Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Fréttir Ákvörðunin er ekki svik við Jóhönnu segir Rannveig Guðmundsdóttir um framboð sitt til varaformanns „Þaö hefur ekki hvarflaö að mér viö þessar aðstæður aö ætlast til að fá hvatningu frá Jóhönnu. Ég veit að ég nýt fullkomins skilnings henn- ar á þeirri stöðu sem ég er í og er sannfærð um að þau störf sem ég fer hugsanlega í muni á engan hátt skaða okkar góða samstarf," sagði Rannveig Guðmundsdóttir þegar hún tilkynnti síðdegis í gær að hún ætlaði að gefa kost á sér til varafor- mennsku í Alþýðuflokknum. Rannveig segist líta á þær áskoran- ir sem henni hafi borist að undan- fömu sem ósk um sættir í flokknum. Með afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi myndast tómarúm í Alþýðu- flokknum sem þurfi að manna. Sér sé í raun ófært annað en að verða við óskum flokksfélaga sinna. Með þeirri ákvörðun sé hún ekki að velja á milli Jóhönnu og Jóns Baldvins. „Jóhanna og Jón Baldvin hafa ver- ið tvíeyki í forystu okkar og hafa spannað mjög sterk sviö í okkar póli- tík. Þau hafa spannað áherslur um velferð og jöfnuð, réttlæti, umbætur og fjármálastjórn. Og fyrir marga í okkar flokki hafa þau verið bæði heilinn og hjartað.“ Rannveig kveðst ekki hafa orðið fyrir þrýstingi af hálfu Jóns Baldvins um að gefa kost á sér. Þá hafi Jó- hanna heldur ekki lagt að sér að fara ekki í varaformennskuna. Aðspurð segist hún ekki taka þetta starf að sér til að verða puntudúkka Jóns Baldvins. Þá sagði hún það ekki til umræðu að láta af þingflokksfor- mennsku. Að sögn Rannveigar er ekki hægt að líta á ákvörðun hennar sem svik við Jóhönnu. Fullur skiln- ingur ríki af hálfu Jóhönnu á þessari ákvörðun. „Það væri það síðasta sem ég myndi gera að gera eitthvað sem gæti kallast svik við hana.“ - Þú lagðir sjálf til hjásetu á fundi alþýðuflokkskvenna fyrr í vikunni. Hvað veldur þessum sinnaskiptum á þetta fáum dögum? „Ég var í hópi þeirra kvenna í Al- þýðuflokknum sem vildi kanna hvort við ættum nú að láta eiga sig aö sækjast eftir áhrifum. Þau sjón- armið voru rædd mjög ítarlega á fundi Sambands alþýðuflokks- kvenna og áttu ekki hljómgrunn. Eftir það hefur komið í ljós hver vilji fólks er, ekki síst kvenna í flokkn- um.“ -kaa Áskorunarlistamir: Jón Baldvin og Guðmund- urÁrniefstir á listanum „Þetta er vandskipað sæti en við treystum þér öll vel til þess,“ sagði Ragnheiður Björk Guömundsdóttir þegar hún afhenti Rannveigu Guð- mundsdóttur áskorun frá tæplega 200 krötum, konum sem körlum, um að taka að sér varaformennsku í Al- þýðuflokknum. Undirskriftimar voru afhentar Rannveigu að heimili hennar laust eftir hádegi í gær. Með Ragnheiði í för voru þær Sigriður Einarsdóttir, Kristín Viggósdóttir og Aðalheiður Franzdóttir. Tvo þingmenn vantaði Efst á blaði í undirskriftabunkan- um voru nöfn þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Guðmundar Árna Stefánssonar. Nöfn Jóhönnu Sigurðardóttur og Gunnlaugs Stef- ánssonar em hins vegar ekki á hst- anum. Samkvæmt heimildum DV létu þau ekki ná í sig þegar undir- skriftunum var safnað. Alhr aðrir þingmenn Alþýðuflokksins voru á hstanum, auk fjölmargra annarra forystumanna flokksins. Að sögn Ragnheiðar skoraðust fáir undan því að rita nafn sitt á stuðn- ingshstann. Aðspurð sagöi hún að þótt Lára V. Júlíusdóttir og Ólína Þorvarðardóttir hefðu ekki vhjað rita nöfn sín á hstann þá heföu þær lýst yfir að þær styddu ákvörðun Rannveig Guðmundsdóttir tekur á móti undirskriftalistum í gærdag með áskorunum um að gefa kost á sér til Rannveigar. -kaa varaformennsku í Alþýðuflokknum. Með henni á myndinni er Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir. DV-mynd ÞÖK Jóhanna Sigurðardóttir: cKKi mmoro í frétt í DV í gær var haft eftir Jóhönnu Siguröardóttur félags- málaráðherra aö henni þættu sinnaskipti tilgreindra alþýðu- flokkskvenna bera vott um litla staðfestu. Af þessu tilefiii vih Jóhanna taka fram að þetta hafi hún aldr- ei sagt. Ennfremur aö hún hafl ítrekaö tjáð blaöamanni DV að hún vildi ekkert viðtal um þetta mál. í viðtali DV við Gunnlaug Stef- ánsson alþingismann í gær sagði aö margir teldu nú þörf á vara- formanni af landsbyggðinni. Jó- hanna vildi taka fram að hún hefði fyrst heyrt af þeirri hug- mynd við lestur þeirrar fréttar. Athugasemd blaðamanns Grein sú sem Jóhanna Sigurö- ardóttir vitnar th var ekki viðtal við hana heldur frétt. í henni var greint frá viöbrögðum hennar við því aö konur í Alþýöuflokknum höföu hafnaö þeirri leið að sitja hjá við val á næsta varaformanni flokksins. í greininni var einnig greint frá viðbrögðum Davíös Oddssonar forsætisráðherra vegna innanflokksátaka í Al- þýðuflokknum. Blaðamaöur DV telur sig ekki þurfa leyfi Jóhönnu né annarra th að greina ft-á viðbrögðum fólks þegar fréttnæmir atburðir eiga sér stað. Undirritaður telur sig hafa gætt nákvæmni í meðferð thvitnana í umræddri grein og vísar því ásökuntun Jóhönnu á hug. -kaa Stuttar fréttir Vegagerðin vaktar vegi Vegagerð ríkisins ætlar aö láta vakta vegarkafia í Öxnadal allan sólarhringinn en skemmdir hafa verið unnar þar. Sjómennreknir Bylgjan greinir frá því að sjó- mönnum hafi verið sagt upp vegna þess að þeir vhdu ekki taka þátt í kvótakaupum. Verkalýös- og sjómannafélag Keflavíkur hef- ur þessi mál til meðferðar. Vatn frá Fáskrúðsfirði Talsverður áhugi er í nokkrum Evrópulöndum fyrir tæru lindar- vatni frá Fáskrúðsfirði. Sveiíar- félagið er hins vegar samnings- bundið svissneskum aðila. Al- þýðublaöiö greinir frá. Aðför að trillukörlum Forsvarsmenn smábátaeigenda segja nýlegar tölur um smáfiska- dráp krókaveiðimanna vera hyggöar á nokkrum slæmum th- fehum og vera aöför aö grein- inni. RUV greinir frá. Óhæftstarfsfólk Ófaglært starfsfólk á geðdehd Landspítalans segist vera óhæft th að annast áfengissjúklinga. Sjúklingarnir eru venjulegaflutt- ir á afeitrunardeild en sú dehd verður lokuð næstu sex vikurn- ar. RÚV greinir frá. Ustahátíð i fjársvelti Á inhli fimm og sex mihjónir króna vantar upp á th að Listahá- tíð í Reykjavík geti staðið við dag- skrá sína. Líklegt er að þaö muni bitna á aöalatriði hátíðarinnar, flutningi Niflungahringsins eftir Wagner. RUV greinir frá. Flugfélagið Óöinn fékk í vik- unni leyfi samgönguráðherra til þjónustuflugs. Félagiö hefur sótt um flugleyfi til Kulusuk á Græn- landi. RUV greinir frá. -bm Ríkisstjómin ráðstafar miiljarðinimi sem beðið var eftir: 60 milljónir í átak í atvinnumálum kvenna Bílvelta: Ljót aðkoma Kona hlaut opið beínbrot á fæti en maður hennar og barn sluppu giftusamlega meö skrámur eftir bhveltu í ísafjarðardjúpi á fimmta tímanum í gær. Konan var flutt meö sjúkrahíl th Reykja- ness við ísafjaröardjúp og flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Svo viröist sem ökumaðurinn hafi misst sljóm á bflnum, sem er upphækkaöur Qórhjóladrifs- bfll í lausamöl í beygju viö E(júp- mannabúð með þeim afleiðingum að hann fór nokkrar veltur á veg- inum og endaði á hjólunum í veg- arkantínum en bíllinn er talinn gjörónýtur. Hahdór Sveinbjömsson, frétta- ritari DV á ísafirði, sem kom á vettvang nokkram mlnútum á eftir sjúkrabíl og lögreglu, segir að aðkoxnan hafi veriö ljót á slys- staö. -PP Ríkisstjómin ákvað í gær hvernig hún myndi veija þeim milljarði sem heitið var í atvinnuskapandi aðgerð- ir í tengslum við gerð kjarasamninga í vor. Eins og búist var við er einkum lögð áhersla á brýnt viðhald á hús- eignum ríkisins og að flýta fram- kvæmdum við verk sem era þegar hafin og era vinnuaflsfrek. Þá hefur þess verið gætt að framkvæmdimar leiði ekki th aukins rekstrarkostnað- ar th lengri tíma htíð. Mestum fjármunum veröur variö í viöhald og endurbætur á húsnæði ríkisins eða tæplega 360 milijónum króna en 150 mhljónum verður varið í skóla og stofnanir á vegum mennta- málaráðuneytísins. Þá fara 140 millj- ónir króna í Þjóðarbókhlöðuna og tæplega 100 mhljónir fara í hafnar- framkvæmdir á Höfn í Homafirði og á ÓMsfirði. Sérstakt átak verður gert í atvinnumálum kvenna og fara 60 milljónir í þaö. Þá veitir ríkis- stjómin einnig aukið fé í framhalds- skóla, sjúkrahús, nýjar fangelsis- byggingar, Hæstaréttarhús, mat- vælarannsóknir í sjávarútvegi. og fleira. Jóhanna Siguröardóttir félags- málaráöherra segist gera ráð fyrir að samtals fari um 80 mihjónir króna th að bæta atvinnumál kvenna og konur fái störf við umönnun og að- hlynningu, th dæmis hjá fötluðum og öldruðum en auk þeirra 60 mihj- óna sem fara í sérstakt atvinnuátak fara 20 mihjónir th eflingar heimhis- og listiðnaði í landinu. „Það hafa ekki staðið dehur um það í ríkisstjóm hvernig ráðstafa ætti þessum milljarði en það getur stund- um komiö upp nokkur togstreita og það hefur átt sér stað, því er ekki að neita. Þess ber hins vegar að geta að það var full samstaða um þessar ráð- stafanir í ríkisstjórn," sagði Davíö Oddsson aö loknum blaðamanna- fundi í Stjórnarráðinu í gær. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.