Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1993, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 WBt. ... að rilhöfundurinn Judith Krantz, 63 ára, hefði skrifað handrit að nýrri sjónvarpsmynd sem nefnisf Torch Song. Fyrrver- andí kvikmyndastjarna finnur ástina þegar hún er i áfengis- meðferð. Þar hittir hún ungan og aðiaðandi sjéntilmann. Sagan minnir svolitið á iif Elisabetar Tayior. Það eru hins vegar Raqu- ei Welch og Jack Scalia sem fara með aðalhlutverkin i myndinni. Sviðsljós Verslun sem selur fatnað fræga fólksins: Hattur JR og nær- buxur Don Johnson - er meðal þess sem fólkið vill kaupa í Lx>s Angeles ... að Rainier fursti og dóttir hans, prinsessa Stephanie, virð- ist vera orðnir vinir á nýjan leik. Sagt var að skorist hefði í odda með þeim feðginum þegar Step- hanie sagðist vera barnshafandl eftir öryggisvörð furstans. Jean Doore, sem er 44ra ára og býr í Englandi, varð fyrir ægilegu áfalli um daginn og ekki að ástæðulausu. Jean hefur verið í hamingjusömu hjónabandi þrátt fyrir að vera 144 kíló að þyngd. Hún hafði þó alltaf áhyggjur af því hversu feit hún væri og taldi að megrun væri besta leiðin til að gera eiginmanninn enn ham- ingjusamari. Jean ákvað að fara í stranga megr- un og borðaði ekkert nema ávexti og grænmeti en lagði súkkulaði og feitar sósur á hiliuna. Áður en langt um leið haföi hún misst heil 90 kíló - og eiginmanninn. Hann fór nefnilega frá henni þegar hún varð almennileg í vextinum. „Því meira sem ég grenntist því sérkennlegri varð Phil, eiginmaður minn, við mig,“ segir Jean. „Að lok- um yfirgaf hann mig fyrir fullt og allt með þeim orðum að ég væri ekki sama konan og hann hefði kvænst. Ég reyndi að gera allt fyrir hann án árangurs. Hann vildi mig ekki leng- ur,“ segir hún. „Það varð mér líka mikið áfall að sjá hann á götu um daginn með lít- illi feitri konu. Hún var eins og ég fyrir tveimur árum. Nú verð ég aö sætta mig við orðinn hlut og lifa líf- inu án hans.“ ... ao Hussem Konungur vært nýbúinn að gifta elsta soninn, Abdallah prins. Sú heppna var pakistani, Rania Yassine. Um tvö þúsund gestir voru í veislu brúð- hjónunum til heiðurs. ... að dansarinn Gregory Hines hefði hannað nýja steppskó sem hann frumreyndi á Broadway fyrir stuttu með góðum árangri. Nú ætti að selja þessa nýju upp- finningu og hluti ágóðans að renna til samtaka sem hjálpuðu eyðnisjúkum. mundi þjéna 130 milljónir fyrir að borða spaghetti i amerisku sjónvarpi. Þetta er i fyrsta skipti sem hann gefur kost á sér í aug- lúctnm • hönnuður. Hún aetlar innan skamms að hanna nýja búninga á starfsfólk Spies en hingað tii hefur hún aðeins hannað á sig ... að Jean Kennedy Smith (móðir Williams Kennedy, sem varð frægur vegna aðildar að kynsvalli á sínum tima) hefði verið útnefnd sendiherra ó ír- landi. Elns og kunnugt er á Kennedy-ættin rætur að rekja til írlands svo það er mikið gleði- efni fyrir Jean að verða fyrir val- Jean ásamt eiginmanninum Phil þegar hún var enn jnu. 144 kfló. -----i----------------------------- ... aö dóttir Vanessu Redgrave, Natasha Richardson, ætti von á barni meö Liam Neeson sem m.a. hehir verið með stjörnum á borð við Juliu Roberts og Brooke Shields. Liam þessi hefur leikið i nokkrum myndum þ.á m. Eigin- menn og konur eftir Woody Al- ien. ... að Burt Reynolds hefði verið konu sinni ótrúr nánast allt frá þvi þau gengu í hjónaband. Loni Anderson, fyrrum eiginkona hans, segir að hann sé mikil pjattrófa og hún mátti til dæmis aidrei vera ósminkuð í návist hans. Hjónaband þeirra hafi ver- ið sýndarmennskan ein undir það síðasta. Jean Doore missti 90 kíló og er ný manneskja. ... að krónprinsessan Masako i Japan hefði nú verið gestgjafi i fyrsta sinn i mikilli veislu sem haldin var í keisarahöilinni í Tokýo. Hún þótti standast eid- raunina með gians. Veislan þótti takast afbragðsvel og gestir voru himinlifandi með hið unga ný- gífta keisarapar. Það er komið í tísku að kaupa sér föt sem frægu stjörnurnar hafa gengið í og þannig búð er til í Los Angeles. Langar þig til að sýna fólki aö þú gangir í bol-sem Madonna hefur átt eða að kærastinn þinn sé í nærbux- um sem Don Johnson hefur verið í? Hvað með einkennisfótin sem Tom Cruise klæddist í kvikmyndinni Top Gun? Það eru æði margir sem hafa áhuga á fötum leikaranna og þess vegna gengur verslunin „Star War- es“ í Los Angeles frábærlega vel. Þar getur þú nefnilega keypt hvaðeina sem hugurinn gimist af fatnaði úr heimi kvikmyndanna. Og ekki bara föt heldur einnig hatta og alls kyns smávöru. Fyrrverandi eiginkona Sylvesters Stallone, Sasha, var í búðinni fyrir stuttu og var að versla handa syni sínum dót úr bíómyndinni Terminat- or H. Safnarar eru tíðir gestir í verslun þessari. Þeir eru líka tilbúnir að greiða háar upphæðir fyrir ýmsan eftirsóttan vaming, t.d. hattinn sem JR gekk alltaf með í Dallas-þáttun- um. Eftir því sem safnarar verða fleiri því hærra verður verðið á þess- um eftirsótta vamingi og nú er svo komið að verslunin annar vart eftir- spurn. Þegar blaðamaður var í verslun- inni fyrir stuttu var jakki af einum stráknum 1 New Kids on the Block til sölu og einnig skeið sem Marilyn Monroe átti sem bam. Mest er til af dóti frá leikkonunni Cher enda skipt- ir hún ört um og notar sumt aðeins einu sinni. Þarna var hægt að kaupa símsvarann hennar og hatta. „Við höfum fengið hlut frá Cher þar sem verðmiðinn hangir enn á,“ segir eig- andi verslunarinnar. Það er mjög misjafnt verð á fatnaði stjamanna og stundum virðist sem kjólar verði ódýrari eftir því sem þeir eldast. Til dæmis er hægt að fá kvöldkjól sem Ava Gardner átti fyrir fjögur þúsund krónur. Einkennisbúningur Tom Cruise úr bíómyndinni Top Gun fór fyrir háar fjárhæðir. Á veggnum í versluninni er langur hsti yfir hvað er í boði og hvaða stjömur hafa átt hlutina. Yfirleitt koma þessar vömr inn í verslunina eftir krókaleiðum, stjömumar hafa annað hvort kastað þeim í ruslið hjá Nærbuxur Don Johnson, ef einhver hefur áhuga, fást hér. sér eða gefið þær og síðan reynir fólk að gera sér peninga úr þessum eftir- sótta vamingi. Þaö væri nú annars aldeilis saga til næsta bæjar ef t.d. Don Johnson kæmi í eigin persónu til aö selja nærbuxurnar sínar... Missti 90 kíló og eiginmarminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.