Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
15
Blint er gestgjafaaugað
Undanfamar vikur hefur verið
rætt um starfsemi erlendra hóp-
stjóra hér á landi, ekki síst í kjölfar
kærunnar á hendvu- starfsmanni
Studiosus. Af þessum umræðum,
bæði í blöðum og á útvarpsrásum,
hef ég einungis haft spumir í gegn-
um þriðja aðila enda var ég upptek-
inn í staríi mínu sem leiðsögumað-
ur úti á landi.
Erlendir hópstjórar
Ástæðan fyrir því að ég hef ró og
næði einmitt núna (21. júlí, á aðal-
ferðamannatíma!) er sú að í gær fór
ég út á Keflavíkurflugvöll til að
sækja nýjan hóp sem ég átti svo að
fylgja um landið í tvær vikur.
Einn farþeganna veifaði þá ein-
hverju plaggi framan í mig og sam-
stundis var sú manneskja orðin
fararstjórinn en ég orðinn verkefn-
islaus. „Farðu bara heim, góði, hér
er engin þörf fyrir þig.“ (Ekki ná-
kvæmlega hennar orðaval en skila-
boðin vom þau sömu.)
Á plagginu hafði einhver í félags-
málaráðuneytinu veitt þessum er-
lenda hópstjóra leyfi til að taka
vinnu frá íslenskum leiðsögu-
manni. Að vísu var ég ráöinn af
íslenskri ferðaskrifstofu og var
bæði með menntun og reynslu til
að sinna þessu verkefni (og hafði
reyndar með sóma stjórnað sams
konar ferð fyrr í sumar). En það
breytti ekki því að það var hinn
erlendi hópstjóri sem lagði af stað
í hringferð um landið á meðan ég
sit núna við greinarskriftir í
Reykjavík.
Atvinnuleysi í ágúst
Aftur og aftur heyrast hinir og
þessir sérfræðingar tala um hug-
myndir sínar um að „lengja ferða-
mannatímann“. Staðreyndin er
hins vegar sú að margir þeirra
manna, sem hafa átt stóran hlut í
að byggja upp stöðuna sem er í dag
- en hér á ég við fararstjórana í
Félagi leiðsögumanna, horfa núna
fram á atvinnuleysi í ágúst.
Þeir hafa núorðið margir ekki
einu sinni vinnu í tvo heila mán-
uði. Á meðan þeir sitja heima verk-
efnalausir sigla starfsmenn Studi-
osus, Kneissl og sívaxandi fjölda
hollenskra fyrirtækja óáreittir
KjaUariiin
Ingo Wershofen Herbetsson
leiðsögumaður
leiðar sinnar í hinni margrómuðu
„atvinnugrein framtíðar" okkar.
Hér er ekki ætlunin að undrast
einu sinni enn yfir skilningsleysi
eða skammsýni ráðamanna okkar.
Frekar skal lesendum skemmt með
fáeinum tölum á þessum hagræð-
ingartímum ríkisstjórnarinnar.
íslenskir hagsmunir?
Samkvæmt núgildandi kjara-
samningi Félags leiðsögumanna og
Félags íslenskra ferðaskrifstofa
(sem er reyndar kominn til ára
sinna) eru mánaðarlaun fastráð-
inna leiðsögumanna milli 59.851 kr.
og 72.818 kr. En við skulum gefa
okkur miklu hærri laun til að fá
einfaldari tölur (bætum eins mik-
illi yfirvinnu við og með þarf) og
láta okkur stuttlega dreyma um 100
þúsund á mánuði. Af þessari upp-
hæð kæmi hinn íslenski leiðsögu-
maður (ef hann bara fengi vinn-
una) til með að láta rúmlega 18
þúsund fara til skattyfirvalda (41%
mínus persónuafsláttinn).
Ef. félagsmálaráðuneytið tekur
hins vegar af honum vinnuna með
því að bjóða hana einhveijum er-
lendum hópstjóra þá borgar sá ekki
eina einustu krónu í skatt hérlend-
is, en ríkið, við öll, borgar hinum
íslenska leiðsögumanni rúmlega 42
þúsund í atvinnuleysisbætur. -
Lauslega reiknað munar því hér
um 60 þúsundum í ríkiskassanum.
En þessa styrki til erlendra ferða-
skrifstofa má að sjálfsögðu endur-
heimta í gegnum virðisaukaskatta
á íslenskar bækur og ferðaþjónustu
á vegum íslendinga. Nógu hug-
myndarík er ríkisstjómin nú. Eru
virkilega enn til menn sem trúa því
að hinir kosnu fulltrúar þjóðarinn-
ar setji íslenska hagsmuni á odd-
inn?
Ingo Wershofen Herbertsson
„Á plagginu haföi einhver í félagsmála-
ráðuneytinu veitt þessum erlenda hóp-
stjóra leyfi til að taka vinnu frá íslensk-
um leiðsögumanni.“
Greinarhöfundur segir marga fararstjóra horfa fram á atvinnuleysi í ágústmánuði.
Réttindabrot í réttarríki
Margir telja að umræðunni um
frelsi sé ofaukið í íslenskri stjóm-
málaumræðu. Bent er á að ísland
hafi stjómarskrá þar sem frelsi
manna sé tryggt. Það er þó mis-
skilningur að eftir að plagg með
yfirlýstu frelsi hafi náöst sé barátt-
unni fyrir því lokið. Sannleikurinn
er sá að þá er hún rétt að hefjast
þó svo góð vígstaða hafi vissulega
náðst. Það óheillaspor hefur verið
stigið hér á landi að dómstólarnir
hafa túlkað mannréttindaákvæði
stjórnarskrárinnar sem kvöð.
Skylduaðild að trúfélögum?
Nú nýlega féll dómur íslenska
ríkinu í óhag í evrópska mannrétt-
indadómstólnum í annað sinn á
skömmum tíma. Þegar málstaður
íslenska ríkisins er skoðaður hlýt-
ur maður að spyrja sig hvaða aug-
um þessir menn liti umbjóðendur
sína. íslenska ríkið hélt því fram
að félagafrelsið, sem tryggt er í
stjórnarskránni, fæh ekki í sér rétt
manna til að standa utan félaga!
Með þessari röksemdafærslu
mætti hvaða' félagsskapur sem er
skrá alla landsmenn í félag sitt og
rukka þá um félagsgjöld rétt eins
og verkalýðsfélögin.
Menn sjá vitanlega í hendi sér
hversu fráleitt trúfrelsi væri ef
menn hefðu ekki rétt til að standa
utan trúfélaga og eignarréttur ef
menn hefðu ekki rétt til að selja eða
gefa eignir sínar. Sem betur fer
KjaUarinn
Þórður Pálsson
B.A. í heimspeki
hefur íslenska ríkið ekki beitt þess-
ari túlkun sinni í miklum mæli.
Stéttarfélög eru ekki eina dæmið
um að menn séu neyddir til aðild-
ar. Eins og Jónas Fr. Jónsson, lög-
fræðingur Verslunarráðs íslands,
hefur til dæmis bent á, að það sé
alveg jafn óeðlilegt að menn séu
neyddir til að vera í ákveðnum líf-
eyrissjóöum og aö menn þurfi að
vera í stéttarfélögum. Þótt menn
séu skyldaðir til að leggja fyrir til
efri áranna er fráleitt að menn
skuli ekki fá aö ávaxta lífeyri sinn
hjá þeim sem þeir treysta best til
þess. Lífeyrissjóðir eru gífurlega
mikilvægar stofnanir rétt eins og
bankar og tryggingarfélög. Þess
vegna verða þeir aö lúta aga ftjáls
markaðar. Pólitísk stýring á spa-
rifé landsmanna er ekki einungis
tímaskekkja heldur ógnar hún líka
afkomuöryggi fólks á elliárunum.
Réttindabrot Ríkisútvarpsins
Annað dæmi um að neikvætt
frelsi sé virt að vettugi er nauð-
ungaráskrift að RÚV. Ef fyrirtæki
sendir manni vöru og reikning með
henni óumbeðið þá er maður vitan-
lega ekki skyldugur til að greiða
fyrir vöruna, maður endursendir
vöruna og málið er leyst. RÚV á
hinn bóginn sendir öllum eigend-
um viðtækja (nema starfsmönnum
RÚV!) reikning fyrir áskrift.
Þegar nokkrir „áskrifendur" ger-
ast síðan svo djarfir aö benda inn-
heimtudeild RÚV á að þei’r hafi
aldrei gerst áskrifendur og vilji
ekki vera það, hvað gerir þá RÚV?
RÚV tekur þá ekki af áskrifenda-
lista sínum og biðst velvirðingar
eins og eðlilegast væri. Nei, þvert
á móti gerir RÚV auglýsingar fyrir
nauöungargjöldin þar sem gert er
gys að þeim sem vilja ekki vera
áskrifendur.
Þar birtast þeir Hemmi Gunn og
Ingólfur Hannesson - fulltrúar
þeirrar hámenningar sem RÚV
teflir fram gegn útlendri lágmenn-
ingu sem ómissandi landvættir -
og manni er bent á að áskriftin sé
„einungis" 65 krónur á dag. Hvort
65 krónur er mikið eða lítið er ekki
RÚV að dæma heldur þeirra sem
eiga peningana, hafa greitt af þeim
skatta og bjóðast ótal aðrir ráðstöf-
unarmöguleikar.
Þar að auki safnast 65 krónurnar
á dag í tæpar 24.000 krónur yfir
árið og þætti það eflaust mörgum
góð búbót í desember. Að svara
kvörtunum með dónaskap er lík-
lega hluti af þessari „nútímavæð-
ingu“ sem ýmsir vinstrimenn vilja
að komi í stað einkavæðingar.
Þórður Pálsson
„Með þessari röksemdafærslu mætti
hvaða félagsskapur sem er skrá alla
landsmenn í félag sitt og rukka þá um
félagsgjöld rétt eins og verkalýðsfélög-
u
lifútiálandi
„Ég tel að
sameining
sveitarfélaga
sé fyrst og
fremst til að
styrkja sveit-
arstjórnar-
stigið i land-
inu. Lands-
byggðinni Guðmundur Bjarna-
hefur smátt son, bæjarstjóri í
ogsmáttverið Neskaupstað.
að blæða út undanfarin ár og
núna tel ég að sé möguleiki að
snúa þeirri þróun við meö því að
sameina sveitarfélög þannig að
þau séu hæfari til að taka við
auknum verkefnum frá ríkinu en
verið hefur lúngað tll. Þetta er
grundvöllurinn fyrir því að
mannvænlegt lif ■ þróist á lands-
byggðinni. Viö höfum veriö að
horfa á það í gegnum árin hvern-
ig fólkinu fækkar alltaf stöðugt
úfi á landl Ég held að þaö sé
möguleiki aö snúa þeirri þróun
við með því aö styrigá sveitar-
stjómarstigið og færa aukin
verkefni frá ríki til sveitarfélaga.
Sameimngineralgj Ört grundvall-
aratriðí í því aðfá öfiugri sveitar-
félög.
Við verðum að trúa því að sveit-
arfélögin fái aukin verkefni og
vissulega er eftir að semja við
ríkið en þ ví núður ríkir ekki mik-
ið traust milli ríkis og sveitarfé-
laga. Lengi má manninn reyna
og ég trúi að það takist vitrænir
samningai- múli ríkis og sveitar-
félaga þar sem sveitarfélögum
verði tryggðir tekjustofnar til að
takast á við frekari verkefni eins
og skólamál og heilsugæslu.“
Offors í sam-
eininguiiiii
faílinn sam-
einingu sveit-
arfélaga al- ;
mennt. Byggð
í landinu hef-
ur breyst og
sum sveitar-
félög eru orö-
in rojög fá-
menn og fá-
menn sveitar- “.Feiiahrepp,.
félög er erfitt að reka. Ef lítil
sveitartélög vilja sameinast af
sjálfsdáöum hef ég ekkert nema
gott um það að segja en mér finnst
alveg óþolandi þetta offois sem
hefur verið i sameiningarmálum
sveitarfélaga. Ég hef verið boðaö-
ur á Qöldann allan af fundum um
að leggja niður mitt: sveitarfélag.
Ég hef borið metnaö fyrir þetta
sveitarfélag og ég er ekki sáttur
við að það verði lagt mður. Ég
held að það sé skipulagt af stjórn-
völdum að draga saman byggð í
landinu með því að setja jaðar-
byggðir í eyöi, auka miðstýringu
og taka veiöiréfiinn af afskekkt-
um sjávarplássum og færa Jiann
til nokkurra manna og félaga,
Himr sitja eftir og verða settir á
einhvcr vaxtarsvæði sem ég er
ekki spenntur fyrir.
Fyrir þremur árum sömdti
sveitarfélögin við ríkið um
breytta verkaskiptingu og hún
hefur reynst nokkuð vel. Vegna
góðrar reynslu af þessari verka-
skiptingu finnst mér ekkert liggja
á þvi að færa aukin verkefni til
sveitarfélaganna. Verkefnatil-
færslurnar verða áreiðanlega á
kostnað dreifbýlisins. Skólum
veröur fækkað og þjónusta við
fólkið úti á landi minnkar. Sveit-
arfélög fá minni peninga til að
reka akóla og heilsugæslu en nú
því að hið opinbera vill alltaf
spara.“ -GHS