Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1993, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 1993 DV Fréttir Sameining sveitarfélaga Heimamenn sjá um undir- búning og framkvæmd - sveitarstjómarmenn sáttir við nýju lögin „Ég er mjög ánægður með fram- vindu mála á Alþingi. Lögin eru í svipuðum dúr og sveitarstjórnar- menn hafa ályktað um og nú er það í höndum sveitarstjómarmanna vítt og breitt um landið að koma með tíliögur um sameiningu sveit- arfélaga og sjá um framkvæmd og meðferð málsins. Sveitarstjórnar- menn em mjög sáttir við þá vinnu- aðferð að íbúar landsins ákveði sjálfir hvort af sameiningu verð- ur,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, formaður stjómar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en laga- frumvarp um hvernig standa megi að sameiningu sveitarfélaga var samþykkt á síðustu dögum vor- þingsins. Félagsmálaráðuneytið er um þessar mundir að senda bréf til allra sveitarstjóma í landinu en þær eiga að skipa fimm til níu manna umdæmanefndir fyrir næstu mánaðamót. Umdæma- nefndimar eiga að koma með til- lögiu- um nýja skiptingu landshluta í sveitarfélög í samráði við sveitar- stjómimar og sjá um undirbúning og framkvæmd atkvæðagreiðslu um þær. Tillögumar eiga að vera tilbúnar fyrir miðjan september og atkvæðagreiðslu á aö vera lokið fyrir fyrsta desember. „Sameining sveitarfélaga er í þágu sveitarfélaganna sjálfra og byggðarlaganna en ekki í þágu rík- isvaldsins. Sameining er að mínu matí til þess að treysta og efla sveit- arstjómarstigið. Menn munu sjálf- sagt skiptast á skoðunum um mik- ilvægi sameiningar. Það em mörg sjónarmið inni í þessu, ekki síst til- finningaleg," segir Vilhjálmur. „Útilokað er að spá um niðurstöð- ur kosninga og viðbrögð kjósenda. Almenn kynning á þessu máli skiptir miklu máli fyrir landið í heild og einnig hvemig málið er lagt upp í viðkomandi landshlut- um. Kynningarmálin verða í hönd- um heimamanna sjálfra eins og undirbúningsvinnan öll,“ segir hann. -GHS Kollaflarðames: Fæddist á alhvítri jörð og nef nd Fönn Guðfmnur Finnbogason, DV, Hólmavflc Morgun einn í fyrstu sumarvik- unni, þegar heimilisfólk á bænum Kollafjarðarnesi gættí til hesta sinna, sást að þeim hafði fjölgað frá því sem verið hafði kvöldið á undan. Lítíð folald hafði bæst í hópinn. Jörð var bæði alHvít og köld en engu aö síður tókst hinum unga vor- boða að ná sér í lífsbjörgina - sjálfa móðurmjólkina. Litlu hryssunni var gefið nafnið Fönn. DV-mynd Guðfinnur Litla Fönn með móður sinni. 13 í MARGAR GERÐIR BÍLA Mjög gott verð. Bíbvörubúðin JUÖÐRIN Skeifunni 2, Sími 81 29 44 Þá ættuð þið að kíkja til okkar og skoða úrvalið! Vantar ykkur notaöan bíl á góöu veröi fyrir sumariö? RENAULT NEVADA 4X4 1992, ek. 15 þús. Kr. 1.590.000. HONDA CIVIC 1988. ek. 73 þús. Kr. 830.000. NISSAN SUNNY 1989, siálfsk.. ek. 78.000. 620.000. Þessir bflar eru á tilboösveröi! CHEVY BLAZER S-10 1986, uppt. vél. Upph. Tilboð kr. 750.000. DAIHATSU CHARADE 1988, ek. 66 þús. Kr. 390.000. VW GOLF GT 1991, ek. 28 þús., sportfelgur o.fl. Kr. 1.160.000. VOLVO 740 GL ssk. 1987, ek. 100 þús. Tilboð.kr. 890.000. SUBARU JUSTY J-10 1986, ek. 97 þús. Tilboð Kr. 240.000. SAAB 900 S 16V ssk. 1988, ek. 130 þús. Tilboð kr. 790.000. Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633 TILBOÐSLISTI ÁRGERÐ STGR- VERÐ TILBOÐS- VERÐ TOYOTA CAMRY XL 1987 670.000 470.000 RENAULT CLIO RN 1991 640.000 510.000 M. BENS 250, TOPPEINT. 1979 420.000 330.000 FORDESCORT 1986 320.000 260.000 VWJETTA 1986 420.000 340.000 RENAULT CHAMADE 1991 890.000 790.000 SAAB 99 GLI 1981 240.000 190.000 Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðslur Beinn sími í söludeild notaðra bila er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17 Skuldabréf til allt að 36 mánaða m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.