Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 Fréttir Eldsvoðinn að Nautabúi í Vatnsdal í desember síðastliðnum Bóndinn hlaut 8 mánaða fangelsi fyrir íkveikju - var einn á bænum og eldur talinn hafa komið upp á tveimur stöðum Ábúandinn að Nautabúi í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu hefur verið dæmdur til 8 mánaða fangelsisvistar, þar af 5 mánuði skilorðsbundið, fyrir brennu eða stórfelld eignaspjöll, með því að hafa lagt eld að tveimur stöð- um á jarðhæð íbúðarhússins á jörð- inni þann 15. desember síöastliðinn. Dómurinn var byggður á því að rannsóknaraðilar töldu ljóst að elds- upptök hefðu orðið á tveimur stöð- um, enginn annar verið til staðar en ábúandinn og að ekki væri talið koma til greina að kviknað hefði í út frá rafmagni. Hjörtur 0. Aðal- steinsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn í vikunni. Dómnum hef- ur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Slökkviliðið á Blönduósi var um þrjár klukkustundir að bijótast að bænum sökum ófærðar og veðurs þegar ljóst varð að kviknað hafði í bænum að kvöldi 15. desember. Eftir að slökkviliðsmenn komu á staöinn tókst þeim, þrátt fyrir afleitar að- stæður, að ráða niðurlögum eldsins áöur en hann braust upp úr þaki hússins. Tjónið var engu að síður metið á 3,6 milljónir króna. Bóndinn skýrði svo frá fyrir dómi að hann hefði verið að koma inn í bæinn frá hesthúsum um kvöldmat- arleytið þegar hann fann mikið reyk- jarkóf koma á móti sér. Hann kvaðst þá hafa farið inn, gripið sjónvarps- tæki, farið með það út í bifreið sína og bakkað henni frá. Bóndinn sagðist síðan hafa farið aftur að húsinu og opnað en þá hefði eldur komið á móti sér, hann lokað aftur, reynt aft- ur að komast inn en það ekki tekist fyrr en eftir nokkra stund er hann kastaði snjó inn í hohð. Þá hefði hann farið upp á loft en engan eld séð þar en mikinn reyk. Maðurinn kvaðst síðan hafa farið út og talið eldinn slokknaðan. Eftir það fór hann að nærliggjandi bæ þar sem hann greindi bónda frá því að kviknað hefði í og hann talið sig hafa slökkt aUan eld. Hann hefði síðan þegið matarbita enhaldið síðan aftur með nágranna sínum að bænum en þá hefði eldur verið kominn upp aft- ur. Hefði þá verið hringt á slökkviiið- ið á Blönduósi. Ábúandinn að Nautabúi neitaði ávaRt sakargiftum um að hafa sjálfur lagt eld að bænum og kvaðst telja að kviknaö hefði í út frá rafmagni. Þeg- ar eldsvoöinn átti sér stað var fast- eignin vátryggð en innbúið, sem var í eigu ábúandans, var ekki vátryggt. Hagnaður meðalheimilis ef Rátið værí af stuðningi við landbúnað — Lækkun heildarútgjalda heimila .1 10% 25% 50% 75% 100% Stöplaritið sýnir hlutfallslegan hagnað meðalheimilis et stuðningur við land- búnað yrði minnkaður um 10% til 100%. Stuðningurinn er reiknaður með því að leggja saman framreiknaða rikisstyrki ársins 1988 og kostnað neýt- enda við innflutningshöft. í tölunum er gert ráð fyrir aö skattar lækki sem svarar lækkuðum ríkisstyrkjum. Uppstokkun í landbúnaðarkerfinu: Aðilar vinnumark- aðarins áhuga- lausar risaeðlur - segirGuðmundurÓlafssonhagfræðingur „Þaö er með óUkindum að risaeðl- umar tvær, Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið, skuUekki hafa áhuga á mikUvægustu hags- munum umbjóðenda sinna - land- búnaðarmálunum,“ segir Guðmund- ur Ólafsson hagfræðingur. Hann seg- ir að menn gætu sparað sér 18 til 20 iniUjarða í landbúnaðarkerfinu og um minna muni á erfiðum tímum. í nýútkominni landbúnaöar- skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól- ans, sem sagt hefur verið frá á síðum DV, segir að stuðningur íslenskra neytenda við landbúnaðinn jafngildi um 255 þúsund kr. á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Ef spara mætti þessa upphæð samsvarar það lækk- un á matarreikningum heimilanna um rúm 40%. Alþýðusamband íslands mælir aUs ekki með óheftum innUutningi land- búnaðarvara nú. Þetta kom fram hjá Guðmundi Gylfa Guömundssyni, hagfræðingi ASÍ, í samtali viö DV. Sagði hann jafnframt aðspurður að ASÍ myndi skoða niðurskurð í land- búnaðarkeríínu í ljósi atvinnu- ástandsins, jafnvel þótt í ljós kæmi að landbúnaður hér nyti meiri styrkja en í öðrum löndum. „Tals- verð hagræðing er framundan í ís- lenskum landbúnaði og verðlækkan- ir hafa orðið í Uestum greinum. Sú þróun er að okkar mati í nokkuð góðum farvegi.“ Guðmundur GylU sagði þó Alþýðusambandið leggja áherslu á að hagræðingu í landbún- aði yrði hraðað. „Landbúnaðurinn þarf að lækka framleiðslukostnaðinn tíl að mæta þeirri samkeppni sem fyrirsjáanleg er. Mjólkuriðnaðurinn mun tÚ dæm- is standast illa samkeppni ef menn taka sér ekki tak,“ sagði Guðmundur Gylfi. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir UUa hagræðingu hafa átt sér stað í land- búnaði; aðeins tekjulækkun hjá bændum. „Það þarf algera uppstokk- un,“ segir Jóhannes í Ijósi skýrslu Hagfræðistofnunar. -DBE Lést í vinnuslysi 37 ára karlmaður lést í vinnuslysi skip og var maðurinn látinn er að í Grundarfirði um klukkan fimm í var komið. gær. Slysið vildi til með þeim hætti Maðurinn var íjölskyldumaður. að lyftari, sem hann ók, féll niður í -pp Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjórí: Bandaríkjamenn lögðu fram aðlögunartillögur - íslenskum aðalverktökum boðið að yfirtaka viðhaldsreksturinn „Á þessum fundi komu fram tillög- ur um aðlögun á starfsemi Varnar- hðsins af hálfu Bandaríkjastjórnar sem verða skoðaðar hér og síðan fjallað sameiginlega um á næstu vik- um. Ég get því miður ekki sagt um hvað þessar tillögur fiaUa þar sem samþykkt var að gefa ekki neinar upplýsingar um þær meðan ekki hefði verið fiallað um þær í ríkis- stjóm," segir Þorsteinn Ingólfsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Samkvæmt heimildum DV hafa Bandaríkjamenn boðið íslenskum aðalverktökum aö taka yfir daglegan viðhaldsrekstur á Vellinum en 100 hermenn hafa sinnt honum fram að þessu, auk þess sem 20 hermenn hafa sinnt viðhaldi á næturvakt. Sam- kvæmt sömu heimildum er búist við að samningur íslenskra aðalverk- taka verði framlengdur en hann rennur út 4. maí 1995 og að þvottahús hermanna verði lagt niður. Ef af verður má búast viö að nokkrar ís- lenskar konur missi starfið. - Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytis- stjóri segist ekki geta staðfest að ís- lenskum aðalverktökum hafi verið boöið að yfirtaka viðhaldsreksturinn og Róbert Trausti Ámason sendi- herra segir að hugmyndin eigi ekki rætur að rekja til íslensku eða banda- rísku samráðsnefndanna en hugsan- legt sé að hún eigi upptök í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt heimildum blaðsins voru Arnór Siguijónsson og fleiri íslendingar á fundi á Keflavík- urflugvelh í gær en ekki er vitað hvort þetta bar á góma þar. Þorsteinn hefur forystu fyrir ís- lenska samráðshópnum sem ræddi við Bandaríkjamenn um starfsemi herstöðvarinnar í Keflavík í gær. Hópur Bandaríkjamanna frá stefnu- mótunar- og áætlanadeild yfirflota- stjórnar Atlantshafsbandalagsins í Virginíu kom th landsins nýlega til viðræðna við íslensk stjómvöld. „Þessar tihögur em lagðar fram sem umræðugmndvöllur og þær verða kynntar fyrir ráðherrum á næstunni og tekin afstaða til þeirra áður en samráðinu við Bandaríkja- menn verður haldið áfrarn," segir hann. -GHS am Sundkappinn frá Akranesi, Krisfinn Einarsson, þreytir Helgusund i dag. Kristinn Einarsson syndir Helgusund: Óskaveðrið er meðvindur „Ég legg af stað úr Geirshólma í átt að Hvalstöðinni kl. 15 í dag og reyni að synda í Helguvík. Þetta eru 1,6 kílómetrar. Við vorum fiórir skráðir til að byija með en núna er ég einn eftir,“ segir Kristinn Einars- son, sundmaöur frá Akranesi, sem hefur áður synt frá Gmndartanga inn í Hvalfiörð og frá Viðey til Reykjavíkur. „Ég er alls ekki í neinni æfingu og er að auki 15 kílóum léttari en þegar ég æfði sundið á fuhu og er því illa einangraður. Ég ætla samt að prófa þetta því Helga var ekki í neinni æfingu heldur þegar hún synti með bamið á bakinu.“ Kristinn hefur lagt í ýmsar þol- raunir í sjósundi, meðal annars reynt Drangeyjarsund. Geirshólmi er hár klettahólmi í innanvérðum Hvalfirði og er kunnur úr Haröar sögu og Hólmverja og Sturlungasögu. Þaðan synti Helga jarlsdóttir, kona Harðar Grímkels- sonar með tvo syni þeirra, annan á bakinu og hinn við hlið sér, á land og nefnist þar síðan Helguvík. „Óskaveðrið er hvass vindur í bak- ið,“segirKristinn. -em Stuttar fréttir Sódóma i Montreal Kvikmyndin Sódóma Reykja- vík tekur þátt í kvikmyndahátíð i Montreal í Kanada um næstu mánaðamót. Bæjarráð Egilsstaða hefur sent Ðavið Oddssyni bréf hann er hvattur til aö RARIK staða. verði þar setn stíga þau skref sem þarf til að höfuðstöðvar fluttar til Feröa- Ferðamálaráðstefha málaráðs verður haldin vatnssveit 16. og 17. september nk. og áhersla iögð á gæðamál. í Mý- Vigdís í Belgiu Vigdís Finnbogadóttir verður viðstödd útfór Baldvins Belgtu- konungs sem fram í fer í Brussel íslenskir fiárhundar og gold en retriever fara með munu hundahlutverkin í kvikmyndinni um Emil og Skunda samkv. Voff!, fréttablaði um hunda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.