Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Side 16
16 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993 Skák Jóhann á fimasterku millisvæðamóti - þrjátíu keppendur með meira en 2600 stig Vladimir Kramnik, sem er nýorðinn 18 ára gamall, þykir líklegur til að verða meðal efstu manna á millisvæðamótinu í Biel og komast I áskorendakeppnina en baráttan verður áreiðanlega hörö. Árleg skákhátíð í Biel í Sviss hófst á funmtudag í 26. sinn. Þar er teflt í fjölmörgum flokkum með margs konar tímamörkum en hæst ber millisvæðamót FIDE þar sem vel- flestir þekktustu skákmenn heims leiða saman hesta sína. Meöal kepp- enda er Jóhann Hjartarson stór- meistari sem vann sér þátttökurétt á svæðismótí Norðurlanda í Östersund í Svíþjóð í fyrra. Þrátt fyrir klofning í skákheimin- um og nýtt atvinnumannasamband Kasparovs og Shorts (PCA) bendir Umsjón Jón L. Árnason ekkert til þess að stórmeistarar ætli að himsa milhsvæðamótíð í Biel. Þvert á mótí virðist sem mótíð verði öflugra en nokkru sinni fyrr en alls tefla þar 74 skákmenn 13 umferðir eftír svissnesku kerfi. Kasparov og Short ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Þeir hafa boðað miUisvæðamót PCA í Groningen í Hollandi í desember og hefur 50 stígahæstu skákmönnum heims (samkvæmt Elo-stígalista FIDE!) verið boðin þátttaka. Verðlaun eru mun hærri en á millisvæðamótinu í Biel og eflaust taka stórmeistarar tækifærinu fegins hendi. Ekkert bendir enn til þess að stórmeisturum sé ekki heimilt að tefla á millisvæða- mótunum tveimur en keppendur í Biel hafa þó mátt undirrita eiðstaf þess efnis að þeir skuldbindi sig til að ljúka heimsmeistarakeppninni á vegum FIDE. i Biel er teflt um tíu sæti í áskor- endakeppninni. Artur Jusupov bæt- ist þá í hópinn auk þess sem bíður lægri hlut í sýndareinvígi Karpovs og Timmans. Þessir tólf tefla þar til þrír standa uppi og þá mætir „heims- meistarinn" til leiks og efnt verður til fjögurra manna „heimsmeistara- keppni“. Þijátíu stórmeistarar í hópi kepp- enda í Biel hafa 2600 Elo-stig eða meira samkvæmt listanum sem tók gildi 1. júlí sl. Ljóst er því að margir eru kallaðir en aðeins fáir útvaldir sem komast áfram. Keppnin mun áreiðanlega draga dám af því að ekki er verið að tefla um efsta sætíð held- ur tíu efstu sætin. Hætt er því við að þegar líður á mótið telji efstu menn vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Stígahæstur keppenda er Indverj- inn Anand (2725), Rússinn Kramnik er næstur (2710) og síðan Ivantsjúk, Úkraínu (2705), en aðrir búa ekki svo vel að hafa yfir 2700 stig. Næstu menn eru Lettinn Sírov og Rússinn Salov (2685); Hvít-Rússinn Gelfand (2670); Rússinn Bareev og Búlgarinn Kiril Georgiev (2660); Epishín, Rúss- landi (2655); Topalov, Búlgaríu (2650); Khalifman, Rússlandi, og Kamsky, Bandaríkjunum (2645); Smirin, ísrael (2640); Gulko, Bandaríkjunum (2635), Englendingurinn Adams, Azmaipa- rashvili, Georgíu, og ungverska skákdrottningin Judit Polgar (2630); Viktor Kortsnoj, Spánverjinn Illesc- as og Nikolic, Bosníu (2625); Eistlend- ingurinn Ehlvest og Frakkinn Lautí- er (2620); Agdestein, Noregi, og Ivan Sokolov, Bosníu (2610); Jóhann Hjartarson, Þjóðveijinn Hubner, Englendingurinn Speelman, Judas- in, ísrael, Mikhail Gurevich, Belgiu, og Granda Zuniga, Perú (2605 stig). Athyglisvert er að þótt í hópi þrjá- tíu stigahæstu keppenda sé að finna stórmeistara frá tuttugu og einu þjóðlandi á meira en helmingur ættir sínar að rekja til fyrrverandi Sovét- lýðvelda. Rússneska verður því trú- lega helsta tungumálið í sölum ráð- stefnuhallarinnar í Biel. Jóhanni til aðstoöar verður Áskell Örn Kárason sem tók við starfi for- stjóra Unglingaheimilis ríkisins 1. jitíí sl. Áskell getur eflaust gefið Jó- hanni góð ráð í baráttunni við stíga- hæstu mennina en þar hafa svo ung- ir menn fylkt hði að gömlu meistar- amir telja jaðra við unglingavanda- mál. Yngstu keppendurnir eru Judit Polgar, sem verður 17 ára næsta fóstudag og Vladimir Kramnik og Vesehn Topalov sem eru nýorðnir 18 ára gamlir. Judit og Kramnik, hetjurnar frá síðustu ólympíuskák- mótum, ættu lesendur að kannast við en Búlgarinn Topalov er nýtt nafn á hsta yfir þá bestu. Hann hefur hækk- að um 130 stíg á einu ári. Kramnik er næststigahæstur og hklegt áskorendaefni. Þrátt fyrir ungan aldur býr hann yfir næmum stöðuskilningi. Eftirfarandi skák tefldi hann á stórmeistaramótinu í Dortmund um páskana. Ég styðst við athugasemdir hans í hollenska skák- ritinu New in Chess. Hvítt: Vladimir Kramnik Svart: Grigory Serper Drottningarbragð, Ragozin-afbrigð- ið. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 Rbd7 6. cxd5 exd5 7. Dc2!? h6 8. Bh4 c5 9. e3 Da5 Betra er að sögn Kramniks, 9. - c4 10. Be2 Da5 11. 0-0 Bxc3 12. bxc3 Re4 13. Hfcl með örhtíð betra tafh á hvítt en þannig tefldist einvígisskák Kramniks við Lautier í Cannes í ár. 10. Bd3 0-0 11. 0-0 c4 12. Bf5 He8 13. Rd2 Be7 14. Hael Rb6 Betra er 14. - RfB. 15. a3! Hugmyndin með þessum litla peðs- leik er að halda drottningu svarts í herkví á jaðrinum. Eftir t.d. 15. f3 Bx£5 16. Dxf5 Db4! 17. Dc2 Dd6 hefði svartur náð aö bæta stöðu sína. 15. - Be6? „Eftir þessi mistök verður svörtu stöðunni ekki lengur bjargað," segir Kramnik og bendir á 15. - Re4! 16. Bxe4 Bxh4 17. Bh7+ Kh8 18. Bf5 Bf6 og þótt drottningin svarta sé illa sett er ekki auðvelt að bijóta varnir svarts á bak aftur. 16. Bxe6 fxe6 17. Bxf6! Bxf6 18. f4! „Svarta staðan er vonlaus. Hann fær ekkert að gert sem stöðvar sókn hvíts á kóngsvæng." - Kramnik. 18. - Rd7 19. Rf3 Dc7 20. g4! Rf8 21. g5! hxg5 22. fxg5 Be7 23. e4 dxe4 24. Dxe4 Had8 25. He2 a6 26. Dg4 Da5 27. Re5! Ef nú 27. - Hxd4 28. Dh5 og hótan- irnar eru óviðráðanlegar. Svartur er bjargarlaus í stöðunni og tók þann skynsamlega kost að gefast upp. Bridge EM í Menton Pólveijar unnu íslendinga auð- veldlega þegar ísland mætti Pól- landi í 26. umferð. Þá voru Pólverj- ar í efsta sætí en íslendingar í þriðja. Þetta var lykilleikur fyrir báðar þjóðir, báðar þurftu á vinn- ingi að halda, Pólveijar th þess aö vinna tithinn en ísland th þess að komast th Chhe. Karl fyrirliöi stíhti upp Guðmundi og Þorláki gegn Gawrys og Lasocki en Jóni og Sævari gegn Bahcki og Zmudz- inski. Eftir á að hyggja held ég aö það hefði verið snjallt af Karh að setja Aðalstein á mótí Jóni sem sálfræðibrellu ef ske kynni að Pól- veijar myndu þá minnast ósigurs- ins í Japan. Auðvitaö hefur þetta hvarflað að honum en engu að síð- ur gerði hann þaö ekki. En þetta eru eflaust óþarfar vangaveltur. Pólveijar tóku fljótt forystu í leikn- um og í hálfleik var staöan 43-8 fyrir þá. Strax í öðru spih „stálu“ þeir geimi. A/N-S * AD83 + 7 ♦ 107 + AKD932 + G10542 + K32 ♦ 8542 + 4 * K76 V 10986 ♦ AD9 + 1076 í lokaða salnum sátu n-s Balicki og Zmudzinski en a-v Jón og Sæv- t a V ADG54 ♦ KG63 X. nod Umsjón Stefán Guðjohnsen ar. Ekki er opnun Jóns mér að skapi: Austur Suöur Vestur Norður 2spaðar* * pass 31auf 3grönd pass pass pass * 5+ spaðar og lághtur, undir opnun. Skoðun Jóns er sú að réttast sé að komast sem fyrst inn í sagnir og það má segja að opnun hans hafi komið andstæðingunum í von- laust geim. Hann þurfti hins vegar að finna rétta útsphiö og þegar tíg- ull varð fyrir vahnu tók Balicki 10 slagi. í opna salnum sátu n-s Þor- lákur og Guðmundur en a-v Gawr- ys og Lasocki. Sagnir voru mjög eðhlegar Austur Suður Vestur Norður pass pass lhjarta 21auf 3hjörtu dobl pass 4spaðar dobl 51auf dobl pass pass pass Ahorfendur töldu það mistök hjá austri að dobla fjóra spaða, sem voru ahtaf niður, en ég er viss um að Guðmundur heföi sagt fimm lauf hvort eð var. Spihð virtíst von- laust frá upphafi, einn tapslagur á hjarta, einn á tígul og eitthvað þurfti að gera við fjóröa spaðann. Austur sphaði út htiu hjarta, vest- ur drap á ás, sphaði meira hjarta, sem Þorlákur trompaði meðan austur kastaði kóngnum í. Þetta voru stór mistök hjá Gawrys því Þorlákur gat nú unnið spihð með því að lesa stöðuna rétt. Ef hann tekur trompin í botn, þrisvar spaða og endar í bhndum og síðan hjarta þá verður vestur að spha upp í tíg- ulgaffahnn. Þorlákur sphaði hins vegar upp á tvísvíningu í tígh og varð einn niður. Þrettán heppnis- impar th Póllands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.