Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ1993 5 Fréttir 'igurður Rúnar, sérlegur aðstoðarmaður lögreglunnar, kannar hér hjóla- kc't þann sem safnast hefur upp hjá lögreglunni i Hafnarfirði á seinustu tveii.'ur árum. Á laugardag klukkan 13 fer fram uppboð á hjólunum og öðrun. óskilamunum í porti lögreglustöðvarinnar við Flatahraun. Að sögn lögreglu >nar í Hafnarfirði er lítið um falskar tennur og þess háttar Reykja- vikurgling. r í óskilum þar. „Sennilega af þvi að þær eru allar fastar I Hafn- firðingum,". agði hafnfirskur lögregluþjónn. DV-mynd BG Kjör nýráðins rekstrarstjóra Landakotsspítala: Fær um 150 þús- und í biðgreiðslu auk launa - fyrrum framkvæmdastjóri á ísafirði í sérverkefni og biðlaunum Guðmundur Marinósson, fyrrum framkvæmdastjóri fjórðungssjúkra- hússins á ísafirði, verður í sérverk- efnum hjá ríkinu þangað til 1. júní næstkomandi en síðan mun hann verða á biðlaunum í heilt ár. Hann getur því ráðið sig til starfa hjá öðr- um en ríkinu en samt þegið um 150 þúsund krónur að auki í laun á mán- uði frá hinu opinbera næsta árið. Eins og fram hefur komið í DV var Guðmundi nýlega „boðið að hætta“ vegna samstaffsörðugleika sem upp komu fyrir vestan - hann var því í raun látinn fara en fær engu að síður þessi kjör. Biðlaunin eru samkvæmt réttindum og skyldum opinberra starfsmanna. Guðmundur verður „í sérverkefnum" þangað til 1. júní en frá og með þeim tíma mun hann verða á biðlaunum þangað til 1. júní 1994. Samkvæmt upplýsingum DV eru föst laun framkvæmdastjóra sjúkrahússins á ísafirði um 150 þús- und krónur á mánuði - þaö er fasta- kaup auk 30 klukkustunda yfirvinnu sem reiknast inn í fóstu launin. Bjarni Arthúrsson, sem lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Krist- nesspítala þann 1. febrúar, hefur nú verið ráðinn rekstrarstjóri hjá Landa- kotsspítala. Hann fékk greidd biðlaun fram að þeim tíma sem hann réðst til starfa á Landakoti en mun engu að síð- ur fá biðlaun greidd áfram þangað til 1. febrúar 1994, samhliða þeim launum sem hann fær sem rekstrarstjóri. Sam- kvæmt upplýsingum DV munu bið- launin nema um 150 þúsund krónum á mánuði - fóst laun framkvæmda- stjóra auk 30 tima í yfirvinnu. En hvers vegna fá menn tvöfóld laun með þessum hætti? Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna á að greiða bið- laun ef staða er lögð niður eins og í tilviki Bjarna. Sé viðkomandi ráðinn á ný til ríkisins, í sambærilegt starf, faila biðlaunagreiðslur niður. Að sögn Páls Sigurðssonar, ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu, er sú skýring einnig gefin á tilfelli Bjarna að Landakotsspítali er ekki skil- greindur sem ríkisstofnun heldur sjálfseignarstofnun. Hið opinbera greiðir engu að síður allan rekstrar- kostnað Landakotsspítala. -ÓTT Ólafsfjarðarbátar mokveiða í dragnót Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði: Afli tveggja dragnótabáta, sem gerðir eru út frá Ólafsfirði, Snæ- bjargar og Arnar, hefur verið mjög góður. í apríl fengu þeir 200 tonn, óslægt, og er þorskur stærsti hluti aflans. Af því fékk Arnar 68 tonn. Síðustu 6 vikumar hefur gangur Snæbjargar verið með ólíkindum. í apríl 124 tonn og fyrstu 10 daga maí hefur báturinn fengið 50 tonn. Það sem af er árinu er afli Snæbjargar 315 tonn. Volvo 850 GLE, 5 strokka, 20 ventla með framhjóladrifi og spólvörn, VOLVO SÝNINGÁ SUÐURLANDI u O O u A LAUGARDAG! Sýnum á laugardag hina nýju framhjóladrifnu Volvo 850 GLE og Volvo 460 GL á Suðurlandi. Komdu og reynsluaktu nýjum Volvo og athugaðu að Volvo er nú á betra verði en nokkru sinni fyrr! OPIÐ: Volvo 460 GL, framhjóladrifinn og kraftmikill. Hvollsvelli, við veitingarstaðinn Hlíðarenda kl. 10-12 Hellu, við Grillskálann kl. 12-13 Selfossi, við Vöruhús KÁ kl. 14-16 Hveragerði, við Hótel Örk kl. 17-18 VOLVO BRIMBORG HF • FAXAFENI 8 • SÍMI (91) 685870 FAXAFENI 8 • SÍMI 91-6SS870

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.