Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð I lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Vanmetið tjón Nokkuð vantar á, að norræna skýrslan um byrði ís- lendinga af landbúnaði nái yfir alla þætti vandans. Bein- ir styrkir, uppbætur og niðurgreiðslur nema níu milljörð- um á fjárlögum ríkisins árið 1993, en ekki sjö og hálfum milljarði. Þetta má lesa svart á hvítu í fjárlögunum. Erfiðara er að meta vantalningu skýrslunnar á tjóni þjóðarinnar af innílutningsbanni búvöru. Ljóst er þó, að þar er ekki tekið tillit til hemla á innflutningi grænmetis og kartaflna, svo og smjörlíkis. í þessum liðum felst að minnsta kosti tveggja milljarða króna viðbótartjón. Þannig er tjónið af innflutningsbanni að minnsta kosti átta milljarðar, en ekki þeir sex milljarðar, sem koma fram í skýrslunni. Ýmsir hagfræðingar hafa reynt að meta þennan þátt til fulls og komizt að niðurstöðum, sem nema nálægt tólf milljarða króna áregu tjóni neytenda. Ef talið er saman tjón skattgreiðenda eins og það kem- ur fram í fjárlögum og tjón neytenda eins og það kemur fram í ofangreindu mati á innflutningsbanni og -hömlum, koma út úr dæminu upphæðir, sem nema frá sautján milljörðum upp í tuttugu og einn milljarð á ári. Þær tölur hafa síður en svo orðið úreltar af völdum búvörusamninga. Þetta eru tölur, sem gilda fyrir árið 1993. Órökstuddar og marklausar eru fullyrðingar áróð- ursvélar hins hefðbundna landbúnaðar um, að búvöru- samningar hafi breytt forsendum í þessum dæmum. Búvörusamningar hafa ekki létt byrðum af herðum neytenda og skattgreiðenda. Búvörusamningar hafa hins vegar fryst ástandið fjölmörg ár fram í tímann til að koma í veg fyrir, að nýjar ríkisstjómir geti tekið ákvarð- anir um að létta byrðar neytenda og skattgreiðenda. Norræna skýrslan um tjón íslendinga af völdum land- búnaðarstefnunnar flytur ekki neinn nýjan sannleika og er þeim annmarka háð að vanmeta stórlega tjónið. Þess vegna er engin ástæða fyrir áróðursvél hins hefðbundna landbúnaðar að hafna þægilega lágum tölum hennar. Af norrænu skýrslunni mætti ætla, að árlegt tjón Qög- urra manna fjölskyldu næmi um 90.000 krónum, en þá er aðeins fjallað um hluta tjónsins af innflutningsbanni. í rauninni er tjón fjölskyldunnar af allri styrkja- og hafta- stefnu landbúnaðar rúmlega 300.000 krónur á ári. Auðvitað má ekki gleyma því, að íslenzkum neytend- um og skattgreiðendum kæmu allar upphæðir vel, hvort sem þær eru 90.000 krónur á ári á hveija fjögurra manna Úölskyldu eða 300.000 krónur. Þetta eru allt saman háar upphæðir, hvemig sem búvömdæmið er reiknað. Með hverri einustu reikningsaðferð koma út niður- stöður, sem fela í sér, að lífskjararýmun þjóðarinnar af völdum styrkja- og haftastefnu landbúnaðar er margfold á við það tjón, sem hún hefur beðið af völdum árferðis og aflabragða, kjarasamninga og þjóðarsátta. Það segir mikla sögu um forustusveit aðila vinnu- markaðarins, ráðuneyti og ríkisstjóm, svo og sérfræð- ingahjörðina í kringum allaþessa aðila, að landbúnaðar- mghð skuh aldrei vera nefnt, þegar verið er að skrúfa niður lífskjörin með nýjum og nýjum þjóðarsáttum. Það ætti til dæmis að vera ábyrgðarhluti fyrir verka- lýðsrekendur að standa að endurtekinni lífskjaraskerð- ingu án þess að nefna nokkm sinni einu orði, að spara megi umbjóðendum þeirra aha lífskjaraskerðinguna með því að byrja að höggva í styrkja- og haftakerfið. Norræna skýrslan markar þau tímamót, að í fyrsta skipti stuðlar íslenzkt ráðuneyti að birtingu upplýsinga ■ um tjón þjóðarinnar af völdum landbúnaðarstefnunnar. Jónas Kristjánsson Maastricht í óvissu eftir gengisumbrot Gengissamflot ríkja Evrópubanda- lagsins hrökk endanlega úr skorð- um við niðurstöðu fundar stjómar Bundesbank, seðlabanka Þýska- lands, á fimmtudag í síðustu viku. Þar var ákveðið, með ekki mjög ríflegum meirihluta að sagt er, að láta lágmarksvexti í millibankavið- skiptum óhreyfða og það í mánuð að öllu eðlilegu því sumarleyfi bankastjómar fóru í hönd. -Dagana fyrir fund þýsku banka- stjómarinnar voru taldar yfir- gnæfandi líkur á að þaðan væri að vænta ákvörðunar um hálfs hundraðshluta lækkun á vaxta- gólfinu, því það var álitin lág- marksbreyting til að hefta áhlaup spákaupmanna á gjaldeyrismark- aði á gengi franska frankans og reyndar fleiri gjaldmiðla í Evrópu- samflotinu. Eftir fundinn á fimmtudag gaf ungverski fjármálasnillingurinn með bandarískt ríkisfang, George Soros, tóninn. Hann er ýmist sagð- ur hafa grætt milljarð Bandaríkja- dollara eða sterlingspunda á falli pundsins í fyrrahaust. Nú lýsti So- ros yfir: „Gagnslaust er að reyna að vernda Evrópusamflotið með því aö neita sér um að versla með gjaldeyri þegar akkeri kerfisins, Bundesbank, lætur í verkum sín- um hagsmuni annarra aðildarríkja lönd og leið.“ Á fostudag lágu frankinn, danska krónan, pesetinn og fleiri gjaldm- iðlar í samflotinu undir þyngri áfollum en nokkru sinni fyrr. Seðlabankar, þar á meðal Bundes- bank, em þann dag einan taldir hafa varið yfir 30 milljöröum marka til að halda gengi þeirra yfir áskildum fallmörkum. Yfir helgina funduðu gjaldeyrisnefnd og fjár- málaráðherrar ríkja EB og komust að samkomulagi um að margfalda sveiflumörkin upp og niður frá skráðu gengi eða úr 2,25% í 15%. Eftir á þykjast menn sjá að höfuð- skyssa hafi verið að breyta ekki reglum gengissamflotsins í EB strax í kjölfar sameiningar Þýska- lands þegar ljóst varð að samein- ingarkostnaðinum yrði ekki mætt með sköttum heldur lántökum og rekstrarhalla á þýska ríkissjóön- um. Af þessu hefur hlotist verð- bólga í Þýskalandi langt umfram flest önnur ríki EB og þensla pen- ingamagns í umferð. Bundesbank hefur mætt þessum efnahagsað- stæðum með hávaxtastefnu til að halda uppi gengi marksins. Þetta hefur knúiö önnur ríki EB til hávaxtastefnu vegna stöðu marksins í gengissamflotinu, þótt hún gangi þvert á raunverulegar þarfir þeirra og skilyrði, einkum Frakklands, til að ýta undir efna- Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni I Frankfurt hrópandi i viðskiptaiðunni á þriðjudag. Simamynd Reuter gerst hefur eru enn óráðin. Það eina sem liggur fyrir er að kjarna Maastricht-samkomulags EB um nánari samruna, sameiginlegan gjaldmiðil og sameiginlegan seðla- banka fyrir aldamót verður að taka til endurskoöunar. Forsenda slíks er samræmd efnahagsstefna ríkj- anna og þar stefnir nú í staðinn í aukið misræmi. Endurskoðun Maastricht felur við ríkjandi aðstæöur í sér ný átök um tilveru Maastricht. Eftir áfollin í þjóðaratkvæðagreiðslum um samkomulagið í Danmörku og Frakklandi og togstreitu í Bret- landi mátti sú stefnumótun sem í því felst síst við því sem nú hefur gerst. Enn er fyrir stjórnlagadómstóli í Þýskalandi margþættur mála- rekstur um hvort Maastricht sam- ræmist stjórnarskránni. Öflug hreyfing er uppi í Þýskalandi fyrir því að hvergi megi hrófla við fram- tíð marksins og Bundesbank. Innan frönsku stjórnarflokkanna er að fmna harðvítuga andstæð- inga Evrópusamruna í anda Maa- stricht. Bæði vara þeir við styrk Þýskalands, og hafa nú fengið ný rök fyrir þeim málflutningi, og halda fram aukinni verndarstefnu á kostnað fríverslunar. Eduard Balladur forsætisráðherra og Francois Mitterrand eru á öðru máh en þurfa á öllu sín'u að halda á átökunum sem framundan eru á þessu sviði. Magnús T. Ólafsson hagsbata með lágum vöxtum og slá þannig á vöxt atvinnuleysis. Þessi mótsögn er undirrótin að því að gengissamflotið í fyrri mynd varð að lúta í lægra haldi fyrir markaðs- öflunum. Eftir breytinguna um helgina lækkaði franski frankinn lítið eitt í fyrstu en sótti sig síðan aftur. Verðbréf hafa stigið í verði í kaup- höUinni í París en lækkað að sama skapi í Frankfurt. Fjárfestar þykj- ast sjá fram á efnahagsbata í Frakldandi þegar fram í sækir en þrengingar áfram í Þýskalandi, ekki síst vegna þess að frönsk fjár- mál í heild eru í betra horfi en þau þýsku. En póUtísku áhrifin af því sem Erlendtídindi , % Magnús Torfi Olafsson Skoðanir annarra Bömin em ekki ömgg lengur Foreldrar í Englandi búa við stöðugan ótta. Þeir þora ekki að láta börn sín njóta sama frelsis og þeir nutu sjálfir í æsku. Liðnir eru þeir dagar þegar börn í úthverfum borganna gátu farið ferða sinna óhult og leitað ævintýra með vinum sínum daglangt. Nú er fátítt að börn gangi í skólann vegna hættunnar á að misindismenn verði á vegi þeirra eða þau farist í umferðinni. Þetta er alvarlegt þjóðfélagsvandamál og mikil brejding til hins verra. Úr forystugrein Daily Express 2. ágúst. Fiskstofnarnir enn í hættu Á umhverfisráðstefnunni í BrasiUu á síðasta ári náðist ekki samkomulag um annað en að alvarleg- ustu umhverfisvandamáUn virtu engin landamæri. En ef marka má niðurstöðu ráöstefnu Sameinuðu þjóðanna um veiðar á úthöfunum er sameiginleg ábyrgð þjóða á umhverfinu þó enn fjarlægur draum- ur. A þessu sviði ræöur þjóðárrembingurinn enn ríkjum. FuUtrúar á ráðstefnunni fóru heim án þess aö ná samkomulagi um hver bæri ábyrgð á ofveiði á úthöfunum og hvemig bæri að vernda þá fisk- stofna sem eftir væru. Úr forystugrein The New York Times 3. ágúst. Of lítið og of seint Það er sama hvað reynt verður tíl að stöðva blóð- baðið í Bosníu; það verður of lítiö og kemur of seint. Loftárásir vekja ekki fjórðung úr milljón manna til lífsins. Þær gera þeim sem hrakist hafa úr heim- kynnum sínum kleift að snúa aftur og með loftárás- um verða þjóðernishreinsanir ekki stöðvaðar. Úr leiðara í USA Today 4. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.