Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Fréttir
Ársverkmn í húsgagnaiðnaði hefur fækkað um 900 á síðustu 15 árum:
Húsgagnaiðnaðurinn
er í kaldakoli
- um það bil 800 ársverk flutt Inn á ári
„Húsgagnaframleiöslan er ekki til
lengur sem framleiöslugrein. Inn-
flutningurinn er orðinn svo langt
yfir það sem hægt er að hugsa sér,“
segir Bjöm Kristjánsson, formaður
Félags starfsfólks í húsgagnaiðnaði.
Ársverkum í húsgagnaiðnaði hefur
fækkað um nær helming, úr tæplega
1900 árið 1978 og niður í um 1000 nú,
á síðustu 15 árum. Þar af hefur sam-
dráttur um 200 ársverk átt sér stað
á síðustu tveimur árum. Áætla má
að á hverju ári séu húsgögn og inn-
réttingar flutt inn fyrir sem svarar
Á undanförnum árum hefur átt sér stað samruni margra helstu fyrirtækja
í húsgagnaiðnaöi. Þau stærstu hafa jafnframt sameinast um framleiðslu-
deild. Siðustu 15 ár hefur ársverkum i húsgagnaframleiðslu fækkað um nær
helming. DV-mynd BG
Línuritið er samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi iðnaðarmanna en
tölur fyrir ’91 og '92 eru aðeins áætlaðar og því ekki fullkomlega öruggar.
800 ársverkum. Þetta kom fram í
samtali DV við Rafh Ben. Rafnsson,
formann Félags húsgagna- og inn-
réttingaframleiðenda.
„Heimilishúgagnaframleiðsla hef-
ur meira eða minna liðið undir lok á
síðari árum,“ segir Rafn. Hann segir
þó framleiðslu fyrir fyrirtæki og
stofnanir hafa verið allblómlega. Þó
hafí þar mikið dregist saman á und-
anfömum tveimur árum. „Það er
umhugsunarefni að samkeppnisiðn-
aður hér býr við mjög lök ytri skil-
yrði. Ytri aðstæður eru okkur miklu
dýrari en erlendum samkeppnisaðil-
um. Menn virðast ekki hafa skilning
á því að byggja hér upp almennan
iönað.“
Það segir sína sögu að í rauninni
er búið að leggja Félag starfsfólks í
húsgagnaiðnaði niður. Enda hafði
félögum fækkað óheyrilega á und-
anfomum árum eða um helming.
Bjöm sagði umtalsverðan samdrátt
og atvinnuleysi ríkja víða í greininni.
„Fækkun ársverka í húsgagnaiðn-
aði hefur verið óheyrileg. Þetta em
óhugnanlegar tölur.“ Öll helstu inn-
lendu fyrirtækin í greininni em
meira eða minna runnin saman.
Stærstu framieiðslufyrirtækin, sem
á markaðnum hafa verið undanfarin
ár, hafa nú stofnað með sér sameigin-
lega framleiðsludeild. Sagði Björn að
við lægi að þar störfuðu jafnmargir
og hjá hverju fyrirtækinu um sig
þegar húgagnaiönaðurinn stóð í
blóma.
Það ér einnig þungt hljóð í hús-
gagnasmiðum gagnvart erlendri
samkeppni. Bjöm Kristjánsson
kveður erfitt að keppa við fjölda-
framleiðslu frá löndum þar sem
launakostnaður væri brot af því sem
hér væri, 20 til 30 krónur á tímann.
Ekki ríkir meiri bjartsýni hjá Ingvari
Þorsteinssyni í Ingvari og sonum.
„Iðnaöiuinn í heild er síðasti móhí-
kaninn. Við emm að missa sjálfstæð-
ið þannig að danska einokunarversl-
unin er að koma hér aftur. Ikea er
til dæmis rekið frá Sviss. Þar borga
þeir engin gjöld eða skatta. Með hús-
gagnaiðnaðinum er veriö að drepa
síöustu iðngreinina."
-DBE
J.P. innréttingar draga saman
J.P. innréttingar í Skeifunni hafa
selt tvær stærstu vélar sínar og
minnkað við sig. Að sögn Jóns Pét-
urssonar eiganda er þetta svar J.P.
við kreppu í greininni. Ætlunin er
að beina öllum kröftum fyrirtækisins
í innréttingasmíði en hvíla hurða-
framleiðsluna. Fyrirtækið segir
hann standa fóstum fótum í eigin
húsnæði og sé alls ekki að liða undir
lok.
J.P. innréttingar muna þó sinn fífil
fegri. Starfsmenn þess eru nú þrír
en vom 50 þegar hæst stóð. Saga J.P.
er þó ekkert einsdæmi í húsgagna-
og innréttingaiönaðinum. Bjöm
Kristjánsson, formaður Félags
starfsfólks í húsgagnaiðnaði, segir
húsgagnaiðnaðinn dauðan sem
framleiðslugrein.
-DBE
í dag mælir Dagfari
í Smugunni
Islenski togaraflotinn er á bak og
burt af íslandsmiðum. Tuttugu og
eitt skip hefur lagt af stað austur í
Barentshaf í svokallaða Smugu og
fleiri munu vera á leiðinni. Fæst
þeirra hafa með sér sjókort af því
hafsvæði þar sem þau hyggjast
kasta og það verður því spennandi
að fylgjast með því hvort togaram-
ir frnna Smuguna. Norðmenn ætla
að fylgjast með íslendingunum í
gegnum gervihnött og vita því
væntanlega betur hvar togaramir
verða niðurkomnir heldur en tog-
aramir sjálfir.
Norskir kontóristar og ráðherra-
blækur hafa rekiö upp ramakvein
út af þessum siglingum íslenska
flotans og Norðmenn vilja banna
íslensku skipunum að veiða á
þessu svasði. Þeir geta ekki bannað
það sjálfir svo þeir vilja að íslenska
ríkisstjómin geri það í staðinn.
Norðmenn halda greinilega að ís-
lenska ríkissljómin geti ráðið því
hvar íslensku veiðiskipin halda sig
og hvenær og geti sent þeim tilskip-
anir í gegnum talstöðina hvar þau
megi kasta.
Kannski er þetta svona í Noregi,
en ekki hér á íslandi. Enda hafa
íslensku ráðherramir skellt í góm
og sagt að þeir vilji og geti ekkert
gert í því hvað íslenskir sjómenn
aðhafist í úthöfunum. Upp úr þessu
hafa íslensk og norsk stjórnvöld
ákveðið að setjast að samninga-
borði til að ræða um þorskveiðar,
sem þau hafa enga lögsögu yfir. Það
verða skrítnar viðræður.
Það besta við þetta mál er þó það
að enginn veit hvort nokkur fiskur
veiðist í Smugunni. Svæðið hefur
verið friðað af hálfu Norðmanna
og Rússa, en þess í stað hefur verið
stunduð rányrkja af báðum þess-
um þjóðum allt í kringum Smug-
una sem gerir það að verkum að
fiskar em jafnóðum veiddir og þeir
voga sér í námunda við þetta frið-
aða svæði.
Kappsigling íslenska flotans alla
leið í Smuguna verður því varla
ferð til fjár og mun reynast útgerð-
inni dýr áður en yfir lýkur. Þó ber
þess aö geta að olíufélögin hafa
boðist til að senda olíuskip á miðin
til að togaramir geti haldið áfram
að skaka í Smugunni þótt enginn
fiskur finnist og þannig munu bæði
útgerðarfélögin og olíufélögin
hjálpast að við að halda íslenska
flotanum á hafsvæði þar sem engan
fisk er að fá. Og á meðan munu
norskir og íslenskir ráöherrar
dunda sér við það á samningafund-
um að finna leiðir til að semja um
það hvaða skip og hversu mörg
skip og hverrar þjóðar skipin verða
sem taka að sér að sigla til og frá
Smugunni í Barentshafinu. íslend-
ingar ætla ekki að gefa það eftir
fyrr en í fulla hnefana að þeirra
skip fái aðgang að siglingaleiðinni
til Smugunnar til að taka þar olíu,
svo þau geti komist heim aftur.
Glöggir menn hafa bent á að þetta
mál allt og siglingin í Barentshafið
sé besta friðun sem íslensku Hala-
miðin og þorskslóðimar í kringum
landið hafi fengið um árabil. ís-
lenskir og yfirtæknivæddir togarar
hafa ryksugaö íslensku miðin á
undanfömum árum með þeim af-
leiðingum að þar er þorskstofninn
nánast útdauður, og nú ætla þessir
sömu tæknivæddu togarar að ryk-
suga Smuguna til vonar og vara,
svo öraggt verði aö þar fáist enginn
fiskur heldur. Enda munar ekki
um það. Tuttugu og einn togari og
það er ekki lítill floti. Er nema von
að Norðmenn skelfist þegar þeir sjá
þennan flota, gráan fyrir járnum,
stíma á fullri ferð inn í Smuguna í
leit að síðasta þorskinum.
Það sem skiptir máli í þessu sam-
bandi eru ekki þorskamir heldur
skipin. Útgerð á íslandi hefur flár-
fest í fullkomnari skipum með
hverju árinu og þau hafa yfir slík-
um tækjabúnaði að ráða að það
sleppur enginn fiskur lifandi, sem
á annað borð syndir í sjónum. Þessi
skip verða að vera í umferð, hvort
sem einhver þorskur finnst eða
ekki. Það eru skipin sem blíva en
ekki þorskurinn.
Ergo: þegar skipin era orðin mik-
ilvægari en þorskurinn og skipin
leita uppi hverja smugu til að veiða
síðasta þorskinn, þá er þaö krafa
útgerðarinnar að ríkisvaldið greiði
niður kostnað af rekstri svo dýrra
skipa, sem þurfa að sigla um höfin
blá í leit að fiski sem engan er að
fá. EitthvaÖ verða skipin að hafa
fyrir stafni.
Dagfari