Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 59 Afmæli Hulda Gísladóttir Hulda Gísladóttir húsmóðir, Víði- grund 16, Sauðárkróki, verður átta- tíu ára á morgun, sunnudaginn 8.8. Starfsferill Hulda er fædd að Bólstað í Húna- vatnssýslu og sleit bamsskónum í Svartárdal þar sem hún var til tíu ára aldurs. Hún var síðan fjögur ár á Blönduósi og fimm ár á Sauðár- króki. Eför það bjó hún lengi á Siglufirði áður en hún fluttist aftur til Sauðárkróks. Þar hefur hún búið mestan hluta ævinnar. Fjölskylda Eiginmaður Huldu var Anton Ingimarsson sjómaður, f. 8.9.1918, en þau skiidu 1955. Hann dvelur nú á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. For- eldrar Antons voru Ingimar Jóns- son ogLilja Vormsdóttir. Böm Huldu og Antons era Sigurð- ur, f. 12.2.1933, vélsmiður á Sauðár- króki, og á hann tvö böm; Ingimar, f. 21.9.1935, pípulagningameistari á Sauðárkróki, kvæntur Gíslínu og eiga þau fimm böm; Gísh, f. 7.9.1938, bifvélavirki á Sauðárkróki, kvænt- ur Rakel og eiga þau þrjú börn; Ólaf- ur, f. 15.4.1947, bílstjóri í Reykjavík, kvæntur Kötlu og eiga þau eitt barn; Hilmar, f. 20.5.1949, kjötvinnslu- maður á Sauðárkróki, kvæntur Kristbjörgu og eiga þau þrjú böm; Sigurlína, f. 19.4.1954, hjúknmar- fræðingur í Reykjavík, gift Aðal- steini og eiga þau tvö böm. Helga Guðmundsdóttir Helga Guðmundsdóttir verslunar- maður, Lambhaga44, Selfossi, verð- ur fertug á morgun, sunnudaginn 8.8. Starfsferill Helga er fædd undir Austur-Eyja- flöllum í Rangárvallasýslu og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún vann við verslunarstörf í Vestmanneyj- um 1974-1982, fluttist þá til Selfoss og starfar við verslunarstörf þar. Fjölskylda Helga giftist 1.12.1972 Sigurvin Jenssyni Sigurvinssyni verslunar- manni, f. 10.9.1952. Foreldrar hans voru Una G.R. Sigurðardóttir, f. 6.8. 1923, d. 30.4.1978, og Sigurvin Jens- son, f. 10.4.1916, d. 9.7.1953. Böm Helgu og Sigurvins em Val- gerður Una, f. 20.2.1971, og Helena Rut, f. 2.7.1980. Alsystir Helgu er Lilja Guðný, f. 14.10.1955, gift Páb Emil Beck, bú- sett í Kópavogi og eiga þau þrjú börn. Bróðir Helgu, SEunmæðra, er Þor- . geir Guðfinnsson, f. 19.2.1968, bú- settur í Reykjavík og er sambýbs- kona hans Guðrún Þórey Ingólfs- dóttir. Bróðir Helgu, samfeðra, er Gylfi Þór, f. 23.1.1973, búsettur í Hafnar- firði. Uppeldissystkini Helgu eru Jak- obína Guðfinnsdóttir, f. 6.3.1947, gift Kristmanni Kristmannssyni, búsett í Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur böm; og Hafsteinn Guð- finnsson, f. 5.8.1950, kvæntur Hbdi Oddgeirsdóttur, búsettur í Vest- mannaeyjum og eiga þau tvo syni. Foreldrar Helgu era Guðmundur Helga Guðmundsdóttir. Guðjónsson, f. 5.1.1929, leigubíl- stjóri í Hafnarfirði, og Valgerður Helga Eyjólfsdóttir, f. 4.7.1934. Upp- eldisfaðir Helgu er Guðfinnur Þor- geirsson,f.27.10.1926. Svanhvít L. Guðmundsdóttir Svanhvít L. Guðmundsdóttir, Þingaseb 4, Reykjavík, verður átta- tíu og fimm ára á mánudaginn, 9.8. Svanhvít er fædd í Geitdal í Skriðdal en flutti tveggja ára með foreldram sínum, Guðríði Finn- bogadóttur og Guðmundi Þorvalds- syni, að Bíldsfelb í Grafningi og ólst þar upp. Svanhvít lauk kennara- prófi 1932 og var kennari í Miðbæj- arskólanum í Reykjavík 1932-1949. Svanhvít giftist 9.12.1939 Geir Gígja, f. 5.11.1898, kennara og nátt- úrufræðmgi, en hann lést 1981. Svanhvít og Geir bjuggu lengst af í Naustanesi á Kjalarnesi. Svanhvít ætlar að taka á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Fomuströnd 1 á Seltjarnamesi á afmæbsdaginn eftir kl. 16. Svanhvit L. Guðmundsdóttir. Sviðsljós Laugarvatn: Heiðurshjón við Vígðulaug Það mikla menntasetur, Laugar- vatn, ber nafn sitt af Vígðulaug sem er niðri við vatnið. Þar er tabð að heiðnir menn hafi verið skírðir eft- ir kristnitökuna árið 1000. Er DV- menn vora á ferðinni á Laugar- vatni á dögunum vbdi svo skemmtilega tíl að þeir rákust á það heiðursfólk, doktor Harald Matthíasson, íslenskufræðing og kennara á Laugarvatni tb margra ára, og Kristínu Ólafsdóttur, konu hans. Þau vora að koma frá þvi aö skoða plöntuútsölu en þau sögðust vera með mikla plönturækt í gróð- urhúsi sínu við Stöng á Laugar- vatni. Þau sögðust una hag sínum vel á staðnum og vora ánægð með hvemig hann hefur þróast upp í að vera eitt mesta menntasetur landsins. Haraldur byijaði að kenna við Héraðsskólann á Laug- arvatni 1951 og síðar við Mennta- skólann alveg fram tb ársins 1982. Þá sneri hann sér alfarið að skrift- um og frekari fræðimennsku en eftir Harald bggja mörg rit um ís- lenskufræði og ferðamál. Síðast Heiðurshjónin Haraldur Matthíasson og Kristin Ólafsdóttir við laugina sem Laugarvatn er kennt Við, Vígðulaug. Þar er talið að heiðnir menn hafi verið skírðir eftir kristnitökuna árið 1000. Laugin er heit og heiðingj- ar voru skírðir þarna því þeir vildu ekki láta dýfa höfðinu í kalt vatn, að þvi ertalið er. DV-mynd GVA kom út bókaflokkurinn Land og Landnáma. Það var ekki að sjá að Haraldur og Kristín væra á níræðisaldri, bæði svo létt í lund að þaö hrein- lega geislaði af þeim. Þegar blaða- maður spurði Kristínu hvað hún væri gömul sló hún sér á lær og svaraöi um hæl: „Ég er 100 ára!“ -bjb SystkiniHuldu: Guðrún Sigríður, f. 26.12.1918, d. 1988, og átd hún fjög- ur böm, og Ölafur, f. 18.3.1916, bú- settur á Sauðárkróki, kvæntur Guð- rúnu og eiga þau þrjá syni. Foreldrar Huldu voru Gísli Ólafs- son, f. 2.1.1885, d. 14.1.1967, skáld á Sauðárkróki, og Jakobína Þorleifs- dóttir, f. 29.6.1891, d. 29.5.1968, hús- móðir á Sauðárkróki. Hulda tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn kl. 15 í safnaðarheim- ib Sauðárkróks. Hulda Gísladóttir. Til hamingju með Jón Oddsson, Þormóðsgötu24, Siglufiröi. Vilborg Ólafsdóttir, Dvalarheimibnu Höfða, Akranesi. Hún tekur á móti gestum á aftnæl- isdaginn á heimbi sonardóttur sinnar að Lyngholti 2 í Leirársveit. EUaMarie Einarsson, Laugavegi 25, Reyhjavík. Kristmundur H. Herbertsson, Borgarhrauni 6, Grindavík. Sigurður Kr. Jónsson húsasmiða- meistari, Húnabraut32. Blönduósi. Kona hans er Guðrún J. Ingi- marsdóttir húsmóðir. Þautakaámóti gestum síðdeg- is í dag, laugardaginn 7. ágúst, í sumarbústaðnumFögrabrekku í landi Mimaðamess í Borgarfirði. 50ára Eðvaldína Kristjánsdóttir, Glerárskógum, Hvammshreppi. 75 ára Ámundi Ævar, Langholtsvegi 183, Reykjavík. Björgvin Magnússon, Hverfisgötu 32, Reykjavík. Sigurður Gíslason, Blöndubakka 3, Reykjavík. Sighvatur Ásbjarnarson, Sundabúð 1, Vopnafirði. 70ára Kristin Sigurbjörnsdóttir, Hólabraut 5, Hafnarfirði. MúrNikuIásson, Þórsgötu 17, Reykjavík. Laufey Jóhannesdóttir, Lyngholti 10, Keflavík. Stefanía Sigurðardóttir, Skálanesgötu 7, Vopnafirði. JóhannGíslason, Sólheimagerði, Akrahreppi. Bjarni Gíslason, Eyhildarholti, Rípurhreppi. Davið Haraldsson, Eyrarvegi 18, Akureyri. Svanhvít Halla Páisdóttir, Rjúpufebi 29, Reykjavík. Kristjana Jóhanna Ey vindsdótt- Hrísmóum 1, Garðabæ. Gunnar Hermannsson, Grettisgötu3, Reykjavík. Kári Tryggvason, Smiðjustíg lla, Reykjavík. Jón Trausti Leifsson, Sævangi 9, Hafnarfirði. Aðalheiður Einarsdóttir, ~ Viðivangi 13, Hafnarfirði. Sigmar Sigurður Björnsson, Miðbraut 17, Vopnafirði. Ásdis Svala Pálsdóttir, Heiöarbraut 10, Keflavík. Friðrik Gunnlaugsson, Reynibergi 7, Hafnarfirði. Ágústa Sigbjömsdóttir Agústa Sigbjömsdóttir frá Vík í Fá- skrúðsfirði, nú tb heimibs að Dal- braut 27, Reykjavík, er 95 ára í dag. Fjölskylda Ágústa giftist 24.9.1928 Stefáni Bjömssyni sem lengi var starfsmað- ur Gjaldeyris- og innflutningsnefnd- ar. Hann dó 1978. Ágústa á eina dótt- ur, Guðmundu sem gift er Gunnari Petersen. Barnabam er eitt og langömmubörn þrjú. Systkinin í Vík vom 14. Eftir bfa Ágústa og Sigurður, f. 20.5.1900. Foreldrar Agústu vora hjónin Sig- bjöm Þorsteinsson, Þorsteinssonar, b. og hreppstjóra að Höfðahúsum við Fáskrúðsfjörð, og Karohnu Mar- íu ljósmóður Sigurðardóttur, pósts, og Steinunn Jakobína, dóttir hjón- anna Bjama Guðmundssonar, b. á Agústa Sigbjörnsdóttir. Brimnesi, og Sólveigar Jónsdóttur, b. og hreppstjóra að Berunesi við Reyðarfjörð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.