Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 9. ÁGÚST 1993 Frétdr Úttekt á tekjum flölmiðlafólks: Ritstjórar Morgunblaðs- ins tekjuhæstir - Sjónvarpsstjóri Stöðvar tvö í 4. sæti Morgunblaðsritstjóramir, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, eru tekjuhæstir fjöl- miölamanna samkvæmt álagningar- skrá skattayfirvalda sem lögð var fram nú nýverið. í þriðja sæti er Jón- as Kristjánsson, ritstjóri DV, og í fjóröa sæti Páll Magnússon, sjón- varpsstjóri Stöðvar tvö. í hópnum, sem úttektin náði til, eru 23 þekktir fjölmiðlamenn og konur sem flest gegna stjómunarstörfum á fjölmiðlum. Meðal mánaðartekjur þessa hóps em tæpar 400 þúsund krónur en til samanburðar má geta þess að byijunarlaun blaðamanna em kr. 58.939 á mánuöi. Miðað við sambæriiega úttekt sem gerð var í fyrra, hafa flestir á listan- um hækkað nokkuð í tekjum og at- hygli vekur að upplýsingafulltrúar fyrirtækja og stofnana virðast hafa þokkalegar tekjur; til dæmis má sjá Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúa Vamarliðsins, í 9. sæti listans með tæpar 400 þúsund krónur í mánaðar- tekjur á síðasta ári. Nokkm neðar, eöa í 12. sæti, er síðan Einar Sigurðs- son, blaöafulitrúi Flugleiða, með rétt rúmar 300 þúsund i mánaðartekjur á síðasta ári. Rétt er að taka það fram að úttekt þessi nær einungis til heildartekna en ekki til launa. Um er að ræða skattskyldar tekjur eins og þær voru gefnar upp, eöa áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekjumar miðast við 1992 og framreikningur á þeim bygg- ist á hækkun vísitölu frá meðaltah 1992 þar til í ágúst á þessu ári. -bm Slippstöðin Oddi á Akureyri: Ekkert nema kraftaverk getur hindrað gjaldþrot - hluthafamir ekki tilbúnir að leggja meiri peninga í fyrirtækið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það liggur ljóst fyrir að Akur- eyrarbær getur ekki lagt fram meira hlutafé í þetta fyrirtæki, og það þýðir einfaldlega að ríkissjóöur og Kaupfé- lag Eyfirðinga gera það ekki heldur. Það blasir því ekkert nema gjaldþrot við þessu fyrirtæki, en vonandi skip- ast mál þannig að einhveijir aðilar sjái sér fært að kaupa og halda rekstrinum áfram. Annað væri enn eitt reiðarslagið fyrir atvinnulífiö hér í bænum." Þetta segir háttsettur maður í bæj- arfélaginu á Akureyri sem vildi ekki ræða málefni Slippstöðvarinnar Odda undir nafni viö DV frekar en fleiri sem haft var samband við í gær. Fyrirtækið hefur fengið greiðslustöðvim til þriggja vikna og á að freista þess að endurskipuleggja íjárhag og rekstur fyrirtækisins á þeim tíma. Málefni Slippstöðvarinn- ar eru á mjög viðkvæmu stigi en þeir sem best þekkja til segja að gjaldþrot verði ekki umflúið. Um síðustu áramót var rekstur SUppstöðvarinnar „stokkaður upp“ og fyrirtækið sameinað Vélsmiðj- unni Odda sem var í eigu KEA. Akur- eyrarbær og ríkissjóöur lögðu þá fram 35 milljóna króna hlutafé hvor aðili til fyrirtækisins og hlutafé KEA, sem m.a. var í húseignum Odda, var metið til sömu upphæðar. En þeir sem til þekkja segja að þessi samein- ing hafi mistekist, ekki hafi tekist að koma á þeirri hagræðingu í rekstri sem aö var stefnt og síðan þá hafi eigið fé minnkað úr 40 milljónum í 16 milljónir. Skuldir Slippstöðvar- innar Odda eru um 480 milljónir króna. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að fyrirsjáanlegir séu miklir greiðsluerfiöleikar vegna samdrátt- ar í verkefnum, slæmrar afkomu og fjármagnskostnaðar. Þá hafi versn- andi greiðslugeta viðskiptamanna fyrirtækisins og gengisfellingar leik- ið fyrirtækið grátt. Haft hefur verið eftir Knúti Karlssyni, stjórnarfor- manni fyrirtækisins, aö hann sé bjartsýnn á aö koma megi rekstri fyrirtækisins í gott horf með því að semja við lánardrottna um niðurfell- ingu skulda og að hluthafamir leggi fram aukið hlutafé. Öllum þeim sem DV ræddi við bar saman um aö ekkert nema krafta- verk geti bjargað Slippstöðinni Odda frá gjaldþroti. Þeir segja að í þetta hafi stefnt lengi sem megi best sjá á því að þegar starfsmenn Slippstöðv- arinnar voru flestir hafi þeir verið um 400 en í dag séu starfsmenn Shpp- stöðvarinnar Odda um 180. Þaö eru þó mörg störf á Akureyri og menn hugsa til þess með hryllingi leggist skipasmíðaiðnaðurinn niður í bæn- um. Tekjur fjölmiðlafólks Framreiknaðar mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1992 miðaö við verðlag í ágúst 1993. 3 967 824 685 537 470 457 452 391 387 374 200 400 600 301 298 310 277 282 264 259 227 198 193 190 133 Áml Þórarinsson Manntíf, ritstjói i Siguröur G. Tói v RÚV, yfirínaður Rásar 2 Gunnlaugur Helgason Bylgjan, d igskrárgerðarmabur Ólafur Jónsson Jpplýsingafulltrú Jón Axel Ólafssm Bylgjan, dags irárgerðarmaöur Mattías Johannessen Morgunblaðið, ritstjóri Styrmir Gunnarsson Morgunblaöiö, rltstjóri i i í Jónas Kristjánsson DV, ritstjóri ; Páll Magnússon Stöð 2, sjónvarpsstjóri i i r Ómar Ragnarsson Stöð 2, fréttamaður i Heimir Steinsson RÚV, útvarpsstjóri Ellert B. Schram DV, ritstjóri ; Ingvi Hrafn Jónsson Stðð 2, frétfastjóri i Friðþór Eydal Upplýsingafulitrúi' arnariiðs iSSMÉMa o' *iSMliMtSH Sigmundur Ernir Rúnarsson Stöð 2, ... Gunnar Smári Egilsson Heimsmvnd, ritstjóri . i mmmgs« Einar Sigurðsson BlaðafúlttrOi P|ig!eiða Agnes Bragadóttir MorgunbiaðiÓ, blaðams*"' i Bogi Agústsson RUV, fréttastjóri i . ‘ Eirikur Jónsson Stðð 2, dagskrá gerðarmaður i Elín Hirst Stöð 2/Bylgjan, aðstc ðarfrétiastjóri r Herdís Þorgelrsdóttlr HeimsmyriJ, útgáfustjóri . i. ■ Kári Jónasson RÚV, fréttastjórl 800 1.000 ■ : - Það hljóp heldur betur vöxtur i Valagilsá i Norðurárdal í Skagafirði á fimmtudaginn. Þessi litli lækur ruddist skyndilega fram eins og stórfljót og rauf skarð í þjóðveg nr. eitt við brú i dalnum. Bilar á leið suður urðu að aka til Ólafsfjarðar og síðan Lágheiði í Fljótin. Vegagerðarmönnum tókst að opna veginn á ný um miðja nótt aðfaranótt föstudagsins. DV-mynd Kristján Einarsson Mikið misræmi á verði félagslegra íbúða og einbýlishúsa á Suðureyri: Einbýlishús á 4 milljónir en íbúð á helmingi meira Mjög mikils misræmis gætir á fast- eignamarkaðinum á Suðureyri við Súgandaijörö hvað snertir íbúðir í félagslega kerfinu annars vegar og stærri eignir eins og einbýlishús hins vegar. Munurinn er það mikill að sem dæmi selst félagsleg íbúð þar á 8-10 milljónir króna á meðan einbýl- ishús fer aðeins á um 4-5 milljónir. Á Suðureyri er 21 félagsleg íbúð. Fjórar þeirra standa auðar. Halldór Hermannsson sveitarstjóri segist ekki óttast að íbúðimar muni ekki ganga út. Hann segir staðreyndina vera þá að eftirspum eftir húsnæði hafi aukist á árinu. „Til grundvallar verði íbúðanna í félagslega kerfinu liggur sá bygging- arkostnaður sem fellur til við hveija íbúð. íbúar fá svo miklu betri lána- fyrirgreiðslu frá ríkinu heldur en á hinum almenna markaöi. Varðandi verð á öðm húsnæði hér á staðnum, sem ekki er í félagslega kerfinu, gild- ir eingöngu framboð og eftirspurn. Þá skiptir engu máh aö það hafi kost- að 14-15 mihjónir að byggja húsið, það getur þess vegna selst á 4 mihjón- ir,“ sagði Hahdór í samtali við DV. „Þegar menn eiga íbúð á frjálsa markaðinum geta þeir lent í vanda- málum þegar þeir ætla að selja hús- ið. Fyrst og fremst er óvíst að nokkur vilji kaupa en þegar það gerist vih kaupandi greiða lægra verð en keypt var á í upphafi og menn tapa á söl- unni.“ Halldór segir að þegar keypt sé í félagslega kerfinu sé verðið miklu hærra. En þegar fólk vilji selja hvfli ákveðin innlausnarskylda á félags- lega kerfinu. Þá fá menn íbúðina inn- leysta og þurfa ekki að bíða eftir kaupanda. Fólk fær það út sem það hefur lagt í íbúðina að frádregnu því sem telst eðlileg affóh og það viðhald sem þarf að setja á íbúðina. „Þú ert þannig nokkurn veginn á sléttu,“ sagði Halldór. „Við erum búin að selja nokkrar félagslegar íbúðir á undanfömum mánuðum. Á tímabih kom ákveðin stöðnun út af atvinnuástandinu en það er að skána. Síðan hefur selst svona jöfn- um höndum á hinum almenna mark- aði og í hinu félagslega. Ég held að það sé ekkert út á það að setja. Það sem fólk sér viö félagslega kerfið er að það þarf ekki að láta út eins mikla peninga á eins stuttum tíma. Fólk er nokkurn veginn að borga sjálfu sér leigu. En ef hús selst á 5 milljónir vih seljandinn fá 1,5-2 milljónir út eða innan árs. Þetta er þvi spuming um hvað fóik treystir sér til að gera,“ sagði Hahdór Her- mannsson. -Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.