV var á ferð í sólskininu í gær, þar á meðal þessi snotra snót. í morgun var hins vegar heldur svalara. Það er því viðbúið að að- eins dragi úr íssölu í dag. DV-mynd Brynjar Gauti Dómur Hæstaréttar í máli konu sem hlaut varanlegan augnskaöa: Gler í hurð gerði veitinga hús skaðabótaskylt - 2,8 mUIjóna krafa á hendur þrotabúi Geirsbúöar viðurkennd Hæstiréttur hefur viðurkennt 2,8 milljóna króna almenna kröfu í þrotabú veitingahússins Geirsbúðar við Vesturgötu af hálfu konu sem hlaut varanlega örorku vegna augnskaða af völdum slyss viö inn- göngudyr staðarins árið 1989. Konan fékk glerbrot í augað þegar annar gestur braut rúðu í hurðinni með því að slá í gegnum hana. Konan byggði skaðabótaskyldu veitingahússins á því að forsvars- menn Vesturgötu hf. hefðu ekki gengið frá aðkomu og dyraumbúnaði með tíhiti tíl þeirrar hættu sem skap- ast gæti á vínveitingahúsum vegna umgengni viðskiptavina. Dyraumbúnaður veitíngahússins var með þeim hætti að tveir vængir mynduðu hurðina. 8 mm þykkar rúður voru í efsta ramma hvors vængs. Slysið varð með þeim hættí að gestur veitíngahússins, sem ný- lega hafði verið vísað út, sló í gegnum glerið er hann leitaði inngöngu á ný. Konan fékk þá glerbrot í annað aug- að og myndaðist stór skurður. Hún gekkst síðan undir aðgerðir á Landa- kotsspítala. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að þröng vilji skapast við dyr vínveit- ingahúsa og nokkur hætta sé á að menn leiti þar ákaft inngöngu. Þá geti það hent að dyraverðir verði að vísa gestum á dyr og getí þá komið til handalögmála - dyraumbúnaður verði því aö vera traustur. Það var því lagt til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar að gleriö í hurðinni hefði ekki verið nægilega traust - vanbúnaðurinn hefði því verið „með- orsök“ á tjóni konunnar. Falhst var á 2,6 milljóna króna kröfu vegna varanlegrar örorku og 200 þúsund króna vegna miskabóta. Dómur Hæstaréttar klofnaði í af- stöðu sinni. Tveir dómarar af fimm töldu dyraumbúnaðinn ekki geta orðið grundvöll að bótaskyldu veit- ingahússins þó svo að hægt hefði verið að fyrirbyggja slysið með þvi aðhafagluggalausahurð. -ÓTT krötum. Því hefur verið haldið fram að Friðrik Sophusson sé á leiðinni út úr stjómmálum og að hann verði næsti sendiherra okkar í Frakk- landi. Þegar DV spurði Friðrik um þetta sagði hann þetta ekki rétt. „Ég er ekki á fónun úr póhtík og mér hefur ekki verið boðið þetta,“ sagði Friðrik. -S.dór/Ómar Stuttar fréttir Skattskyldar tekjur lands- manna hafa dregist saman um 0,4% á fyrsta fjóröungi ársins miðað við sama tíma í fyrra. FræsalatilAiaska Landgræðslu ríkisins hefur borist beiðni frá Alaskamönnum um að kaupa héðan fræ af alaska- lúpínu, alls 25 kíió. Mbl. hefur eftir Andrési Arnalds að lúpínan hafi upphaflega verið flutt frá Alaska hingað tíl lands 1945. Gengi spænska pesetans féll um 8% f gær og gengi portúgalska escudosins um 6,5%. íslenskir ferðamenn munu njóta þessa í formi lægra vöruverðs ytra en saltfiskútflytjendur tapa. Sáttafundur boðaður Ríkissáttasemjari hefur boðað fulitrúa ASÍ og VSÍ til sáttafundar á mánudaginn. Lekiiklórgastunnu Starfsemi sápugerðarinnar Friggjar var stöðvuð í vikunni og húsnæði hennar rýmt í nokkrar stundir þegar leki uppgötvaðist í eins tonns klórgastunnu. Mbl, skýrði frá þessu. Færriatvinnulausir Atvinnulausum í Vestmanna- eyjum hefur fækkað um 60% fyrstu fjóra mánuði ársins miðaö við saraa tima í fyrra. AIls 45 voru án vinnu í apríl. Vaxtahækkun hjá 216 Vextír hækka um allt að 3,9 prósentustig hjá 216 íbúðareig- endum sem tekið hafa lán úr Byggingasjóði verkamanna. Hækkunina má rekja til könnun- ar Húsnæðisstofnunar á tekjum og eignum 775 lánþega. Samiö um rafgirðingu Samið hefur verið viö Gang- verk um að ganga frá rafgirðingu á Reykjanesi, frá Kleifarvatni í Sýslustein. Gangverk bauð 1,7 milljóriír í verkiö sem áæílað hafði verið á 2 milljónir. Alls 14 tílboð bárust f verkið. Dýrtværilandiðallt Taliö er að styrkíng Kolbeins- eyjar geti kostaö íslendinga millj- arða króna. Veröi ekki ráöist í verkið er talið að eyjan muni brotna niður og hverfa á nokkr- ura árum. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.