Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Page 12
12
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ1993
Erlendbóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Michael Crichton:
Jurassic Park.
2. Maeve Binchy:
The Copper Beech.
3. Colin Dexter:
The Way through the
Woods.
4. James Herbert:
Portent.
5. Donna Tartt:
The Secret Hístory.
6. John Grisham:
The Pelican Bríef.
7. Robert Goddard:
Hand in Glove.
8. Terry Pratchett:
Smaf) Gods.
9. Patricia D. Cornwell:
All That Remains.
10. Geraid Seymour:
The Journeyman Tailor.
Rit almenns eölis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. Brian Keenan:
An Evii Cradling.
3. J. Peters & J. Nichol:
Tornado Down.
4. Michael Caine:
What's It All about?
5. Paul Theroux:
The Happy Isles of Oceania.
6. Christabel Bielenberg:
The Road Ahead.
7. Barbara Thiering:
Jesus the Man.
8. Bill Bryson:
The Lost Continent.
9. D. Shay 8i J. Duncan:
The Making of Jurassic
Park.
10. Alan Bullock:
Hitler & Stalin: Paraliel
Lives.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Hanne Marie Svendsen:
Under solen.
2. Tor Norrestranders:
Mærk verden.
3. Alice Adams:
Carolines dotre.
4. Jan Guillou:
Dine fjenders fjende.
5. Jostein Gaarder:
Kabaiemysteriet.
6. Regine Deforges:
Sort tango.
Peter Hoeg:
Forestillinger om det 20.
árhundrede.
(Byggt é Politiken Sendag)
Millj arður
skáldkonu
Það getur verið gróðavænlegt aö
skrifa hugljúfar ástarsögur.
Sú var að minnsta kosti reyndin
hjá Eleanor Burford Hibbert.
Hver er nú það? spyrja vafalaust
margir.
Jú, hún var ein afkastamesta
skáldkona allra tíma sem skrifaði
sögur sínar undir mörgum höfunda-
nöfnum. Langþekktust þeirra eru
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Jean Plaidy, Victoria Holt, Philhpa
Carr, Elbur Ford, Ellahce Tate og
Kathleen Kellow. Alls notaði hún
flórtán höfundanöfn á ferli sínum.
Lést um borð í
skemmtiferðaskipi
Hibbert lést í janúar síðastliðnum.
Þá var hún um borð í skemmtiferða-
skipi sem var á leið frá Aþenu til
Port Said í Egyptalandi.
Talið er Hibbert hefði fæðst árið
1910 og því 83 ára gömul þegar hún
lést. Það er hins vegar ekki á hreinu
því hún var afar þögul um einkalíf
sitt, þar á meðal fæðingarár. í sum-
um uppsláttarritum segir að hún sé
fædd nokkru fyrr, eða 1906.
í uppsláttarritinu Who’s Who segir
aðeins að hún haíi fæðst í London
og hlotið menntun sína hjá einka-
Eleanor Burford Hibbert, öðru nafni
Jean Plaidy, Victoria Holt og Phillipa
Carr. .
kennurum. Fæðingardegi og ári er
sleppt og ekki einu sinni minnst á
hjónaband hennar en hún var lengi
gift George nokkrum Hibbert sem
lést fyrir hátt í þijátíu árum.
Vitað er að á tímum síðari heims-
styrjaldarinnar bjuggu þau hjónin i
Cornwali á Suður-England. Þar varð
hún afar hrifin af Plaidy-ströndinni
og fékk þar hugmyndina að kunnasta
höfundarnafni sínu.
200 skáldsögur
Sem Jean Plaidy samdi hún fjöl-
margar sögulegar skáldsögur um
kóngafólk. Þær urðu afar vinsælar
engu síður en ævintýralegar spennu-
sögur Victoriu Holt og hugljúfar ást-
arsögur Philhpu Carr.
Undir þessum og öörum höfunda-
nöfnum skrifaði hún meira en 200
skáldsögur sem seldust grimmt og
voru ávallt meðal útlánahæstu bóka
í breskum bókasöfnum - og vafalaust
þeim íslensku líka.
Hún var af fátækum komin og hóf
ung ritstörf. Þegar hún afkastaði
mestu samdi hún þrjár skáldsögur á
ári. Þá skrifaði hún frá um hálfátta-
leytið á morgnana og fram á kvöld.
Skildi eftir
sig tæpan milljarð
Á dögunum var skýrt frá því að
Hibbert, sem var bamlaus, hafi skihð
eftir sig hátt í niu milljónir sterhngs-
punda, eöa rétt tæpan milljarð ís-
lenskra króna.
Þessi gífurlega fjárhæð hefur vakið
verulega athygh í Bretlandi.
„Ég er steinhissa, þetta er ótrú-
legt,“ sagði rithöfundurinn Malcolm
Bradbury er hann heyrði tíðindin.
„Þú færð ekki slíka peninga fyrir
að skrifa miklar bókmenntir. Leiðin
til að græða á ritstörfum er að semja
ástarsögur eða verða alræmdur eins
og Jeffrey Archer," bætti hann við.
Agatha Christie, sem lést árið 1976,
átti aðeins smáaura samanborið við
þetta og jafnvel Barbara Cartland
segist ekki hafa í handraðanum
nema jafnviröi svona ríílega hundr-
að milljóna íslenskra króna.
Hins vegar er Hibbert aðeins hálf-
drættingur á við metsöluhöfundinn
Catherine Cookson. Hún er nefnilega
metin á hátt í tvo milljarða íslenskra
króna.
Metsöluldljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Michaei Crichton:
Jurassic Park.
2. John Grisham:
The Firm.
3. John Grisham;
The Pelican Brtef.
4. Michael Crichton:
Rising Sun.
5. John Grisham:
A Tíme to Kill.
6. Stephen King:
Gerald's Game.
7. Michael Crichton:
Congo.
8. Clive Cussler:
Sahara.
9. Anne Rivers Siddons:
Colony.
10. Patricia D. Cornweli:
All That Remains.
11. Julie Garwood:
Castles.
12. Lawrence Sanders:
McNally’s Luck.
13. Judith Krantz:
Scruples Two.
14. Terry McMillan:
Waiting to Exhale.
15. Michaet Crichton:
Sphere.
Rit almenns eðlis:
1. Don Shay 8i Jody Duncan:
The Making of „Jurassic
Park"
2. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
3. David McCullough:
Truman.
4. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
5. Deborah Tannen:
You just Don't Understand.
6. Maya Angelou:
I Knowwhythe Caged Bird
Sings.
7. Peter Mayle:
A Year in Provence.
8. Wallace Stegner:
Where the Bluebird Sings
to the Lemonade Springs.
9. P J. O'Rourke:
Give War a Chance.
10. William Manchester:
A World Lit only by Fire.
11. Ross Perot:
Not for Sale at Any Príce.
12. R. Marcinko & J. Weisman:
Rogue Warrior.
13. Garry Wilts:
Lincoln at Gettysburg.
14. Susan Faiudi:
Backlash.
15. Nancy Friday:
Women on Top.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísindi
Melónur vaxa hraðar ef þeim er
gefinn tréspíritus.
Tréspíritus
eykurvöxtí
melónum
Ávextir verða sætari og þroskast
fyrr ef plöntur á borö við tómata og
melónur eru sprautaöar með vatns-
lausn sem inniheldur milh 10 og 50
prósent metanól sem einnig er kall-
aðtréspíritus.
Það voru tveir bandarískir vís-
indamenn sem gerðu þessa upp-
götvun á býli í Arizona. Þeir segja
að með þessari einfóldu lausn sé
hægt að auka uppskeruna því vaxt-
artími plantnanna styttist vegna
minni vatnsþarfar þeirra.
Tveimur vikum eftir að tilrauna-
plöntumar voru sprautaðar með
metanólupplausninni voru þær
orðnar umtalsvert stærri og höfðu
allt aö 50 prósent stærri blöð en
samanburðarplöntumar.
Blóðþynning-
arlyf getur
komiðíveg
fyrir asma
Þrír vísindamenn í Miami skýrðu
nýlega frá því að hugsanlega væri
hægt að koma í veg fyrir asmakast
á eftir líkamsþjálfun með því að
anda að sér blóðþynningarlyfinu
heparíni.
Tólf sjálfboðahðar, sem vitað var
að þjáðust allir af asma eftir
áreynslu, önduöu ýmist að sér hep-
aríni, platlyfi eða lyfinu sem læknar
vísa á nú í tuttugu mínútur áður en
þeir hófu líkamsræktina.
í skýrslu, sem birtist í læknablað-
inu New England Joumal of Medi-
cine, sagði að heparín hefði gefið
bestanárangur.
Vatn er mesti
mengunar-
valdurvatns
Það hefur komið í ljós að vatn er
einn mesti mengunarvaldur vatns í
heiminum. 1 mörgum borgum
mengast stöðuvötn, ár og árósar
meira af regnvatni sem hefur mnn-
ið eftir húsþökum og strætum og
tekið meö sér olíu, msl, dýrasaur
og aðra mengunarvalda en af frá-
rennsli verksmiðja.
Rannsóknir hafa leitt 1 ljós aö mik-
ið er um málmefni og annað eitur í
yfirborðsfrárennsh í borgum.
Bandaríska umhverfisvemdar-
stofnunin hefur í ljósi þessa farið
fram á það við borgir með fleiri en
100 þúsund íbúa og þar sem mikið
er um þungaiðnað að hefja undir-
búning á að takmarka mengun frá
regnvatni.
Vassia litli syndir samfleytt í
fimmtán klukkustundir.
Rússneskt
bam syndir
eins og
höfrungur
Vassia Razenkov er kallaður rúss-
neska kraftaverkið. Þaö er kannski
ekki undarlegt því hann getur dálít-
ið sem enginn jafnaldri hans getur,
nefnilega synt 33 kílómetra í einni
fimmtán klukkustunda lotu. Og
Vassia er ekki nema 21 mánaðar
gamall.
En pilturinn getur synt lengra ef
hann fær að borða og blunda á sund-
inu, rétt eins og höfrungurinn.
Vassia var alinn upp samkvæmt
kenningiun Igors Tiarkovskiis sem
Umsjón:
Guölaugur
Bergmundsson
var upphafsmaöur barnsfæðinga í
vatni.
Ekki einhug-
urumhvaða
skurðbretti
eru best
Á þessum síðustu og verstu tímum
er mikið af því sem við borðum,
drekkum eða öndum að okkur talið
til eiturefna. Það kom því ekki
mörgum á óvart þegar bandaríska
landbúnaðarráðuneytiö lýsti yfir
því árið 1991 að skurðbretti úr tré
væru varasöm heilsunni.
Tveir menn voru þó ekki sáttir við
það, þeir Dean Cliver og Nese Ak
sem starfa að fæðurannsóknum viö
háskólann í Wisconsin. Þeir gerðu
eigin tilraunir og komust að því að
hreint skurðbretti úr tré hrindir frá
sér hættulegum bakteríum. Plast-
skurðbrettin, sem höfðu verið úr-
skurðuð hættulaus, reyndust hins
vegar rispast mun auðveldar og þvi
eru þau ákjósanleg gróðrarstía fyrir
bakteriumar.
Nýmeðferð
gegn krabba
lofargóðu
í dýrum
Ný lyfjameðferð, sem ætlað er að
lækna krabbamein í brjósti, lung-
um, ristli og eggjastokkum, hefur
gefið mjög góða raun í tilraunum á
dýrum. Níutíu ogíjögur prósent
krabbameinsins læknuðust og
aukaverkanir voru mun færri en í
hefðbundinni lyfjameðferð.
„Við gátum sýnt fram á lækningu
krabbameinsæxla úr mönnum sem
voru grædd í rottur og mýs,“ segir
Pamela Trail, ónæmisfræðingur hjá
Bristol-Myers Squibb lyfiafyrirtæk-
inu. Hún sagði að meðferðin lofaöi
góðu.
Nýja meðferðin gætí hugsanlega
nýst gegn meirihluta krabbameina
um allan mannslíkamann. Lyfia-
meðferð sú sem notuð er um þessar
mundir beinist aðeins að ákveönum
tegundum krabbameins á tilteknum
stöðum í líkamanum.
Þessi brotna ölkanna sýnir að
öldrykkja er ævaforn iðja
mannsins.
Ölið eldist
um400ár
Nýlegur fomleifafundur, brot úr
ölkrús, í Gidin Tepe í vesturhluta
írans bendir til þess að maðurinn
haíi verið farinn að drekka öl fyrir
5500 árum.
Krúsin er fiögur hundruð árum
eldri en elstu heimildir sem sem
sagnfræðingar og fomleifafræðing-
ar þekktu um öldrykkju, egypsk
papímshandrit frá fyrstu ætt faraó-
anna sem ríkti frá árinu 3100 fyrir
Krist til ársins 2180 fyrir Krist. Pap-
írusrúllumar skýra frá því að
egypsku stríðsmennimir hafi
drukkið öl með mikilh velþóknun.