Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993
„Hef alltaf verið
hlynntur
hvalveiðum'
- segir rithöfundurinn og viðskiptajöfurinn John Bockstoce sem ritað hefur margar bækur um líf á norðurslóðum
Þekktur gestur 1 heimsokn á Seyðisfirði:
John Bockstoce ásamt eskimóanum Luke Koonook viö strendur Alaska.
Pétur Kristjánsson, DV, Seydis&rdi:
Það er nánast ofsaveður, rok, kalt
og rigning. Við eina bryggiuna í
geyðisfirði liggur mótorseglbáturinn
Belvedere frá New Bedford. Þetta er
glæsilegur bátur, skrokkurinn úr
stáli og sérstaklega styrktur til sigl-
inga í ís. Heilmikið er um að vera á
dekkinu þar sem nokkrir úr sjö
manna áhöfn eru að fást við kaðla,
keðjur, belgi og fleira. Frammi á
stefni stendur skipstjórinn með
labb-rabb tæki og stjómar aðgerðum.
Hann er velefnaður viðskiptajöfur,
doktor í þjóðháttafræðum, mann-
fræðingur, fomleifafræðingur, hval-
veiðimaður og ekki síst ævintýra-
maður. Við höfðum hist kvöldið áður
og mælt okkur mót. Þegar hann sér
mig kallar hann: „Ég má ekkert vera
að því að tala við þig núna, við þurf-
um að passa bátinn." Ég hinkra samt
meðan nokkir úr áhöfninni, sem eru
á gúmmítuðru, færa akkerið til. Það
nær festu og að lokum tekst að halda
bátnum frá því að berjast við bryggj-
una. Skipstjórinn kallar til mín aft-
ur: „Komdu um borð, nú er allt kom-
ið í lag. Djöfull er þetta góð áhöfn,
áhugasamir og duglegir menn.“ Við
fömm inn í brú.
Að sjálfsögðu byrjum við á því að
ræða um veðrið. Á meðan tekur
hann eftir litlum fiskibáti sem er að
koma inn í höfnina - „Sjómennirnir
hér um slóðir eru nokkuð hugaðir,
þykir mér. Er annars nokkur þorsk-
ur eftir í sjónum?" Ég segi honum
að minna veiðist af þorski en fyrr.
„Þetta er svona við austurströnd
Bandarikjanna líka. Viltu súpu?
Jim!, geturðu ekki látið okkur hafa
tvær súpuskálar."
Fiskveiðar
áhugamál
Skipsfjórinn og gestur hans fá súp-
una sína og hann heldur áfram að
segja frá: „Fiskveiðar hafa alltaf vak-
iö áhuga hjá mér, alveg síðan ég vann
við minjasafn um hvalveiðar, því
hluti safnsins var helgaður fiskveið-
um. Ég man að þegar ég var í Eng-
landi var þorskastríð og menn
klesstu skip hver hjá öðrum, sérstak-
lega Bretar sem komu hingað. Ég
man ekki eftir aö íslendingar hafi
verið á ferðinni í Englandi," segir
hann og hlær dátt. „Mig minnir að
NATO hafi blandast í máhð og að
BandaríKjamenn hafi sett þumal-
skrúfur á Bretana svo aö við mynd-
um ekki tapa Keflavík. Það er orðiö
nokkuð langt síðan þetta var en ef
við hefðum misst Keflavík hefði orð-
ið erfitt að hafa auga með rússnesku
kafbátunum."
Þessi maður, John Bockstoce, hef-
ur skrifað fjölda bóka og greina um
sögu hvalveiða og líf á norðurslóð-
um. Hann er hraðmæltur og ör en
ekki beint eins og hann sé stressaður
heldur eins og hann sé að flýta sér.
Á þessum báti hefur hann siglt norö-
vesturleiðina frá Beringssundi norð-
ur fyrir Kanada til Labrador. Hann
á einnig heiöurinn af því að hafa
ferðast lengst allra á opnum báti á
Norður-íshafinu svo vitað sé. Maður
fær á tilfmninguna að hann viti hvaö
hann er að gera.
Meðal eskimóa
og indíána
Ég spyr: - Hvemig stóð á því að þú
byijaöir að feröast um heiminn á
Belvedere?
„Á menntaskólaárum mínum fór
ég að vinna við læknaleiðangur sem
var í gangi í Nýfundnalandi og veitti
sjómönnum; indíánum og eskimóum
læknisþjónustu. Ég varð hreinlega
ástfanginn af norðrinu og á meöan
ég stundaöi mannfræðinám viö
Yale-háskólann reyndi ég aö rann-
saka líf eskimóa sem mest og fékk
ýmis störf á heimskautasvæði
Kanada. Þama vann ég við alls konar
störf, m.a. sprengihleðslu, aöstoð við
dreifbýlisflugmenn og hvað sem var.
Yfirleitt voru eskimóaþorp nálæg og
maöur kynntist íbúunum. Þegar ég
síðan hélt til Englands til að stunda
mastersnám í þjóöháttafræði og for-
sögu skrifaði ég um menningarþróun
eskimóa á noröurheimskautssvæð-
inu. Ég var á hveiju sumri á norður-
hjaranum og varð fyrir vonbrigðum
með kenningar mannfræðinnar og
hneigðist aö fomleifafræði.
Stundaði
hvalveiðar
Eftir aö ég hafði stundað fomleifa-
gröft í sex, sjö ár í eskimóabyggðum
sagði yfirmaður minn í Háskólasafn-
inu í Fíladelfíu að ég myndi aldrei
geta skilið þátt hvalveiðanna í sög-
unni nema stunda hvalveiðar með
eskimóum. Hann hafði sjálfur gert
þetta á fjórða og fimmta áratugnum.
Svo ég fór á sama stað og veiddi hval
með sonum þeirra sem hann hafði
veitt með, ég gekk svo að segja í arf.
Eskimóarnir nota aöferðir sem eru
sambland af uppfmningum Thomas
Roys á síðustu öld og allt að tvö þús-
und ára gömlum hefðum þeirra
sjálfra. Þeir eiga ennþá gamlar nítj-
ándu aldar skutulbyssur sem hafa
gengið mann fram af manni. Ég varð
hugfanginn af innleiðslu amerískrar
tækni í Alaska og mér varð ljóst að
það voru hvalveiðarnar sem áttu
stærstan þátt í afskiptum Banda-
ríkjamanna á svæðinu. Út frá þessu
byijaði ég að skrifa bók, Whales, Ice
and Men (Hvahr, ís og menn) sem tók
mig tíu ár. Ég samdi nokkrar aðrar
bækur á meöan. Bókinni fylgdu
miklar rannsóknir og ég þurfti að
ferðast mikið með eskimóum í úm-
iak-bátum þeirra. Mér líkaði æ betur
við úmiak-bátana. Þeir eru alhr
reyrðir saman og mjög sveigjanlegir.
Þeir fylgja öldunum mjög vel, sveigj-
ast á alla vegu en brotna aldrei, þeir
eru dásamlega góðir sjóbátar. Stund-
um fórum við fimmtíu mílur út á
Beringssund til að veiða sæljón inn-
an um rekísinn. Við notuðum svipað-
an bát þau tíu vor sem ég var við
hvalveiöar. Ég varð hugfanginn af
því aö ferðast og keypti gamla grind
af úmíak-báti sem ég síðan endur-
smíðaði. Ég notaði hann í um tíu ár
til ferðalaga á norðvesturleiðinni og
haföi mjög gaman af. Síðan fékk ég
ipjög slæma liðagigt í mjaömirnar
og gat ekki lengur hafst við í blautum
svefnpoka liggjandi á jörðinni. Ég'
þurfti að fá gervfiiði og þá áttaði ég
mig á því að ég þurfti að fá seglbát.
Tókvið
fjölskyldu-
fyrirtækinu
Bókin var næstum tilbúin en nú
var faöir minn orðinn veikur og ég
þurfti að taka við stjórn fjölskyldu-
fyrirtækisins. Tuttugu ára ferill
minn sem mannfræðingur var senn
á enda. Seglbáturinn var leið til að
halda tengslum. Bátarnir hafa reynst
mér mjög vel. Úmíakinn og þessi
bátur hafa gert það að verkum að ég
hef getaö heimsótt hvetja einustu
hvalveiðistöð í vesturhluta Norður-
íshafsins. Án þeirra hefði þetta verið
óframkvæmanlegt vegna þess
hversu dýrt það hefði orðið, þyrlu-
kostnaöur og allt það. Ég fékk líka
aö kynnast hafinu og baráttu hval-
veiðimanna við það og einhver óveð-
ur þurfti ég að bíða af mér. Smám
saman fær maður tilfinningu fyrir
svæðinu.
Mér tókst að koma mér inn í við-
skiptaheiminn en ég hélt bátnum og