Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 15 Ólöglegar leikreglur Ljóst er að lögin um stjórnun fisk- veiða standast ekki stjórnskipun landsins. Vísa ég í því sambandi til álits sem Sigurður Líndal lagapró- fessor samdi á sl. ári. í gildandi lögum er víðtækt framsal á valdi frá Aiþingi til sjávarútvegsráð- herra. Sjávarútvegsráðherra má ekki ákveða aflahámark með reglugerð og úthluta kvóta með reglugerð. Alþingi íslendinga hefur þetta vald og Alþingi eitt getur ákveðið jafn víðtæka takmörkun atvinnufrelsis og ákvörðun og út- hlutun aflahámarks. Til er hæstaréttardómur frá ár- inu 1986 þar sem dæmd voru ómerk lög sem heimiluðu fjármálaráð- herra að ákveða þungaskatt með reglugerð! Þetta eru sömu grund- vallaratriðin. Þarf ekki dómsmála- ráðherra landsins að taka sjávarút- KjaUaiinn Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri, fyrrv. alþingismaður „Ég spyr enn og aftur: Hvernig í ósköp- unum getur flotinn verið of stór þegar við náum ekki að veiða það sem veiða má og færa þarf þúsundir tonna af þorski milli ára og vannýttir eru marg- ir stofnar til viðbótar?“ vegsráðherrann á teppið? Samkvæmt 69. gr. stjórnarskrár- innar má einungis takmarka at- vinnufrelsi borgaranna í þágu al- mannaheilla. Hvort tveggja vantar því; vitrænan rökstuðning fiski- fræðinga og fiskihagfræðinga - og löggjöf sem stenst stjómarskrá og stjórnskipun landsins. Milljarðar í súginn Á síðasta „fiskveiðiári“ náöist ekki aö veiða 150 þúsund tonn af loðnu. Nú er ljóst að 10 þúsund tonn munu fara í súginn af „leyfi- legum“ ýsuafla. Rækjukvótinn næst ekki. Síldarkvótinn náðist ekki. Grálúðan og skarkolinn nást ekki. Þar að auki syndir óhemju magn af veiðanlegum karfa innan sem utan 200 mílnanna. Þama em milljarðar farnir í súginn. Við get- um velt því fyrir okkur hvort millj- arðamir em 10 eða 15 (árlega) en kjarni málsins er sá að fræðimenn halda áfram að spila gömlu plötuna með sömu gömlu nálinni að „flot- inn sé of stór“ og að „sóknin sé of rnikil". Ég spyr enn og aftur: Hvernig í ósköpunum getur flotinn verið of stór þegar við náum ekki að veiða það sem veiða má og færa „Hvernig getur „sóknarþunginn" verið of mikill þegar ekki næst að veiða það sem veiða má?“ spyr greinarhöf. m.a. þarf þúsundir tonna af þorski milli ára og vannýttir eru margir stofnar til viðbótar? Hvers konar hringa- vitleysa er þetta? Hvemig getur „sóknarþunginn“ verið of mikill þegar ekki næst að veiða það sem veiða má? - Er alls ekki hægt að hta upp úr reiknilíkönunum og þríliðunum og taka mið af stað- reyndum? Nánast gagnrýnislaust Fjöldi fólks er orðinn gjaldþrota (eða á barmi gjaldþrots) vegna framkvæmdar á þessari endaleysu sem byggir á röngum forsendum og framkvæmdin stjórnarskrár- brot, fyrir utan marga aðra ágalla og lögbrot. Fjölmiðlum ber öðmm fremur skylda til þess að kynna sér þessi mál almennilega. Hafa skal það sem sannara reynist samkvæmt reynslunni. Fjölmiðlar hafa nánast gagnrýnislaust spilaö plötu Hafró um „uppbyggingu" fiskistofna og þeirra „hagsmunaaðila" er ýmist fylgja Hafró í einfaldri bhndni eða þá í þeim tilgangi að geta sópað fjármunum í eigin vasa í „tonn á móti tonni“-aðferðinni (nútíma leiguliðastarfsemi) eða öðru kvóta- braski. Hvenær kemur fram á sjónar- sviðið fjölmiðlamaður sem ekki lætur ljúga í sig sitt á hvað um þessi mál? Og hvenær kemur að því að þeir sem stjórna fjölmiðlum á islandi gera sér grein fyrir að þeir hafa tekið beinan og óbeinan þátt í að túlka sjónarmið undanfar- in 10 ár sem eru svo bara bölvuð della og eru að setja fjölda fyrir- tækja og einstaklinga í gapastokk- inn, svo að ekki sé nú minnst á fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar? Kristinn Pétursson Geta múslimar og kristnir lif að í friði? Margir valdhafar kunna vel það ráð til að efla vinsældir sínar og samstöðu eigin þjóðar að magna upp sameiginlegan óvin. Lengi vel dugði kommúnistagrýlan en nú er hún dauð. Margaret Tatcher varð feikivinsæl er hún fór í stríð um Falklandseyjar, einnig Bush þegar hann háði mannskætt stríð gegn írökum. Kannski var ástæða Bill Chntons til að ráðast á írak í vor sú að vinsældimar heima fyrir fóru dvínandi. Sumir óttast að eftir fah komm- únismans verði aðalátökin í heim- inum mflli trúarhópa, gjama krist- inna manna og múslima (múha- meðstrúar) vegna skorts á um- burðarlyndi gagnvart öörum trú- arbrögðum. Fjölmiðlar sverta oft múslima og trú þeirra, íslam, og Bandaríkjaher ræðst gegn íslömsk- um ríkjum. Ef marka má fréttir af hörmuleg- um átökum í Bosníu virðast þau vera mUU þriggja trúarhópa, þar af tveggja kristinna, sem reyndar vinna saman að því að ræna landi fjölmennasta hópsins, múshma. Þar eru múshmar ekki ógnvaldur, þeir hafa þvert á móti mátt þola magnað ofríki og mannréttinda- brot manna. Flestir lifa í friöi Þó margar fréttir berist um átök KjaUaiiim Þorvaldur Örn Árnason líffræðingur og kennari miUi manna ólíkrar trúar er meg- inreglan í heiminum sú að fólk sem játar ólíka trú, svo og trúleysingj- ar, lifa saman í sátt. í fjölmennustu ríkjum heims, Kína, Japan og Ind- landi, eru mörg trúarbrögð og oft- ast friður milli þeirra. í öUum vest- rænum ríkjum eru margs konar trúarbrögð, þó kristnir söfnuðir séu stærstir, og er sambúðin yfir- leitt friðsamleg. Þegar t.d. íslenskir ásatrúarmenn iðka helgiathafnir á Þingvöllum er það í góðu sam- komulagi við þjóðkirkjuprestinn á staðnum. í sumar kom hingað til lands lút- erskur prestur frá Palestínu, Murib Younan. Hann upplýsti að 2,5% íbúa Palestínu og Israelsríkis væru kristin, þó aðeins um 2000 lútersk- ir. Hann fuUyrti að átök milU krist- inna manna og múshma þekktust ekki. Lúterstrúarmenn reka t.d. skóla fyrir 3000 ungmenni og er meirihluti þeirra börn múslima. Markmið skólahaldsins er m.a. að kenna fóUd að Ufa í friði með fólki annarrar trúar. Þar kynnast mú- shmaböm kristinni trú og foreldr- ar þeirra koma tíl messu á stórhá- tíðum. Ekki er reynt að snúa þeim til kristni, enda yrði þá friðurinn úti. ísrael kúgar kristna mest Kristnir menn í Palestínu eiga góð samskipti við gyðinga aðra en þá sem aðhyllast síonisma, þá hug- myndafræði sem Ísraelsríki bygg- ist á og miðar að því að þenja ríkið út og flæma araba frá heimUum sínum og landi. Það kemur þér eflaust á óvart, lesandi góður, að kristnir menn í Palestínu og ísrael njóta minni réttinda en múshmar og sæta enn meiri ofsóknum. Tahð er að þriðjungur þeirra sem gista fangelsi Ísraelsríkis sé kristinn! Fjölmargir flýja land og fækkar kristnum mönnum stöðugt í „land- inu helga". Af þéssu má ráða að vandi Palest- ínu er ekki sá að þar býr fólk ólíkr- ar trúar. Vandamáhð er síonism- inn, stjórnarstefna kynþáttamis- munar og yfirgangs, sem Banda- ríkin og fleiri ríki fita með póhtísk- um og efnahagslegum stuðningi líkt og púka á fjósbita. Því þarf að breyta svo friður megi ríkja í þess- um heimshluta. Okkar hlutverk er að hafa áhrif á stefnu íslands sem er hhðhoU yfirgangsseggjunum á svæöinu, síonistunum í ísrael. Okkur ber að mótmæla þegar utan- ríkisráðherra ísraels kemur hing- að í kurteisisheimsókn, blóðugur upp að öxlum eftir árásir á þúsund- ir óbreyttra borgara í Suöur-Líban- on. Þorvaldur örn Árnason „Það kemur þér eflaust á óvart, lesandi góður, að kristnir menn í Palestínu og Israel njóta minni réttinda en múslim- ar og sæta enn meiri ofsóknum.“ Kjörsjóraanna ávertíðarbátum Of hátt launa- hlutfall „Hvaðvarð- | ar' hefð- bundna ver- tíðarbáta, til , dæmis línu- veiðibáta, er launalúutfall- ið orðið of hátt. Þegar Guðfinnur Pálsson, aflaheimildir framkvæmdastióri minnka eru Straumness á Pat- útgerðirnar reksfirðí. með sinn fasta kosúiað eftír sem áður. Rekstur skipanna leyfir ekki þetta hátt hlutfall. Ég sé ekki að menn geti búið lengur við þetta. Vandamáliö er hvernig það verður leyst. Ef menn væru bún- ir að ná samkomulagi um það væri ekki mikil vandamál á ferð- inni. En ég sé ekki að það sé í höfn. Þetta er mismunandi eftir útgerðariiáttum, eftir þvi hvað menn eru að gera út á. Ég get ekki sagt til um hvemig þetta kemur út hjá frystitogurum. En ég þekki þetta út frá hefðbundn- um vertíðarbátum. Þaö gefur augaleiö í þeim efnum að rekstur- inn þar er orðinn erfiöari. Und- anfarin misseri hafa ektó farið fram neinar viðrreður á milh að- ila til að taka þessi mál upp. Samningar hafa bara verið fram- lengdir og ekki hróflað við ákvæðum. Sjónarmiðin í þjóðfé- laginu hafa verið á þá leið að halda friðinn. En það er allt í lagi að fara að hreyfa við þessu. Hér á Vestfjöröum er hærra launa- lúutíáll og betri samningar viö sjómenn en annars staðar. Þaö er ekki til að laga stöðu útgerð- anna.“ Fáum ekkert umfram aðra „Sjómenn hafa veriö á aflaskipta- kjörum í ára- raðir. Ef þeirra laun hækka hlýtur aikoma að IHHjH^Hi hafa batnað Hólmgelr Jónsson, þvi sjómetm framkvæmdastjóri taka ákvcðið Sjómannasam- hlutfall afþví bands íslands. sem fyrir aflann fæst. Þetta hefur verið nánast óbreylt í langan tíma. Þaö sem er hins vegar í samningum er að skiptaverðiö, sem reiknast til sjömanna, getur hækkað og lækkað í samræmi viö ohuverðið. Einhver hefur haldið þvi ft-am að það hafi hækkað úr 70 í 76 prósent núna. Þetta er eins og hvert annað bull. Áriö 1983 voru sett lög á sjómenn þar sem var tekið af þeim í skiptunum. Um þetta var síðan samið áriö 1987 og þetta tengt við ohuverðiö. Frá þeim tíma var skiptaverðið 76 prósent en síðan lækkaði þaö og hefur rokkað upp og niður. Það hefur því ekkert breyst í kj ör- um sjómanna. Hlutastóptakerfiö hefur verið óbreytt í langan tíma með þessuro hreyfingum. Sjó- menn hafa ekkert fengið umfram aðra. Þeirra kjör sveiflast upp og niður, vegna hlutaskiptakerfis- ins, miöað við þaö markaðsverð sem fæst fyrir aflann. Þegar verð- ið fcr upp lagast aíkoma útgerðai- og þar með sjómanna, þetta er samtengt. Núna er markaösverð- ið á niðurleið og þaö rýrir kjör sjómanna. Þegar veiöíheiroild- irnar minnka rýrnar afkoma sjó- maimanna jafnmilUð og tekjur útgerðanna. Síðan breytast laun sjómanna líka í samhengi viö breytingar á ohuverði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.