Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 26
34_____ Afmæli FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 DV Elísabet Magnúsdóttir Elísabet Magnúsdóttir húsmóöir, Laugavegi 112, Reykjavík, sem nú dvelur á Kumbaravogi, er níræð í dag. Starfsferill Elísabet fæddist á Vopnafirði og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hún fór þá í vist til Raufarhafnar og síðan tíl Reykjavíkur í byijun þriðja áratugarins þar sem hún var ívistfyrstuárin. Fjölskylda Elísabet giftíst 4.12.1924 Helga Jónssyni, f. 3.1.1896, d. 2.6.1985, húsgagnasmið. Hann var sonur Jóns Helgasonar, smiðs á Húsavík, og konu hans, Herdísar Benedikts- dóttur frá Auönum. Börn Elísabetar og Helga er Skúii Helgason, f. 31.5.1925, prentari í Reykjavík, en kona hans er Unnur Jónsdóttír og á hann eina dóttur, Elísabetu Skúladóttur, f. 10.11.1959, með Sólveigu Hjaltadóttur; Jón Magnús Helgason, f. 16.4.1928, d. 6.3.1951, sjómaður; Herdís Helga- dóttir, f. 15.5.1929, starfsmaður við Borgarbókasafnið, ekkja eftir Styrkár Sveinbjörnsson prentara og eignuðust þau sex börn, Hrafn Helga Styrkársson, f. 24.1.1949, Sveinbjöm Styrkársson, f. 21.2.1950, Auði Styrkársdóttur, f. 27.8.1951, Snorra Styrkársson, f. 20.2.1958, Unni Styrkársdóttur, f. 18.3.1961 og Herdísi Styrkársdóttur, f. 7.7.1971. Foreldrar Elísabetar voru Magnús Þorbergur Árnason, f. 30.8.1873, sjó- maður á Vopnafirði og í Reykjavík frá 1928, og kona hans, Vagnbjörg Magnúsdóttir, f. 11.10.1864, d. 7.11. 1933, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Árna, b. á Dysj- um Pálssonar, b. og þjóðhagasmiðs á Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, bróður Önnu, langömmu Jónínu, ömmu Þórarins Tyrfingssonar yfir- læknis. Páll var sonur Áma, b. og skálds í Dufþekju í Hvolhreppi, bróður Rósu, langömmu Gróu, langömmu Jónatans Þórmundsson- ar prófessors. Ámi var sonur Egils, prests á Útskálum, bróður Hall- gríms, langafa Jónasar Halgríms- sonar skálds. Egill var sonur Eld- jáms, prests í Möðruvallaklaustri Jónssonar. Móðir Eldjáms var Snjó- laug Þorsteinsdóttír b. á Frostastöð- um Jónssonar og konu hans Guðríð- ar Pétursdóttur, systur Hallgríms prests og skálds í Saurbæ. Móðir Páls á Syðstu-Mörk var Guðný Páls- dóttír. Móðir Árna á Dysjum var Agnes, dóttir Jóns Bergsveinssonar og Þuríðar Einarsdóttur. Móðir Magnúsar Þorbergs var Oddný, hálfsystir, samfeðra, Önnu, móður Steinþórs, náttúrufræðings og framkvæmdastjóra Rannsókna- ráðs ríkisins, föður Sigurðar pró- fessors. Oddný var dóttír Magnúsar, dbrm á Dysjum, bróður Guðbrands, afa Sigurðar Helgasonar borgar- dómara. Annar bróðir Magnúsar var Bjarni á Kjaransstöðum, langafi Baldurs, b. í Vigur, Sigurðar, fyrrv. alþingismanns, ritstjóra og sendi- herra, og Sigurlaugar, fyrrv. alþing- ismanns. Magnús var sonur Brynj- ólfs, dbrm á Innra-Hólmi á Akra- nesi, bróður Amdísar, langömmu Finnboga Rúts verkfræðings, föður Vigdísar forseta. Brynjólfur var sonur Teits, vefara í Reykjavík Sveinssonar. Móðir Magnúsar var Margrét Brandsdóttir. Móðir Oddnýjar var Þorbjörg Jóhanns- dóttir, prests á Hesti Tómassonar. Vagnbjörg var dóttir Magnúsar, b. á Svalhöfða í Laxárdal, Sigurðs- sonar, b. í Ljárskógaseli Bjarnason- ar, b. á Vígholtsstöðum Tómasson- ar. Móðir Magnúsar var Kristín Jónsdóttir, b. á Lambastöðum í Lax- árdal Bjamasonar og konu hans, Þuríðar Magnúsdóttur, b. á Hólum í Hvammssveit, Bjamarsonar. Móð- ir Vagnbjargar var Steinunn Böðv- arsdóttir, b. á Sámsstöðum í Laxár- dal Guðmundssonar, frá Oddsstöð- Elísabet Magnúsdóttir. um Böðvarssonar, b. á Leikskálum Guðmundssonar. Móðir Böðvars á Sámsstöðum var Kristín Sigurðar- dóttir. Móðir Steinunnar var Helga Magnúsdóttir, b. í Laxárdal í Hrúta- firði, Magnússonar, ættföður Laxár- dalsættarinnar, og Steinunnar Jónsdóttur. 85 ára Axel Kristjánsson, Austurbyggð 17, AkureyrL Anna Kristin Halldórsdóttir, Dalbraut 25, Reykjavík. Slgríður Guðlaugsdóttir, Hnitbjörgum, BlönduósL Ólafur Krlstjánsson, Bakkahlíö 39, Akureyri. 80 ára Marel Jóusson, Álftarima 7, Selfossi. Valgerður Guðmundsdóttir, Lindarbrekku, Hvammstanga. Viktoría Júlia Sveinsdóttir, Bræðraborgarstíg32, Reykjavik. 75 ára Bergþóra Kristjánsdóttir, Húnabraut 7, Blönduósi. Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Heiðmörk3, Selfossi. Tómas Emilsson, Öldugötu 11, Seyðisfirði. KarlSigurðsson, Skólavegi9, isafirði. 70 ára Ólafur Bjarnason, Hvassaleiti 14, Reykjavik. Elínborg Kjartansdóttir, Lyngheiði 4, Selfossi. Ólafur Sigurðsson, Bergstaðastrætí 34b, Reykjavík. Guðmundur Sigunónsson, Garðarsbraut 51b, Húsavík. Guðbjörg Jóhannesdóttir, Hieinargaröi, Eiðahreppi. 60 ára Erla Jónsdóttir, starfar við umönnun, Grýtubakka20, Reykjavik. MakiErluer Haukur G. Jóns- son rennismiður Þautakaámóti ættíngjum og vinumí Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, á milli kl. 20 og 24 á af- mælisdaginn. Stefán J. Kristinsson, Baldursgaröi 7, Keflavík. Haukur Haraldsson, Svarfaðarbraut 5, Dalvík. 50 ára Valgarður Sigurðsson, Stigahlíð 49, Reykjavfk. Gunnlaugur Kristjánsson, Borgarlandi 7, Ðjúpavogshreppi. Svana Þorgeirsdóttir, Reynilundi 2, Akureyií Berglind Bragadóttir, Arnartanga 14, Mosfellsbæ. Helgi Hörður Jónsson, 1356 Snow Meadow Lane McLean Hamlet, WA 22102, USA 40ára Margrét Þorvarðardóttir, Framnesvegi 61, Reykjavík. Ingólfur öm Guðmundsson, Innstalandi, Skarðshreppi. Jóhann Þórir Gunnarsson, Fagrabergi 38, Hafnarfirði. Jóhannes Sigfússon, Gunnarsstööum3, Svalbarðs- hreppi. Auðbjörg Steinbach, Laugarásvegi 19, Reykjavík. Skúli Jóhann Björnsson, Eikjuvogi 29, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Suöurhvammí 22, Hafnarfirði. Einar Ármannsson, Básahraurú 9, Þorlákshöfn, Guðmundur Steinarr Gunnars- son, Drafnargötu 15, Flateyri. verður fertugur 16.5. n.k. Hann tekur á mótí gestum í Kiwan- ishúsinu, föstudaginn 14.5. kl 20.00. Uppboð Framhald uppboðs á eigninni Vitateigur 5b, efri hæð, Akranesi verður háð á henni sjálfri þann 19. maí 1993, kl. 11.00. Gerðarbeiðandi er Akraneskaup- staður, gerðarþoli er Hjörtur Hilmarsson. Sýslumaðurinn á Akranesi Alvar Óskairsson Alvar Óskarsson framkvæmda- stjóri, Snorrabraut24, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Alvar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Þingholtunum. Hann lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar, stundaði nám við MR í einn vetur en hóf svo nám í bifvélavirkj- un. Alvar hefur unnið ýmis störf tíl sjós og lands, m.a. verið skrifstofu- stjóri Fulltrúaráðs framsóknarfé- laganna í Reykjavik, sendibifreiða- stjóri, gjaldkeri Saltsölunnar hf. og Skipafél. Víkur hf. Hann rekur nú gistiheimili Kristínar ásamt eigin- konu sinni. Alvar hefur starfað mikið fyrir Framsóknarflokkinn, var vara- formaður og síðar formaður FUF í Reykjavík, átti sæti í stjóm SUF, var varaformaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, átti sætí í miðstjórn Framsóknarflokksins og um árabil sætí í stjóm Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar. Alvar var einnig gæslumaður Söfnunarsjóðs íslands umárabil. Fjölskylda Alvar kvæntist 3.5.1955 Kristínu Karlsdóttur, f. 8.8.1932, fram- kvæmdastjóra. Hún er dóttir Karls Þórhallssonar og Sigríðar Þor- steinsdóttur sem bæöi era látin. Böm Alvars og Kristínar eru: Rósahnd Ósk, f. 3.11.1953, verslun- armaður, búsett í Kópavogi, gift Sveini A. Reynissyni framkvæmda- sljóra og eiga þau þrjú börn; Karl Sigurður Alvar, f. 24.1.1955, flugum- ferðarstjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Hannele Hentin- en kennara og eiga þau fiögur böm; Rebekka, f. 14.3.1956, húsmóðir, búsett í Mosfellsbæ, gift Óskari Á. Sigurðssyni bifreiðastjóra og eiga þau fimm böm; Edith, f. 30.12.1961, búsett í Reykjavík og á hún fiögur böm; Óskar, f. 10.8.1963, húsa- smíðanemi, búsettur í Reykjavík, kvæntur Emu Borgþórsdóttur hús- móður og eiga þau tvö börn; og Al- var, f. 4.8.1965, málaranemi, búsett- uríReykjavík. Systkin Alvars era: Klara J., f. 23.8.1934, skrifstofumaður í Reykja- vík og á hún átta böm; Sigríður, f. 21.6.1940, starfsm. Morgunblaðsins, gift Ingibergi Helgasyni, húsasmið í Reykjavík; Óskar, nú látinn; Randý, nú látin; og Óskar, f. 11.12.1954, er búsettur í Færeyjum og ekur sjúkrabifreið, kvæntur Jonnu, og eigaþauþrjúbörn. Hálfbróðir Alvars, sammæðra, er Óli Kyrregerd vélsfióri, búsettur í Færeyjum, og á hann eitt barn. Foreldrar Alvars voru Óskar Gíslason, f. 15.4.1901, d. 20.7.1990, ljósmyndari og kvikmyndagerðar- maður, og Edith Sofie Beck, f. 1.10. 1912 í Færeyjum, d. 7.12.1991, hús- móðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Ætt Systkin Óskars vora Alfreð Gísla- Alvar Óskarsson. son, bæjarfógeti og sýslumaður í Keflavík, faðir Gísla, skólastjóra Leiklistarskólans og fyrrv. þjóðleik- hússfióra, og Sigrún, móðir Ævars Kvaran, leikara og rithöfundar. Óskar var sonur Gísla, búfræðings og fasteignasala, Þorbjömssonar, b. á Bjargarsteini, Gíslasonar. Móðir Óskars var Jóhanna, systir Hannes- ar, ritstjóra, alþingismanns ogþjóð- skjalavarðar, og Þorsteins hagstofu- stjóra, föður Geirs, fyrrv. forstjóra Ræsis, og Hannesar, fyrrv. aöal- gjaldkera Landsbankans. Jóhanna var dóttir Þorsteins, b. á Brú í Bisk- upstungum, Narfasonar, og Sigrún- ar Þorsteinsdóttur, systur Stein- unnar, móður Tómasar Guðmunds- sonar skálds Alvar verður að heiman á afmæhs- daginn. Theodór S. Ólafsson Theodór S. Ólafsson vélstjóri, Bessahrauni 6, Vestmannaeyjum, er sextugurídag. Starfsferill Theodór fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk vél- skólaprófi 1950 og var vélsfi óri til 1959 er hann hóf útgerð ásamt Hhm- ari Rósmundssyni. Theodór og Hhmar gerðu út Sæbjörgu VE 56 næstu tuttugu og fimm árin. Theo- dór er nú vélsfióri hjá Eyjaís hf. Fjölskylda Kona Theodórs er Margrét Sigur- bjömsdóttir, f. 10.2.1934, húsmóðir. Hún er dóttir Sigurbjöms Metúsal- emssonar, bónda í Vestur-Stafnesi við Sandgerði, og Júlíu Jónsdóttur húsmóður. Börn Theodórs og Margrétar era ÞorbjörgTheodórsdóttir, f. 4.6.1959, bankastarfsmaður; Sigurbjöm Theodórsson, f. 4.7.1960, vélstjóri; Hafþór Theodórsson, f. 6.7.1961, stýrimaður; Júhana Theodórsdótt- ir, f. 6.8.1962, húsmóðir; Bára Theo- dórsdóttir, f. 17.12.1966, fóstra; Björk Theodórsdóttir, f. 10.4.1971, háskólanemi; Harpa Theodórsdótt- ir, f. 24.2.1975, verslunarskólanemi. Systkin Theodórs era Rósa Snorradóttir; Snorri Ólafsson; Ingi Steinn Ólafsson; Ehen Ólafsdóttir; ÞórÓlafsson. Foreldrar Theodórs vora Ólafur Vestmann, f. 1906, d. 1970, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Þorbjörg Guömundsdóttir, f. 1905, d. 1960, Theodór S. Ólafsson. húsmóðir. Theodór verður að heiman á af- mæhsdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.