Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 20
32 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Iþróttir unglinga ísland fær styrk frá Alþjóðasambandinu Tennissamband íslands hefur feng- ið styrk frá þróunarsjóði Alþjóða tennissambandsins handa íslensku unglingaliði, til keppni í tveimur mótum í Englandi. Fyrra mótið er opið unglingamót í New Malden í Surrey, 9.-14. ágúst, en það seinna er opið mót í East Grinstead í Sussex 16.-21 ágúst. Þróunarsjóður Alþjóða Tennis- sambandsins var stofnaður 1985, með framlagi frá Wimbeldon-mót- inu, til að auka keppnismöguleika ungra tennisleikara um allan heim. Frekari framlög frá Opna banda- ríska og Opna franska tennismót- inu gerðu að veruleika Grand Slam Umsjón Halldór Halldórsson Development Fund, þróunarsjóð sem stjómað er af alþjóðasam- bandinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á unglingatennis þar sem svæðis- mót hafa þróast og ungir iðkendur taka þátt í keppni utan sinna heimahaga. Nú þegar keppa karlar og konur á mótum fyrir atvinnu- menn um allan heim, með styrk úr þróunarsjóðnum. Þróunarátak Alþjóða tennissambandsins felur líka í sér víðtækar áætlanir um fræðslu og þjónustu sem beinast að byrjendum. Brian Tobin, forseti Alþjóða tennissambandsins hefur meðal annars þetta að segja um þróunar- sjóðinn: „Okkur þykir vænt um að geta veitt fé til þróunar tennis sem keppnisíþróttar. Það er viðeigandi að þessi stóru keppnismót, sem eru sýningargluggar íþróttar okkar og festa atvinnuleikinn í sessi, séu fær um að stuðla að því á áþreifanlegan hátt að auka útbreiðslu tennisíþrótt- arinnar." -Hson Islandsmótið, 2. flokkur karla, A-deild: á Skagaliðinu - og Öruggur 3-1 sigur Framara í hööi Fram hefur tekið forystu í 2. flokki karla í A-deild íslandsmótsins í knattspymu með sigri, 3-1, gegn Akurnesingum á heimavelli sl. þriöjudag. Þorbjöm Sveinsson kom. snemma leiks, Frömurum yfir, 1-0, ogþannig var staðan í hálfleik. Helgi Sigurðs- son, Fram, kom inn á í síðari hálf- leik og það var ekki að sökum að spyrja, drengurinn gerði út um leik- inn meö tveimur dýrmætum mörk- um og má í raun segla að hann hafl slökkt á Akranesliðinu. Það var síð- an Kári Steinn Reynisson sem minnkaði muninn fyrir undir lokin, meö marki spymu. Lokastaðan varð því 3-1 fyr- ir Fram sem vom sanngjöm úrslit. Framstrákamir eru komnir í úr- slitaleik bikai'keppninnar og mæta KA 5. september. Úrslit leikja: Fram-Akranes ................3-1 Breíðabiik-KA.................3-1 Staðan i 2. flokki karla, A-deiId: Fram.........11 7 3 1 29-12 24 Akranes......ll 7 l 3 24-n 22 KR...........10 5 1 4 20-11 16 Breiðablik.... ll 5 0 6 19-22 15 RA...........11 3 4 4 16-18 13 IBV..........10 3 4 3 17-19 13 Stjaman......10 3 0 7 16-34 9 Vegna stuðnings Alþjóða tennissambandsins eru þessir unglingar í keppnisferð í Englandi um þessar mund- ir. Stúlkur: Arna Rúnarsdóttir, Guðrún G. Stefánsdóttir, Hrafnhildur Hannesdóttir, íris Staub, Katrín Atladótt- ir, Kristín Gunnarsdóttir og Rakel Pétursdóttir. Drengir: Arnar Sigurðsson, Brynjar Sverrisson, Guðjón Gústafsson, Hjalti Kristjánsson, Hjörtur Hannesson, Jóhann Björgvinsson, Ragnar Ingi Gunnarsson, Sigurður Andrésson og Teitur Marshall. Lengst til vinstri er Einar Sigurgeirsson þjálfari og lengst til hægri er Ásdís Ólafsdóttir fararstjóri. DV-mynd GS Heigi Sigurösson, Fram, kom inn á i síðari háifleik og skoraði tvö mörk. Poflamót Hattar og Kaupfélags Héraðsbúa í knattspymu 6. flokks: Frábær þátttaka í vel heppnuðu móti Helgina 7.-8. ágúst fór fram, í annaö sinn, Pollamót Hattar og Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Fjöldi þátttakenda var um 150 krakkar af Austurlandi en til stendur að stækka umfang mótsins strax á næsta ári og bjóöa 3-4 öðrum liðum þátttöku. Mótið heppnaðist að öllu leyti vel nema að veðurguðirnir vom því ekki nógu hliðhollir. Krakkamir létu veðrið hins vegar ekkert á sig fá og Það var keppt í ýmsum skemmtileg- um greinum á mótinu og hér sjáum við þá Þorstein Guðnason, Einherja, og Andra Valsson, Hetti, sem sigr- uðu i koddaslag. Með þeim á mynd- inni eru Hilmar Gunnlaugsson móts- stjóri til vinstri og Jörundur Ragn- arsson kaupfélagsstjóri til hægri. - Huginn, Seyðisfirði, og Austri, Eskifirði, með bestu flðin skemmtu sér konunglega. Keppnin hófst á laugardeginum kl. 11.00 og stóð til kl. 17. Síðan tóku við ýmsir leikir, boðhlaup með bolta, tveir og tveir í því að skalla á milh, vítaspymukeppni, körfuskotkeppni og loks koddaslagur. Eftir þessa keppni var krökkunum boðið í pylsu- veislu og fengu allir þátttakendur derhúfu sem á stóð: „Ég er KHB- polh“. Keppni hófst kl. 11.00 á sunnudeg- inum og stóð fram til kl. 15.45, en þá vom afhent heföbundin verðlaun, auk þess sem allir krakkamir fengu. viðurkenningarskjöl. Verðlaunahafar Vítaspymukeppnin: A-lið: Andri Þórhallsson, Austra, Esk. B-lið: Ðraupnir Einarsson, Austra, Esk. Boðhlaup: A-lið, Höttur, EgilsstQðum: Hafþór Atli Rúnarsson, Steinar Þorsteinsson, Guðmundur M. Bjarnason, Birgir Már Bjömsson. B-liö, Austri, Eskiflröi: Sölvi Ómars- son, Kristinn B. Hjaltason, Jóhann Magnússon og Guðjón Blöndal. Skallameistarar: A-lið, Huginn, Seyðisfiröi: Birkir Páls- son og Davíð Þór Sigurðsson. B-lið, Huginn, Seyðisfirði: Jón Haf- dal Sigurösson og Stígur. Már Karls- son. Körfuskotkeppni: A-Iið: Haraldur Traustason, Hugin. B-liö: Davíð Sigurðsson, Hetti. Koddaslagur: A-lið: Þorsteinn Gíslason, Einherja. B-lið: Andri Valsson, Hetti. Knattspyrnuúrslit, B-lið: 1. sæti:............Austri, Eskifirði 2. sæti:.........Höttur, Egilsstöðum 3. sæti:.........Huginn, Seyðisfirði 4. sæti:......Höttur(C), Egilsstöðum 5. sæti:........Þróttur, Neskaupstað Prúðasta B-liðið: Höttur (C), Egilsst. Markakóngur B-liöa: Friðrik Karl, Austra, 7 mörk. Besti leikmaður B-liöa: Davíð Sig- urðsson, Hetti. Knattspyrnuúrslit, A-lið: 1. sæti:.......Huginn, Seyðisfirði 2. sæti:...........Austri, Eskifirði 3. sæti:.......Þróttur, Neskaupstað 4. sæti:.......Höttur, Egilsstöðum 5. sæti:.......Einherji, Vopnafirði 6. sæti:.......Leiknir, Fáskrúðsfirði 7. sæti:.......Valur, Reyðarfirði Prúðasta A-liðið: Leiknir, Fáskrúðsf. Markakóngur A-liöa: Bjami Hólm, Hugin, 11 mörk. Besti leikmaður A-liða: Andri Þór- hallsson, Austra. Vegleg verðlaun Prúðustu liöin og sigurvegarar fengu glæsilega eignarbikara sem og márka- hæstu og bestu leikmenn. Leikmenn þeirra liða sem höfnuðu í þrem efstu sætunum fengu gullfalleg KHB-úr. Hluti af þeim krökkum sem tóku þátt í Pollamóti Kaupfélags Héraðsbúa. Myndin var tekin við verðlaunaafhend- ingu sem fram fór við verslun KHB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.