Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF.. ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr. Verð I lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Fimm flokkurinn Ef Alþýðuflokknum hlotnaðist embætti landbúnaðar- ráðherra í nýrri ríkisstjóm eftir næstu kosningar, yrði Sighvatur Björgvinsson ekki ráðherraefnið. Hans yrði talin þörf í einhverju alvöruráðuneytanna, því að þing- flokkurinn er fámennur og mannval ekki sérlega mikið. Landbúnaðarráðherra flokksins yrði Gunnlaugur Stefánsson, sem er meiri framsóknarmaður en meðal- þingmaður Framsóknarflokksins. Hann er líka vanur að fá sitt fram með hótunum í þingflokknum og er efstur á lista yfir þá, sem friða þarf með ráðherraembætti. Helzta vonin um stuðning Alþýðuflokksins við breytta landbúnaðarstefnu er, að Gunnlaugur falh út af þingi. Samkvæmt því er leiðin til úrbóta ekki að efla Alþýðu- flokkinn í kosningum, heldur að halda honum niðri í því sex þingmanna fylgi, sem skoðanakannanir sýna núna. Yfirlýst og prentuð stefna stjómmálaflokka skiptir litlu, þegar á reynir. Mestu máli skiptir, hver er ráð- herra, því að hann er kóngur í ríki sínu samkvæmt stjóm- arskránni. Sérstaklega er þetta mikilvægt í landbúnaðar- ráðuneytinu vegna sérstöðu þess í stjómsýslunni. Landbúnaðarráðuneytið gerir búvömsamninga mörg ár fram í tímann og bindur hendur ókominna ríkis- stjóma. í þessum samningum gætir það ekki hagsmuna ríkisins, heldur hagar sér sem jafnan endranær eins og yfirfrakki hinna mörgu hagsmunaaðila í landbúnaði. Tilgangslaust er fyrir neytendur og skattgreiðendur að vænta breytinga með nýjum og yngri þingmönnum flokkanna. Gunnlaugur er með yngstu þingmönnum Alþýðuflokksins. Sama er að segja um Sjálfstæðisflokk- inn, þótt þar sé stundum kvartað út af landbúnaði. í stað Ingólfs frá Hellu, Pálma frá Akri og Halldórs Blöndals koma aðrir, sem ekki em minni ærgildissinn- ar. Þar á meðal em Einar Guðfinnsson og Sturla Böðvars- son, sem em ekki minni framsóknarmenn en meðalþing- maður Framsóknarflokksins og Gunnlaugur Stefánsson. Um Alþýðubandalag og Kvennahsta er óhætt að segja, að þeir flokkar hafa yfirboðið Framsóknarflokk í ærghd- isstefnu og munu gera það, ef öðrum hvorum hlotnaðist embætti landbúnaðarráðherra. Andi Steingríms Sigfús- sonar svífur yfir þeim vötnum vinstra vængsins. Marklausar em yfirlýsingar um landbúnaðarmál frá unghðahreyfingum og öðrum stofnunum innan stjóm- málaflokkanna. Allir fimm þingflokkamir eiga það sam- eiginlegt að setja ærghdið ofar mannghdinu. Fé th fæðing- ardeildar verður að víkja fýrir búvömstyrkjum. Fimmflokkurinn á þingi heldur þjóðinni í heljargreip- um, sem kosta hana um átján th tuttugu mihjarða króna á hverju ári. Lífskjörin em lækkuð ár eftir ár, svo að unnt sé að halda úti innflutningsbanni búvöm, niður- greiðslum, uppbótum og beinum landbúnaðarstyrkjum. Kreppan sýnir bannhelgi fimmflokksins á landbúnaði. Ærghdisstefnan er rekin með fuhum dampi, þótt þrengst hafi í þjóðarbúi. Kjósendur geta ekki gert sér neinar vonir um, að fimmflokkurinn hrófli við þessu ástandi, hvort sem hann heitir Alþýðuflokkur eða öðm nafni. Þegar unghðar flokkanna vaxa upp og komast á þing, verða þeir eins og Gunnlaugur Stefánsson, Einar Guð- fínnsson og Sturla Böðvarsson eða eins og hinir, sem samþykkja bannhelgina með þögn sinni. Meðan fimm- flokkurinn ræður ferðinni, blífur stefiia Framsóknar. Það verður fyrst eftír daga fimmflokksins, að mann- ghdi verður sett ofar ærghdi. Það verður, þegar kjósend- ur hafa mannað sig upp í að reka fimmflokkinn úr starfi. Jónas Kristjánsson Tvöfalt siðgæði í íþróttum í íþróttastarfi hér á landi ríkir tvöfalt siðgæði. AnnarsVegar hefð- bundnar hugsjónir hreyfingarinn- ar og siðareglur þjóðfélagsins. Hins vegar aðferðir forsvarsmanna fé- laga viö eigin hagsmunagæslu. Tímabært er að endurmeta siðferð- isgrundvöll íþróttahreyfingarinn- ar þegar hinar gömlu hugsjónir eru ekki lengur virtar. Ákveðnar íþróttagreinar þarfn- ast formlegra siðareglna um hegð- un forystumanna og samskipti fé- laga. Nefna má af handahófi örfá dæmi sem sýna hið tvöfalda sið- gæði. Að kaupa sér titla Það þykir ekki tiltökumál að íþróttafélög kaupi til sín heilu kappliðin og þeim tekst beinlínis að afla sér meistaratitla þannig. Þess eru fleirl en eitt dæmi að í byrjunarhðum íslandsmeistara hafi þrír af hverjum fjórum leik- mönnum verið aðfengnir. Aðferðir forsvarsmanna við að fá til sín leik- menn eru hvorki í samræmi við hugsjónir íþróttahreyfingarinnar né venjur um samskipti fólks. Nýlega gengu níu leikmenn í meistaraflokki kvenna úr sinu gamla félagi til hðs við annað. Formaður deildarixmar sem hlaut liösstyrkinn kvað félagið ekki hafa getað skipað meistaraflokk kvenna fyrr. Verið væri að byggja upp starf fýrir stúlkur og þijár væru komnar á meistaraflokksaldur. Þær væru of fáar í hð en hann gæti samt ekki hugsað sér þær verkefnalausar! Við félagsskiptin gættu alhr þess að forráðamenn gamla félagsins fengju ekki pata af því sem var að gerast. Vinnubrögð af þessu tagi eru löngu rótgróin og þykja tæpast fréttnæm. Sum félög leita að fram- tíðarleikmönnum á meðal bama og unglinga í öðrum félögum. Á stóra móti bama í knattíþrótt voru valin tvö úrvalsUö. Bamaþjálfari frá grónu félagi stjómaði öðm Uð- inu. í því var 10 ára drengur frá minna félagi sem sýndi góð tilþrif. Þegar þeir gengu saman af velU sagði þjálfarinn eitthvað á þessa leið: „Hvemig væri að koma til okkar og leika með betra Uði?“. - Fljótlega skipti drengurixm um fé- lag. Fullorðnir menn fylgjast skipu- lega með íþróttamótum yngstu ald- ursflokka að því er virðist til þess að komast að því hvar efnilegustu ungUngana sé að finna. Viss félög em alræmd fyrir að lokka til sín böm og unglinga frá öörum. Dæmt í eigin sök Ekki þykir við hæfi að menn dæmi í eigin sök. Þó að þeir sökum formgalla komist í þá aðstöðu að geta dæmt í eigin málum er það talin siðblinda. Drengskapur og heiðarleiki er taUð aöalsmerki KjaUaiinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur íþróttamanna og ofarlega á blaði í siðareglum hreyfingarinnar. Mörg íþróttafélög taka þó vegtyUur og titla fram yfir drengskapinn. Fyrir nokkrum ámm gerðist það að dómari sendi tíl aganefhdar kæm á fyrirhða ákveðins liðs fyrir óprúðmannlega framkomu eftir leik. í aganefndinni áttu sæti tveir félagar fyrirUðans. Vegna ófuU- kominna reglna voru þeir ekki skyldir að víkja sæti þó brotið varö- aði félag þeirra. Félagið stóð í harðri baráttu um meistaratitU og fyrirUðinn var einn sterkasti hlekkur Uðsins. Með atkvæðum félaganna var málinu vísað frá „vegna formgaUa". Forsvarsmönnum íþróttahreyf- ingarinnar gengur sjálfum stund- um illa að tíleinka sér hugsjónir hennar. Hreyfingin hefur lengi beitt sér gegn neyslu vímuefna, ekki síst áfengis. Fyrir nokkrum árum kom fram tíllaga á íþrótta- þingi um áfengisneyslu áhorfenda á íþróttamótum. Menn vom ein- huga um að berjast gegn því að áhorfendur neyttu áfengis á þykkt lokadag þingsins. Síðar sama dag þáöu þingfulltrúar engu að síð- ur sjálfir áfengi í boði opinberra aðila. ÞingfuUtrúar sem fordæmt höfðu drukkna áhorfendur stóðu sjálfir með glas í hendi að loknu íþróttaþingi. Stefán Ingólfsson „Viss félög eru alræmd fyrir að lokka til sín böm og unglinga frá öör- um,“ segir m.a. í grein Stefáns. íþrottamotum. TiUaga var sam- „Drengskapur og heiðarleiki er talið aðalsmerki íþróttamanna og ofarlega á blaði í siðareglum hreyfingarinnar. Mörg íþróttafélög taka þó vegtyllur og titla fram yfir drengskapinn.“ Skoðanir annarra Skipulögð útrás? „Fá verkefni standa utanríkisþjónustunni nær um þessar mundir en einmitt þau að stunda skipu- lega leit að og greiða fyrir rétti okkar tíl fiskveiða víða um heim... Hvers vegna ekki að kanna mögu- leika á beinni útgerðarstarfsemi annars staðar? Við verðum að finna fleiri leiðir tíl þess að byggja afkomu okkar á en þá eina að bíða eftir því, aö þorskstofninn nái sér á strik. Það getur tekið nokkur ár og jafnvel fram til aldamóta. Ætlum við aö lepja dauðann úr skel þangað tíl?“ Úr forystugrein Mbl. 17. ágúst. Forsendur hagræðingar „Nauðsynlegt er að breyta þeim markaðsaðstæð- um sem ríkt hafa í innlendum bankarekstri ef auka á hagkvæmni þessa reksturs. Tvennt þarf að gera. í fyrsta lagi þarf að auka frelsi á innlendum fjár- magnsmarkaði. Þannig þarf að afnema þær hindran- ir sem eftir em á fjármagnsviðskiptum milh íslands og annarra ríkja... í öðru lagi þarf hið opinbera að draga sig út úr innlendum bankarekstri. Þetta er nauðsynlegt ef takast á aö auka hagkvæmni og áhættudreifingu á bankamarkaðnum." Þórarinn G. Pétursson hagfr. í Vísbendingu 16. ágúst. Ríkisfjármál í vítahring „Tónninn frá stjómvöldum er nú sá að allir eigi að draga saman. Ríkisvaldið þarf að minnka umsvif sín. Forystumenn atvinnulífsins keppast við að tryggja sig, draga saman og segja upp fólki. AUt leið- ir þetta til þess að efnahagsvandinn hrannast upp, þrátt fyrir það að samdráttur þjóðartekna sé ekki eins mikiU og Þjóðhagsstofnun spáði þegar fjárlög vora afgreidd. Það er kyrkingur í atvinnulífinu og á meðan svo er era ríkisflármáUn í vitahring sem Ula mun ganga að rjúfa." Úr forystugrein Tímans 17. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.