Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 55 Smáauglýsingar Bronco ’79, vél 400, nýuppt. m/heitum ás o.fl., Holley 750, ál millihedd, flækj- ur, sjálfsk. nýuppt. m/Shiftkit og aukakæli. Allt nýtt í framhásingu, 9" að aftan m/31 rillu öxlum og N. köggli, no spin, 4,88 hlf., 44" mudder dekk, nýteppalagður, ný ryðvörn, nýtt púst, stýristjakkur, kælir á stýrisdælu. Verð 700 þús. eða 3 ára skuldabréf. S. 91-870533 eða 985-33034. ■ Ýmislegt AMC J-10, árg. ’80, til sölu, 44" dekk, hlutföll 5:13, no spin, vél 360, sjálf- skiptur. Upplýsingar í síma 91-683408. KRABORG ■ Þjónusta Gifspússning -flotgólf. Fast verðtilboð. Hafsteinn og Hörður sf. S. 92-14154. ÉÚtihuiðir STAPAHRAUNI 5, SiMI 54595. Traust tréverk er andlit hússins. Smíðum hurðir og glugga. Tökum mál og gerum tilboð. Utihurðir hf., Stapahrauni 5, sími 91-54595. TORFÆRA Akraborgartorfæran verður haldin laug- ardaginn 14. ágúst og gildir hún til Islandsmeistara. Skráning í síma 91- 674590 og 93-14008. Skráningu lýkur mánudaginn 9. ágúst. ■ Ferðalög ISLENSKT HÓTELI LÚXEMB0RG Við erum I Móseldalnum, mitt á milli Findelflugyallar í Lúx og Trier í Þýskalandi. Gestum ekið til og frá flugvelli endurgjaldslaust ef óskað er. Verð: 2 m. herb. m/morgunv. 2.600 bfr. (ath. verðið er f. 2). 15% afsl. ef dvalið er 3 nætur eða lengur, 20% afsl. ef dvalið er 7 nætur eða lengur. Hotel Le Roi Dagobert, 32 Rue De Tréves, 6793 Grevenmacher, Luxembourg, sími: 90-352-75717, fax: (352)758792. Hringið, við svörum á íslensku. DV Sviösljós Aileen Getty ásamt sonum sinum tveimur. Fyrrverandi eiginmaður hennar, Christopher Wilding, er með forræðið yfir drengjunum. Bamabam Pauls Getty og fyrrnm tengdadóttir liz Taylor: Hver dagur getur verið sá síðasti - segir Aileen Getty sem er með eyðni á lokastigi Elisabet Taylor, Christopher sonur hennar og fyrrverandi tengdadóttir, Aileen Getty. „Elisabet var á tfmabili eina manneskjan sem hafði skiln- ing á sjúkdómnum og hjálpaði mér. Án hennar hefði ég fyrir löngu gefist upp,“ segir Aileen. Konan, sem situr fyrir framan okkur, er Aileen Getty, 33ja ára, barnabarn auðkýfmgsins Pauls Getty. Fyrir níu árum átti hún skyndikynni við mann og henni láðist að biðja hann að nota smokk- inn. Fyrir þau mistök verður hún að borga með lífi sínu. Aileen er með eyðni. Aileen er móöir tveggja drengja. Hún hefur borið HTV-smitið í sér í níu ár og hefur nú fengið sjúkdóm- inn. Hún veit aö hún á ekki langt eftir ólifað. Það sést ekki á andhti hennar að vírus herji á líkamann. Aileen gengur með box á sér því hún þarf að taka 54 töflur á dag auk AZT-lyfsins sem henni er gefið. En fyrir hana er öll von úti. Hún er þó ekki hætt að brosa. „Ég er líklega hamingjusamari í dag en ég hef verið síðustu tuttugu árin,“ segir hún. Sjúkdómurinn hefur kennt henni að njóta hvers augnabliks, hún er þakklát, nægju- söm og kann betur að meta ýmis- legt það sem líflö hefur upp á að bjóöa. Þegar Aileen var lítil stúlka las hún um auðæfi afa síns en pening- ar gefa ekki hlýju, segir hún. Aileen var sex ára þegar foreldrar hennar skildu. Hún var send á rándýran heimavistarskóla eins og systkini hennar tvö. Þegar hún var þrettán ára var bróður hennar, Jean Paul, rænt í Róm. Fimm mánuöum síðar var honum sleppt en þá var búiö að skera af honum annað eyrað. Þetta var mikið áfall fyrir fjölskyld- una. í framhaldi af þessum atburöi byrjuöu „gleðiár” hjá Aileen. Hún liföi hátt, hætti í skóla og flutti til móöur sinnar, Gail, í Los Angeles. Hún varð forfallinn kókaín- og marijúananeytandi. Fíkniefna- neysla hefur alltaf verið mikil í Gettyfjölskyldunni því faðir Aileen var forfallinn dópisti. Seinni kona hans, Talitha Pol, lést af of stórum eiturlyfjaskammti. Bróðir hennar, Jean Paul, er blindur og lamaður eftir að hafa tekið inn lífshættulega eiturblöndu. Aileen hefur þrisvar farið í með- ferö. Þegar hún var tvítug varð hún ástfangin af Christopher Wilding, syni Elísabetar Taylor. Þau giftu sig. Afi hennar, Paul Getty, hafði áöur sagt að sá úr fjölskyldunni sem gifti sig innan viö 23 ára aldur- inn myndi missa fjárframlög sín sem voru um sjö milljónir króna á ári. En Aileen var hamingjusöm með Christopher og henni kom vel saman við tengdamóöur sína. Aileen vildi eignast barn en ekki gekk það þrautalaust fyrir sig og margoft missti hún fóstur. Eftir brúðkaupið ættleiddu þau lítinn dreng, Caleb, sem í dag er níu ára gamall. Þremur mánuðum síðar varð Aileen ófrísk og í það skiptið gekk allt vel. Hún eignaðist Andrew sem í dag er átta ára. Hjónabandið gekk vel þangað til Aileen hitti kvikmyndatökumann- inn Andrej Bartkoviac í Holly- wood. Hún vissi að hann var bæði fíkniefnaneytandi og tvíkyn- hneigður en hún féll engu að síður fyrir honum. Nokkru síöar fékk hún vitneskju um að hún gæti ver- iö HlV-smituð. Hún leitaöi læknis í örvæntingu og fékk því miöur já- kvæða niðurstöðu. Henni fannst veröldin hrynja fyrir framan sig. Aileen ákvaö að fara með bömin til New York. í stórborginni leiddi hræöslan við dauðann hana inn á fíkniefnabrautina á nýjan leik. Christopher Wilding bað um skiln- að og umráðarétt yfir börnunum og var það auðsótt mál. Hvorki hann né börnin voru smituð. Fjölskyldan sneri baki viö Aileen, hvorki foreldrar hennar eða systk- ini vildu tala við hana. „Þegar ég þurfti mest á þessu fólki að halda leit þaö ekki við mér,“ segir hún. „Nema tengdamóðir mín, Elísabet Taylor. Án hennar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta.“ Elísabet hjálpaði henni að horfast í augu við sjúkdóminn, að hún ætti ekki að skammast sín fyrir hann og hefði rétt til að vera elskuð eins og allir aðrir. Aileen sagði sínum nán- ustu í mörg ár að hún hefði smitast viö blóðgjöf þegar hún var í að- gerð. Það var síðan Elísabet Taylor sem kom aftur á sambandi milli Aileen og fjölskyldu hennar. Móðir hennar og systir hafa sam- bandvið hana. Faðir hennar, sem býr í London, greiðir alla reikninga vegna læknisþjónustu en þeir eru komnir yflr þrjátíu milljónir króna. Auk þess hefur Christopher, fyrrum eiginmaður hennar, veriö henni hjálplegur. Hann er kvæntur aftur. Aileen Getty er ung kona með eyðni. Hún er móðir tveggja drengja og hún hefur sagt þeim að hún eigi ekki langt eftir ólifað. í svefnherberginu í húsinu hennar í Hollywood hefur hún skreytt veggi með Jesúmyndum og krossum, auk ýmissa korta, mynda og bréfa frá fjölskyldu og vinum. Drengimir fá oft að vera hjá henni og stytta henni stundirnar. „Þegar maður veit að hver dagur getur veriö sá síðasti nýtur maður kærleikans meöan maður getur,“ segir þessa dauðvona móöir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.