Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Page 22
22
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Sérstæö sakamál
Lausnin á gátunni
fékkst eftir rúm 20 ár
Klukkan var tvö síödegis á svölum
desemberdegi í útborg Phoenix í
Arizona í Bandaríkjunum. Arlene
Powell, fjórtán ára, var nýfarin aö
heiman til þess að fara í kvik-
myndahús. Þangaö kom hún aldr-
ei.
Þaö haföi gerst áður að Arlene
heföi farið heim með vinkonu sinni
eftir kvikmyndahúsferð og þess
vegna fór móöir hennar, hin þrjátíu
og fimm ára gamla ekkja, Coral
Powell, fyrst að verða óróleg þegar
dóttir hennar var ókomin heim um
kvöldmatarleytiö.
Frú Powell hringdi til þeirra vin-
stúlkna sem Arlene heimsótti oft-
ast en hver á eftir annarri lýsti yflr
því að þær hefðu ekki hitt hana.
Þá gátu tvö skólasystkini hennar
skýrt frá því að hún hefði ekki
komið í kvikmyndahúsið.
Leitað til
lögreglunnar
Þegar klukkan var orðin hálfníu
um kvöldið hafði frú Powell, sem
var þá orðin mjög óstyrk, samband
við lögregluna. Þegar hún hafði
heyrt málavexti var strax hafin
umfangsmikil leit. Móðirin, gráti
næst, sat heima og bað til Guðs um
að dóttir hennar skilaði sér heim
eða fyndist heil á húfi. En henni
varð ekki að ósk sinni, hvorki þetta
kvöld né síðar. Arlene var horfin.
Lögreglan ræddi aftur og aftur
við vinkonur Arlene og nokkra
pilta sem hún hafði umgengist
allmikið um nokkurt skeið. Enginn
gat hins vegar gefið neinar þær
upplýsingar sem orðið gátu til þess
að varpa ljósi á hvarfið.
Næsta dag komu nokkrir rann-
sóknarlögreglumenn heim til frú
Powell og spurðu hana í þaula í
þeirri von að hún myndi eitthvað
sem oröið gæti vísbending.
Rætt við nágranna
Rannsóknarlögreglumennimir
vildu fá að heyra hvort frú Powell
teldi að Arlene kynni að hafa strok-
ið að heiman. Móðirin sagði að það
yrði að teljast óhugsandi. Dóttir
hennar væri rólynd og iðin stúlka
sem legði hart að sér í skóla í von
um að góð menntun og gott próf
yrðu til þess að auðvelda henni að
fá gott starf.
Lögreglan sneri sér nú að ná-
grönnunum og spurði hvort þeir
hefðu orðiö varir við eitthvaö sem
gefið gæti til kynna hvað orðið
hefði um Arlene. í næsta húsi
bjuggu Furrer-hjónin. Frúin hafði
farið til hárgreiðslukonu eftir há-
degi umræddan dag en Furrer
hafði setið heima og horft á sjón-
varp með ungum syni þeirra hjóna.
Allar fyrirspumir urðu til einsk-
is. Þaö var sem Arlene heföi gufað
Gerald Arrington.
Coral Powell, móðir Arlene.
upp. Lögreglan taldi því líklegast
að hún hefði látið ginna sig upp í
bíl og hefði ökumaður misboðið
henni kynferðislega en síðan ráðið
hana af dögum. Þess vegna var
máhð nú flokkað sem morðmál.
Miðill segir sittálit
Frú Powell fékk huggunarorð frá
nágrönnunum og systir hennar
kom flugleiðis frá Houston í Texas
til að vera við hhð hennar á þessum
erfiðu dögum.
Beðið var fyrir Arlene í kirkju á
staðnum en hún hafði verið í
kirkjukómum.
Lögreglan hélt áfram rannsókn
málsins næstu tvö árin en án ár-
angurs. Þá var máUð að mestu lagt
á hfiluna. Það var um svipað leyti
að miðill nokkur, Morris Warriner,
kom til Houston og kynntist systur
frú PoweU sem sagði honum frá
hvarfi Arlene. Þar eð systirin hafði
í fóram sínum nokkuð af fatnaði
sem Arlene hafði átt fékk hún
Warriner hann og eftir að hafa
handleikið flíkumar lýsti hann yfir
því að Arlene væri dáin. Hún hefði
verið kyrkt en moröinginn hefði
grafið likið. Meira gat hann þó ekki
sagt.
Þegar frú Powell fékk að heyra
þetta í síma sagði hún: „Þá Ut ég
svo á aö dóttir mín sé dáin. Ég mun
biðja fyrir henni og því að sannleik-
urinn komi í ljós.“
Mörg ár Uðu nú án þess að frú
PoweU yrði að ósk sinni. Fjórtán
árum eftir hvarf Arlene seldi hún
hús sitt í Phoenix og fluttist tU
Houston.
Arlene Powell.
Leitað til
annars miðils
Sunnudag einn, tuttugu og einu
ári eftir hvarf Arlene, fór frú Pow-
ell tU kirkju ásamt systur sinni og
mági. Presturinn, sem þekkti til
hvarfs Arlene, kom að máU við þau
að lokinni guðsþjónustunni og
spurði þau hvort þau vUdu ekki
koma heim til sín og konu sinnar
þá um kvöldið og þar voru þau
kynnt fyrir konu að nafni Hilda
Arrington.
„Ég hef heyrt um hvarf dóttur
þinnar, frú Powell," sagði hún. „Ég
ætla ekki að gefa ykkur neina von
en maðurinn minn er skyggn og
ég held að hann kunni að geta
hjálpað ykkur. Geti hann það ekki
held ég aö enginn geti það.“
Frú Powell féllst á að leita tU
Geralds Arrington miðils, þótt hún
hefði ekki mikla trú á tilrauninni.
Hún fór því skömmu síðar til Arr-
ington-hjónanna. Gerald var vin-
samlegur maður um sextugt og
hafði þá nýveriö heyrt um hvarf
Arlene tuttugu árum áður.
Það sem Gerald
skynjaði
Gerald bað fra Powell að fá sér
sæti andspænis sér. Síðan tók hann
um hendur hennar og hélt um þær
í um tíu mínútur. Þá fór hann að
tala og sagði meðal annars:
„Þú misstir dóttur fyrir mörgum
áram. Hún var ung, aðeins fjórtán
ára. Ég hef það á tilfinningunni að
hún hafi verið á leiðinni á ein-
hveija sýningu, ef til viU kvik-
myndasýningu."
Nú sleppti Gerald höndum frú
Powell og um leið fór hann að
svitna og skjálfa dálítið. Loks fór
hann að tala á ný en þá hafði rödd
hans breyst.
„Hún er nýfarin að heiman. Hús-
ið er einnar hæðar og úr rauðum
múrsteini. Hún gengur af stað en
fer aðeins skamman spöl. Þá kallar
til hennar maður. Hann býr í næsta
húsi og hún fer með honum inn í
húsið.“
Gerald lýsti nú manninum og var
lýsingin það góð að eftir að hafa
heyrt hana gat frú Powell sagt að
hún væri af fyrrverandi nágranna
hennar, Furrer. Þetta kom henni
afar mikið á óvart því engan hafði
granað Furrer sem hafði sagst hafa
setið fyrir framan sjónvarp með
ungum syni sínum síðdegið sem
Arlene hvarf.
Frekari lýsing
Gerald Arrington hafði ekki sagt
aUt því hann hélt áfram að skynja
atburði þessa örlagaríka dags.
Hann lýsti nú því sem gerst hafði
í húsi Furrers eftir að Arlene var
komin inn í það og lýsti því þegar
Furrer réðst á stúlkuna, misbauð
henni kynferðislega en kyrkti hana
síðan. Þá sagði miðUhnn að Furrer
hefði dregið líkið út um bakdyrnar
og út í garðinn að húsabaki. Hann
hefði farið með það út í það horn
garðsins sem fjærst var frá húsinu
en þar hefði hann grafið þaö. Að
því búnu hefði hann gróðursett
blóm á staðnum til þess að leyna
því að þar hafði verið grafið.
Frú PoweU, systir hennar og
mágur hlustuöu nær skjálfandi á
frásögnina en að henni lokinni
ákváðu þau að snúa sér til lögregl-
unnar í Houston, en Gerald Arring-
ton hafði nokkrum sinnum hjálpað
henni að upplýsa mál. Fullt mark
var tekið á frásögn þeirra og þegar
haft samband við lögregluna í
Phoenix.
Líkið finnst
Er hér var komið sögðu höfðu
Furrer-hjónin flust frá Pheonix fyr-
ir aUmörgum áram. Önnur hjón
bjuggu því í húsinu sem þau höfðu
átt og þótt þeim brygði við að heyra
hvert erindi lögreglunnar var
veittu þau fúslega leyfi sitt tU að
leitað yrði í garðinum á bak við
húsið.
Byrjað var á því að grafa í horn-
inu sem Gerald Arrington hafði
vísað á. Og ekki höfðu verið teknar
margar skóflustungur þegar í ljós
komu jarðneskar leifar ungrar
stúlku sem gat vart hafa verið
meira en fjórtan ára. Nokkuö var
enn heUlegt af fotunum sem hún
hafði verið í og þegar frú Powell
fékk að sjá fataleifamar bar hún
þegar kennsl á þær.
Þá var leitaö tU tannlæknis Ar-
lene sem átti enn kort það sem
hann hafði fyllt út þegar hann gerði
við tennur hennar og gaf saman-
burður við þær þá niðurstöðu að
enginn vafi léki á því að líkið væri
af Arlene PoweU.
Handtökutilskipun
var þegar gefin út á hendur Ru-
dolph Furrer, manninum sem búiö
hafði í-húsinu fyrr á árum. í fyrstu
vissi enginn hvert hann hafði flust
en lögreglan lét ekki sitt eftir liggja
og ekki leið á löngu þar til ljóst var
að hann hafðu flust til Pasadena í
Kaliforníu. Lögregla þar var beðin
um að handtaka hann en þegar hún
kom á vettvang var henni tjáð aö
Furrer hefði látist fiórum árum
áður af hjartabUun.
Jarðneskar leifar Arlene Powell
voru fluttar til Hóuston þar sem
þær vora jarðsettar á viðtekinn
hátt. Gat frú Powell nú gert það
sem hún hafði ekki getað gert í rúm
tuttugu ár, farið að gröf dóttur
sinnar. Það færði konunni, sem var
nú komin á efri ár, meiri sálarfrið
en hún hafði notið um langan tíma.