Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
Samúel Samúelsson frá Kambódíu:
Feginn að komast
heim til íslands
„Ég kom hingað til íslands fyrst
árið 1971. Það var aðeins stutt
heimsókn og ég ferðaðist um land-
ið. Ári síðar kom ég aftur og í kjölf-
arið settist ég að,“ segir Samúel
Samúelsson frá Kambódíu eða
Samuel Neak Van Than eins og
hann er skírður í sínu fóðurlandi.
Samúel er fæddur árið 1937 í
Kambódíu og ólst þar upp. Fjöl-
skylda hans er kristinnar trúar.
„Faðir minn var landbúnaðar-
ráðherra í stjóm Sihanouks prins.
Við tilheyrðum yfirstétt landsins
og þvi fór ég í nám víða um heim,“
segir Samúel. Hann er altalandi á
frönsku og ensku auk íslenskunnar
sem hann hefur góð tök á. Hann
lærði hagfræði í Japan í þijú ár en
hætti námi til að ganga í kambó-
díska herinn. Þar var hann orr-
ustuflugmaður á Mirage-herþotu í
nokkur ár.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég segi
sögu mína því nú þori ég tala þar
sem Sihanouk er aftur kominn til
valda i Kambódíu," segir Samúel.
Börnin spyrja
um Kambódíu
Hann hefur búið á íslandi í rúm
tuttugu ár og er eini Kambódíu-
maðurinn á íslandi og einn af fáum
á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að
honum hði vel hérlendis sótti hann
ekki um ríkissborgararétt fyrr en
hann gifd sig árið 1982. Samúel er
kvæntur Maríu Sveinsdóttur og
saman eiga þau tvö börn, Betany
og Valgeir. Fyrir átti María dóttur-
ina Söndru. Betany heitir eftir
móður Samúels en hana hefur
hann hvorki heyrt né séð í rúm
tuttugu ár. Hann veit ekkert um
afdrif íjölskyldu sinnar í Kambódíu
og um tíma var útilokað að fá upp-
lýsingar frá landinu.
„Bömin spyrja um afa og ömmu
í Kambódíu en ég get engu svarað.
Ég átti foreldra, systkini og frænd-
fólk sem ég hef ekkert heyrt af síð-
an ég flúði," segir hann. „Eftir
breytingar á stjóm landsins í vor
vonast ég til að fá upplýsingar um
afdrif fjölskyldu minnar. Þegar Si-
hanouk kom hingað til íslands fyr-
ir nokkrum ámm hitti ég hann og
hann gat fáu svaraö um mitt fólk
enda sjálfur landflótta."
Geymir allt
um heimalandið
Samúel geymir úrkhppur úr ís-
lenskum dagblöðum og hefur safn-
að öhu sem skrifað hefur verið um
Kambódíu í tvo áratugi. Það er
sama hvort þaö er viðtal við fuh-
trúa hjálparstofnana, leiðarar rit-
stjóra eða fréttatilkynningar um
söfmm. Með því aö skoða möpp-
umar getur maður glöggvaö sig á
þróun mála í Kambódíu 1 tuttugu
ár.
„Lon Nol tók völdin í Kambódíu
áriö 1970 meö aðstoð CIA meðan
Sihanouk var erlendis. Ég tilheyrði
hópi ungra hösforingja í hemum
sem reyndi aö gera gagnbyltingu
og koma Sihanouk til valda á ný.
Njósnarar CIA sögðu frá fyrirhug-
aðri byltingu okkar og nótt eina
fóm fram flöldahandtökur. Ég
komst frá Kambódía á flótta yfir til
Laos. Ég átti enga peninga en tölu-
Samúel geymir úrklippur úr íslenskum dagblööum og hefur safnað öllu sem skrifað hefur verið um Kambódiu í tvo áratugi. Það er sama hvort það
er viðtal við fulltrúa hjálparstofnana, leiðarar ritstjóra eða fréttatilkynningar um söfnun.
vert af guhi sem gengur ahs staðar
sem gjaldmiðill. I Laos kynntist ég
enskum lækni sem ráðlagði mér
að fara th Evrópu."
Erfitt um yinnu
Til þess að komast til Evrópu á
þessum tíma varð Samúel að fara
í gegnum Saigon, Singapore ogþað-
an th Danmerkur. Um tíma ferðað-
ist hann um Skandinavíu og hélt
fyrirlestra um sprengjuárásir
Bandaríkjamanna á Kambódíu.
„Enginn trúði mér en tveimur
árum síðar varð heiminum kunn-
ugt um ofbeldi Bandaríkjanna á
hendur kambódísku þjóðinni. Ég
var atvinnulaus en átti í erfiðleik-
um með að fá vinnu enda fyrrum
orrustuflugmaður í kambódíska
hemum. Bandaríkjamenn höfðu
ítök alls staðar og ég var einfald-
lega of hræddur um líf mitt.“
Vildi ekki
vera flóttamaður
Samúel kom th íslands áriö 1971
meö Gullfossi sem ferðamaður. Ári
síðar kom hann aftur th þess aö
freista þess að fá vinnu. Hann fékk
vinnu í saltfiskverkun BÚR við
Grandaveg og starfaði þar í sKjóh
verkstjórans, Matthíasar Guð-
mundssonar.
„Ég vildi ekki koma inn th ís-
lands sem flóttamaður heldur frjáls
maður sem vildi vinna. Matthías
tók mér vel og sótti um dvalarleyfi
fyrir mig á þriggja mánaða fresti.
Ég gerði htið annað en vinna og lét
fara lítið fyrir mér. Eina fólkið sem
ég umgekkst utan vinnunnar var
fjölskylda Matthíasar og á hveijum
sunnudegi bauð hann mér í mat á
heimili sínu. Ég á honum og hans
fólki mikið að þakka.“
Bjó í verbúð
Samúel bjó í gamalli verbúð sem
thheyrði saltfiskverkuninni en öh
þessi hús við Grandayeginn hafa
nú veriö rifin og ný reist í staöinn.
Hann segist htið hafa skipt sér af
öörum og ekki verið aö halda því á
lofti hvaðan hann kæmi. „Enda
vissu fáir íslendingar eitthvað um
Kambódíu á þessum tíma.“
Þaö er ekki ofsögum sagt aö hann
hafi bara unnið og unnið því hann
var vel þekktur í BÚR fyrir vinnu-
semi og vel látinn af sínum yflr-
mönnum. Núna vinnur hann í
Hampiöjunni á næturvöktum og
oft hefur hann unniö á tveimur
stöðum til þess að sjá sér og sínum
farborða. „Ég vil vinna mikið th
að bömin mín geti haft það gott,“
segir hann.
Sihanouker
góður maður
Örlög Kambódíu eru Samúel
mjög hugleikin. Hann hefur alla tíð
fylgst með þróun mála þar frá því
að Sihanouk var steypt af stóh áriö
1970. Þá tók Lon Nol við völdum
og stjómaði landinu til 1975 er
Rauðu Khmeramir tóku við. Ógn-
arstjóm Rauðu Khmeranna varði
th ársins 1980 er stjórnin í Víetnam
yfirtók Kambódíu. Samúel segir að
tvær milljónir Kambódíumanna
hafi verið líflátnar á þessum tutt-
ugu árum.
„Sihanouk er mjög góður maður
og vonandi tekst honum að koma
þjóðinni aftur á strik. Ég óttast hins
vegar að það verði ekki einfalt mál
því meðan Víetnamar höfðu ítök í
Kambódiu fluttu þeir í þúsundatah
yfir landamærin og settust þar að.
Kambódía er mjög gjöfult landbún-
aöarland og Víetnamamir hafa náö
bestu löndunum til sín meðan
Kambódíumenn flúðu imnvörpum
frá fóöurlandi sínum. Ef við viljum
öh koma aftur stefnir í óefni því
Víetnamarnir láta sitt ekki svo
auðveldlega af hendi,“ segir Samú-
el.
Vil að bömin alist
upp sem íslendingar
Hann á sér draum að fara heim
aftur en ekki til að setjast þar að.
Hann segir að of langt sé síðan
hann fór og hann hafi enga aðstöðu
th að byija upp á nýtt í öðm landi.
„Ég ht á mig sem íslending og vil
að bömin min ahst upp sem Islend-
ingar. Hér eiga þau mestu mögu-
leikana th menntunar og aö lifa líf-
inu farsællega," segir hann.
„Ég hef farið þrisvar til Tælands
á síðustu ámm og gerði nokkrar
tilraunir th að afla upplýsinga um
fólkið mitt en án árangurs. Eg þoli
iha hitann og rakann í þessum
löndum og hreinlega lokaði mig
inni yfir hádaginn. Konan mín naut
hitans aftur á móti og segist ekkert
hafa á móti því að dvelja um lengri
tíma á þessum slóðum. Mér varö
nærri því iht í hitanum og var
guðslifandi feginn að komast heim
th íslands í ferska loftið."
-JJ