Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 Fréttir Sjálfstæðismenn á Seltjamamesi deila um skipulagsmál: Blautri tusku slegið í andlit meirihluta íbúa segir Magnús Erlendsson um samþykkt fulltrúaráðs flokksins „Með þessari samþykkt er þlautri tusku slegið í andlit meirihluta íbú- anna. Óhamingju Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarmálum á Seltjarnarnesi verður allt að vopni þessa dagana. Þetta kallar á stríð. Það stefnir í það að flokkurinn verði búinn að vera eftir næstu kosningar," segir Magn- ús Erlendsson, fyrrverandi forseti bæjarstjómar á Seltjamamesi. Fjölmennur fundur fulitrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjamamesi samþykkti í byijun vikunnar að skora á fulltrúa flokksins í bæjar- stjórn og skipulagsnefnd að vinna eftir svokallaðri tillögu þijú við skipulag svæða vestast á nesinu. Til- lagan gerir ráð fyrir byggingu 24 húsa og heimkeyrslu úr suðri að Nesstofu. Einungis 18,7 prósent íbúa studdu umrædda tillögu í nýafstaðinni skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ sem unnin var að beiðni bæjar- stjómar. Á hinn bóginn reyndust 54,4 prósent íbúanna andvíg alhi byggð á vestanverðu nesinu. Alls náði könn- unin til 700 einstaklinga, eða nær fjórða hvers íbúa Seltjamarness. „Vilji meirihluta íbúanna er algjör- lega hundsaður. Þar sem sjálfstæðis- menn eru í meirihluta í bæjarstjórn þá er ég hræddur um að þessi tillaga verði ofan á. Mér sýnist því að vinstrimönnum hafi verið réttur á silfurfati meirihlutinn í bæjarstjórn við kosningarnar að ári,“ segir Magnús. Magnús hefur ásamt Jóni Hákoni Magnússyni, fyrrverandi formanni fuiltrúaráðsins, og Guðmari Magn- ússyni, fyrrverandi forseta bæjar- stjórnar, varað flokksfélaga sína á Seltjarnarnesi við öllum áformum um aukna byggð á vestursvæðum Seltjarnamess. Að sögn Magnúsar bera þeir því ekki ábyrgð á afleiðing- um þeirrar samþykktar sem full- trúaráðið hefur gert. „Ekki veldur sá er varir,“ era orð hans í þessu sambandi. -kaa Sumarsláttur hafinn í Hafnarfirði Langþráð sumar er í nánd og þótt veður hafi verið rysjótt er samt komin spretta í görðum. Þorsteinn Jónsson heitir ungi maðurinn sem slær svo fagmannlega með hjálp stórvirkra tækja lóðina við Hrafnistu í Hafnarfirði. DV-mynd ÞÖK Lánin gjaldfelld ef upp kemst um misnotkun: Dæmi þess að menn misnoti húsbréfakerfið - segir Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar „Við vitum um dæmi þar sem menn hafa verið að nota húsbréfa- kerfið í öðram tilgangi en þeim að verða sér úti um húsnæöi til aö búa í,“ segir Sigurður Geirsson, forstöðu- maður húsbréfadeildar Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Sigurður segir að þama sé um aðila að ræða sem séu að reyna að bjarga öðrum lánum sem þeir hafa ýmist verið með í vanskiium vegna íbúða- kaupa, atvinnureksturs eða uppá- skrifta á lánum hjá vinum og kunn- ingjum. Þegar hafa 4 til 5 lán verið gjaldfelld vegna þessa, 3 mál era í undirbúningi og um 10 mál era „í gjör- gæslu", eins og Sigurður kallar það. „Þessi viðskipti era öll rétt pappírs- lega séð en af því að þarna er um gerviviðskipti aö ræða þá standa menn uppi gagnvart þvi að þeir þurfa að koma þessum viðskiptum til baka,“ segir Sigurður. Viðurlögin við þessum viðskiptum era lítil. Lánin era gjaldfelld og lán- takandi þarf að greiða upphæðina til baka innan mánaðar. Ef hann gerir það hins vegar ekki þá er eign hans boðin upp. „Okkur finnst út af fyrir sig þetta næg refsing. Fæstir hafa tækifæri til að skila þessum pening- um því þeir era famir annað. Þeir horfa því fram á að missa sínar íbúð- ir,“ segir Sigurður. Hann segir að stundum frétti þeir af málum sem þessum af tilviljun. Það kemur einnig fyrir að sýslumenn á landsbyggðinni hafi samband við húsnæðisstofnun þegar tilkynningar um að kaup gangi til baka komi til þeirra og granur leikur á að eitthvað sé bogið við viðskiptin. í sumum til- vikum gerist það jafnvel að menn sem hafa staðið í þessu hafa samband við Húsnæðisstofnun að fyrra bragði af því þeir sjá að sér. „En hins vegar verður að segjast eins og er að ef menn ætla að gera þetta þá er ósköp fátt hægt að gera til að koma í veg fyrirþað." -pp Vélstjórafélag Suðumesja: íslendingar hjá hernum óbeinir ríkisstarfsmenn - vilja starfsloka- og lífeyrisréttindi í samræmi við það Stjórn Verkstjórafélags Suður- nesja hefur beint þeim tilmælum til stjómvalda að í væntanlegum við- ræðum við bandarísk stjómvöld um samdrátt í starfsemi hersins veröi leitast við að tryggja íslenskum starfsmönnum hersins á Keflavíkur- flugvelli viöunandi starfslok. Lagt er til að starfsmönnum verði greidd bið- laun og tryggð lífeyrisréttindi með eingreiðslu til lífeyrissjóða. Að mati stjórnarinnar getur það ekki talist óeðlilegt þótt bandarisk stjómvöld hugi að niðurskuröi hér á landi. I því sambandi verði þó að hafa í huga að íslenskir starfsmenn hersins hafi búið við skert félagsleg réttindi. Til dæmis hafi þeir ekki haft samningsrétt og þar af leiðandi óvirkan verkfallsrétt. „Það getur því ekki tahst óeðlilegt að starfsmenn líti á sig sem óbeina ríkisstarfsmenn og því eðlilegt að þeim verði tryggð starfsloka- og líf- eyrisréttindi í samræmi við það,“ segir meðal annars í ályktun stjómar Vélstjórafélags Suðurnesja. -kaa Slökkviliðið í Reykjavík: Sektað fyrir gerviútköll - yíir 230 fölsk boð á ári „Það eru yfir 230 folsk boð af þessu tagi á ári sem okkur berast og sum fyrirtæki með eldvarnarkerfi sem síendurtekið senda boð til okkar gera lítið til að koma kerfinu í lag eöa kynna sér kerfið nógu vel,“ segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Um 130 eldvarnarkerfi eru bein- línutengd við slökkvistöðina í Reykjavík og útköllum af völdum falskra boða fer fjölgandi með hverju ári. í nóvember síðastliðnum vora samþykktar reglur í borgarráði sem kveða á um að slökkviliðinu sé heim- ilt að sekta eigendur eldvarnarkerfa sem senda fólsk boð oftar en 4 sinn- um á ári. Hrólfur segir að farið verði að fylgja þessu eftir seinni hluta þessa árs og auk þess að sekta eig- endurna þurfi fyrirtæki nú að borga fast mánaðargjald fyrir tenginguna. „Við lítum ekki svo á að verið sé að borga okkur útlagðan kostnað - þótt auðvitað kosti útköll sitt - held- ur miklu fremur sem sekt þannig að menn bæti það sem betur má fara. Það verður að hafa í huga að eftir því sem þessum gerviútköllum fjölg- ar aukast líkurnar á því að við séum á leið í eitt slíkt þegar alvöraútkall berst. Fleiri útköll kalla auðvitað á meiri styrk liðsins," segir Hrólfur. Aðspurður um hvort menn hætti að taka mark á síendurteknum út- köllum á sama stað segir Hrólfur að þeir geti víst ekki leyft sér það, „en auðvitað hefur það áhrif ef margbúið er að hringja frá sama stað. Þá flýta menn sér ekki jafnmikið. Þetta hefur fjölmarga ókosti í fór með sér.“ -pp Tollstjórlnn í Reykjavík: Fjámám vegna einnar krónu - kostnaður og vextir á 11. þúsund Tollstjórinn í Reykjavík hefur far- iö þess á leit við sýslumanninn í Reykjavík að gert veröi fjárnám hjá Markaðsnefnd landbúnaðarins vegna einnar krónu skuldar. Til við- bótar skuldinni er nefndin krafm um 7.314 krónur í vexti og 3 þúsund krónur í aðfarargjald. Samtals er krónan því orðin að 10.315 króna skuld eftir að hafa hlaðið á sig kostn- aði í kerfinu. í boðunarbréfi sýslumanns er tekið fram að mæti nefndin ekki á fund með sýslumanni megi leita aðstoðar lögreglu til að framfylgja boðuninni. Ekki er tekið fram hvort það verði á endanum Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra eða einhver annar sem telst bera hina endanlegu ábyrgð á greiðslu skuldarinnar. Málið verður tekið fyrir 25. maí næstkomandi og verður nefndinni þá boðið að greiða skuldina ásamt áfollnum kostnaði. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.