Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.1993, Page 28
28
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Fjölskylda hans var rekin úr landi árið 1938:
eftir að
ætti aldrei
siá hann"
- sagði gyðingurinn Hans Mann Jakobsson þegar frændi hans, Felix Rottberger, birtist á húströppunum
Æðsti draumur Felix Rottberger var að sjá landið sem hann fæddist í þrátt
fyrir að íslensk stjórnvöld ráku hann, foreldra hans og systur úr landi, vit-
andi að þeirra biði ekkert nema dauðinn í höndum Hitlers. Hér er Felix á
heimili móðurbróður síns með eiginkonu sinni, Hannah.
Fæðingarvottorð Felix Rottberger sem fæddist á íslandi árið 1936. Hann
telur sig vera fyrsta gyðinginn sem fæðist á íslandi.
„Ég og systir mín skrifuðumst allt-
af á en ég hef ekki taiið mig geta far-
ið frá landinu til að heimsækja hana.
Auk þess hef ég unnið verkamanna-
vinnu sem rétt hefur dugað fyrir
daglegu brauði. Ég varð alveg undr-
andi þegar sonur hennar birtist hér.
Á því átti ég ekki von enda var hon-
um vísað úr landinu á sínum tíma,“
segir Hans Mann Jakobsson, sem
verður áttræður eftir tvo mánuði, en
hann fékk óvænta heimsókn um síð-
ustu helgi. Systursonur hans, Felix
Rottberger, beið við hliðið að húsi
hans er Hans kom úr gönguferð. Þeir
frændur hafa ekki sést í 55 ár og
Felix man lítið eftir því - hann var
aðeins tveggja ára. Felix fæddist á
íslandi 16. september 1936 en þurfti
að yfirgefa landið árið 1938 sam-
kvæmt skipunum íslenskra yfir-
valda ásamt foreldrum sínum og
systur.
Mál fjölskyldunnar hefur verið
sagnfræðingum hugleikið og um það
hefur verið skrifað í bókum, t.d. bók
Þórs Whitehead, Stríð fyrir strönd-
um, og í bókum Einars Heimissonar.
Sá síðarnefndi tók einnig viðtöl við
systkinin árið 1988 sem birtust í Þjóð-
lífi. Árið 1985 birti helgarblað DV
kafla úr bók Þórs þar sem fjallað var
um sögu Rottbergerfjölskyldunnar.
Flúði nasista og
hélttil íslands
Hans Rottberger, faðir Fehx, kom
hingað th lands árið 1935. Hann flúði
undan ágangi nasista en Hans rak
útvarpsverslun í Berlín sem Hitlers-
menn yfirtóku. Hans reyndi að þrá-
ast við í fyrstunni þegar nasistar
bönnuðu honum að selja ýmis þekkt
og góð merki og seldi á svörtu. Það
varð til þess að hann var tekinn í
yfirheyrslu hjá lögreglu og var mis-
þyrmt hrottalega. Hans ákvað þá að
flýja land og tók stefnuna á ísland
sem hann hafði heyrt um og honum
þótti nógu langt í burtu frá nasistum.
Kona hans, Olga, sem þá átti von á
fyrsta barni þeirra, beið þar til barn-
ið fæddist en hélt þá á eftir manni
sínum til íslands. Móðir Olgu og
bróðir, Hans Mann, flúðu einnig til
íslands. Hans Mann hafði áður
flækst um Evrópu í leit að griðastað.
Rottbergerhjónin eignuðust annað
bam sitt á íslandi árið 1936; það var
Felix. Hans starfaði við leðuriðju en
sagt er að íslenskur verslunareig-
andi, Ath Ólafsson, hafi kært hann
þar eð honum þótti verslun sinni
standa ógn af samkeppninni. Það
varð til þess að Hans og Olga, kona
hans, voru köhuð til yflrheyrslu og
þeim síðan vísað úr landi. í viðtah
við Einar Heimisson í Þjóðlífi sagðist
Olga muna enn þá setningu sem lög-
reglan sagði við hana á íslensku: „Ef
þér farið ekki með góðu þá farið þér
með lögregluvaldi."
Danirbjörguðu
lífi þeirra
Skipið sem flytja átti Olgu, Hans
og htlu bömin þeirra tvö til Þýska-
lands lagði af staö 10. maí 1938 og fjöl-
skyldan var flutt að skipshhð í lög-
reglufylgd. Það vUdi fjölskyldunni tU
happs að skipið, Brúarfoss, hafði við-
dvöl í Kaupmannahöfn. Þar fékk hún
landvistarleyfi og má því segja að
Danir hafi bjargað lífi hennar. Olga
sagöi í Þjóðlífsviðtalinu: „Ég myndi
líkja því við réttarmorð sem íslensk
stjórnvöld frömdu á okkur. Þau
sendu okkur í rauninni beint í dauð-
ann.“
Olga og Hans Rottberger eru bæði
látin. Þau bjuggu í Danmörku til árs-
ins 1942 er þau urðu að flýja þegar
nasistar gerðu skipulega leit að gyð-
ingum í landinu. Þau skUdu fjögur
börn sín eftir á kaþólsku barnaheim-
ih en flúðu sjálf til Svíþjóðar. Fimmta
barn hjónanna fæddist í Svíþjóð. Það
var ekki fyrr en að stríðinu loknu
sem fjölskyldan sameinaðist á ný.
Þau tóku sér búsetu í Danmörku til
ársins 1955 en þá flutti fjölskyldan
aftur til Þýskalands.
Felix, sem nú er kominn til að líta
augum landið þar sem hann fæddist,
ber mikinn hlýhug til íslands og ís-
lendinga þrátt fyrir það sem gerðist.
í sjö ár hefur hann lagt tU hliðar
sparifé tU að komast hingað. Hann
hefur lesið ahar þær bókmenntir um
ísland sem hann hefur komist yfir
og hann skírði yngsta son sinn Tor-
sten, eins og íslenska nafnið Þor-
steinn. Það var því mikU eftirvænt-
ing hjá honum og fjölskyldu hans er
Norræna lagðist aö bryggju á Seyðis-
firði. Hann hlakkaði mikið til að hitta
frænda sinn í Reykjavík sem vissi
raunar ekki af komu þeirra.
Birtist
algjörlega óvænt
„Ég vissi hvar frændi átti heima
og við fundum húsið fljótlega. Þegar
ég kom að útidyrunum sá ég að skrif-
að var Hans fyrir ofan bjöhuna og
þar var líka gyðingastjarnan. Þá var
ég viss um að við værum á réttum
stað. Hins vegar svaraði enginn þeg-
ar ég hringdi. Mér fannst ótrúlegt að
svo gamall maður hefði farið langt
þar sem hann er ekki heUsuhraustur
svo við ákváðum að bíða í bUnum
HíUíj.*. IJ }*. 1S. Ju-v. 1537
Tit ttoVvo - •lUivJ»j~'*~oCí*\<><L*~**{1*''*v»
Ij lii -jjw. ( Wl Aa’JA^VO. , aj Ív.loAtijfA
J M v<AW A</ <J lUi Avvifc-'J éj fU .
alvWVWW -n'Jo.'fcw., -Ij H UL
f-jwo . H •**•’*•**•** itMUtU <J A</ ~rr>
cfwolvAil fv.V~.OV A JOv~vow~.'~~J,' .
V~.~W , —<1 , vVj’va éj
<j U( fout-v-j »* AjV
•ú*. ftj.u.v L~w^v_ • 8*— «■ ~~ *"’~<j> jo~vfctt *J
ILMi. XoHiv 4~4~ ~VV<fv Jf~Ȓ . V*. U~v~ ~v ,
ioji w. iv.'*.lujw <j u~~ .
V( u , JUcM.' , fu <j » /U~.tc~|<v.f
»' ~~~w A'( »v*-
t~. Æfílívfv.
I . /~ ■ V3* U,'. i).
Bréf sem Hans Rottberger sendi til
íslenskra yfirvalda þar sem hann
óskaði eftir áframhaldandi dvalar-
leyfi. Þvi var synjaö.
Olga og Hans Rottberger, foreldrar
Felix, með dóttur sína, Annie, í Sví-
þjóð árið 1944. Þangað flúðu þau
undan nasistum frá Danmörku og
urðu að skilja fjögur börn eftir á
kaþólsku barnaheimili. íslendingar
vísuðu þeim úr landi ásamt tveimur
ungum börnum.
fyrir utan húsið þangað tfl hann
kæmi. Það voru ekld Uðnar nema um
tíu mínútur þegar gamall maður
kom gangandi í átt að húsinu. Ég
vissi um leiö að þetta var frændi og
konan min sagði að þetta hlyti að
vera hann, svo líkur væri hann
mér,“ segir Fehx. „Við hlupum til
hans og kynntum okkur og það voru
sannarlega skemmtUegir endurfund-
ir þó gamla manninum hafl auðvitaö
brugðið þar sem hann átti alls ekki
von á okkur," heldur Felix áfram.
Frændi hans, Hans Mann, útskýrir
að hann hafi ekki búist við að mað-
ur, sem búið væri að senda úr landi
á kostnað rikisins, gæti komið aftur
tU þess lands. „Það var undirskrifað
að þessi fjölskylda kæmi aldrei aft-
ur,“ segir gamU maðurinn. Hans
Mann og móður hans var einnig vís-
að úr landi, fyrst árið 1938. Móðirin
var ekki heilsuhraust og þess vegna
fengu þau mæðginin frest. Það vUdi
þeim til happs að Bretar hertóku ís-
land, reyndar aðeins mánuði eftir að
ítrekað hafði verið að þau færu úr
landinu.
Það var hins vegar ekki fyrr en
þrjátíu árum síðar sem Hans Mann
fékk ríkisborgararétt á íslandi. Þá
fyrst gat hann kvænst sambýUskonu
sinni, Olgu Ásgeirsdóttur. Olga átti
eina dóttur sem Hans Mann ól upp.
Þau hjónin eignuðust ekki barn sam-
an.
Feginn að fá
að halda lífi
Hans Mann telur að mágur hans,
Hans Rottberger, hafi verið of stífur
og gert mistök með því að „hann
framleiddi leðurvörur sem hann
mátti ekki. Sama var í Þýskalandi,
þá streittist hann líka á móti nasist-
um. Það varð honum ekki til fram-
dráttar."
Hans Mann er ennþá bitur vegna
þess sem gerðist á stríðsárunum. „Ég
gat aldrei fyrirgefið að íjölskylda mín
skyldi vera rekin burt. En mér hefur
engu að síður Uðið ágætlega á íslandi
og er þakklátur fyrir að hafa haldið
lífi,“ segir hann. Hans Mann er feg-
inn því að allt hafl loks gengið vel
hjá systur hans, mági og börnum.
Felix stjórnar stóru gyðingafélagi í
Þýskalandi og er yfirmaður kirkju-
garða. Börnin hans hafa öll komið
sér vel fyrir í Þýskalandi.
Hans Mann hefur sýnt Felix hvar
hann fæddist og bjó í Reykjavík á
sínum tíma. Og hvar amma hans bjó
á Hringbrautinni. Foreldrar Felix
bjuggu hjá Hjálpræðishernum fyrst
eftir að þau komu til landsins. Síðan
bjuggu þau á Hofsvallagötu og það
hús stendur enn.
Fyrsti gyðingur sem
fæddur eráíslandi
Felix telur sig vera fyrsta gyðing-
inn sem fæddur er á Islandi. Hann
segist hafa sent forsætisráðuneytinu
bréf og beðið um styrk til að heim-
sækja landið. Því bréfi var aldrei
svarað. „Það er mjög dýrt að koma
hingað með fjölskylduna," segir
hann.
Felix segist þó vera afar glaður að
hafa komið. Þeim fannst reyndar
talsvert kalt meðan þau óku um
landið og tvisvar lentu þau í snjó-
komu. „Fólkið hér er elskulegt og það
kemur vel fram við ferðamenn."
Felix segir að nú hafi gamall
draumur hans ræst. „Ég ætlaöi að
vera búinn að koma hingað fyrir
löngu. Það var bara svo erfitt þar sem
ég var að ala upp fimm böm.“
Felix segist ekki muna hvort hann
og móðir hans töluðu einhvern tíma
um ísland og hann orðaði það ekki
við hana að hann langaði þangað: „í
hennar huga var það ekki hægt. Ef
einhver er rekinn úr landi þá fer
hann ekki þangað aftur. Ég kem
hingað sem ferðamaður og trúi því
ekki að íslendingar setji sig upp á
móti því. Það er mjög mikilvægt fyr-
ir mig að koma hingað. Við höfum
ætlað þetta lengi og konan mín hefur
unnið úti undanfarið til að við gæt-
um safnað meiri peningum."
Viljahelstgleyma
nasistatímabilinu
Felix keypti sérstakan húsbíl til
37
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1993
Felix Rottberger var alsæll að finna móðurbróður sinn, Hans Mann Jakobsson, en hann hefur i mörg ár safnað fyrir íslandsferð.
fararinnar og í honum hafa þau íjög-
ur sofið á leiöinni kringum landiö.
„Nú er ég mjög hamingjusamur að
hafa komið hingað og vel getur verið
að ég komi aftur seinna. Mér líkar
vel við landið þó aö það sé kalt. Þar
sem við búum í Freiburg er minnsta
sólskin mælt í tímum í öllu Þýska-
landi en okkur fmnst ægilega kalt
hér,“ segir Felix. Hans Mann grípur
það á lofti og segir: „Ég vil heldur
lifa í kulda og friði en með nasistum
í Þýskalaíídi. Ég var alltaf hissa á
þeim að snúa aftur til Þýskalands
eftir það sem þau höfðu upplifaö."
Felix segist ekki vilja velta sér upp
úr þessu hörmulega tímabili og seg-
ist ekki heldur vilja sjá bíómyndir
um það. „Þetta voru stríðstímar,"
segir hann.
Felix hefur ekki haft samband viö
Einar Heimisson, sem býr í Þýska-
landi, en hann hafði mikið samband
við móður hans meðan hún lifði og
einnig við yngstu systur hans. „Bók
hans, Götuvísa gyðingsins, hefur
verið gefin út í Þýskalandi og hana
hefur Felix lesið.
Vel tekió á íslandi
Stjúpdóttir Hans Mann bauð
þessum óvæntu gestum í veislu heim
til sín í vikunni og sagði Felix að
þeim hefði verið mjög vel tekið hjá
þessari einu íjölskyldu frænda hans
hér á landi. Hans Mann hefur hins
vegar ekki í hyggju að heimsækja
ættjörð sína. „Ég er búinn að kaupa
gröfina mína. Ég vil búa hér í friði
og deyja í friði," segir hann. „Mér
líkar ekkert sérstaklega við þegar þið
fjölmiðlafólk eruð að rifja upp þessar
ljótu endurmimúngar. Ég vil helst
gleyma þessu tímabili. Því miður eru
að koma upp aftur nasistar í Þýska-
landi en þar sem ekki eru nógu marg-
ir gyðingar til að ofsækja þá finna
þeir sér Tyrkja eða einhverja aðra,“
segir hann.
Sagan setur svip
á kynslóðina
Felix segist ekki hafa þennan bit-
urleika eins og frændi hans. Hins
vegar sé því ekki að neita aö sagan
Felix keypti húsbíl til að ferðast á um ísland. Tvö yngstu börnin, Torsten og Anja, komu með foreldrum sínum.
Þau hafa skoðað borgina, t.d. hvar Felix fæddist. Hér eru þau með frændanum Hans Mann sem hafði ekki hug-
mynd um að þau væru að koma til islands. DV-myndir Brynjar Gauti
setur svip á hans kynslóö. Þegar gyö-
ingar á hans aldri heilsast og spyrja
hver annan hvaðan þeir séu kemur
oftast runa af löndum þar sem þeir
eru fæddir, uppaldir og svo framveg-
is. „Ég spurði einn vin minn nýlega
hvaðan hann væri og hann svaraði:
Ég er fæddur í Búlgaríu en ólst upp
í Rúmeníu. Síöan bjó ég nokkur ár 1
París, gifti mig í Englandi og nú bý
ég í Þýskalandi."
Felix á marga vini í öllum stéttum
í Þýskalandi og hann segist þekkja
marga sem hafa komið til íslands.
„Ég hef spurt mikið því ég viídi vita
allt um landið," segir hann.
Saga þessarar flölskyldu er vissu-
lega ömurleg en segja má að það sé
gleðilegt að Felix fékk að sjá aldraðan
móðurbróöur sinn.
Gyðingaofsóknir
á íslandi
Einar Heimisson segir í grein er
hann birti í Þjóðlífi að hin ótrúlega
harka íslenskra stjórnvalda gagn-
vart ofsóttu og hijáðu fólki á fjórða
áratugnum muni verða eilíft rann-
sóknarefni sagnfræðinga. Til dæmis
voru íslendingar mun harðari og
ósveigjanlegri en Danir. Þá segir Ein-
ar: „Ekki má gleyma þeirri staðreynd
að fjórði áratugurinn var tími mik-
illa þrenginga í íslensku þjóðfélagi
og atvinnuleysi oft mikið. Tortryggni
gagnvart innflytjendum var af þeirri
ástæðu veruleg. En annars staðar í
Evrópu, t.d. Danmörku, var efna-
hagsástandið tæpast miklu skárra
þótt þar virðist meiri miskunn hafa
verið sýnd gyðingum og öðrum
flóttamönnum en á íslandi. í raun
má hlinda íslenskra stjórnvalda á
seinni hluta fjóröa áratugarins telj-
ast með ólíkindum; fregnir af skefja-
lausum ofsóknum og grimmd þýskra
yfirvalda virðast hafa skipt þau Utlu
máh og engu breytt um afstöðu
þeirra gagnvart hinu ofsótta fólki."
Reyndi margsinnis
að fá dvalarleyfi
Hans Rottberger reyndi marg-
sinnis að fá leyfi til að vera áfram í
landinu á sínum tíma en allt kom
fyrir ekki. Hann sendi dóms- og
ldrkjumálaráðuneytinu bréf 18. júní
1937 þar sem hann bað ráðherra að
framlengja dvalarleyfi sitt. ‘Það
hljóðaði svo:
„í raun og veru hef ég ekki mikið
nýtt að skýra frá. Hvað atvinnu
minni viðvíkur, bý ég til leðurvörur,
buddur, veski og töskur úr íslensku
skinni í heimavinnu, eins og í fyrra.
Ég hef nákvæmt bókhald og hef gefið
upp efnahagsreikning til skattstof-
unnar í janúarmánuði. Viðvíkjandi
einkalífi mínu, leyfi ég mér að skýra
frá að ég hef eignast son og fæðing
hans og nafn er skrásett hjá séra
Bjarna Jónssyni. Hann er nú níu
mánaða gamall og eldri dóttir tutt-
ugu mánaða gömul. Vér erum skuld-
laus, bæði með húsaleigu og annað.
Ef það er mögulegt, herra ráð-
herra, fer ég fram á framlengingu á
dvalarleyfi mínu til tveggja ára.
Virðingarfyllst, Hans Rottberger."
Ekki var þessi beiðni tekin til
greina frekar en aðrar frá þessari
fjölskyldu.
Fékkhvíld
í íslenskri moldu
í bókinni Stríð fyrir ströndum
segir: „Dómsmálaráðuneytið hafði
ætlað að vísa móður og bróður Olgu
Rottbergers úr landi um svipað leyti
og þeim hjónum. Þetta dróst á lang-
inn enda tók af samgöngur við Þriðja
ríkið er stríðið hófst. Allt fram á vor-
ið 1940 voru embættismenn þó að
ráðgera að hrinda þessu umkomu-
lausa og sárþjáða fólki úr landi.
Breski herinn steig hér á land og eft-
ir það var ekki unnt að koma mæðg-
inunum aftur í hendur Hitlers eða
setja þau á Guö og gaddinn annars
staðar á meginlandi Evrópu. Eftir
áralangt hugarvíl hlaut gamla kon-
an, Helena Mann, hvíld í íslenskri
moldu. Þá var stríðinu nýlokið og
hún vissi að fjölskylda dóttur sinnar
haíði með naumindum lifað af helför
gyðinga. Sonur hennar, Hans Mann,
sem aldrei brást móður sinni í þess-
um þungu raunum, gerðist nýtur
þegn íslenska ríkisins þrátt fyrir allt
sem á undan var gengið.“
-ELA