Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1993, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1993
17
íþróttir_______________
Marseilles
tapaði
Prönsku meistaramir, Marseil-
les, fengu skell í deildarkeppn-
inni um helgina. Marseilles tap-
aði þá, 1-2, gegn nýliðum Cannes.
Paris St. Germain og Monaco,
sem bæði töpuðu fyrstu leikjum
sínum í frönsku deildinni, náðu
sér á strik um helgina og unnu
bæði leiki sína. Parísarliöið sigr-
aði Lille, 2-1, með mörkum þeirra
David Ginola og Svians Kenneth
Andersson. Monaco vapn auð-
veldan sigur á Toulouse, 3-0, og
skoraöi Þjóðverjinn Jurgen
Klinsmann eitt markanna. St.
Etienne, sem ætlaöi sér stóra
hluti á timabilinu tapaöi öörum
leik sínum í röð, nú 0-1 gegn
Nantes. Bordeaux er á toppnum
eftir 3-0 sigur gegn Le Havre.
Arsenal vann en
Unitedtapaði
Arsenal sigraði í 4-liða keppni
i Suður-Afríku um helgina þegar
Lundúnaliðið vann, 1-0, sigur á
heimaliöinu, Kaiser Chiefs. Ke-
vin Campbell skoraði sigurmark-
ið í leiknum. Þá vann Benfica,
1-0, sigur á Manchester United í
vináttuleik liðanna á Old Traf-
ford á sunnudag. Rússinn Sergei
Yuran gerði sigurmark portúg-
alska liðsins.
Robsonfékk
rauðaspjaldið
Mikil læti hafa spunnist út af
leik Arsenal og Manchester Un-
ited í æfingaleik liöanna í Suöur-
Afríku á dögunum. í leik liðanna
var Bryan Robson, fyrrum fyrir-
liði enska landsliðsins, rekinn af
velli fyrir mótmæli við dómar-
ann. Enska knattspymusam-
bandið tekur strangt á því þegar
enskur leikmaður fær rauða
spjaldið þótt það sé vináttuleikur
i útlöndum og Robson gæti átt
yfir höfði sér tveggja leikja.bann
í byrjun keppnistímabilsins í
Englandi.
Jafnthjá Urugu-
ay og Ecuador
Uruguay og Ecuador gerðu
óvænt jafntefli, 0-0, í heimsmeist-
arakeppninni í knattspyrnu í
Montevideo á sunnudag. Flestir
áttu von á að Uruguay mundi
sigra i leiknum þar sem liöið
hafði unnið báða leiki sína fyrr í
keppninni. Uruguay er þó enn í
efsta sæti í riðlinum en með sigri
hefði liöið nánast tryggt sér sæti
í úrslitum keppninnar.
Bayernvann
íbikarnum
Bayem Munchen sigraði
áhugamannahðið Bremen, 5-1, í
1. umferð þýsku bikarkeppninn-
ar á mánudag. Bayern hafði
mikla yfirburði í leiknum og
hefði getað unnið helmingi stærri
sigur. Bruno Labbadia skoraði 3
mörk fyrir Bayem og þeir Lothar
Matthaus og Adolfo Valencia eitt
mark hvor, 8 þúsund áhorfendur
sáu leik hðanna sem fram fór á
heimavehi áhugamannáhðsins.
Lentinislasaðist
íbílslysi
Gianluca Lentini, leikmaður
AC Mílan, meiddist mjög illa í
bilslysi nálægt Tórínó í gærmorg-
un. Lentini missti stjórn á bil sín-
um á hraðbrautinni og rann bíll-
inn út í skurð. Lentini var bjargað
úr bílnum áður en hann varð al-
elda og mátti htlu muna aö verr
fært Lentini meiddist alvarlega á
höfði og baki í slysinu og mun
örugglega veröa frá knattspymu
í einhvern tíma.
Evrópumeistaramótiö í sundi:
Guttler með
nýtt heimsmet
- Franziska van Almsick með tvenn guilverðlaun
Karoly Guttler frá Ungverjalandi
setti heimsmet í 100 m bringusundi
á fyrsta keppnisdegi í sundkeppni
Evrópumeistaramótsins í Sheffield á
Englandi í gær. Þá gerði hin unga
Franziska van Almsick það gott á
mótinu í gær og nældi sér í tvenn
gullverðlaun.
Karoly Guttler kom í mark í 100 m
bringusundi karla heihi sekúndu á
undan næsta manni á tímanum
1:01,04 sem er heimsmet eins og fyrr
segir.
Almsick sigraði örugglega í 100 m
skriðsundi kvenna á 54,57 sek. sem
er Evrópumet. Hún var einnig í sig-
ursveit Þýskalands í 4x200 m skrið-
sundi sem kom í mark á 8:03,12 sek.
Krisztina Egerszegi frá Ungverja-
landi lét ekki sitt eftir hggja. Hún
sigraði í 400 m fjórsundi kvenna og
var skammt frá heimsmetinu, synti
á 4:39,55 mín.
Nítján ára gamah Finni, Antti
Kasvio, skaut ólympíumeistaranum
Evgeny Sadovyi ref fyrir rass í 200 m
skriðsundi karla, kom í mark á
1:47,11 mín. en Sadovyi synti á 1:47,25
mín.
í dýfingum varð þýska stúlkan
Brita Baldus Evrópumeistari í
keppni af þriggja metra bretti og þar
með hafa Þjóðverjar forystu í keppn-
inni um verölaun á mótinu, hafa
unnið til sex guhverðlauna.
-BL
Varð að standa
við orð mín
- sagði Bryndís Ólafsdóttir sem setti íslandsmet
Bryndís Ólafsdóttir setti í gær ís-
landsmet í 100 metra skriðsundi á
Evrópumeistaramótinu í sundi sem
fram fer í Sheffield. Bryndís synti á
58,55 sekúndum og sigraði í sínum
riðh. Það dugði þó skammt í þessari
hörðu keppni því hún hafnaði í 21.
sæti af 33 keppendum og komst ekki
áfram í úrshtin.
Mjög ánægð með
árangurinn
„Ég er mjög ánægð með árangurinn
og það var virkilega gaman að setja
íslandsmet. Ég varð að standa við orð
mín og setja met og það er sérstak-
lega gaman því margir héldu að ég
væri útbrunnin sem sundkona. Það
hefði vissulega verið gaman að kom-
ast áfram en hinir tímarnir voru
mjög góðir og í heildina er það mjög
viðunandi að lenda í 21. sæti af 33
keppendum," sagði Bryndís í spjalh
við DV í gær.
Bróðir Bryndísar, Amar Freyr Ól-
afsson, er einnig með í for á Evrópu-
mótinu. Hann keppti í 200 m skrið-
sundi í gær, synti á 2:06,61 mín. og
varö í 29. og síðasta sæti, 8,5 sekúnd-
um á eftir næsta manni. Þessi grein
var aukagrein hjá Amari Frey en
hann keppir fyrir hádegi í dag í 400
metra fjórsundi karla. Amar Freyr
er ekki í sínu besta keppnisformi,
hann er enn að ná sér eftir salmon-
ehusýkinguna sem hann fékk á smá-
þjóðaleikunum á Möltu í vor.
Bryndís keppir einnig snemma í
dag í 200 metra skriðsundi.
-RR/BL
Bryndís Ólafsdóttir
hóf keppni á Evrópumótinu i sundi
meö þvi að setja nýtt glæsilegt ís-
landsmet í 100 metra skriðsundi.
DV JOV
Allt útlit er fyrir það að Jón Karlsson, kylfingur úr GR, missi áhugamannaréttindi sin
vegna þess að hann stundar golfkennslu. DV-mynd KK
UMFGfærKana
- góður skotbakvöröur og öflug 3ja stiga skytta
Vdkovfertíl
Panathinaikos
Alexander Volkov, sem lék í
þijú ár með Atlanta Hawks í
NBA-deildinni, hefur gert tveggja
ára samning við gríska hðið Pan-
athinaikos. Samningurinn er
metinn á um 15 milljónir ísl kr.
Volkov, sem er fyrmm leikmaður
sovéska landsliðsins sáluga, lék á
ítalíu síðasthðinn vetur með hði
Reggio Calabria. Volkov, sem er
framherji, er 29 ára gamall.
Tarpley i banni vegna
fíkníefnanotkunar
Roy Tarpley má ekki leika
körfuknattleik í NBA-deildinni
þar sem hann hefur margoft orð-
ið uppvís að notkun fíkniefna.
Tarpley lék í fyrra með Aris Sal-
onki á Grikklandi en í vetur fær-
ir hann sig um set yfir til Olymp-
iakos Piraeus.
hefja titilvörnina
íCharlotte
Michael Jordan og félagar í
Chicago Buhs hetja titilvöm sína
i deildinni 5. nóvember gegn
Charlotte á útivelh. Buhs, sem
stefna aö sínum fjórða tith á jafn-
mörgum árum, hafa styrkt hð sitt
með Króatanum Toni Kukoc.
Phoenix Suns hefja leik í Forum
hölhnni gegn LA Lakers sama
kvöld. Innbyrðisleikir Chicago og
Phoenix verða 30. nóvember og
5. febrúar.
Hinn árlegi stjömuleikur í
NBA-deildinni, sá 44. í röðinni,
verður sunnudaginn 13. febrúar
1 Minneapolis í Minnesota.
TekurBobWeiss
viðLACIippers
Bob Weiss, fyrmm þjálfari Atl-
anta Hawks, hefur komið til tals
sem næsti þjálfari Los Angeles
Chppers.
UtahsemurviðWright
Utah Jazz hefiir náð samkomu-
lagi við nýhðann Luther Wright
en hðið valdi haxm í fyrstu um-
ferð háskólavalsins í sumar. Þá
hefur LA Chppers samið við
Henry James. New Jersey Nets
hefur einnig náö samkomulagi
viö nýhðann Ðavid Wesley.
Rodney McCray er
þrefaldur meistari
Rodney McCray, sem keyptur
var til Chicago Bulls fyrir síðasta
keppnistímabh, hefur unnið af-
rek sem aðeins sjö aðrir leikmenn
í sögunni hafa leikið eftir. Hann
hefúr orðið meistari í mennta-
skóla, háskóla og NBA. McCray
varð tvívegis fylkismeistari í New
York með Vemon menntaskólan-
ura á áttunda áratugnum, há-
skólameistari meðLouisville 1980
og loks NBA meistari með Buhs
í vor. Af þeim sjö sem áður hafa
unnið þetta afrek er Magic John-
son þekktastur en af hinum má
neíha Quinn Buckner og Jerry
Lucas.
Bradley gerir stóran
samning við 76’ers
Nýliðinn Shawn Bradley, sem
valinn var annar í háskólavalinu
í sumar, hefur gert 190 mhljóna
samning við Philadelphia 76’ers
til sex ára. Bradley, sem er 2,28 m
hár míðherji, hefur ekki leikiö
körfuknattleik í tvö ár þar sem
hann var að boða mormónatrú í
Ástralíu. Áður lék hann í eitt ár
með Brigham Young háskóla.
Harold Kalz, eigandi 76’ers, við-
urkennir að samningurinn sé
mesta áhætta sem hann hafi tekið
thþessa. -BL
Ægir Már Kárason, DV, Grmdavfle
Úrvalsdehdarlið Grindvíkinga í körfu-
knattleik hefur gert samning við banda-
rískan leikmann, Wayne Case að nafni,
um að hann leiki með félaginu í vetur.
Case, sem er 25 ára gamall og 1,88 metrar
á hæð, er dökkur á hörund og er talinn
vera mjög góður skotbakvörður og geysi-
öflug 3ja stiga skytta. Hann hefur leikið í
háskólakörfuboltanum í Vestur-Virginíu
Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð:
Heh umferð fór fram í sænsku úrvals-
dehdinni í knattspymu á sunnudag. Hác-
ken, hð þeirra Árnórs Guðjohnsens og
Gunnars Gíslasonar, vann góðan sigur á
Frölunda, 2-1. Amór var sem fyrr lykh-
maður í hði Hacken og lék mjög vel. Arn-
ór skoraði ekki í leiknum en átti hlut í
báðum mörkum liðsins. Gunnar er hins
vegar meiddur og gat ekki leikið með.
Hlynur Stefánsson átti ágætan leik þeg-
ar hð hans, Örebro, náði 1-1 jafntefli gegn
Treheborg á útivelh. Önnur úrsht urðu
þau að efsta hðið, Gautaborg, vann stór-
sigur, 5-1, á AIK, Norrköping vann Ör-
gryte, 2-0, Öster vann Degerfors, 5-2,
Malmö vann Brage, 3-1, og Helsingborg
og Halmstad gerðu 2-2 jafntefli.
EMíkörfubolta:
Tapgegn Rússum
íslenska drengjalandshðið í körfu-
knattleik tapaði í gær sínum þriðja
leik af jafnmörgum leikjum þegar hðið
beið lægri hlut fyrir Rússum, 58-94, í
úrshtakeppni Evrópumóts drengja-
landsliða sem nú stendur yfir í Tyrk-
landi.
íslensku strákamir léku skínandi vel
í fyrri hálfleik og staðan í leikhléi var,
35-41, Rússum í vh. í síðari hálfleik
sýndu Rússamir styrk sinn og unnu
öruggan sigur.
Stig íslands: Ólafur Ormsson 19,
Helgi Guðfinnsson 13, Amþór Birgis-
son 12, Friðrik Stefánsson 6, Ómar
Sigmarsson 4, Gunnar Einarsson 4.
-GH
og 3 ár í CBA-dehdinni. Þá var hann um
tíma í æfingaprógrammi með Sacramento
Kings í NBA-deildinni.
„Eftir að hafa séð th þessa leikmanns á
myndbandi er þarna góður leikmaður á
ferð sem er mjög fjölhæfur. Hann kemur
í næstu viku og vonandi verður hann út
keppnistímabhið en við höfum verið mjög
óheppnir með erlenda leikmenn í okkar
herbúðum," sagði Guðmundur Bragason,
þjálfari Grindvíkinga, við DV í gærkvöldi.
EinarPáll lánaður
til Noregs
Einar Páll Tómasson, leikmaður með De-
gerfors, hefur verið lánaður th norska 3.
dehdar hðsins Raufoss. Norska hðið var á
keppnisferð í Svíþjóð á dögunum og sá
Einar Pál leika með varahði Degerfors.
Norðmönnunum leist það vel á Einar að
þeir vildu fá hann lánaðan 1 tvo mánuði
sem eftir eru af dehdarkeppninni í Nor-
egi. Raufoss er í 2. sæti í norsku 3. deild-
inni og hefur sett stefnuna á 2. dehd.
Formaður félagsins er stórhuga kaup-
sýslumaður og hefur hann hug á að
styrkja hðið enn frekar. Einar Páh lék
með Raufoss um helgina þegar hðið vann
sigur, 5-1, í dehdinni.
Körfubolti:
Pétur er hættur
Pétur Guðmundsson hefur látiö af
störfum sem þjálfari úrvalsdehdarhðs
Vals í körfuknattleík af persónulegum
ástæðum og mun vera á leið til Banda-
ríkjanna.
Stjóm körfuknattleiksdehdar Vals
kom saman til fúndar í gærkvöld, en
engin ákvörðun hefur verið tekin um
eftirmann Péturs. Nöfn þeirra Franc
Booker og Torfa Magnússonar landsl-
iðsþjálfara hafa verið nefnd th sögunn-
ar. Torfi hefur lýst því yfir að hann
hafi ekki áhuga á því að þjálfa landsliö-
ið áiram, verði um hlutastarf að ræöa
eins og KKÍ leggur til.
Sænska knattspyman:
Arnór lykilmaður
- Einar Páll farinn til Noregs
Áhugamannaréttindi Jóns Karlssonar:
Ætla að berjast
fyrir rétti mínum
- neikvætt svar barst til GSÍ frá St. Andrews
Aht útht er fyrir að Jón Karlsson,
kylfingur úr GR, muni missa áhuga-
mannaréttindi sín, vegna þess að
hann stundar golfkennslu. Jón, sem
er íþróttakennari að mennt, kennir
golf hjá Golfklúbbi Oddfehowregl-
unnar. Samkvæmt áhugamanna-
reglunum er Jóni óheimilt að stunda
þessa kennslu, en hann er því ekki
sammála. Golfsamband íslands sendi
fyrirspurn th St. Andrews hvort
Jóni, sem íþróttakennara, væri
heimht aö stunda þessa kennslu, en
svarið var neikvætt.
Er tilbúinn að
fórna réttindum mínum
„Ég er tilbúinn að fórna réttindum
mínum fyrir þessa kennslu. Ég er
íþróttakennari og hef því sérstöðu
og tel mig mega kenna allar íþróttir.
Það má búast við því að réttindin séu
fyrir bí, en ég ætla að berjast áfram
og vísa máh mínu th dómstóls ÍSÍ ef
með þarf,“ sagði Jón Karlsson í við-
tali við DV í gærkvöld, en hann hefur
Kvennaknattspyma:
Danir
sigruðu
íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu, skipað leikmönn-
um yngri en 20 ára, lék í gær
fyrsta leik sinn á Norðurlanda-
mótinu sem fram fer í Danmörku.
íslensku stúlkurnar léku gegn
Dönum og máttu þola tap, 0-3.
Staðan í leikhléi var 0-1.
„Aðalmunurinn milh hðanna
liggur í því hvað hin hðin eru
miklu grimmari í öhum sínum
aðgerðum. íslensku stelpurnar
verða að fara að nota villimann-
inn í eðli sínu og frekjuna. Dóm-
ararnir héma leyfa mjög mikið,
leikirnir heima eru eins og hale-
lújasamkomur miðað við þá sem
hér eru leiknir," sagði Logi Ólafs-
son, þjálfari íslenska liðsins, í
samtali við DV. íslenska hðið er
í riðh með Svíum og Bandaríkja-
mönnum, auk Dana, og skildu
Svíar og Bandaríkjamenn jafnir,
2-2, í gær. Á morgun leika stelp-
urnar gegn hði Bandaríkjanna.
Bandarísku stúlkumar léku úr-
slitaleik gegn Dönum á æfinga-
móti í Frakklandi um páskana og
sigruðu Bandaríkin, 3-1.
-ih
fengið sér lögfræðing sér th aðstoðar
í baráttu sinni.
„Ég var heiðarlegur og sendi bréf
th GSÍ þar sem ég skýrði þeim frá
þessari kennslu og taidi mig vera í
fuhum rétti. Það em fleiri en ég sem
stunda kennslu og ég vh að það sama
ghdi yfir aha. Það væri lélegt ef ég
þyrfti að kæra vini mína. Þetta eru
úreltar reglur og í engu samræmi við
aðrar íþróttagreinar. Ég hef hug á
að beita mér fyrir því á alþjóðavett-
vangi að þessum reglum verði breytt,
en geri mér grein fyrir því að það er
erfitt og kostnaðarsamt," sagði Jón.
Ekki ánægður með
meðferð GSÍ á málinu
Jón var ekki ánægður með meðferð
GSÍ á máh hans. „Það var send fyrir-
spum almenns eðhs, en ekki beint
um mitt mál. Síðan var ekki beðið
eftir svari heldur hringt út og niður-
staðan kynnt mér daginn fyrir lands-
mót. Það hefði mátt fara aörar leiðir.
Þetta setti óþarfa pressu á mig og
mér fannst ég vera að svindla á öllum
á landsmótinu. Ég vh þó ekki kenna
þessu um árangur minn, ég lék ein-
faldlega iha,“ sagði Jón Karlsson.
Verðum að fara eftir
þeim reglum sem gilda
„Við verðum aö fara eftir þeim regl-
um sem í ghdi em ef við ætlum okk-
ur að vera meðlimir í alþjóðlegum
samtökum. Það hefur ekki verið tek-
in nein ákvörðun um áhugamanna-
réttindi Jóns Karlssonar, en við
munun funda um þetta mál í vikunni
og fara yfir máhö með tilliti th þessa
svars frá St. Andrews," sagði Þor-
steinn Svörfuður Stefánsson sem
sæti á í dómstóh GSÍ. Hann vildi
ekki tjá sig um meðferðina á máli
Jóns. Hann sagði ennfremur að ekki
væri hægt að breyta reglum um
áhugamennsku í golfi á alþjóðagolf-
þingum. Sérstök nefnd sæi um og
setti reglur um áhugamennsku og
þeim yrði ekki svo auðveldlega
breytt. -BL
KR-ingurinn Atli Eðvaldsson:
Vona að við hittum
á slæman dag hjá ÍA
Fyrri leikurinn í undanúrshtiun
Mjólkurbikarkeppninnar í knatt-
spymu fer fram í kvöld. Þá taka
KR-ingar á móti íslandsmeisturum
ÍA á KR-vehi við Frostaskjól og hefst
viöureign hðanna klukkan 19.
„Það er geysimikið í húfi eða sjálf-
ur bikarúrshtaleikurinn en þar höf-
um við ekki átt hð síðan 1986 þegar
maður var og hét í þessu. Þetta hefur
verið aht of löng afvötnun og sannar-
lega konhnn tími th að leika um bik-
arinn. Ég á ekki von á öðru en þetta
verði hörkubarátta fram á síðustu
mínútu. KR-ingarnir fara örugglega
í þennan leik með miklu offorsi og
vhja krydda sumarið af einhverju
viti og leggja okkur að vehi,“ sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari Skaga-
manna, í samtah við DV í gær-
kvöldi. Hann sagði ennfremur að lið
hans ætti við smávandamál að stríða
varðandi meiðsh leikmanna og ekki
kæmist á hreint fyrr en stuttu fyrir
leik hveijir sphuðu.
„Það má segja að við höfum um
mörg sár að binda í þessu, bæöi
meiðsli og leikbönn. Það hefur ótrú-
leg óheppni elt okkur meðan aht hef-
ur gengið upp hjá Skagamönnum.
Ég held að það séu ekki margir sem
tippa á KR-sigur. Skagamenn geta
komið míög afslappaðir th leiks og
það verður erfitt að vinna gegn sjálf-
strausti þeirra,“ sagði Atii Eðvalds-
son, aðstoðarþjálfari og leikmaöur
KR við DV.
„Ég vona bara að viö hittum á
slæman dag hjá Skagamönnum og
við náum aö sýna toppleik. Þá er
aldrei að vita nema við getum klórað
eitthvað í þá,“ sagði Atli.
Þormóður Eghsson, vamarmaður
KR, tekur út leikbann og nýjustu
meiðsli leikmanna KR eru að Sigurð-
ur R. Eyjólfsson gengur við hækjur
vegna meiðsla í læri og leikur ekki
með í kvöld. -GH
Guðjón Þórðarson - mikið í húfi.
Miðvikudaginn 4. ágúst - KR-völiur kl. 19.00.
Fjögurra liða úrslit.
KR - ÍA
KR-klúbburinn sér um léttar veltingar fyrir leik. Allir velkomnir.
jjjjjl FORMPRENT
Hverfisgötu 78 - simar 25960 - 25566
adidas
íþróttir
Sprengjumótið
ígoifi„sprakk“
Sprengjumót Golfferðaklúbbs
Samvinnuferða-Landsýnar var
haldið á Strandarvehi á Hellu sl.
laugardag. Mótið „sprakk” því
yfir 200 keppendur mættu th leiks
og komust færri að en vhdu.
Mörgum varð að vísa frá þar sem
fleiri komust ekki á völlinn.
Leiknar voru 18 holur og verð-
laun voru veitt tveimur flokkum
karla og kvenna. í A-flokki karla
(forgjöf 0-21) sigraöi Jóhann Ág-
ústsson, GL, á 60 höggum. Ólafur
Jónsson, GR, varö annar á 61
höggi. í B-flokki karla (forgjöf
23-36) sigraöi Þorkeh Einarsson,
GKJ, á 56 höggum. Hjá konunum
sigraði Kristín Guðmundsdóttir,
GR, í A-flokki (forgjöf 0-31) á 61
höggi en í B-flokki (forgjöf 32-36)
sigraði Rut Héðinsdóttir, GKJ, á
57 höggum.
Ágústasigursæl
í Strandarmótinu
Opna Strandarmótið í golfi fór
fram um hclgina á Hehu. Ágústa
Guðmundsdóttir, GR, sigraði í
kvennaflokki, bæði með og án
forgjafar. Hún lék á 69 höggum
með forgjöf en 84 án forgjafar. í
karlaflokki 50-54 ára sigraði Már
Hallgrímsson, GR, á _68 höggum.
Án forgjafar varð Óskar Frið-
þjófsson, NK, hlutskarpastur en
hann lék á 82 höggum. í flokki
55 ára og eldri sigraði Jón B.
Þórðarson, NK, í keppni með
forgjöf á 66 höggum en í keppni
án forgjafar sigraði Alfreð Vikt-
orsson, GL, á 79 höggum.
Afturgöngurunnu
Hinu árlega sumarmóti
kvennadeildar Kehusambands-
ins Iauk í Keiluhöllinní á dögun-
um. Úrsht urðu þau að Aftur-
göngurnar sigruðu, fengu 80 stig
og hehdarskor 7440. í öðru sæti
varð hð Skutlanna með 48 stig og
hehdarskor 6723. Þriðja sætið
hlutu Þrumurnar með 42 stig,
jafnar Perlunum en höíðu hærra
hehdarskor, 7048 á móti 6827.
Besta skor emstaklings fékk
Guðný H. Hauksdóttir, Þrumun-
um, eöa 202 og hún átti líka hæstu
seríuna, 565. Afturgöngurnar
náðu hæsta leik, 392 stigum og
hæstu seríu liðs, 990.
KAmeistari
Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri:
KA tryggði sér í gær Akur-
eyrarmeistaratitilinn í knatt-
spyrnu með því að gera 0-0 jafn-
tehi við Þór í síðari leik liðanna
á Akureyrarvehi. KA vann fyrri
leikinn, 1-0, og er því Akureyrar-
meistari 1993.
Góðurárangur
ístangarstökki
Sigurður T. Sigurðsson, FH, og
Kristján Gissurarson, ÍR, náðu
mjög góðum árangri í stangar-
stökki á innanfélagsmóti ÍR sem
haldið var á Valbjamarvelli um
helgina. Sigurður, sem keppir í
35-39 ára flokki, stökk 4,95 metra
sem er lengsta stökk íslendinga í
ár og Kristján Gissurarson, sem
keppir í 40-44 ára ílokki, stökk
4,75 metra og setti nýtt íslands-
met í þessum flokki. -GH
Þríríbann
Þrír leikmenn úr Getrauna-
dehdinni voru úrskurðaðir í leik-
bann á fundi Aganeftidar KSÍ í
gær. Gunnar Þór Pétursson úr
Fylki var úrskurðaður í eins leiks
bann vegna fjögurra gulra
spjalda og þeir Einar Þór Daníels-
son, KR, og Tryggvi Guðmunds-
son, ÍBV vora sömuleiðis úr-
skuröaðir í eins leiks bann en
vegna sex gulra spjalda.
-GH