Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1993, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993
Neytendur_________________________________dv
DV ber saman keðjuverslanir:
Tæplega 17 0% verðmunur
á rauðum eplum
- innkaupakarfan ódýrust í Bónusi og dýrust í 11-11
Mestur verömunur reyndist vera á rauðum eplum, eða allt að 170%. Kílóverðið var á bilinu 59 kr. og allt upp í 159 kr.
Að þessu sinni bar neytendasíða
DV saman verð i fjórum keðjuversl-
unum á höfuðborgarsvæðinu, Nóa-
túni í Árbæ, 10-11 í Glæsibæ, 11-11
á Grensásvegi og Bónusi í Skútuvogi.
Tekið var verð á þrettán vöruteg-
undum: frystum kjúklingi, frönskum
smábrauðum (fínum), AIi lifrarkæfu
(grófri bakaðri), nautahakki (8-12%),
rauðum eplum, Eldorado tómatkrafti
(140 g), Frón matarkexi, Gerber
oatmeal barnamat, Pampers maxi
bleium, Champion rúsínum (250 g),
Rufíles snakki (184,2 g), 14 Del Monte
perudós og Jean Carol bómull (100 g).
Reynt var að bera saman sambæri-
legar vörur. Ókleift reyndist þó að
finna kjúklinga frá sama framleið-
anda í öllum verslununum og því var
tekið verð á þeim sem til voru án
þess að leggja mat á gæði. Reynt.var
að velja nautahakk í fituflokki 8-12%
en sums staðar var það ekki merkt
og því erfitt að segja til um fituinni-
haldið.
Að öðru leyti voru sömu vörurnar
bornar saman og þar sem þær voru
ekki til var notað verðmeðaltal hinna
verslananna þegar reiknuð ‘var út
innkaupakarfa.
Næstum þrefalt dýrari
Ótrúlegur verðmunur reyndist á
rauðum eplum en þau voru næstum
þrefalt dýrari í 10-11 í Glæsibæ en í
Bónusi. Kílóið kostaði 159 kr. í 10-11
en 59 kr. í Bónusi. Verðmunurinn er
169%. Meðalverð reiknast 119 kr. kg.
Lítill sem enginn munur var á
bómull sem ekki fékkst nema í
tveimur verslunum. Hún kostaði 115
kr. í 10-11 en 114 kr. í Nóatúni.
Munar 23 krónum á rúsínum
Sams konar rúsínupakki kostaði
frá 49-72 krónur. Verðmunurinn er
23 krónur eða 47%. Hann var dýrast-
ur í 11-11 versluninni en ódýrastur
í Bónusi. Meðalverð reiknast 62 kr.
á pakkann.
9% verðmunur var á kjúklingum
sem reyndar voru frá mismunandi
framleiðendum. Frosinn kjúklingur
var ódýrastur í Bónusi (Holdakjúkl-
ingur frá Móum) á 559 kr. kg en dýr-
astur í 10-11 (Holtakjúklingur) á 610
kr. kg. Meðalverð er 589 kr. kg.
43% verðmunur á snakki
Þó að Ruffles snakkið hafi einungis
fengist í tveimur verslunum af fjór-
um var verðmunurinn 43%. Pokinn
kostaði 426 kr. í Nóatúni en 298 kr. í
Rauð epli
159 kr.
129 kr
59 kr.
Bónus | Nóatún 11-11
Hæst Lægst coto ÍP 'CD ||
10-11. Meðalverð þessara verslana
er því 362 kr.
Frönsk smábrauð fengust líka bara
í tveimur verslunum og var 5% verð-
munur á þeim. Þau kostuðu 209 í
Nóatúni en 199 í 10-11 búðinni. Með-
alverð reiknast 204 kr.
Matarkex kostar frá 86-119 kr.
Pakkinn af matarkexi var ódýrast-
ur í Bónusi á 86 kr. en dýrastur í
Nóatúni á 119 kr. Verðmunurinn er
38% en meðalverð reiknast 104 kr.
Pakki kostaði 105 krónur í bæði 10-11
og 11-11 búðunum.
Ellefu prósent verömunur reyndist
vera á hæsta og lægsta veröi á lifrar-
kæfu sem kemur til af því að Bónus
veitir 10% afslátt við kassann. Þar
kostaði kílóið því 579 krónur en 643
krónur hjá hinum. Meðalverð reikn-
ast 627 kr.
Nautahakk misdýrt
Nautahakk kostaði á bilinu
629-779, var ódýrast í Bónusi en dý-
rast í 11-11 búðinni. Verðmunurinn
er 24% og reiknast meðalverð 708 kr.
kg. Kílóið kostaði 699 kr. í 10-11 og
724 kr. í Nóatúni.
Hálfdós af perum kostaði að meðal-
tali 120 kr. en var á verðbilinu
112-129 kr. Ódýrust var dósin í 11-11
en dýrust í Nóatúni. Verðmunurinn
er 15%.
Nítján prósenta verðmunur var á
barnamatnum. Hann kostaði t.d. 150
kr. í Nóatúni en 126 kr. í 11-11 búö-
inni. Meðalverð reiknast 135 kr.
24% verðmunur á bieium
Bleiupakkinn var á verðbilinu
884-1.098 en þarna munar 214 krón-
um, eða 24%. Hann var dýrastur í
11-11 en ódýrastur í Bónusi þar sem
seldir voru tveir pakkar saman á
1.767 kr. Meðalverð verslananna var
1.015 kr.
Tólf prósenta verðmunur var á
tómatkrafti en hann fékkst þó ekki
nema í tveimur verslunum. Hann
kostaði 34 krónur í Nóatúni en 38
krónur í 10-11 búðinni. Meðalverð
reiknast 36 krónur.
14% verðmunurá
innkaupakörfum
Innkaupakarfan var ódýrust í Bón-
usi á 3.817 kr. en alls staðar var með-
alverð hinna verslananna notað fyrir
þær vörur sem ekki voru til í ákveð-
inni verslun. Dýrust var innkaupa-
karfan í ll-n á 4.370 krónur en
þama er 14% verðmunur.
Næstódýrust var karfan í 10-11,
4.258 krónur, en hún kostaði 4.335
krónur í Nóatúni.
-ingo
Vörutegund Nóatún 10-11 11-11 Bónus
Frosinn kjúklingur 598 610 559
Frönsk smábrauð 209 199
Lifrarkæfa 643 643 643 579
Nautahakk, 1 kg 724 699 779 629
Epli, rauð, 1 kg 129 159 129 59
Tómatkraftur 34 38
Matarkex 119 105 105 86
Barnamatur 150 129 126
Bleiur 998 1.079 1.098 884
Rúsínur 65 72 49
Snakk 426 298
Perudós 129 119 112
Bómull 114 115