Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993 Fréttir Lögreglumaður á landsbyggðinni segir gróft ofbeldi hafa aukist: Of beldismenn í haldi þar til dómur gengur - refsingar í líkamsárásarmálum of vægar, að mati héraðsdómara „Ég get ekki séð betur en að tilefn- islaust, gróft ofbeldi hafi aukist í seinni tíð. Áöur voru þetta kjaftshögg og búið en nú virðast lappirnar alltaf vera á lofti. Ég hef mínar kenningar um af hveiju þetta hefur aukist. Það eru þessir stælar í amerísku kvik- myndunum sem gefa árásarmönnum hugmynd um hvaða brögðum þeir eiga að beita. Ég er búinn að vera í lögreglunni á þriðja áratug og sein- ustu ár hefur meira verið um að gróf- um aðferðum sé beitt þegar ráöist er á lögreglu. Menn virðast beita öllum brögðum, svo sem að skalla okkur og sparka í okkur,“ sagði lögreglu- maður á landsbyggðinni þegar blaða- maður DV leitaði skýringa á auknu grófu ofbeldi um helgar. Fjöldi líkamsárása átti sér stað um seinustu helgi og helgina þar áður var maður í miðbæ Reykjavíkur stunginn sex stungum í bakið með hnífi og lá á Borgarspítalanum þar til í gær er hann fékk að fara heim. Árásarmaðurinn, átján ára piltur, var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag en Rannsóknarlög- reglan krafðist gæsluvarðhaldsúr- skurðar til 1. september. RLR hefur ákveðnar hugmyndir Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá Rannsóknarlögreglunni, segir Rannsóknarlögregluna hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig taka eigi á ofbeldisbroti eins og þessu. „Við lítum þannig á að æskilegt sé, allra hluta vegna og með tilliti til almannahagsmuna og réttarvitund- ar almennings, aö maður sem er uppvís að grófu ofbeldi sé tekinn og hafður í haldi þar til mál hans hefur verið dæmt. Trúir þessu þá höfum við gert kröfur um langt gæsluvarð- hald í hvert skipti sem við handtök- um svona mann í því skyni að málinu verði lokið og dómur gangi án þess að maðurinn gangi laus í millitíð- inni. Þetta er lífshættuleg vopnuð árás og öll svona mál hafa forgang hjá okkur,“ segir Hörður. Dómstólar ekki sammála Hörður segir rannsóknarlögregl- unni ekki hafa gengið sem best að fylgja þessu sjónarmiði eftir. í kjölfar árásarinnar hafi rannsóknarlögregl- an fariö fram á gæsluvarðhald í 37 daga en það hafi verið stytt niður í 12 daga af héraðsdómi. Hann segir dómskerfið ekki alveg samstíga rannsóknarlögreglunni hvað þetta viðhorf varðar, þó svo sé yfirleitt, því tvívegis í vetur hafi Hæstiréttur hnekkt úrskurði héraðsdóms og stytt þannig gæsluvarðhaldstíma sem héraðsdómur hafði úrskurðað. „Þetta er sjónarmið sem ég held að almenningur sætti sig illa við. Mað- ur, sem vitað er að framið hefur al- varlegt ofbeldisverk af einhverju tagi, gengur laus þegar ljóst er að hann hefur brotið af sér og jafnvel unnið til fangelsisrefsingar," segir Hörður og vitnar hér í lög um með- ferð opinberra mála og hegningarlög. Forsendur gæsluvarðhalds- úrskurða Þegar héraðsdómur og Hæstiréttur taka afstöðu til kröfu lögreglu um gæsluvarðhaldsúrskurði styðjast þeir við 13. kafla laga um meðferð opinberra mála en í 103. grein segir meðal annars að aðeins megi setja m^nn í gæsluvarðhald ef ástæða þyki til og hann hafi gerst sekur um refsi- verða hegðun; ef ætla má að söku- nautur torveldi rannsókn máls; ef sökunautur hefur strokið, falið sig eða farið út úr ákveðnu marki eða gert tilraun í þá átt; ef sökunautur reikar um án þess að hafa fast heim- ili eða dvalarstað og hefur ekki möguleika til þess að hafa löglega ofan af fyrir sér; ef sterkur grunur leikur á að brot hans varði tíu ára fangelsi; ef ætia má að hann haldi áfram brotum, ef hann er látinn vera laus meðan máli hans er ekki lokið og ef varðhald má telja nauðsynlegt til þess að veija aðra fyrir árásum sökunauts eða hann fyrir árásum eða áhrifum annarra manna. Mannréttindaþátturinn vegur þungt Við úrskurð héraðsdóms var tekið tillit til þess að sökunautur gæti tor- veldað rannsókn en ekki að brot hans væri það alvarlegt að ætla mætti að varðhald væri nauðsynlegt með tdlliti til almannahagsmuna. Dómari, sem DV ræddi við, var ekki reiðubúinn að ræða um þetta einstaka mál en sagði að það væri tilhneiging til að hafa varðhaldstíma styttri nú en á árum áður. Sennilega vegna þess að rannsókn mála tæki styttri tíma í dag en áður fyrr og að menn teldu frelsissviptingu sem þessa það alvarlegt inngrip í einkalíf manna. Einnig gæti verið að mann- réttindasjónarmið spiluðu stærri hlut í dag en áður fyrr. Refsingar í líkamsárásarmál- um of vægar Einn dómari, sem DV ræddi viö, sagði að sér þættu refsingar í lík- amsárásarmálum of vægar og það væri skoðun margra héraðsdómara. Einkanlega í samanburði við auðg- unarbrot þar sem verið væri að fjalla um atlögu gegn fjármunum, sem yf- irleitt væri hægt að bæta sér upp, en ekki heilsu og mannhelgi sem er náttúrlega miklu alvarlegra. Jafnvel þótt refsiramminn væri þetta hár væru refsingar ekki harðari en þær væru en dómar Hæstaréttar hefðu alltaf fordæmisgildi og hann legði þannig línurnar með sínum dómum. Hann sagðist einnig geta ímyndað sér, ef menn gengju út frá því að refs- ingar hefðu almenn varnaðaráhrif, að vægar refsingar hefðu áhrif á tíðni líkamsárása. Að öðru leyti treysti hann sér ekki til að tjá sig um sam- spil refsinga og tíðni líkamsárása. -PP í dag mælir Dagfari Sum blöð eru betri en önnur. Sum- ir blaðamenn eru miklu betri blaðamenn en aðrir. Sumir eru jafnvel hafnir yfir það að vera í hópi annarra blaðamanna eða í slagtogi með öörum fjölmiðlum. Þessi munur felst í því hvaða mál blaðamenn fjalla um og hvemig þeir fjalla um þau. Venjulegast er það mál markaðarins, lesendanna, áhorfendanna og áheyrendanna að dæma um ágæti fjölmiðla en til eru þeir blaðamenn sem eru svo miklu betri blaðamenn en aðrir að þeir sjá ástæðu til að setja ofan í við kollega sína ef þeir haga sér ekki eins og góðu blaðamennimir og góðu fjölmiðlamir. Agnes Bragadóttir er í hópi þeirra blaöamanna sem veit miklu betur en aðrir blaðamenn hvenær blaðamenn em góðir og hvenær ekki. Hún veit líka best hvenær fjölmiðlar eiga að fjalla um mál og hvenær þeir eiga ekki að gera það. Þannig hefur Agnes þessi tekið að sér að vemda ráðafólk og fyrir- menn fyrir ónæði sem þeir hafa af fjölmiðlum þegar fjölmiðlar taka sér fyrir hendur að fjalla um ráða- fólkið sem vill ekki láta fjalla um sig. Sérstaklega ef það er óþægilegt. Sumir segja að Agnes sé blaöa- miklu betra í Sovétinu í gamla daga þar sem Pravda var eitt um hituna og hafði marga góöa blaðamenn sem vissu nákvæmlega hvenær ráðafólkið vildi láta skrifa um sig og hvaö átti aö skrifa um það. Hér heima hafa blaðamenn alis ekki skilning á hagsmunum ráðafólks- ins og það eru ekki nema örfáir eins og Agnes Bragadóttir sem skilja hvað þetta er óþægilegt fyrir ráðafólkið. Smygl er smygl, segja vondir blaðamenn, en Agnes segir að smygl sé ekki smygl ef það er smyglað óvart og smyglið er í eigu vinkonu ráðafólksins sem veit ekk- ert um smyglið og er þar að auki búið að segja Agnesi frá því prívat að þetta hafi verið klaufaskapur vegna þess að taska hafi týnst. Og þótt allir viti að smyglaða kjötið hafi fundist hjá ráðafólkinu og eng- inn vissi hver ætti kjötið, nema sá sem átti kjötið, þá eiga fjölmiðlar ekki að segja orð frá þessu atviki vegna þess að það er dónaskapur gagnvart ráðafólki, sem á vini sem eiga kjöt, sem ekki má hafa með, þegar sagt er frá því að kjötið hafi fundist hjá ráðafólki sem ekki átti kjötið sem það var meö. Dagfari Sannleiksást Agnesar fulltrúi fyrir ráðafólkið. Þaö er að segja ráðafólkið sem er vel við hana og henni sjálfri er vel við. Það er sennilega misskilningur en Agnes starfar á Morgunblaðinu og Morg- unblaöið fjallar ekki um óþægileg mál fyrir ráðafólkið sem fjölmiðlar eru að ofsækja og rægja í tíma og ótíma. Morgunblaðið vill ráða því með Agnesi og Agnes ræður því á Morgunblaðinu hvenær það hentar ráðafóikinu að sagt sé frá þess málum og Agnes gerir meira. Hún vill fá að ráða því líka hjá öðrum fjölmiðlum og skammar aðra fjölmiðla fyrir aö vera vondir við ráðafólkið. Agnes vill að vondu fjölmiðlarnir biðji góða ráðafólkið afsökunar á því þegar þeir segja frá málum ráðafólksins sem Morgun- blaðið segir ekki frá. Þegar smyglaða kjötið fannst í farangri utanríkisráðherrahjón- anna áttu fjölmiðlar ekki að segja frá kjötinu og alls ekki frá utanrík- isráðherrahjónunum af því að þau hjón eru gott ráðafólk sem átti ekki kjötið og þó annar ætti kjötið mátti ekki segja frá því að þau hjónin ættu ekki kjötið því það var óþægi- legur rógur að segja frá því að þau ættu ekki kjötið eða yfirleitt að kjötið hefði fundist. Þaö var í mesta lagi klaufaskapur að kjötið var í farangrinum og það var af því að vinafólk ráðherrahjónanna hafði gleymt kjötinu 1 farangri ráðherra- hjónanna og tollurinn tók kjötið án þess að ráðherrahjónunum fyndist það tiltökumál. Og af því ráöherra- hjónunum fannst þetta ekki til- tökumál og þau áttu ekki kjötið er það ofsókn og rógur að mati góða blaðamannsins á Morgunblaðinu að segja frá því að kjötið hafi fund- ist og hjá hveijum og af hveiju. Það er auðvitað heilmikiö til í þessu hjá Agnesi. Ráðherrahjón geta ekki vitað hvað slæðist með farangri þeirra til landsins og í raun og veru eru mikil óþægindi af því fyrir ráðafólk hversu margir fjölmiðlar eru í landinu og hvað þeir fjalla um sem ráðafólkið vill ekki að sé fjallað um. Þetta var

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.