Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Sandkom Draumurinn Stemgrímur Hermannsson, formaðnr Framsóknar- flokksins.sagði fráþviafundi framsóknar- mannaívík- unniaðónefnd- urmaðurhef&i komiðaömáli viðsigfyrir skömmu. Sá hafði þær fréttir að færa að ber- dreyrain kona heföi sagt sér að innan skamms yrðu þingkosningar og út úr þeim kæmi lYamsóknarflokkur- inn með 23þingmenn. Steingrímur var að vonum ánægður með þessar draumafréttir. Enginn ætti að brosa að þessu. Menn skulu samt ekki gleyma þ ví að íslendingar hafa óbi- landi trú ábinu yfirskilvitlega. Eru menn búnir að gleymá þvi þegar Gunnar heitinnThoroddsen, þáver- andi iðnaðarráðherra, fékk breskan sjáanda til að fara um Kröflusvæðið i leit að heitri gufu? Eða er ekki verið að leíta áifabyggða i Kópavogi um þessai- muniflr og taka ibúa þess inn a manntal? ing Aðalfundur Vinnnveit- ; endasam- ; bandsinsvar haldinnsíðast- hðimiþnöju- dagaðHótel Sogu.Sem kunnugtereru flögurratil fimni milljóna krimajepjiar __________ stöðutáknáís- landi í dag. Bifireiðastæðið við Hótel Sögu var þakið nýjum og glæsiiegum jeppum á þriðjudaginn. Þegar Sand- kornsritaii var að fara af aðalfundin- um mætti hann þremur smástrákum skammt frá bílastæöinu. Þaö var vorgalsi í guttunum eins og gengur. Allt í einu stoppaði einn þeirra og hrópaði. Hæ, strákar komum að Sögu, það er jeppasýningþar! Prestasektir Séra Dalkt Þórðardóttir, presturí Skagaflröi. lýsöþvíyfiri timariisviðtaii fyrirnokkruað húnhéldií þaimgamla. góðasiðprcsta aðhúsvitja. Viðmælandi Sandkomsrit- ara, sem las þetta viðtal, fullyrti að húsvitjunpresta væri nær alvegaf- lögð. Hannfúllyrtijaínframt að þetta væri brot á lögum. Maðurinn sagði að í lögum frá 27. maí 1746 væri prest- um gert skyft að húsvitja. Annars ,anulteristþeir“, eins og segir í lögun- um, og skuh sektirnar renna til hjálp- ar fatækum bömum. Maðurinn full- yrti að þessi lög væru enn x gildi Hann sagði jafnframt að ef sektará- kvæðinu yrði beitt mætti láta pening- ána renna til BarnaheiHa og að það yrðídálaglegupphæð. Leiðinlegasta bókin 8ókin„Vigdís torseti. kjor hennar og fyrstaáriemb- ætti“,sem Öm ogóriygurgáfu útásínum tíma.færhe!d- ; urslæmadóma íTheSunday Timesð.maí síöastliðinn. RolandWhite skrifar grein um bókina og segir: Ég hlýtað hafa verið dmkkinn þegar ég keypti eintak af bókinni „Vigdís for- seti, kjör hennar og fyrsta ár i emb- ætti“. Síðan segír hann aö bókin inni- haldi frásögn af metnaði frönsku- kennara til að komast tfl æðstu met- orða. í bókinni séu myndir af Vlgdísí heflsandi fólki, veifandi öl fólks og sitjandi raeðfólki. Síðan segirhann: Þetta er án nokkurs vafa heimsins leiðiniegasta bók. Það dugði ekkert minna! tlmsjón: Stgurdór Sigurdórsson Fréttir Hagsýsla rlkisins gagnrýnir meðferðarstofnanir: Ofmat á fjölda fíkniefnaneytenda - og þannig tryggt rekstrarfé í skýrslu Hagsýslu ríkisins, sem gerð var fyrir samstarfsnefnd ráðu- neytanna um ávana- og fíkniefna- mál, segir að líklega sé fjöldi ungra vímuefnaneytenda ofmetinn og framboð vistunarrýmis of mikið. Er þá miðað við tölur frá stofnun- um sem á einhvern hátt tengjast vímuefnanotendum. í skýrslunni er sagt að þessar tölur séu úr lausu lofti gripnar meðal annars vegna rang- túlkana á niðurstöðum spuminga- listakannana sem notaðar voru til að meta fjöldann. Fjöldinn hafl veriö ofmetinn því það sé tilhneiging stofnana að skil- greina skjólstæðingahóp sinn sem fíkniefnamisnotendur til að tryggja nauðsynlegan fjárhagslegan stuðn- ing við þjónustuna. I skýrslunni kemur fram að nýting á vistrými þeirra stofnana sem ann- ast unga vímuefnamisnotendur sé allt frá tæplega 40%, og er þar meðal annars átt við vist- og meðferðar- heimili Krýsuvíkursamtakanna sem átti upphaflega að þjóna fikniefna- neytendum á aldrinum 18 til 45 ára, en 9 af hverjum 10 vistmönnum eru 25 ára og eldri. Þá er sagt að hér virðist í raun vera um að ræða nokkra tugi ungl- inga með fjölþætt vandamál og aö núverandi kerfi sé ekki í stakk búiö til að sinna þessum skjólstæðingum, þrátt fyrir verulega aukningu með- ferðarrýmis síðastliðinn áratug, meðal annars vegna ófullnægjandi nýtingarþess. -pp Framk væmdastj óri Krýsuvikursamtakanna: Ofyrirleitin ályktun úr lausu lofti gripin „Að álykta sem svo að við og aðrir höfum ýkt fjölda ungra fikniefna- neytenda til að fá aukið rekstrarfé er ekkert annað en ófyrirleitin álykt- un úr lausu lofti gripin og henni er harðlega mótmælt,“ segir Snorri F. Welding, framkvæmdastjóri Krýsu- víkursamtakanna. „Ef um 200 ungir fíkniefnaneytendur hafa komið sjálf- viljugir í meðferð á seinasta ári þá held ég, sem fagmaður á þessum víg- velli í mörg mörg ár, að það sé aðeins toppurinn af ísjakanum og ungir fíkniefnaneytendur séu ekki færri en 5 til 600. Þetta styður sú fullyröing sem kemur fram í skýrslunni aö 40% unglinga 17 ára og yngri drekka áfengi vikulega. Einnig má líta á töl- ur um sölu á yfir milljón lítrum af sterku áfengi og mikla landasölu," segir Snorri. „Það er alls ekki rétt að það sé að- eins 39% nýting hjá okkur. Þegar þessi tala er fengin er miðað við að heimilið starfi á fullum afköstum með 22 meðferðarpláss. í dag eru ein- ungis 10 pláss í notkun hjá okkur, í samráði við landlækni, þannig að nýtingin er 80 til 90%,“ segir Snorri. Hann segir einnig að upphaflega hafi Krýsuvíkursamtökin ætlaö að að- stoða unga fíkniefnaneytendur en hafi hreinlega verið vísað á dyr af heilbrigðisráðuneyti árið 1989 vegna þess að ríkisvaldið hafði sjálft ákveð- ið að taka á vanda yngstu vímuefna- neytenda. Eftir það var ákvörðun tekin að aðstoða unga jafnt sem eldri vímuefnaneytendur sem önnur úr- ræði hafa ekki gagnast. „Þegar við tölum um unga vímu- efnaneytendur þá er það fólk á aldr- inum 18 til 25 ára, en í skýrslunni er reynt að velta sér upp úr aldrinum og gera hann að einhverju ágrein- ingsefni. Það eru mörg atriði af þess- um toga í skýrslunni sem eru kol- röng aö mínu mati. Það þyrfti að koma á fót samstarfsnefnd sem skil- greindi hugtök og forsendur með- ferðar á höfuðborgarsvæöinu. Þessi nefnd gæti jafnframt bætt samstarf og upplýsingastreymi á milli stofn- ana því gagnrýni á lítið samstarf er sennilega eitt af þeim atriðum í skýrslunni sem á rétt á sér,“ segir Snorri. -pp Dömubindaplast og smokkar er meðal þess sem ibúar við fjöruna á Seltjarnarnesi finna í görðum sínum þegar snjóa leysir. Þetta var tínt inni á milli runna í húsagarði í fyrradag. DV-mynd ÞÖK Fjaran á Seltjamamesi: Dömubindi og smokkar fjúka úr skolpinu „Maður verður mest var við drasl úr skolpinu þegar vorar. Þetta er það sem hefur fokið og safnast fyrir í vetur undir snjónum," segir Guðrún Einarsdóttir, íbúi við Nesbala á Sel- tjarnarnesi. Á hveiju vori hreinsar hún úr garði sínum drasl sem aðrir henda í klósettið og þar með dömu- bindi og smokka. „Mér finnst þetta hafa aukist ár frá ári og er mest hissa á konum að setja bindin í klósettið af því það má ekki. Þetta eyðist ekki heldur fýkur hér um allt. Þetta er virkilega ógeðslegt." Guörún hreinsaði sinn garð í lið- inni viku og henti draslinu. Þegar DV hafði samband við hana í gær hafði hún fundið dömubindaplast og smokka í næsta garöi enda lítill hörg- ull á þessu rusli aö hennar sögn. Hrafn Jóhannsson, bæjartækni- fræðingur á Seltjamamesi, sagöi að enginn hefði kvartaö undan mshnu úr skolplögnunum. Mest væri kvart- að undan þaranum því frá honum berst mikil lykt þegar hann rotnar í fjörunni. „Ég er hissa að heyra um dömu- bindi í skolpinu af því að þeim má ekki henda í klósettið. Að þetta hafi aukist milh ára tel ég útilokað. AUar gerlamælingar hafa sýnt okkur aö óvíða er hreinni sjór á höfuðborgar- svæðinu en við Seltjamames." Hrafn sagði að fjaran þama væri mjög flöt og skolplögnin uppfyllti því ekki þau skflyrði að ná út fyrir stór- straumsfjöruborð. Verið er að vinna að því á höfuðborgarsvæðinu að tengja allt frárennsh í eina dælustöð við Ánanaust sem dæhr skolpinu út fyrir Akurey. „Þegar því verkefni verður lokið verða htlar líkur á að mengun verði í fjöruborðinu vegna skolpsins," sagði Hrafn. -JJ CD standur Áður 7900,- ,JINi - HÚSGÖGN Síðumúla 30 - simi 68-68-22 OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 9-18 LAUGARDAGA KL. 10-17 SUNNUDAGA KL. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.