Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Ógeðfelldar hótanir Bandaríkjamenn eru ekki beint vinsamlegir íslending- um þessa dagana. Fyrst berast fréttir um niöurskurö í vamarhlutverki Bandaríkj amanna sem koma kannski ekki á óvart en eru einhliða og ódiplómatiskar ákvaröan- ir meö hliðsjón af þeirri staðreynd aö ísland og Bandarík- in hafa haft meö sér tvíhliða vamarsamning. Með þeim vamarsamningi hafa íslendingar ekki einasta verið aö tryggja sínar eigin vamir heldur og tekið þátt í sameigin- legu öryggisneti Vesturlanda og þar á meöal Bandaríkja- manna. Það væri ekki annaö en sjálfsögö kurteisi aö eiga viöræður viö íslendinga um breyttar aöstæður og ein- hvem samdrátt í hernaðarlegum umsvifum áöur en sjoppunni er lokað. I framhaldi af þeim hráslagalegu tíðindum aö Banda- ríkjamenn breyti einhliða þeim vömum sem þeir hafa tekið aö sér fyrir íslendinga koma svo þau skilaboð frá Washington að Bandaríkjamenn líði engar hvalveiðar og hafi að engu vísindalegar forsendur slíkra veiða. Ef íslendingar láti ekki af fyrirætlunum sínum að stunda hrefnuveiðar muni Bandaríkjamenn setja viðskiptabann á íslenskar afurðir og hafa í frekari hótunum. Þessi orðsending, sem mun hafa borist íslenska utan- ríkisráðuneytinu frá fyrsta sendiráðsritara Bandaríkj- anna, er í hæsta máti ógeðfelld og íjandsamleg. Hún ber þess keim að bandarísk stjómvöld haldi að þau séu að tala til óknyttastráka eða í versta falli við svo ómerkilega og htilsiglda þjóð að nauðsynlegt sé að tukta hana til. Það sem undirstrikar þessa kenningu er sú staðreynd að Bandaríkin hafa ekki einu sinni hirt um að skipa hér sendiherra þótt ár sé liðið frá því síðasti sendiherrann hvarf til annarra starfa. Nú má það vera rétt að íslendingar séu ekki fyrirferð- armiklir á landakortinu í Pentagon. Það er sjálfsagt líka rétt að smáþjóðir á borð við okkur hafa minni pólitíska þýðingu í heimsvaldastríðinu eftir að kalda stríðið íjaraði út. Það þýðir hins vegar ekki að Bandaríkjamenn hafi efni á að tala niður til okkar eða hafa í hótunum við okkur. Sjálfsvirðing þjóða fer ekki eftir stærð eða úölda og víst er að íslendingar lyppast ekki niður þótt Banda- ríkjamenn noti fyrsta tækifæri til að lítillækka okkur og auðmýkja. Viðbrögðin hér heima em enda í samræmi við það stolt sem býr með hverri sjálfstæðri þjóð. Við forögtum hótanir og steytum hnefann á móti. Og við spyijum: til hvers var allt hið heilaga stríð háð um frelsi og rétt smáþjóða; um lýðræði og gildi vísinda, raka og skynsemi, ef forystuþjóð þessara gilda snýr við blaðinu, jafnskjótt og frelsið og jafnréttið hefur loks bor- ið sigurorð af einræðinu og yfirganginum? Hvert er þá okkar starf í sex hundmð sumur? Og til hvers vom Bandaríkin að viðurkenna fullveldi íslands á sínum tíma og fyrstir manna, ef sú sama þjóð, sem þeir þóttust vilja virða og meta, má og getur ekki aflað sér fanga undir merkjum vísindanna? Og hvað með aðrar hvalveiðiþjóðir og þá rányrkju sem stunduð er undan ströndum Bandaríkjanna? Við eigum ekki að láta taka okkur á taugum í þessu máh. Það koma tímar og koma ráð. Aðalatriðið er að halda reisn sinni. Bandaríkjamenn mega okkar vegna auvirða önnur ríki og fara með hótanir á hendur þeim. Það gerir okkur ekki að minni mönnum heldur þá sjálfa og eina sem vilja reka sína alþjóðaviðskiptapólitík að geðþótta og af tilfmningum og láta frelsi, vísindi, sjálfs- björg og kurteisi lönd og leið. Ellert B. Schram FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Aðild íslendinga að Nato er sá lykill sem opnað hefur dyr að alþjóðlegri viðurkenningu og samstarfi. Hvalstöðin á Miðnesheiði Allt frá upphafi herstöðva á ís- landi hafa Bandaríkjamenn um- gengist íslendinga með þolinmæði og skilningsríku umburðarlyndi, rétt eins og þroskaður maður sýnir óþroskuðum og oft vanþakklátum unglingi. Á þetta lag hafa íslend- ingar gengið, Bandaríkin hafa ver- ið íslendingum foðurímynd, þaðan hafa komið peningar og öryggi. Fyrir milligöngu Bandaríkjanna hafa íslendingar kynnst öðrum þjóðum og verið teknir í samfélag þjóðanna eins og fullgildir væru, þrátt fyrir smæð og vanmátt á öll- um sviðum. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr eigum við Bandaríkjunum meiri skuld að gjalda en nokkru öðru ríki, velmeg- un þjóðarinnar frá stríðslokum er hinu nána sambandi við þá að þakka fremur öllu öðru. Aðildin að Nato er sá lykill sem opnað hefur dyr að alþjóðlegri viðurkenningu og samstarfi, sem veitt hefur Is- landi áhrif langt umfram það sem við ættum að eiga tilkall til. Aðstað- an fyrir bandaríska herinn og tví- hliða samningurixm við Bandarík- in er undirstaðan að velgengni ís- lendinga á Bandaríkjamarkaði með fiskafurðir, flugferðir og annað, aðOdin að Nato og stuðningur Bandaríkjanna gerði okkur kleift að færa út landhelgina í trássi viö öll gildandi alþjóðalög þess tíma. Öll þessi velvild og umburðarlyndi, ásamt fjáraustri og hvers konar fyrirgreiðslu byggðist á hemaðar- legu mikilvægi landsins í metingi risaveldanna á tíma kalda stríðs- ins. Nú er kalda stríðið búið, og allt er víl sem var. Þjóðremban Það er ekki nóg með að Banda- ríkjastjóm hafi í undirbúningi það tilræði við efnahagslegt sjálfstæði landsins að stöðva nær allt her- mang og spara sér stórfé með minnkun umsvifa á Miðnesheiði. Það er nógu slæmt ef íslendingar þurfa sjálfir að reka sinn milli- landaflugvöll og horfast í augu við KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður landauðn á Suðumesjum. Það sem verra er, Bandaríkjastjórn gerist svo ósvífin að særa sjálfa þjóðem- isvitund okkar og misbjóða þjóðar- stoltinu með því að harðbanna okk- ur að veiða hvali að viðlögðum refsingum. Nú fyrst rennur hinn sári sannleikur upp fyrir íslending- um. Bara ef Sovétríkin væm ennþá til, þá væri allt í föstum skorðum og Kananum dytti ekki í hug að hóta okkur af ótta viö herstöðva- andstæðinga. En því miöur, nýir tímar em runnir upp, nýr forseti vestra, og það sem verra er, nýr varaforseti. Umhverfismálin em á könnu Alberts Gore varaforseta, hann hefur það hlutverk, að svo miklu leyti sem varaforseti hefur hlutverk, að sjá um stefnuna í umhverflsmálum. Um það efni hef- ur hann skrifað bók sem heitir því ábúðarmikla nafni „Heimurinn að veði“, og hann er skoðanabróðir Magnúsar Skarphéöinssonar, en ekki aðeins kattavinur eins og Bill Clinton. Tilfinningar og tákn Hvalveiðar eru eins og'allir vita mesta tilfinningamál Islendinga. Þetta er spurning um sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt. Bandaríkja- menn gerast svo djarfir að vefengja þennan sjálfsákvörðunarrétt af til- finningaástæðum. Þá hryllir við öllu því blóði sem flýtur þegar hvalur er drepinn, tölur um stærð hvalastofna skipta engu máh. í þessu eru þeir í takt við tímann. Sagt hefur verið að ef Bosníu- menn væm hvalir væm þjóðir heims búnar að stöðva stríðið fyrir löngu, og Bandaríkjamenn fremstir í flokki. Hvalir em fyrst og fremst tákn, líka fyrir þær milljónir sem aldrei hafa séð sjóinn, hvað þá hval. Þeir eru tákn um misnotkun og eyðileggingu manna á náttúnmni og lífríkinu, og þetta er sú lífsskoð- un sem nú er að veröa fjöldahreyf- ing miklu öflugri en allar friðar- hreyfingar áður til samans. Það er tilgangslaust fyrir íslendinga að berja höfðinu við steininn og reyna að veiða þessi tákn í ábataskyni. Nær væri að sætta sig við þá stað- reynd að við getum ekki staðið á móti öllum umheiminum, allra síst ef Bandaríkin em í forystu. Gunnar Eyþórsson „Bara ef Sovétríkin væru ennþá til, þá væri allt í föstum skorðum og Kanan- um dytti ekki í hug að hóta okkur af ótta við herstöðvaandstæðinga. “ Skoðanir annarra Aðdáun á hvölum „Aðdáunin á hvölunum í Ameríku er skrítið fyr- irbæri en ekki svo illskiljanlegt, þegar málið er at- hugað dálítið. Þegar heimsóttir em bamaskólar hér, er að finna myndir af hvölum og úrkhppur um þá í blöðum prýðandi margan vegginn. Blöð, sem gefin em út fyrir skólakrakka, fjalla oft um hvalina og er þá stundum minnst á þær vondu þjóðir, sem vilja gera góðu hvölunum mein.“ Þórir S. Gröndal í Mbl. 13. maí Sameign þjóðarinnar „í lögum segir að nytjastofnar á íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að fiskistofnamir séu smátt og smátt aö verða varanleg einkaeign handhafa afla- kvóta. Þótt aflahlutdeild sé opinbert leyfi, fullnægir hún sennilega mörgum lagcdegum kröfum sem gerð- ar em til eignarréttinda, m.a. hvað snertir veðsetn- ingu og réttindi erfingja. Leiða má rök að því, að með kvótakerfinu hafi íslendingar stigiö stórt skref í átt til einkavæöingar á fiskistofnum." Gísli Pálsson og Agnar Helgason í Mbl. 13. maí Ábyrgð lífeyrissjóðanna „Það em mikil völd og mikil ábyrgð sem hvílir á herðum stjóma lífeyrissjóðanna, og þar veitir ekki af siðaskiptum sem vonandi verður einhvern tíma hægt að kalla siðbót. En ekki er síður þörf á siðvæð- ingu opinberu lífeyrissjóðanna og er vafamál hvort löggjafarsamkundan eöa embættismenn eru hæfir til að skipa þeim málum vegna hagsmunaárekstra milli þeirra og annarra skattborgara... En það sem mest á ríður er að siðvæða heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, og ef það reynist torvelt þá í það minnsta að kenna honum aö leggja saman og draga frá og í hverju jöfnuður felst.“ OÓ í Tímanum 13. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.