Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR14. MAÍ1993 FÖSTUDAGUR14. MAÍ1993 25 íþróttir Skíðamenn útnefndir Helgi Jánssan, DV, Ólaísfiiöi: Skíðadeild Leiílurs útnefndi á dögunum stóðamenn ársíns í öll- um flokkum. Kristján Uni Óskarsson er skíöamaður ársins i floktó 12 ára drengja. í kvennaflokki var Ása B. Kristinsdóttir útnefnd. í sama aldurshópi gönguraanna voru þau Elisabet Hauksdóttir og Ární G. Gumiarsson útnefnd skíða- menn ársins. í floktó 13-16 ára var íris Björnsdóttir útnefnd og Gísli Már Helgason í alpagreín- mn. í norrsenu greinunum, göngu, var Svava Jónsdóttir fyrir valinu en enginn drengur út- nefndur. María Magnúsdóttir var útnefnd í flokki 17 óra og eldri og Krístinn Björnsson í karla- flokki. Sigurgeir Svavarsson varö fyrir valinu hjá göngumönnum. Uppskeruhátið Handknattleiksdeild FH gengst fyrir uppskeruhátíð hjá yngri flokkum félagsins í Kaplakrika á sunnudaginn. Hátíðin hefst klukkan tvö á sunnudaginn og lýkur klukkan fjögur. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn- um sínum. -SK NærWednesday aðhefna? Arsenal og Sheffield Wed- nesday eigast við í úrslitaleik um enska bikarinn í knattspyrnu á Wembley leikvangnum glæsi- lega. í síðasta mánuði léku liöin til úrslita í deildarbikarkeppn- inni og þá hafði Arsenal betur, 2-1. Líklegt er að byrjunariiðin verði skipuö þessura leikönnum: Arsenal: Seaman, O’Leary, Ad- ams, Linigham, Winterbum, Parlour, Jensen, Merson, Davis, Wright, Campbell. Sheff. Wednesday: Woods, Nils- son, Palmer, Anderson, King, Harkes, Waddle, Sheridan, Hirst, Warhurst, Bright. -GH Áfram Arsenal íölveri Aödáendur Arsenal ætla hittast i Ölveri í Glæsibæ á laugardaginn kl. 13.30 og fylgjast með sínum mönnum taka á móti öðrum bik- arnum á tímabilinu. Leiðrétting Sveirm Helgasan, DV, Setfossl* Nokkurrar ónákvæmni gætti í tílvitnum Gunnars B. Guð- mundssonar, formanns hand- knattleiksdeildar Selfoss, sem birtist í DV í gær. Þar var haft eftir honum að Selfyssingar ætl- uöu sér ekkert annað en Islands- meistaratitilinn. Gunnar vildi koma því fram að þessi um- mmæli hefðu ektó verið rétt. Hann sagöi hins vegar aö Selfyss- ingar ætluðu að gera sitt besta á næsta keppnistímabili og svo yrði bara aö koma í ljós hversu góður árangurinn yrði. Fyrstisigur FinnaiHM Finnar unnu 3-1 sigur á Aust- urríkismönnum í 6. riðli undan- keppni HM í knattspyrnu i Turku í gær. Míka-Matti Paatelainen, Marko Rajamaki og Ari Hjelm komu Finnum í 3-0 en Michael Zisser minnkaöi muninn á loka- mínútunni. Þetta var fyrsti sigur Finna i undankeppni. Körfuknattleikur: Sigurkarf a á síðustu sekúndu Sævar Jónsson lyftir bikarnum á loft eftir sigurinn á ÍA. Hann gerði bæði mörk Vals og þaö fyrra á glæsilegan hátt. DV-mynd Sigurgeir Meistarakeppni KSÍ: Sævar með mark ársins? - þegar Valur vann ÍA, 1-2, og þriðji sigur þeirra í röð 1 meistarakeppninni Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Valsmenn urðu meistarar meistar- anna þriðja árið í röð þegar þeir báru sigurorð af ÍA, 1-2, í hinum árlega leik íslands- og bikarmeistaranna á gras- vellinum á Akranesi í gærkvöldi. íslandsmeistarar ÍA hófu leitónn með látum og strax á 2. mínútu skoraði Þórð- ur Guðjónsson mark fyrir ÍA eftir fyrir- gjöf Haralds Ingólfssonar. Eftir þetta mark skall hurð oft nærri hælum við Valsmartóð og fyrstu 20 mínútumar var stanslaus pressa á mark Vals. í síðari hálfleik réttu Valsmenn úr kútunum og á 53. mínútu skoraði Sævar Jónsson glæsilegt mark beint úr auka- spymu, þramaði knettinum í vinkilinn og má mikið vera ef þetta veröur ekki mark ársins. Sjö mínútum síðar var Baldur Bragason felldur inni í vítateig Skagamanna og góður dómari leikins Guðmundur Stefán Maríasson dæmdi vítaspyrnu. Sævar Jónsson fram- kvæmdi spymuna og skoraði af öryggi og tryggði sínum mönnum sigurinn. „Við byrjuðum leikinn mjög illa og áttum í stökustu vandræðum fyrri hluta fyrri hálfleiks. Eftir að Sævar jafnaði metin komumst við smátt og smátt inn í leikinn. Strákarnir vom að stíga inn á gras í fyrsta skipti í sumar og eölilega vom þeir nokkuð þungir á köflum," sagði Kristinn Bjömsson viö DV eftir leitónn. „Við töpuðum fyrst og fremst fyrir okkur sjálfum. Við áttum að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Valsmenn fá síð- an tvær eða þrjár sóknir á kafla í síðari hálíleik og skora tvö mörk,“ sagði Guð- jón Þórðarson, þjálfari ÍA, við DV eftir leitónn. Það er óhætt að segja aö þessi leikur lofi góðu fyrir sumarið. Leikurinn var vel leitónn og var skemmtilegur. Skaga- menn fengu mun fleiri marktætófæri en eins og alltaf eru það mörkin sem telja. Ólafur Þórðarson var jafnbesti leikmað- ur ÍA en hjá Val var Sævar að vanda sterkur og þeir Steinar Adolfsson og Ágúst Gylfason gerðu góða híuti ásamt Bjarna í martónu. - og Eistar fögnuðu sigri á þreyttu íslensku liði „Það er komin þreyta í hðið eftir mitóð álag að undanfömu. Við lékum á köflum ekki sannfærandi en vörn Eista var mjög sterk. Ef við hefðum ektó náð hraðaupphlaupum er hætt við að við hefðum tapað með meiri mun. Liðið okkar er gott og breiddin hefur sjaldan verið meiri. Við eigum í öllu falli aö sigra á smáþjóðaleikun- um sem heíjast eftir háífan mánuð en róðurinn verður öllu þyngri á Evrópumótinu," sagði Valur Ingi- mundarson landsliðsmaður eftir ósigurinn gegn Eistlendingum, 91-93. íslendingar byrjuðu leikinn mjög. vel og náðu í byrjun góðu forskoti. Góður kraftur var þá í íslenska lið- inu, baráttan góð og hittnin með ágætum. Eistar komu smám saman meira inn í leikinn, jöfnuðu metin og náðu loks yfirhöndinni fyrir leik- hlé. Það mátti greina á leik íslendinga að sex leitór á átta dögum voru farn- ir að segja til sín. Menn gerðúst mis- tætór, sóknirnar voru stuttar og allt virtist stefna í öruggan sigur gest- anna. íslendingar tóku sig saman í andlitinu og söxuðu jafnt og þétt á forskot Eistanna. Fyrir vitóð var Sænska knattspyman: Tap hjá Einari og Hlyni í stöðu aftasta varnarmanns í síösta leik í staö fyrirliðans sem var í leik- banni en leikmaðurinn sem lék í stöðu hægri barkvarðar lék það vel að hann vildi ekki taka út úr liðinu fyrir leikinn gegn Gautaborg. Degerfors hefur gengið frá kaupum á Júgóslava. Sá lék áður með Rauðu Stjömunni og var fyrirliði þess þegar það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum. Tveir aðrir leitór voru í deildinni. Malmö og Helsingborg gerðu 3-3 jafntefli og Norrköping vann sigur á Halmstad, 1-3. AIK er efst með 16 stig, Öster 13, Gautaborg 13, Helsing- borg 13, Norrköping 12, Trelleborg 11, Malmö 8, Hacken 8, Frölunda 7, Halmstad 6, Örgryte 4, Örebro 3, Degerfors 2, Brage 1. Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Örebro, lið Hlyns Stefánssonar, og Degerfors, hð Einars Páls Tómasson- ar, töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær. Örebro fékk Frölunda í heimsókn og tapaði, 1-2. Frölunda skoraði tvívegis í fyrri hálfleik en Örebro minnkaði muninn um miðjan síðari hálfleik. Hlynur lék á miðjunni þar til undir lokin að hann var færður framar á völlinn en allt kom fyrir ekki. Degerfors lék gegn IFK Gautaborg á útivelh og tapaöi, 1-0. Einar Pál Tómasson byriaði á bekknum en kom í hægri bakvarðarstöðuna þegar 20 mínútúr vom eftir af leiknum og skilaði hann hlutverki sínu vel. Að sögn þjálfara Degerfors þá lék Einar leikurinn í járnum á lokakaflanum. Jón Amar Ingvarsson jafnaði, 91-91, úr tveimur vítaskotum en Eistum tókst að knýja fram sigur einni sek- úndu fyrir leikslok. Guðmundur Bragason yfirburðamaður Guðmundur Bragason var yfir- burðamaður í íslenska Uðinu, sterk- ur í vöm og sókn. Jóni Amari Ingv- arssyni óx ásmegin eftir því sem á leitónn leið og Jón Kr. Gíslason átti ágæta spretti inni á milli. Magnús Matthíasson náði sér ekki á strik. Lið Eista er nokkuö sterkt en þrjá sterka leikmenn vantaði í liðið sem leika allir með félagsliðum utan síns lands. Sérstaklega er varnarleikur þeirra sterkur en sóknin glopótt. -JKS ísland (42) 91 Eistland (46) 93 3-0, 8-1, 13-1, 22-10, 25-16, 27-24, 30-28, 33-33, 40-43, (42^46). 47-52, 56-66, 59-73, 68-75, 77-82, 83-86, 87-86, 87-98, 91-91, 91-93. Stig íslands: Guðmundur Braga- son 25, Jón Amar Ingvarsson 16, Jón Kr. Gíslason 14, Valur Ingi- mundarson 8, Magnús Matthías- son 7, Herbert Amarsson 5, Albert Óskarsson 4, Teitur Örlygsson 3, Henning Henningsson 3, Guðjón Skúlason 3, Brynjar Harðarson 1. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Jón Bender, voru mistækir. Áhorfendur: Nálægt 100. Herbert Arnarsson sækir hér að einum leikmanna eistneska liðins í landsleiknum að Hlíðarenda í gærkvöldi. DV-mynd GS Léttur sigur Chicago ■pi'i ■ £-* A n ♦• x ♦ ■ / XTTl A " i* i / s j j Chicago og Phoenix sigmðu and- stæðinga sína í 2. umferð úrslitakeppni bandarísku NBA-deildarinnar í körfu- knattleik í nótt og eru með 2-0 forystu, eins og önnur lið sem byijaö hafa á tveimur heimaleikjum. Chicago var ekki í teljandi vandræð- um með Cleveland og sigraðí, 104-85. Meistararnir gátu leyft sér að hvíla Michael Jordan síðasta korterið en hann á við meiðsli í úlnlið að stríða. Horace Grant skoraði 20 stig fyrir Chicago og Scottie Pippen 19. Næstu tveir leitór liðanna fara fram í Cleve- land. Barkley í stuöi Phoenix vann San Antonio Spurs, 109-103, og hafði undirtökin ailan tím- ann. Mestu munaði að Charles Barkley var í stuöi en hann skoraði 35 stig, tók 10 fráköst og „stal“ boltanum 7 sinn- um. Hann bætti sig verulega frá fyrsta leik liðanna en þá hitti hann aðeins úr 5 skotum af 21 utan af velli. Dan MajerJe bætti við 18 stigura fyrir og átti 12 stoðsendingar. David Robin- son skoraði 27 stig fyrir Spurs og tók 10 fráköst. Næstu tveir leitór liðanna verða í San Antonio. Robinson besti varamaðurinn Clifif Robinson frá Portland var í gær útnefndur besti varamaður NBA- deildarinnar í vetur og fékk 89 atkvæði af 98 mögulegum. Robinson, sem var aðeins 12 sinnum í byijunarliði Port- land í 82 leikjum, skoraöi 19,1 stig að meðaltali í leik og var annar stiga- hæsti leikmaður liðsins, á eftir Clyde Drexler. Þá varði hann 163 skot, sera er það fíórða besta í sögu félagsins. Hann náði ennfremur sínum besta ár- angri frá upphafí í langskotum, víta- skotum, fráköstum og stoðsendingum. -SVfVS »1- rl/' Iþróttir Handknattleikslið FH fær gífurlegan liðsstyrk: Patrekur til FH Handknattleiksliði FH bættist í gær gífurlegur hðsstyrkur. Þá ákvað Patrekur Jóhannesson að ganga til hðs við FH-inga en hann hefur leitóð allan sinn feril með Stjörnunni og verið styrkasta stoð Garðabæjarliðsins undanfarin ár þótt ungur sé. Patrekur hefur sýnt það og sann- að að hann er orðinn einn af bestu handboltamönnum landsins og miklar vonir eru bundnar við hann með íslenska landsliðinu. „Handboltalega séð tel ég þetta vera betra fyrir mig, þess vegna er ég að fara í FH. Ég stefni á að kom- ast út eftir tvö ár og tel ég mögu- leikana meiri hjá FH vegna þátt- töku liðins í Evrópukeppni," sagði Patrekur Jóhannesson við DV í gærkvöldi. Held að ég bæti mig sem handboltamaður hjá FH „Þetta er stórt skref sem ég er að taka og líka mjög erfitt og það eru öragglega einhveijir sárir. Ég er búinn að hugsa þetta nokkuð lengi. Það hefur oft komið í hugann eftir tímabil hjá mér að mig langi að fara eitthvað annað en núna tel ég rétta tímann vera kominn. Ég held að ég eigi eftir að bæta mig sem handboltamaður hjá FH. Þar á bæ hugsa menn stórt og ég er bjart- sýnn á að FH verði með sterkt lið á næsta keppnistímabili," sagði Patrekur. Mikill fengur fyrir okkur „Þetta er að sjálfsögðu mikill feng- ur fyrir okkur. Patrekur er alhliða handboltamaður og er geysisterk- ur í vöm og sókn. Eg hef þá trú að báðir aðilar eigi eftir að eiga gott samstarf," sagði Kristján Arason, þjálfari FH, í samtah við DV í gær- kvöldi. Að sögn forráðamanna FH eru allar líkur á aö allir þeir leikmenn, sem léku með FH í vetur, haldi áfram með liðinu. -GH Patrekur Jóhannesson er genginn í raðir FH-inga og leikur meö liðinu á næsta keppnistimabili. LokahófHSÍ: Hver verður valinn besti leikmaðurinn? Það verður mitóð um dýrðir á Hótel íslandi í kvöld en þá verður haldið lokahóf 1. deildar félag- anna í handknattleik. Fjölda handknattleiksmanna verða af- hentar viðurkenningar fyrir ár- angur í vetur og meðal annars verða útnefndir bestu leikmenn- imir í 1. deild karla og kvenna. Einnig verður lýst kjöri á efni- legustu leikmönnum í 1. deild karla og kvenna, bestu mark- vörðum, vamarmönnum og sóknarmönnum. Þá fær besta dómaraparið í vetur sérstaka við- urkenningu. Handknattleiksfólk verður í nýju hlutvertó á Hótel íslandi í kvöld því á dagskránni er tísku- sýning þar sem leikmenn sýna nýjan fatnað frá Hagkaupi. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matar- gesti en miðaverð fyrir þá er 3.200 krónur. Þegar verðlaunaafhend- ingu lýkur mun hljómsveitin Ný dönsk leika fyrir dansi til kl. 3 um nóttina. Tapgegn Finnum íslenska unglingalandsliðið í körfuknattleik tapaði naumlega fyrir Finnum, 79-86, í undanriöli Evrópumóts unglingalandsliða í Helsintó í gær. Stigin: Helgi Guðfinnsson 27, Gunnar Einarsson 17, Ómar Sigmarsson 11, Bergur Emilsson 9, Friðrik Stefánsson 5, Páll Krist- insson 3, Hafsteinn Lúðvíksson 3, Baldvin Johnsen 2, Amþór Birgisson 2. -GH Konráðáleið í Stiðmuna Konráð Olavsson handknattleiks- maður mun að öllum lítóndum leika með Stjömunni úr Garðabæ næsta vetur. Konráð lék með Haukum í úr- slitakeppninni en hann gekk til liðs við hana skömmu áður en hún hófst en til Hauka kom hann frá Þýskalandi þar sem hann lék með Dortmund. „Það er svo gott sem frágengið að ég fari til Stjörnunnar. Mér finnst það vænlegur kostur og það er líkleg- ast í stöðunni í dag. Mig langar að leika hér heima áfram og mér líst vel á þetta Stjömulið," sagði Konráð í spjalh við DV í gærkvöldi. Éins og kemur fram annars staðar hér á síðunni þá hefur Patrekur Jó- hannesson ákveöið aö fara úr Stjörn- unni og ganga í raðir FH-inga og því er tilkoma Konráðs hvalretó fyrir Stjörnumenn. -GH Knattspyma: Tékki kemur til FH í dag Petr Mrazek kemur til landsins í dag og mætir á sína fyrstu æfingu hjá FH í kvöld. FH-ingar hafa í hyggju að styrkja knattspymulið sitt fyrir sumarið. í dag er væntanlegur til landsins Petr Mrazek, 32 ára gamall Tékki, og mun hann mæta á sína fyrstu æfingu með Hafnarf]arðarliðinu í kvöld. „Við ætlum að skoða þennan leik- mann og ef okkur líst vel á hann mun hann leika með FH-hðinu í sumar. Hann mætir á sína fyrstu æfingu í kvöld og ef þetta er rétti maöurinn er ekkert að vanbúnaði að ganga frá hans málum strax þannig að hann verði löglegur fyrir fyrsta leik,“ sagði Þórir Jónsson, fonnaður knatt- spyrnudeildar FH, í samtah viö DV í gær. Peter Mrazek er varnarmaður og hefur leitóð tvö undanfarin ár með liði FC Schweinfurt í þýsku 3. deild- inni. Þar áður lék hann með einu besta félagsliði Tékklands, Sigma Olomouc og á að baki 150 leitó með því hði. Mrazek er hávaxinn eða um 1,92 metrar á hæð og þykir mjög sterkur varnarmaður. FH-ingar hafa fengið góð meðmæli og meðal annars hafa landar hans, Ivan Sochor, þjálf- ari KR, og Pavol Kretovic, sem leikur með Breiðablitó, mælt með honum. -GH Þorvaldur er hættur - með Forest, tvö ensk félög hafa áhuga - annað úr úrvalsdeildinni Þorvaldur Örlygsson knatt- Ekki inní hugmyndum það í gær. Ég held til Lúxemborgar liðið sér stóra hluti á næsta keppn- spyrnumaöur er hættur í enska nýja framkvæmdastjórans á laugardaginn og leik með ís- istímabili. félaginu Nottinghara Forest en þar EinsogkunnugterféUNottingham lenska landsliðinu gegn Lúxem- -Ereinhvermöguleikiáaðþúleik- hefur hann leikið frá árinu 1989. Forest í 1. deild og í fyrradag var borgurum í næstu viku. Eítir leik- ir hér heima í sumar? Hann hefur þó ektó sagt skUið við endanlega gengiö frá því að Frank inn held ég aftur út til Englands „Eg tel litlar likur á því en maöur ensku knattspymuna því hann Clark veröi næsti framkvæmda- og ætla þá að ganga í málin," sagði ætti aldrei að segja aldrei. Eg vil á reiknar meö að leika í Englandi á stjóri félagsins í stað Brian Clough. Þorvaldur í samtali viö DV í gær. þessu stigi ektó útiloka neitt en eins næsta keppnistímabili. Tvö félög, „Eftir að hafa rætt viö Clark er Að sögn Þorvaldar telur liann og ég segi þá reikna ég ektó með úrvalsdeildarlið og 1. deildar lið, það skoöun mín að ég sé ekki inni mjög líklegt að Stuart Pearce ,og því. hafa sett sig í samband Þorvald og í hans hugmyndum. Ég hef því Nigel Clough muni báöir yilrgefe -GH hann mun á næstunni ræöa við ákveðið að yfirgefa Forest og til- Forest, Manchester United hefur íörráðamenn þessara félaga. kynnti forráðamönnum félagsins borið víumar Pearce enda ætlar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.