Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Page 14
14
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Kjötið og rógurinn
Um miðjan síðasta mánuð var þeim upplýsingum kom-
ið á framfæri við nokkra fjölmiðla frá sjónarvotti í frí-
höfninni á Keflavíkurflugvelli að ósoðið kjöt hefði fund-
ist í farangri utanríkisráðherrahjónanna. Þetta fréttaskot
var að sjálfsögðu kannað af viðkomandi fjölmiðlum enda
alvarlegt mál ef rétt reyndist. Innflutningur á ósoðnu
kjöti er bannaður og meint tilraun til smygls á slíkum
vamingi er auðvitað alvörumál hjá yfirmanni tollgæsl-
unnar á velhnum eða maka hans. Slíkt gæti kostað ráð-
herrann stöðuna.
FuDtrúi tollvarða í fríhöfninni neitaði í fyrstu að kann-
ast við máhð en staðfesti síðar að ólöglegt kjöt hefði fund-
ist 1 farangri utanríkisráðherrahjónanna. Utanríkisráð-
herra hafnaði því aigjörlega að slíkt kjöt hefði fúndist í
farangri hans en vísaði á konu sína til frekari svara. Hún
viðurkenndi að kjötið hefði fundist í poka sem var á far-
angursvagni hennar, en kjötið hefði ekki verið á hennar
vegum heldur vinkonu hennar.
DV var ekki fyrst með þennan fréttaflutning en 27.
júlí sl. birti blaðið frétt um fjölda þess fólks sem notast
við diplomatavegabréf eða sérstök vegabréf, svokölluð
„rauð kort“, og lét þess jafnframt getið að utanríkisráð-
herrafrúin hefði gefið framangreinda skýringu á tilurð
kjötsins. Daginn eftir berst blaðinu yfirlýsing frá Brynju
Benediktsdóttur leikstjóra, sem játar að kjötpokinn hafi
tilheyrt henni. Þessi yfirlýsing er birt í DV fimmtudaginn
29. júlí. Að öðru leyti hefur ekki verið fjallað um þetta
kjötmál í fréttum DV.
Agnes Bragadóttir, fréttamaður á Morgunblaðinu, tel-
ur hins vegar ástæðu til að skrifa langa grein í blað sitt
á laugardaginn, með dylgjum um ofsóknir og rógburð á
hendur utanríkisráðherrahjónunum af hálfu DV og ann-
arra fjölmiðla. Það svarar hver fyrir sig en ritstjóm DV
fyrir sitt leyti visar slíkum áburði á bug sem rakalausum
og ómaklegum þvættingi.
Það er svo annar handleggur og sýnu alvarlegri að
grein Agnesar gengur út á það að þetta kjötmál hafi ekki
átt erindi í fjölmiðla og þeir eigi að biðjast afsökunar á
frumhlaupi sínu. Sami tónn kemur fram í yfirlýsingu
Brynju Benediktsdóttur, sem skrifar með vandlætingu
um það upphlaup sem orðið hafi út af kjötpokanum henn-
ar.
Hvað hggur fyrir í þessu máli? Það er staðfest að ósoð-
ið kjöt hafi fundist í farangri utanríkisráðherrahjón-
anna. Ráðherrar njóta sérstakra vegabréfa á ferðalögum
sínum og venjan mun vera sú að aðstoðarmenn þeirra
fá heimild til að fara inn í fríhöfnina til að flytja farang-
ur þeirra óskoðaðan í gegn. Viku effir að máhð kemst í
fjölmiðla er upplýst að umræddur smyglvamingur er
eign vinkonu konu utanríkisráðherra. Ekki eru bomar
brigður á þá játningu, en spumingin er sú, hvort það sé
eðlilegt og óaðfinnanlegt að aðrir farþegar geti komið
ólöglegum vamingi fyrir í farangri fólks sem nýtur for-
gangs í fríhöfninni? Sú fuhyrðing er marklaus hjá Brynju
Benediktsdóttur þegar hún ber fyrir sig ókunnugleika
um að ósoðið kjöt megi ekki flytja th landsins. Það veit
hvert mannsbam, hvað þá þeir sem ferðast mikið.
Fjölmiðlar þurfa ekki að biðjast afsökunar á því að
gera máhð heyrinkunnugt og leita sannleikans 1 því. Það
er þvert á móti mikh siðblinda sem felst í þeirri afstöðu
að ekki megi leita svara við því hver beri ábyrgð á smygl-
uðu kjöti sem finnst í fórum ráðherrahjóna. Þögn fjöl-
miðla um máhð væri óafsakanleg vanræksla á skyldum
þeirraoghlutverki. HaukurHelgason
„Fjöldi fólks fer daglega í og úr vinnu milli höfuöborgarsvæðisins og Suðurnesja eða austur yfir fjall.“ - Á
Reykjanesbrautinni.
Skattareglur gegn
hagkvæmri byggðaþróun
Greiðari samgöngur og staekkun
atvinnu- og viðskiptasvæða er ein
helsta forsenda þess að unnt sé meö
hagkvæmum hætti að breyta at-
vinnumynstri á landsbyggðinni
um leið og hagrætt er í sjávarút-
vegi og landbúnaðarframleiðslan
er aðlöguð að innanlandsneyslu.
Nú hefur komið fram að skatta-
reglur sem skilgreina að allur akst-
ur milli heimilis og vinnustaðar sé
í þágu starfsmanns eru beinlinis
hemill á hagkvæma þróun at-
vinnusvæða og byggðar.
Viðskipti og samskipti
Sameining fyrirtækja í sjávarút-
vegi, stækkun eininga og samvinna
milli byggðarlaga um rekstur fyrir-
tækja eru allt saman málefni sem
hafa verið tahn til framfara fyrir
atvinnulíf á landsbyggðinni.
Meiri viðskipti og hvers kyns
samskipti milli byggðarlaga hafa
orðið sífellt auðveldari með greið-
ari samgöngum og viðhorf fólks til
þess að sækja vinnu í annað sveit-
arfélag hafa verið að breytast. Á
síðustu tveimur til þremur áratug-
um hefur orðið ör breyting í þess-
um efnum.
Nú þykir ekki lengur tiltökumál
að sækja vinnu 25-50 kílómetra leið
eða jafnvel lengra. Vegir hafa alls
staðar batnað og bílamir eru orðn-
ir miklu öruggari en þeir voru.
Þetta hefur ekki síst þýðingu fyrir
fólk til sveita.
Sauðfjárrækt er í auknum mæli
að þróast yíir í hlutastarf. Minni
framleiðsla, kvótakerfið og síðast
en ekki síst mikil framleiöniaukn-
ing, t.d. með aukinni frjósemi ánna
og auöveldari heyskap hafa snar-
minnkað vinnuþörfina viö sauð-
fjárræktina.
Minni vinnuþörf við sauðfjár-
KjaUarinn
Vilhjálmur Egilsson
alþingismaður og
framkvæmdastjóri
Verslunarráðs íslands
rækt eða mjólkurframleiðslu þarf
hins vegar ekki aö kalla á breyt-
ingu á byggðamynstrinu ef hægt
er að stækka atvinnusvæðin og fólk
til sveita getur sótt vinnu til þétt-
býlisstaða eða annað frá heimili.
Viðurkennum íslenskar
aðstæður
Á höfuðborgarsvæðinu hefur
svipuð þróun verið að gerast og á
landsbyggðinni. Fjöldi fólks fer
daglega í og úr vinnu milli höfuð-
borgarsvæðisins og Suðumesja eða
austur yfir fjall. Því er mjög íþyngj-
andi sú stefna sem skattyfirvöld
hafa tekið á undanfömum árum
að herða sífellt á meðferö öku-
tækjastyrkja.
Nú er unnið stíft eftir þeirri skil-
greiningu að kostnaður við akstur
frá heimili að vinnustaö sé ekki
frádráttarbær og dæmi um athuga-
semdir við akstur frá Reykjavík
vestur í Reykhólasveit vegna
stjómarfunda í fyrirtæki.
Skattayfirvöld hafa m.a. eytt
miklum tíma í bílamál opinberra
starfsmanna. Þeir munu margir
gera kröfur um að hið opinbera
sjái þeim fyrir bíl og notkun bíla-
leigubíla mun án efa aukast mjög
sem hvort tveggja er óhagkvæmara
en semja um notkun á einkabíl í
þágu starfsins.
Best væri að breyta reglunum
þannig að skilgreina tiltekna fjar-
lægð t.d. 5 eða 10 km milli heimils
og vinnustaðar sem viðmiðunar-
mörk sem eölilegt sé að telja að
akstur geti ekki verið í þágu vinnu-
veitanda. Sé lengra í vinnuna
mætti álíta akstur umfram viðmið-
unina vera í þágu vinnuveitand-
ans. Við verðum að viðurkenna ís-
lenskar aðstæöur í skattalögum.
Vilhjálmur Egilsson
.. skattareglur sem skilgreina að all-
ur akstur milli heimilis og vinnustaðar
sé 1 þágu starfsmanns eru beinlínis
hemill á hagkvæma þróun atvinnu-
svæða og byggðar.“
Skoðanir aimarra
Verslunin vínnur á
„í nágrannalöndunum, þar sem þjóðarfram-
leiðsla og hagvöxtur standa hvað hæst, vinna u.þ.b.
33% við frumgreinar en 66% við verslun og þjón-
ustu. Innan Evrópubandalagsins er gert ráð fyrir að
í næstu framtíð muni störf í verslun og þjónustu
aukast í allt að 80-90%. Sýnir þaö glöggt hverjir fram-
tíðarmöguleikar verslunar eru og hversu nauðsyn-
legt er að skapa þessari atvinnugrein jöfn skilyrði á
við aðrar, þannig að við sitjum ekki eftir sem hrá-
vöruframleiðendur um ár og framtíð.“
Birgir Rafn Jónsson,
form. íslenskrar verslunar, í Mbl. 31. júlí.
Ríkisstof nanir til landsbyggðar
„Stjómskipuð nefnd hefur nú skilað áliti um
flutning ríkisstofnana út á land og lagt fram tillögur
um málið. ... Ekki virðist í fljótu bragði neitt sem
mælir sérstaklega gegn því að þær stofnanir sem um
ræðir - Landhelgisgæslan, Rarik, Skipulag ríkisins,
Byggðastofnun, Veiðimálastofnun eða Landmæling-
ar ríkisins - geti starfað úti á landsbyggðinni og
haft þar sínar aðalstöðvar. ... Hvert verður næsta
skref stjórvalda? Verður hafist handa um fram-
kvæmd þessara tillagna og hvenær?"
Úr forystugrein Timans 30. júlí.
Frestið lántökum
„Venjuleg verðtryggð lán kosta um 20% á ári um
þessar mundir burtséð frá því hvað við gerum. Það
er alltof mikill vaxtakostnaður. Við hefðum því
gjaman kosið aö þurfa ekki að hækka nafnvexti
höfum leitað allra annarra leiða.... Við segjum einn-
ig við þá sem hyggjast taka lán að það sé skynsam-
legt að bíöa í nokkrar vikur. Núna er viss verðbólgu-
toppur að ganga yfir og það er skynsamlegt fyrir
fólk sem getur frestað lántökum að gera það.“
Valur Valsson, bankastj. íslandsbanka,
i viðtali í Mbl. 31. júlí.