Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð i lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Afnám verðtryggingar Skuldara dreymir um lækkun vaxta, og margir horfa til þess tíma, aö verötryggingin veröi afnumin. Þeir líta svo á, aö það leiði til hærri vaxta en ella, að mörg lán séu verðtryggð. Þetta er að öllum líkindum á misskiln- ingi byggt, miðað við núverandi ástand. Verðtryggingin var tekin upp árið 1979 með lögum, sem voru kennd við þáverandi formann Framsóknarflokksins Ólaf Jóhannesson og nefnd Ólafslög. Fyrst var innláns- stofnunum heimilað að veita verðtryggð lán. Verðtryggð- ir innlánsreikningar komu til sögunnar árið eftir. Á þessu var full þörf. Fólk hikaði við að leggja fé sitt inn á óverð- tryggða innlánsreikninga, þar sem stjómvöld létu nafn- vexti yfirleitt ekki fylgja verðbólgunni, sem var mikil. Allir þekkja þá sögu, sem á undan gerðist: Vexir voru iðulega neikvæðir, sem þýddi, að sparifé í bönkunum brann upp og hinir skuldugu fengu mikið að lánum sín- um í raun gefins. Ólafslög ollu miklum breytingum. Hrun sparnaðar í landinu hafði áður blasað við, en Ólafslög bættu úr skák. Spariíj áreigendur tóku verðtryggingunni opnum örmum, og grunnur var lagður að spamaði á nýjan leik. Innláns- stofnanir fengu árið 1984 heimild til að ákvarða sjálfar vexti á flestum tegundum innlána. Svonefndir skipti- kjarareikningar urðu vinsælir, og spamaður jókst mikið. Við þetta kerfi hefur verið unað síðan. En nú er talsverð hreyfmg í þá átt að afnema verðtrygginguna. Leiðir af- nám hennar þá til lægri vaxta? Kerfi verðtryggingar er til orðið við allt aðrar aðstæð- ur en nú ríkja. Það er til komið í óðaverðbólgu. Þá var kerfið brýn nauðsyn, ætti spamaður ekki að eyðileggj- ast. Nú telja sumir, jafnvel ráðherrar í ríkisstjórninni, að verðtryggingin haldi upp vöxtunum. Aðilar vinnu- markaðarins benda á nauðsyn vaxtalækkunar. Vextir hér á landi, bæði raunvextir og nafnvextir, hafa verið svo háir, að þeir hafa hindrað æskilega fjárfestingu og spillt atvinnu. Við búum við atvinnuleysi, sem er mikið á-okkar mælikvarða. Gjaldþrot em tíð, vegna hinna háu vaxta, bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Fjölskyld- urnar í landinu em að sligast undir vaxtabyrðinni. Þegar svara skal spumingunni um áhrif verðtrygging- ar á vaxtastigið, verður að skoða, hvort verðlag er stöð- ugt eða hvort tilhneiging er til nýrrar verðbólguskriðu. Stöðugleiki hefur ríkt í verðlagi um nokkurt skeið. Afnám verðtryggingarkerfisins kæmi ekki til greina, nema fólk trúi, að stöðugleikinn haldist. Tvær gengisfelhngar á skömmum tíma vara okkur við að trúa, að það sé gefið, að stöðugleikinn hljóti að haldast. Kjarasamningar virð- ast að vísu nokkuð traustir, þótt sumir verkalýðsmenn vilji segja þeim upp 1 haust. í vöxtum verður jafnan að vera áhættuálag vegna lík- legra verðbreytinga. Við núverandi aðstæður telja sér- fræðingar yfirleitt, að vafasamt væri að hverfa frá verð- tryggingunni. Vextir mundu þá ekkert lækka, heldur fremur hækka við afnámið. Þeir sem eiga lánsfe munu geta sér til um, hver verðlagsþróunin verður, og krefjast vaxta í samræmi við það. DV bar þessa spumingu nú í vikunni undir Guðmund Magnússon prófessor í hagfræði. Hann benti á, að rétt væri að fara sér hægt við afnám verðtryggingar, taka til þess eitt eða tvö kjörtímabil. EUa mundi áhættan, sem sparifjáreigendur tækju á sig, kaha á vaxtahækkanir eða minnkandi spamað. Þá yrði verr af stað farið en heima setið. Haukur Helgason Viðbrögð Rússlands við ófriði í fyrrum Sovétlýðveldum í fyrsta skipti síðan sovétherinn var kvaddur heim frá Afganistan hefur rússnesk hersveit verið strá- felld í Mið-Asíu. Tuttugu rússnesk- ir landamæraverðir lágu í valnum eftir áhlaup útlaga frá Tadzhikist- an og afganskra bandamanna þeirra á varðstöð á landamærun- um að Afganistan. Þingið í Dushanbe, höfuðborg Tadzhikistan, bað Rússa að efla landamæravörsluna, þar sem 3.500 rússneskir hermenn' eru fyrir. Rússlandsþing samþykkti að beiðni landvamaráöuneytis heim- ild til að senda liðsafla á vettvang og Borís Jeltsín forseti hefur kunn- gert aö hraðað verði flutningi liðs búins skriðdrekum, stórskotahði og flugvélum. Þetta er það dýpsta sem Rússland hefur enn sogast inn í margslungin vopnaviðskipti á yfirráöasvæði fyrrum Sovétríkja. Þar er bæði um að ræða ófrið milli nýfrjálsra ríkja og flokkadrætti og þjóðernaerjur innan sumra. í Tadzhikistan kom í fyrra til borgarastríðs milli arftaka fyrrum kommúnistaflokks og bandalags lýðræðissinna og stjórnmálahreyf- inga á grundvelli íslamstrúar. Gamla valdakerfið hafði betur, og flúðu þá tugir þúsunda Tadzhika til Afganistans. Þar eiga þeir vísa bandamenn með fullar hendur vopna frá því Bandaríkin, íslömsk ríki og Kína vopnuðu Afgani gegn sovéthemum. Tadzhikistan sker sig úr öðmm Mið-Asíulýðveldum fyrrum Sovét- ríkja í því að þar tala menn pers- nesku og hafa forn menningar- tengsl við íran. Landið væri því Uk- legra en önnur á þessum slóðum til að verða farvegur fyrir íslamska heittrúarstefnu inn á svæðið við suöurlandamæri Asíuhluta Rúss- lands en af shku stendur Rússum af sérhverju póUtísku sauðahúsi mikill stuggur. Hin Mið-Asíulýðveldin byggja þjóðir mæltar á tungur af flokki tyrkneskra tungumála og ein þeirra, Azerar, hafa nú í fimm ár átt í ófriði við Armena, kristna þjóð sem sá af verulegum hluta lands síns, Nagomo-Karabakh, undir yf- imáð Azerbajdzhans, þegar bolsé- vikastjórnin í Moskvu afhenti hér- aðið Azerum að launum fyrir Uð- veislu þeirra við að brjóta sjálf- stæða Armeníu undir sovésk yfir- ráð. Fjöldamorð óaldarflokka á Arm- enum búsettum í azersku borgun- um Sumgait og Bakú 1988 minntu Armena á þjóöarmorðið sem Tyrk- ir unnu á þeim í heimsstyrjöldinni fyrri. Hefur baráttuþrek þeirra bætt upp samgöngu- og aðdrátta- bann af hálfu Azera, svo Armenar í lýðveldinu og Nagomo-Karabakh hafa náð saman á breiðu belti yfir landræmu hyggða Azerum og þar Abkhasisk kona í Gudauta við líkbörur faliins eiginmanns síns. Símamynd Reuter hvor um sig túlkar að sjálfsögðu sem rússneska íhlutun í þágu and- stæðingsins. í Kákasuslýðveldinu Georgíu berst stjómarher við uppreisnar- menn Abkhasa, sem eru íslamstrú- ar og áttu sjálfstjórnarsvæði í Ge- orgíu, þótt þeir séu ekki nema 17% íbúa í Abkhasíu. Barátta þeirra fyrir sjálfstæðri Abkhasíu nýtur öflugs liðsinnis bandalags fjalla- þjóða norðan í Kákasusfjallgarðin- um, sem flestar játa íslam og telja kristna Georgíumenn erfðaféndur sína. Georgíustjórn hefur borið Rúss- um á brýn liðveislu við Abkhasa, en með því að þiggja milligöngu Rússlandsstjómar um friöarum- leitanir viðurkennir hún í verki að þar eigi frekar hlut að máh yfir- menn einstakra herstjórnarsvæða norður af Kákasus en Moskvu- stjórn sjálf. í vikunni setti Georgíustjóm upp- reisnarmönnum úrslitakosti að létta umsátri af Súkhúmí, höfuð- borg Abkhasíu, eða öllu afli Georg- íuhers yrði beitt gegn þeim. Þegar síðast fréttist höfðu uppreisnar- menn hafnað úrslitakostunum í oröi en farið að þeim í verki með því að hörfa með stórskotalið sitt af hæðum sem gnæfa yfir Súkhúmi og láta af öðrum sóknartilburðum. að auki sótt inn á azerskt land til að loka helstu sóknarleið til Step- anakert, höfuðstaðar héraðsins. Ósigrar Azera hafa orðið til þess að uppreisn herforingjans Surats Huseinofs hrakti frá völdum í Babú Abulfas Elsjíbei, þjóðkjörinn for- seta. í stað hans var kallaður til Geidar Alijef, fyrrum leiðtogi kommúnista, sem gert hefur Hu- seinof aö forsætis-, landvarna-, ör- yggismála- og innanríkisráöherra. Ljóst er að rússneskir málaliöar hafa barist með háðum aðilum, sem Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Skoðanir annarra Hitti naglann á höfuöið Bill Clinton Bandaríkjaforseti hitti naglann á höfuðið með viövönm sinni til Norður-Kóreu. Heim- inum myndi stafa hætta af frekari fjölgun kjamorku- vopna jafnvel þó hún tengist ekki beinni ógn við önnur ríki. Úr Die Welt 14. júlí. Örlög flóttamanna Tvítugir tvíburar, sem eru á flótta frá bænum Mostar í Bosníu, strönduðu á dönsku ræðismanns- skrifstofunni í Zagreb þar sem þeim var neitað um vegabréfsáritun til Danmerkur. Amna og Aida lögðu af stað frá Mostar áöur en settar voru reglur um vegabréfsáritun. Þær geta sannað það með stimplum á lestarmiða sína. Þær hafa hins vegar ekki getað sannfært starfsmenn dönsku ræðismannsskrifstof- unnar um aö þær hafi verið á leið til Danmerkur en ekki einhvers annars lands. Það er ástæða til að kvíða hver viðmiöun starfsmanna skrifstofunnar verður eftir 1. ágúst þegar vegabréfsáritanir verða gefnar út og þeir hitta þúsund flóttamenn á mánuði. Úr Politiken 11. júli. Út af sporinu Það sem hófst sem mannúðarverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna til að fæða sveltandi Sómah virðist vera aö þróast í eitthvað sem er miklu óljúf- ara. Sameinuðu þjóöimar segja að fimmtán manns hafi látið lífið í þyrluárás Bandaríkjamanna á sfjórn- stöð stríðsherrans Aidids. Rauði krossinn taldi fimm- tíu og fjögur Mk. Lík fjögurra fréttamanna fundust einnig. Hver svo sem dánartalan er er nóg komið. Úr New York Times 15. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.