Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Spumingin Varstu ánægð(ur) með lok Alþingis um síðustu helgi? (Spurt á Höfn i Hornafirði) Eiríkur Júlíusson: Nei, mér fannst þetta snubbótt. Þetta hefði átt aö ræöast meira. Sigurður Jónsson: Nei, ég held ekki. Þetta var ekki nógu gott. Eydis Dóra Einarsdóttir: Ég fylgdist ekkert meö því. Þórhallur Þorgeirsson: Ég hef bara enga skoðun á því. Guðrún Ragna Valgeirsdóttir:. Guö minn almáttugur, ég fylgdist ekki með því. Elísabet Elíasdóttir: Mér fannst þetta stutt og snubbótt. Lesendur Björgunarleið- angrar Ásta Benediktsdóttir skrifar: Einhver erfiöasti vetur í mörg ár er á enda, að minnsta kosti sam- kvæmt aimanakinu. Þar sem fólk kemur saman heyrist á tah þess hvaö þaö er orðið þreytt á þessum um- hleypingasama vetri. Giftusamlegar björgunaraðgerðir hafa heppnast við erfiðar aðstæður. Er ekki eitthvað að þegar menn hlusta ekki á veður- fréttir áður en lagt er af stað? Svo eru höfö viðtöl við þetta fólk sem algjörar hetjur. í sumum tilfellum er ekki að heyra eða sjá að viðkomandi þyki ástæða til aö þakka fyrir sig. Nú má ekki misskilja orð mín. Ég er sammála því þegar þjóðin stendur saman sem einn maður og gleðst yfir björgun mannslífa. Þó hefur maður á tilfinningunni að margir sem ekki þekkja til björgunarstarfa átti sig ekki á því að aðilar í björgunarsveit- um vinna þetta starf, í viðbót við fullan vinnudag, algerlega kaup- laust. Þessir aðilar eru oft í leit að fólki í kolvitlausu veðri. Það er fyrir löngu orðið tímabært að einstaklingar eða hópar, sem fara inn í óbyggðir, t.d. 1. okt.-l. apríl, verði látnir greiða tryggingagjald, t.d. 20 þúsund krónur, eins og tíðkast í Sviss og fleiri löndum Evrópu! Lík- lega er heppilegt að lögregla eða Bréfritari vill að innheimt sé sérstakt tryggingargjald af fólki sem leggur í óbyggðir og fer sér kannski að voða. sýslumenn innheimti gjaldið eða þjóðgarðsverðir á hverjum stað, ásamt bændum á efstu bæjum í byggð. Fyllsta ástæða er fyrir Alþingi að setja lög um þetta málefni. Þrátt fyr- ir aö íslendingar séu alla jafna lög- hlýðnir þá þarf að setja lög eða reglu- gerðir. Þetta yrði þá vonandi til þess að menn hugsuðu sig tvisvar um áður en lagt er í hann - hlustuðu að minnsta kosti á veðurfréttir og hefðu með sér áttavita. Vel að merkja - ekki er hægt að treysta 100% á veður- fréttir. Lægðir skella á fyrr og eru öflugri en reiknað var með. Ovíða eru eins snögg veðrabrigði og hér á landi. Enda eru útlendingar alveg undrandi þegar veðrið breytist stundum fjórum sinnum á dag og það þótt á sumri sé. Bandaríski löggudraumurinn Óskar Bjarnason skrifar: Aðferðafræði bandaríska lögreglu- valdsins er nú tortryggð á heima- veUi og um hinn siðmenntaða heim. Skammt er síðan tilviljun réð aö á myndband var fest ófagurt sýnis- hom af „löggæslu" í Kalifomíu þegar hópur löggæslumanna misþyrmdi þeldökku fómarlambi, liggjandi á götu. Reiði almennings, sem á eftir fylgdi, stafaði af því að sýnishornið var dæmigert fyrir ríkjandi viðhorf innan lögregluvalds sem gróflega hefur vikið frá þeim siðferðilegu meginreglum sem samfélagið hefur sett en tekið upp ofbeldishugarfarið sem leiðarljós í starfi. Annað dæmi um hrikalegt klúður er aðgerðin gegn sértrúarsöfnuði í Texas_nýverið. Dauða 84 safnaðar- meðhma, þ. á m. saklauss bama- hóps, ber hræðUega aö í kjölfar óskUjanlegrar skriðdrékaárásar á viðkvæm híbýh fólks. Geðræn vandamál foringja safnaðarins vom vissulega til staðar en þessi hræði- lega blóðfóm á saklausum bömum var þarfleysa sem stafaöi af óvitur- legum og glæfralegum fyrirætlunum lögregluvaldsins. Islensk stjórnvöld og íslenskt lög- regluvald ber að vara við að horfa til bandaríska lögregluskólans í leit að fyrirmynd. Þarlend löggæsla hef- ur engan vanda leyst en magnar stöðugt ofbeldisölduna og óöryggi almennings. íslensk löggæsla má aldrei þróast í óábyrgan ævintýra- leik með vopnaglamur að keppikefli. Ofbeldi framkaUar ofbeldi, það hafa feUspor bandarískrar löggæslú sann- að. Samningar við útlendinga Konráð Friðfinnsson skrifar: Sum frumvörp þingmanná vekja furðu manns, að ekki sé meira sagt. Eitt slíkt var endurflutt í lok þing- tímans nú í vor. Fmmvarpið íjallaði um það að kannað yrði hvort ekki væri unnt að smeygja íslenskum fiskiskipum inn í landhelgi erlendra ríkja, auðvitað með samningum. Sem betur fer hafnaði hæstvirtur sjávar- útvegsráðherra plagginu og fóm mál á þann veg að flutningsmaður hætti við. Gera menn sér almennt grein fyrir hvað svona tUlaga getur raunvera- lega þýtt fyrir þjóðina? Verði hún að lögum og mönnum tekst ætlunar- verk sitt þá merkir það einfaldlega að við munum þurfa að láta þá er- lendu hafa eitthvað í staðinn - mjög sennilega óveiddan fisk í eigin land- helgi. Þó er ég ekki viss um að þetta hafi vakað fyrir frumvarpsmönnum á sínum tíma. Að tama segi ég af þeirri ástæðu að mér þykir umræðan hérlendis oftar en ekki snúast um það að samn- Bréfritari spyr aö því hvernig menn ætli að spyrna við fótum ef og þegar útlendingar vilja leggja fé sitt í útgerð ellegar fiskvinnslu hérlendis. ingabrölt okkar erlendis sé ávallt af hinu góöa og hættulaust með öllu. EES-búningurinn ætti þó að hafa af- sannað allar slíkar hugleiðingar manna og það með óyggjandi hætti. Þeirri hugmynd hefur að undan- förnu vaxið ásmegin að hyggilegt sé fyrir íslendinga að fjárfesta á er- lendri grund. Útgeröarfélag Akur- eyringa reið á vaðið og keypti stóran hlut í þýsku togarafyrirtæki. Þarna tel ég Islendinga vera komna inn á hættulega braut. Ég spyr í framhald- inu: Hvemig ætla menn að spyrna við fótum ef og þegar útlendingar vilja leggja fé sitt í útgerð ellegar fisk- vinnslu hérlendis? Ég er smeykur um að fátt yrði um svör. Er mönnum nákvæmlega sama um það hver á og rekur fyrirtæki í land- inu? Hefur nútímaþegninn gleymt oki og kúgun danskra kaupmanna á öldum áöur? Ég minni á að svona ferli gerist ekki á einni nóttu heldur á löngum tíma. Ég minni á að slíkt gæti hæglega endurtekið sig og mun gerast aftur haldi menn ekki vöku sinni. Verðumað beygjaokkur Bjarni hringdi: Það eru slæmar fregnir þegar stórþjóð Bandaríkjamanna breytir afstöðu sinni gagnvart okkur í hvalveíðimálum. Hún ætlar að beita okkur viðskipta- þvingunum ef við hefjum veiðar að nýju. Við vitum eins og er aö óhætt er að veiða ákveðna stofha af hvölum en því miður virðast Bandarikjamenn ekki ætla ,.að taka rökum. Það ætti að vera réttlætismál fyrir okkur að hunsa frekjulegar skipanir Bandaríkjamanna en þegartekiðertillit til þeirra hluta sem í veði em þá verðum við að beygja okkur. Þeir em ein helsta váöskiptaþjóð okkar og við meg- um einfaldlega ekki við við- skiptaþvingunum. Ég vona að ráðamenn hafi það að leiðarljósi þegar tekin verður ákvörðun um það hvort hefja eigi hvalveiðar að nýju. Sýniötvisvar áviku Hörður hringdi: Ég er eiim af mörgum aðdáend- um sjónvarpsþáttarins 60 mínút- ur á Stöð 2. Alltaf þegar ég hef tækifæri til horfi ég á þáttinn en ég er einn af þeim sem vinna vaktavinnu og verö því oft að bíta í það súra að missa af þessum merka pætu. Það eru ekki alli myndbandstæki til ac Þess vegna beini ég þ r sem eiga ) bjarga sér. eim tilmarl- um til Stöðvar 2 að endursýna þennan þátt á einhve tíma á öðrum degi v] jum öðrum kunnar. Bjargiö Kolbeinsey Sólveig hringdi: Á síðustu áruin hafa stöðugt verið að berast frétt Kolbeinsey sé að hvi borði jarðar. Sjáva smám saman að vin og núorðiö er lítið ef ir af því að ;rfaaf yfir- rfóllin eru na á eynni ir af henni. Kolbeinsey hefur v erið okkur miKiivæg pegar vio landhelgishnu okk fylgja réttindi og ýmis síðar gætu komiö í lj Þvíverðurað vinda að því að bjarga he IlUUUlIl vio ar. Henni auðæfisem ós. bráöan bug mi frá tor- tímingu, til dæmis með þvi að hella á hana steypu til að verja hana frekari áföilum. Ég hef heyrt af þvi að Japanir hafi fariö þannig aö til að bjarga eyju sem svipað var ástatt um. Hví getum við ekki farið að dæmi þeirra? Betrisuma skrá rdag- Hjalti hringdi: Undanfarin ár heí ur dagskrá Stöðvar 2 hrakað kemur fram á sumai er alla jafna áskrifan mjög þegar limann. Ég di að Stöð 2 upp áskriftinni á su þessa. Ég vona að S leggi metnað sinn í mrin vegna .öðvarmenn að viðhalda gæðum dagskrármn ar nú yfir sumarið því þá myndu þeir Margir þeir sem segja upp askriftinni a sumnn sleppa þvi aö endurnýja aö hausti og það getur varla verið opinber stefna að fæla yiðskiptavininn frá með þessum afieiðingum. Afmeðns dekkii igla- i Sæbjöra hríngdi: Nú þegar komið er an maí finnst mé hversu margir bils vanrækt að skipta yí framí miðj- r áberandi jóntr hafa ir á sumar- dekkin. Ég vona að ló að grípa til aðgerða sem keyra enn á na greglan farí gegn þeim gladekkjum og tæta upp götur ba 3jarins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.