Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
T>V
Sóðaskapurí
Grjótaþorpi
Oddur hringdi:
Það er um helgar sem þessi
hluti af annars friðsælum íbúa-
reií Revkjavikur fær á síg allt
annað en virðuleganblæ. Er þeir
vakna að morgni laugardags og
sunnudags þurfa íbúarnir að þoia
hinn mesta sóðaskap. - Þannig
var það sl. laugardag. Glerbrot
qg rusl uti um allt eftir nóttina.
Ég hringdi í neyðarsíma lögreglu,
hreinsunardeild borgarinnar og
bakvakt hjá borginni í von um
aðstoð en það var fyrst í morgun
(mánud. 16.) sem bíll sópaði upp
glerinu og öðrum óþverra hér. -
Þetta þarfnast lagfeeringar.
ErFrankSinatra
úrleik?
Íiis hringdi:
_ Það var fimmtud. 12. ágúst sl.
Ég hafðí af tilviljun stillt á rás 2
þar sem leikið var lag með Frank
Sinatra. Maður lokar nú ógjarn-
an fyrir slíka tónlist. - En mér
brá þegar umsjónarmaður þátt-
arins afkynnti lagið með þeim
ummælum að þetta heíði nu verið
Frank Sinatra sem hefði karmski
verið góður í eina tíð en sjarm-
eraöi nu varla aöra en gamlar
konur lengur. Þetta flnnast mér
harla ósmekkleg ummæli um
jafn frægan og dáðan söngvara
og er enn í miklu uppáhaldi hjá
milljónum manna. - Sannleikur-
inn er nefnilega sá að þeír rar tón-
listar, sem Frank Sinatra og aðrir
líkir listamenn standa fyrir - t.d.
hinnar rólegu og fáguðu tónlistar
flórða, fimmta og sjötta áratugar-
ins, er sárt saknað í útvarps-
stöðvum hér.
MeðaHtáhreinu
Ágúst skrifar:
Vegna stríðshörmunganna í
fyrrum Júgóslaviu eru nálægar
þjóðir byrjaöar að taka á móti
særðum og sjúkum bömum til
aðhlynningar. Getum við íslend-
ingar aldrei gert neitt af þessu
tagi? Ekkert gert nema tekið við
heilbrigðu og hraustu fólki til aö
sefjast að hér. Aldrei gert neitt
sem kemur við kaunin? ísland og
íslendingar þykjast jú vilja hafa
„allt á hreinu“. En er það okkar
eina mottó? Og hvað er svo á
hreinu í þessu blessaða landi? Við
höfum bærileg efni á því að taka
við svo sem 20-30 slösuöum og
hlynna að þeim. Okkur er ekkert
vandara um en öðrum.
VSKaferlendu
tímaritunum
Ingólfur hringdi:
Dæmalaust klúður er þetta með
erlendu tímaritin og virðisauka-
skattinn. Linni ekki taki ríkisins
á þessum greiðslum frábiðja
menn sér hreinlega áskrift að öll-
um eríendum tímaritum. Auðvit-
að má aínema virðisaukaskattinn
af hinum crlendu ritum þótt hann
haldist á hinum islensku. Þetta
er tvennt ólíkt. Fólki veröur ekki
stefnt á pósthús sérstaklega til að
greiða „VSK“. Auk þess er verðið
á erlendu ritunumoft tilboðsverö
og undir skráningarverði.
Sparnaðmá
víðaauka
Eiríka A. Friðriksd. hringdi:
Það hefur veriö ákveðið að
stytta kennslu ungbama og á það
að spara þjóðfélaginu einltverja
fjárupphæð. En viða er eytt og
víða má spara, Ég sé td. hér í:
hverfinu hjó mér að götuljós eru
látin loga allan daginn. Mættí nú
ekki spara þessi ljós um hábjart-
an daginn og nota þá kannski
þann sparnaö til að halda í fyrrí
kennslustundafjölda bama sem
skorinn var niður?
Spumingin
Ætlarðu að taka þátt í
Reykjavíkur-Maraþoninu?
Óskar Haraldsson: Nei, það er útilok-
að mál. Ég er ekki nokkurri æfingu.
Lesendur
Kindakjöt í
þróunarverkefni“
Niðurhlutun kindakjöts er ekki hægt að flokka undir þróunarverkefni, að
mati bréfritara.
Pétur Guðmundsson skrifar:
Ég las í Tímanum að til stæði að
senda íslenskt kindakjöt í „neytenda-
pakkningum" til Evópubandalags-
landanna. Hingað til hefur dilkakjöt
verið flutt út í heilum skrokkum og
var það niðurgreitt af ríkinu. Nú
hafa þær greiðslur lagst af og því á
aö reyna að fá hærra verð fyrir kjöt-
ið niðurhlutað í neytendapakkning-
um. - Þetta kemur fram í ummælum
kaupfélagsstjóra Austur-Skaftfell-
inga. Hann bætir við og segir að von
sé á fulltrúa frá EB sem ætli að yfir-
fara aðstöðu sláturhúss kaupfélags-
ins og kjötvinnslu vegna þessarar
fyrirhuguðu sölu.
Þetta er auövitað af hinu góða.
Löngu fyrr hefðu bændur átt að
þrýsta á sölu kindakjöts öðmvísi en
í heilum skrokkum. Það er þó ekki
fyrr en búið er að vinna íslenskt
kinda- eða lambakjöt, að einhverju
marki a.m.k., að það verður einhvers
virði sem skiptir máli. Ég er bara
hræddur um aö þetta kunni að vera
orðið of seint. Ef fyrirhuguö verk-
smiðja á fríiðnaðarsvæðinu við
Keflavík kemst á fót með þá fram-
leiðslu sem þar er fyrirhuguð verður
erfitt að útvega henni það hráefni
sem hún þarfnast, miðað við það
magn sem talað er um í fréttum,
kannski um 5000 tonn sem er helm-
ingur allrar kjötframleiðslunnar.
Nema hún áætli líka framleiðslu úr
nautakjöti. Ekkert liggur fyrir um
það á þessu stigi.
Það er svo þetta með „neytenda-
pakkningarnar“. Þær eru svo marg-
víslegar. Ef sláturhús Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga er að gæla við
þá hugmynd að niðurhiutað kinda-
kjöt í staö heilu skrokkanna - þótt
minna magn sé í hverri pökkunar-
einingu - flokkist undir „neytenda-
pakkningu" þá er það misskilningur
sem leiðrétta þarf snarlega svo að
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
eða landbúnaðarnefnd Alþingis fari
ekki að eyða fé í þetta sem eitthvert
nýtt þróunarverkefni (eins og fram
kemur í Tímafréttinni að standi til
að gera).
Að hluta niður kindakjöt til að setja
í umbúðir er ekki hægt að kalla þró-
unarverkefni. - Eigi að framleiða
rétti: annars vegar tilbúna til mat-
reiðslu, t.d. meö kryddi og öðru til-
heyrandi, eða hins vegar tilbúna til
upphitunar er um einhvers konar
þróun að ræða fyrir íslendinga þótt
þessi vinnsla á kjöti sé ekki lengur á
þróunarstigi og sé þekkt um allan
heim.
Sjónvarpsumræður um sauðkindina:
Rollurnar eru ekki alls staðar
Gunnar Gíslason skrifar:
Ég horfði á umræðuþátt í Sjón-
varpinu um sauðkindina og gróður-
eyðinguna. Ég hafði nú svolítið gam-
an af þessum þætti. Það er nú ein-
hvern veginn svo að sauðkindin og
landbúnaðurinn yfirleitt kemur okk-
ur öllum dálítið við . - Mér fannst
t.d. Guðbergur Bergsson rithöfundur
fara alveg á kostum.
Ég bý úti á landi þótt ég.sé ekki
bóndi og ég hef fylgst nokkuð með
þessum málum. Þess vegna fannst
mér sumt í umræðunni vera svolítil
tímaskekkja. Sauðkindin er ekki
lengur alls staðar. Það er liðin tíð að
rollur séu valsandi út um allt og bíti
þar sem þeim sýnist.
Beitinni er nú stjómað og fóðrun
og allt aðhald á nútíma búum er allt
öðruvísi en þegar við, miðaldra fólk-
ið, vorum krakkar í sveit. Þá vorum
við t.d. kiippt á vorin og svo ekki
aftur fyrr en að sveitadvölinni lauk,
undir haustnætur. Flest annað hefur
tekið breytingimi.
En aftur að sjónvarpsþættinum. -
Stjómandinn var greinilega óvanur
en ekki ber að dæma menn vegna
reynsluleysis. Fólk þyrfti sennilega
að fá einhverja æfingu í fundarstjórn
áður en þaö er sett beint í stjóm
umræðuþátta í sjónvarpssal.
Jón Stefán Malberg: Nei, það hef ég
aldrei gert.
Dagmar Lóa Hilmarsdóttir: Nei, ör-
ugglega ekki.
Arngunnur Jónsdóttir: Hef ekki
heilsu til.
Ágúst Erlingsson: Nei, ég er ekki svo
mikill hlaupagarpur.
Hrafnkell Sveinbjörnsson: Nei, ails
ekki.
-<L
Lausn Litla-Hrauns-vandans
Lausnin er að flóðlýsa hverja hlið hælisins og koma fyrir myndavélum og
sjónvarpsskjám fyrir fangaverði.
S. Sigurbrandsson skrifar:
Þótt ég sé ekki kunnugur staðhátt-
um á Litla-Hrauni að neinu leyti ætla
ég samt sem áður að benda á varan-
lega lausn á vanda þess hvað viðkem-
ur stroki frá hælinu. Eflaust munu
einhverjir fyrtast við slíkri fram-
hleypni ókunnugs manns. En ef lesiö
er áfram kemur í ljós að engin þörf
er á að kunna á hælinu skil. - Nóg
er að hafa örlitla innsýn í hegðun
nútímamannsins og tækni hans.
Lausnin felst sem sé í því að flóð-
lýsa hverja hlið hælisins vel og vand-
lega. Til þess þyrfti ekki nema
nokkra ljóskastara. Gott ef ekki em
nokkrir kastarar á svæöinu nú þeg-
ar, svo þá mætti auðveldlega nýta.
Minnsta verk ætti svo að vera að
setia unn myndavélar sem næðu inn
Hringiðísíma
63 27 OO
milli kl.l4ogl6-eðaskrifið
Nafn og símanr. vortur aö fylgja btöfum
mynd hverrar hliðar hælisins og flöt-
um umhverfis. Þessar myndavélar
vörpuðu svo myndum sínum í sjón-
vörp, staðsett í vistarverum fanga-
varða.
Hið byltingarkenndaa í þessari
annars vel þekktu lausn er aö raða
sjónvörpum þeim er varpa myndum
frá garði og útveggjum hælisins um-
hverfis eigið sjónvarp sem tengt er
dagskrá íslensku sjónvarpsstöðv-
anna. Það myndi tryggja örugga
gæslu öll kvöld svo lengi sem dag-
skrár sjónvarpsstöðvanna vara. Ekki
liði á löngu þar til sólarhringsgæsla
yrði á svæðinu, eða um það leyti sem
endurvarp frá erlendum sjónvarps-
stöðvum hæfist.
Þessi lausn er bæði hagkvæm og
ódýr. Hvorki þyrfti að ráða fleiri
fangaverði né aö leggja út í óhemju
kostnað við að byggja nýtt fangelsi.