Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
23
Sendandi þessarar myndar, sem tekin er við Ráöhústorgið i Kaupmannahöfn í júní sl. er Guðmunda Jónsdóttir,
Fáfnisnesi 7 í Reykjavik. Stelpan á myndinni heitir Guðný Svava og yfirskriftin er: „Elskan, ég minnkaði barnið!“
Ljósmyndakeppni DV og Kodak:
Til mikils að vinna
„t sól og sumaryl" heitir þessi mynd, tekin af Val Óskarssyni, Leiðhömrum
15 í Reykjavík.
Undanfarna daga hefur veðrið leik-
ið við landsmenn og því verið upp-
lagt að taka fallegar myndir. Vafa-
laust hafa margir notfært sér það og
brugðið sér út í náttúruna með
myndavélina eða fest á filmu
skemmtileg atvik heima fyrir. Nú er
tilvalið að nota tækifærið og senda
skemmtilegustu sumarmyndina, eða
myndirnar, í ljósmyndakeppni þá
sem DV og Kodak standa fyrir. Það
éina sem þarf að gera er að merkja
þær vel og vandlega, skella þeim í
umslag og senda þær til DV. Nógur
er tíminn, því lokaskiladagur er ekki
fyrr en 15. september. Úrshtin verða
svo kunngjörð 24. september.
Myndavélar og
ferðavinningar
Það er til mikils að vinna að þessu
sinni, því keppt er um glæsileg verð-
laun í fjórum flokkum. Fyrstu verö-
laun verða veitt fyrir eina staka
mynd, fyrir þrjár bestu myndirnar
úr ferðalagi innanlands og þrjár
bestu úr ferðalagi erlendis verða
veitt ferðaverðlaun. Þá verða veitt
sérstök unghngaverðlaun fyrir fjór-
ar myndir.
Fyrstu verðlaun eru ekki af lakara
taginu, fullkomin ljósmyndavél af
gerðinni Canon EOSlOO, að verðmæti
69.900 krónur.
Fyrir myndir teknar á ferðalagi
innanlands verða veitt þrenn ferða-
verðlaun í áætlunarflugi Flugleiða
innanlands. Fyrir bestu myndirnar
teknar á ferðalögum erlendis verða
þrenn ferðaverðlaun í áætlunarflugi
Flugleiða til Evrópu og Bandaríkj-
anna. Sérstök unghngaverðlaun
verða svo veitt fyrir fjórar skemmti-
legustu myndirnar teknar af 15 ára
og yngri. Verðlaunin eru Prima 5
ljósmyndavél.
Dómnefndina, sem hefur þann
mikla vanda á höndum að velja bestu
myndimar, skipa þeir Gunnar V.
Andrésson og Brynjar Gauti Sveins-
son, ljósmyndarar á DV, og Gunnar
Finnbjömsson frá Kodak.
Myndirnar eru þegar teknar að
streyma inn og hér á síðunni birtast
nokkrar þeirra sem borist hafa í
keppnina. í næstu helgarblöðum
verður haldið áfram að birta
skemmtilegar sumarmyndir. Og nú
er bara að drífa vélina upp og fara
að mynda. Merkið hveija þeirra
mynda sem þið sendið í keppnina
með nafni og heimihsfangi, stingið
þeim í umslag og sendið til DV. Ut-
anáskriftin er:
Skemmtilegasta sumarmyndin
DV, Þverholti 11
105 Reykjavík
Benedikt Guðbjartsson, Flókagötu 5 i Hafnarfirði, tók
þessa mynd og kallar hana: „Hátt hreykir heimskur
sér.“
„Sumarbros á Þingvöllum" nefnist þessi mynd sem
Björk Guðbrandsdóttir, Eyjabakka 32 í Reykjavík, tók
af þeim Sigrúnu og Sveini.
ixíOTAÐIR
BÍLAR FRÁ
VOLVO
6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ
LÁN TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA
TÖKUM NOTADA UPPÍNOTADA
VOLVO 740 FÖLKSBÍLAR
OG 740 STATION
o 0
Volvo 740 GL Volvo 740 GL
4 dyra, sjálfsk. 4 dyra, sjálfsk.
Árgerö 1986 Árgerö 1987
Ekinn: 72.000 km Ekinn: 85.000 km
Verð: 890.000 kr. Verð: 1000.000 kr.
0 o
Volvo740GL Volvo740GL
4 dyra, sjálfsk. 4dyra, sjálfsk.
Árgerö 1988 Árgerð1987
Ekinn: 73.000 km Ekinn: 70.000 km
Verð: 1150.000 kr. Verð: 1000.000 kr.
VOLVO 240 FÓLKSBÍLAROG
240 STATION
0 0
Volvo240GL Volvo 240 DL
4 dyra, 5 gíra 4 dyra, sjálfsk.
Árgerö 1987 Árgerð1988
Bdnn: 90.000 km Ekinn: 75.000 km
Verð: 680.000 kr. Verð: 750.000 kr.
o 0
Volvo 240 GL Volvo240GL
4 dyra, sjálfsk. 4 dyra, sjálfsk.
Árgerð 1986 Árgerö1987
Ekinn: 67.000 km Bdnn: 76.000 km
Verð: 680.000 kr. Verð: 780.000 kr.
VOLVO
FAXAFENI 8 • SÍMI 91- 685870